Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 Til þess að fræðast meira um Tjörnina eins og hún er í dag og lífið þar í kring fengu blaðamenn Morgunblaðsins sér göngutúr nið- ur að Tjörn einn góðviðrisdag um daginn. Það hittum við að máli Jóhann Óla Hilmarsson, áhuga- mann um fuglalíf, en hann starfar sem eftirlitsmaður Tjarnarinnar í sumar. Sá sem lengst af hefur gegnt þessu starfi er Ólafur Karl Nilsen líffræðinemi. Hann er nú í leyfi frá störfum og er við rannsóknarstörf við Mývatn þar sem hann er að rannsaka þétt- sætni mófugla í mismunandi kjörlendi. Jóhann gegnir því starfi „andapabba", eins og það er oft kallað, á meðan. Eins og eflaust flestir muna gaf fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, Luther I. Replogle, gosbrunn í tjörnina og var honum komið fyrir í syðri tjörninni sumarið 1976. Lítið hefur sést til gosbrunnsins í sumar og spurðum við því Jóhann hvað hefði orðið af gosbrunninum. „Mótorinn í gosbrunninum bil- aði og var hann tekinn upp um daginn og hefur ekki verið settur niður aftur. Persónulega er ég því feginn, því ég er ekkert hrifinn af honum þarna. Einnig hef ég heyrt að gosbrunnurinn hafi verið vald- ur að þörungagróðrinum sem hér var í fyrra og flestum til ama. Gosbrunnurinn kemur nefnilega hreyfingu á vatnið og veitir það þörungunum betri vaxtarskilyrði. Annars er þetta aðeins ein af mörgum skýringum á þessum þörungagróðri, sem þó hefur ekkert borið á í sumar. Því miður held ég að eigi að setja gosbrunn- inn niður aftur innan tíðar.“ — Hvað viltu segja um fuglalíf- ið hérna við Tjörnina? „Það eru fimm andategundií sem verpa hér við tjörnina að staðaldri, en þær eru: stokkönd, gargönd, duggönd, skúfönd og æðarfugl. Annars sjást um 40—50 fuglategundir við Tjörnina á ári, en alls hafa sést þar 81 fuglateg- und. Fjórar andategundir eru hérnáv núna, sem þó hafa ekki orpið í vor við Tjörnina og eru þær: toppönd, grafönd, húsönd, og rauðhöfðaönd.“ „Aðalvarpstöðvar andarinnar eru í Vatnsmýrinni og tel ég að það þyrfti að friða ákveðna landspildu þar fyrir þetta varp, svona nokkra hektara og gera þá algerlega mannhelda." „Kríuvarp var allmikið í ár og voru 113 hreiður samtals á öllu Tjarnarsvæðinu. Fyrstu ungarnir eru nú nýorðnir fleygir, en mikil afföll eru þó af ungum og um og yfir 85% drepast." — En hvað um æðarvarp? „Æðarvarp hefur aukist talsvert frá því árið 1973. í ár var sami hreiðrafjöldi og í fyrra, eða 43 hreiður. Hreiðrin voru öll í Stóra- hólma Þorfinnstjarnarhólma og báðum Vatnsmýrartjarnahólmun- um. Hólmarnir á Tjarnarsvæðinu eru eiginlega orðnir fullsetnir af æðarhreiðrum, en ég held að ef æðurin fengi friðað svæði í Vatns- mýrinni myndi hún verpa uppi á landi." — í fyrra gerðust þau óvæntu tíðindi að álft varp í hreiður sitt í litla hólmanum og kom á legg fjórum ungum og hafði ekki . , . -. ...í -gjfi,, Rætt við Jóhann Óla Hilmarsson eftirtitsmann Tjarnarinn- ar í sumar. Dúfur Þurfa líka aö rœöa heimsmálin, eins og aörirl Fyrstu kríuungarnir eru nú nýorðnir fleygir og mætti halda aö Þarna væri kennarinn beirra með sýnikennslu. „ALL TAF EITTHVAÐ SKEMMTILEGT AÐ GERAST V/Ð TJÖRNINA"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.