Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 3 Bretaprins væntanleg- ur 3. ágúst KARL prins af Wales og ríkis- arfi Bretlands er væntanlegur til íslands þann 3. ágúst n.k. og mun hann vera við Hofsá í Vopnafirði fram til 15. ágúst, en þá fer hann til Bretlands á ný. Karl prins hefur nokkrum sinn- um dvalið í sumarleyfi á íslandi, notið útiveru og stundað laxveið- ar. Síðast var hann á s.l. sumri, þá á tfmabilinu 4. til 15. ágúst og var hann þá að mestu við laxveiðar í Hofsá og fiskaði vel. Morgunblaðið aflaði sér þeirra fregna í gær, að prinsinn hefði látið svo um mælt fyrir nokkrum dögum, að hann hlakkaði mikið til íslandsferðarinnar, enda liði honum sérstaklega vel í Vopna- firði. Eins og á síðasta ári mun prinsinn koma fljúgandi til Egils- staða og aka þaðan yfir Hellis- heiði til Vopnafjarðar. Bóndi kærð- ur fyrir ólög- lega netalögn !3 Sjá grein bls. 14—15. !E! VEIÐIEFTIRLITSMENN i Húnavatns- sýslu hafa kært bónda á Vatnsnesi fyrir meint brot á laxalögunum, en Þegar beir fóru í eftirlitsferð um Vatnsnes í fyrradag tóku peir upp net á einum bænum. Samkvæmt laxalögunum á ekki að hafa net liggjandi frá kl. 22 á föstudags- kvöldi til kl. 10 á þriöjudagsmorgun, en net þessi voru tekin upp á mánudegí. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa sýslumannsins í Húnavatnssýslu var hér ekki um stórmál að ræða, en veiðiverðir tóku upp tvö net og bóndinn, er með þeim var, það þriðja, sem hann viðurkenndi við réttarhöld að hafa lagt sjálfur, þ.e. öll þrjú. Þegar veiðiverðir hugðust halda för sinni áfram um Vatnsnesið hafði nokkrum bílum verið lagt þannig að þeir gátu ekki ekið burtu, en urðu aö bíöa nokkrar klukkustundir þar til bíleigendur höföu fjarlægt þá. Sagöi fulltrúi sýslumanns að hér hefði verið um einhvers konar friðsamleg mót- mæli aö ræöa, en ekki væri enn búiö aö rannsaka þetta mál aö fullu og því ekki hægt um þaö aö segja hvort starf veiöivarðanna hafi beinlínis verið hindrað. 6 skip með 2140 lestir SEX skip voru á leið til lands eóa komin til lands með loðnuafla skömmu eftir hádegi í gær, meö alls 2140 lestir, sem pau fengu á svæðinu vestur af Kolbeinsey. Þar hafa skipin verið aö kasta síöustu sólarhringana, en almennt fengiö lítiö í hverju kasti. Segja framhald á bls. 30 sköpunárverk okkar: lYitrctcx sandmálning VITRETEX ndmálni VITílETEX Vitretex sandmálning er sendin og fín plastmálning sem hentar jafnt inni sem úti. Hún myndar þykka málningarfilmu, þar sem 1 yfirferð svarar til 3 yfirferða af venjulegri plast-málningu. Fæst í 12 staðallitum og einnig í hvítu. Blanda má staðallitunum innbyrðis og fá mismunandi blöndunarliti eftir óskum. I S/ippfé/agið íReykjavíkhf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Símar 33433og 33414 Þessi mynd var tckin af Karli prins þegar hann kom til Egilsstaðaflugvallar s.l. sum- ar. Stéttarsamband bænda: „VIÐ höfum rætt við fulltrúa frá stjórnmálaflokkunum um stöð- una og mögulegar aðgerðir í málefnum landbúnaðarins,u sagði Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda, í samtali við Morgunblaðið en hann kvað ýmsa erfiðleika steðja að landhúnaðainum og m.a. teldu þeir, að það vantaði 1800 milljón- ir króna á þessu verðlagsári í útflutningsuppbætur bæði á kjöt og mjólkurvörur. Gunnar kvað Stéttarsambandið hafa lagt fram eftirfarandi 11 atriði til umræðu við fulltrúa stjórnmálaflokkana, en hvert atriði hefðu þeir síðan skýrt nánar: 1. Breyting á framleiðsluráðslög- gjöfinni. A. Breytt samningsform sem tryggi betur hlut bænda en nú í samanburði við aðrar stéttir. B. Skipulagsaðgerðir til stjórnunar framleiðslu. C. Útflutningsbætur verði tryggðar og greiddar eftir þörfum. D. 80 millj. kr. v/ sælgætis- gerða verði aflétt. Niður- greiðslur fylgi verðbreytingu í réttu hlutfalli. 2. Aðgerðir til að auka sölu búvöru innanlands. Lækkun tolla og afnám söluskatts af vélum. Lækkun orkuverðs. 3. Létt verði af bændum verð- jöfnunargjöldum á þessu ári. 4. Lausaskuldum bænda verði breytt í föst lán. 5. Komið verði á afleysinga- þjónustu fyrir bændur. 6. Rekstrar- og afurðalán verði aukin. 7. Almenn lánakjör verði bætt. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til aðstoðar ungum bændum vegna bústofnsmynd- unar. 8. Ekki verði gerðar breytingar á eignarétti eða umráðarétti bænda yfir jörðum og land- nytjum þeirra. 9. Gerðar verði ráðstafanir til þess að hægt verði að ljúka nauðsynlegum byggingum vinnslustöðva búvara. 10. Búnaðarbankinn starfi áfram sjálfstætt. 11. Almennar efnahagsráðstafan- ir verði ræddar við bændasam- tökin. Lofa samráði um aðgerðir Gunnar kvað fulltrúa stjórn- málaflokkanna hafa tekið því vel að hafa samráð við bændur ef til sérstakra efnahagsaðgerða kæmi, en nr. eitt hjá Stéttarsambandinu kvað Gunnar vera breytingu á löggjöfinni um samningsformið í sambandi við verðlagningu og það að fá fram aukin áhrif á fram- leiðslumagnið auk þess að út- flutningsbætur verði tryggar áfram. Sérstakar skammtíma- aðgerðir. Gunnar kvað þá einnig hafa hugmyndir um skammtímaaðgerð- framhald á bls. 30 650 milljónir króna í gjöld hjá Eyjamönnum Ingi Tómas Björnsson skatt- stjóri í Eyjum kvað álögð gjöld í Eyjum vera 650 milljónir króna og 830 þúsund, sem væri lagt á 2242 einstaklinga og 146 félög og fyrirtæki. Hækkun á gjöldum milli ára í Eyjum er um það bil 75%. Þeir einstaklingar sem bera hæst gjöld eru: Sigurður bórðarson útvegsbóndi, Hólagötu 42, með 11 millj. 496 þús. kr. Sigmundur Andrésson bakarameistari, Vestmannabraut 37, er með 6,5 millj. kr. Garðar Björgvinsson húsasmíðameistari er með 5 millj. 318 þús. kr. Jón Iljaltