Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.07.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1978 — Bréf Benedikts PVamhald af hls. 18 Þá óskar Alþýðuflokkurinn vitneskju um, hvort Alþýðubandalagið er sammála þeirri stenfu hans, að nauðsyn sé veigamik- illa breytinga í félagsmálum, dómsmálum, stjórnkerfismálum, jafnréttismálum, og nýrrar sóknar gegn spillingu og sérréttind- um. Niðurstöður um þetta voru óljósar í könnunarviðræðum flokkanna. Formaður Alþýðuflokksins hefur það verkefni að reyna myndun meirihluta- stjórnar. Aður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í þeim efnum, óskar Alþýðuflokkurinn eftir svörum Alþýðu- bandalagsins við ofangreindum spurning- um, svo skjótt sem unnt er. Með virðingu. Bcnedikt Gröndal“. — Svarbréf Lúðvíks Framhald af hls. 18 bandalagið væri mótfallið samstjórn með Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki, en hefði hinsvegar áhuga á myndun vinstri stjórn- ar. Yfirlýsingar um þessa afstöðu komu einnig greinilega fram í útvarpsviðtali þar sem formenn flokkanna beggja svöruðu spurningum fréttamanns. Auk þessa munu öll dagblöðin hafa skýrt frá þessari afstöðu Alþýðubandalagsins. Langar útskýringar á þeim orðum í bréfi Alþýðubandalagsins frá 13. þ.m., þar sem það telur engan málefnalegan grundvöll fyrir ríkisstjórn Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks, ættu að vera óþrafar. Ollum er ljóst, að stefna Sjálfstæðis- flokksins er í grundvallaratriðum önnur en stefna Alþýðubandalagsins. Stefna þessara flokka er andstæð í launa- og kjaramálum, í verðlagsmálum, í skattamálum, í vaxta- og peningamálum, í stóriðjumálum og í utanríkismálum svo nokkur dæmi séu nefnd. Alþýðubandalagið vill stuðla að myndun ríkisstjórnar er tryggi framgang vinstri stefnu. Þess vegna hefir það hafnað stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Spurningar í bréfi Alþýðuflokksins frá 14. þ.m. um afstöðu Alþýðubandalagsins til ýmissa málaflokka, sem ræddir hafa verið í könnunarviðræðum flokkanna, eru gjör- samlega út í hött og sýnist ekki ástæða til að svara þeim frekar en búið er. Stefna Alþýðubandalagsins til þeirra mála er ljós og jafnljóst er hitt að þeirri stefnu verður ekki komið fram í samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn. Formaður Alþýðuflokksins hefir tekið að sér að hafa forgöngu um myndun meiri- hlutastjórnar. Samkvæmt ummælum hans sjálfs hefir hann þó ekki fengið umboð sinnar flokksstjórnar til annarrar stjórn- armyndunar en með Sjálfstæðisflokki og Alþýðubandalagi. Þátttöku í slíkri stjórn hefir Alþýðubandalagið hafnað. Bréfaskriftir Alþýðuflokksins um þá afstöðu eru tilgangslausar og augljóslega aðeins gerðar til að tefja tímann á meðan flokksstjórn Alþýðuflokksins gerir upp hug sinn varðandi nýtt umboð til handa formanni sínum. Allar tafir, sem verða á myndun ríkisstjórnar vegna slíkra vinnubragða Alþýðuflokksins eru að sjálfsögðu á ábyrgð hans og Alþýðubandalaginu óviðkomandi með öllu. Með virðingu, Lúðvík Jósepsson“. Lögregla rekin fyrir dólgshátt Madrid — 14. júlí AP Reuter RÍKISSTJÓRN Adolofs Suarez sagði þremur lögreglumönnum upp störfum í Baskahéruðum á Spáni í' dag fyrir dólgshátt við gæzlustörf. Lögreglustjóri einn, er óhlýðn- aðist fyrirmælum fylkisstjóra og fór ránshendi með 200 manna lið um Renteria, iðnaðarborg í Baska- héraðinu Guipuzcoa var sam- Nýstárleg þjálfunaraðferð Júgóslavneskur þjálfari aö nafni Richard Alagich sagði af sér í gær þjálfarastörfum hjá félagi einu í Sidney í Ástralíu samkvæmt skeytum AP-fréttastofunnar og var ástæöan gífurleg mótmælaalda vegna þeirra aöferöa, sem þjálfarinn notaöi til aö ná upp baráttuanda hjá liösmönnum. Aðferöir þjálfarans voru vægast sagt einkennilegar ef marka má fréttaskeytin. Hann sýndi leikmönn- um kvikmyndir frá útrýmingarbúðum nazista í Auschwitz og myndirnar sýndu aöallega Þjóöverja skjóta gyöinga. Eftir myndasýningarnar sagöi þjálfarinn leikmönnum aö ímynda sér að þaö heföu verið nánir ástvinir þeirra sem uröu fyrir skotum nazistanna og síðan var þeim sagt aö hlaupa inn á völinn og vinna leikinn, því þar væru þeir sem þyrfti að hefna sín á. Aöferöin gaf góöan árangur en ógeöfelld er hún í meira lagi og á engan hátt réttlætanleg. stundis rekinn. Þessi aðför lög- reglumannanna kom almenningi algerlega í opna skjöldu og kom yfirvöldum í Madrid í slæma klípu, sem lagt hefur kapp á að þagga niður í óeirðaseggjum á Norður- Spáni að undanförnu. Að sögn embættismanna ruddist lögreglusveitin inn í miðborgina með handsprengjum og gúmkúlu- skothríð þegar minnst varði. Sögðu þeir margar verzlanir hafa verið rændar og eyðilagðar og mun tjónið hafa numið um 260 milljón- um ísl. krónum. Auk áðurnefnds lögreglu- foringja voru tveir aðrir reknir vegna gruns um að hafa drepið tvo menn í átökum í Baskahéruðum á undanförnum vikum. — Námsárangur Framhald af bls. 2 sin, frá íslandi, sem numið hafa við skólann. Við skólann stunda nám um 9 þúsund nemendur, en skólinn er aðallega þekktur fyrir raungreinar. — Krafla Framhaid af bls. 48 inni og í Gjástykki, sennilega lengst norður undir Kerlingarhól. Landsig á Leirhnúkssvæðinu varð 60 sm en varð um 110 sm í síðustu umbrotum. Landris er nú hafið á ný á Kröflusvæðinu og jarð- skjálftahrinurnar fara ört minnk- andi. — Viö synum allt það bezta og nýjasta frá WESTN0FA Allir eru velkomnir að sjá þessa glæsilegu norsku gæðavöru. Sýningin er opin á þriðju hæð á verzlunartíma Húsgagnadeíld Jón Loftsson hf. JUJ □ /A A A A A A ” m ii n d O---------d! JUi ÍlfflÖ T j swí. ri i. »v Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagna 17. júlí — 31. júlí 500 Fermetra sýningarsvæði — Möguleikinn Framhald af bls. 48 Út af þessari neitun spunnust nokkrar umræður fyrst i stað og menn veltu upp mismunandi sjón- armiðum á því hvernig ætti að túlka þessa neitun og hvert framhaldið ætti að vera. En eftir umræður í þihgflokknum og flokksstjórninni, þegar menn höfðu íhugað málið og yfirfarið stöðuna, þá urðu menn algjörlega samhuga um það að við værum áfram reiðubúnir til að standa að myndun meirihlutastjórnar án þess að menn byndu sig fasta í einhvern einn möguleika, en eins og ég sagði áðan er það vinstri stjórn sem við erum að ræða í alvöru.“ Framhald af bls. 1 Sprengingin, sem varð í gýgnum 1883, mun hafa heyrzt um 4800 kílómetra leið og olli hún meðal annars flóðöldu, sem náði að drepa fólk á hinni fjarlægu eyju Sri Lanka (Ceyl- on). — Arangur af Bonnfundi? Framhald af bls. 1 Vestur-Berlínar með því að koma upp umferðarhömlum á leiðinni frá landamærum Vestur-Þýzka- lands til Vestur-Berlínar og var öll umferð á þessari u.þ.b. 170 kíló- metra leið í lamasessi í gær. Búist er við að leiðtogar sexveld- anna munu á morgun, að frátöld- um Callaghan, forsætisráðherra Breta, gera harða hríð að Carter vegna lakrar stöðu dollarans, en til marks um þetta má til dæmis geta þess, að sama daginn og Carter kom til Bonn birtist flennistór fregn í mest selda blaði Vestur-Þjóðverja, „Bild“, um að þýzka markið hefði hækkað geig- vænlega gagnvart dollaranum og þannig hefði öðrum þjóðum verið auðveldað að flytja vörur sínar inn til Vestur-Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.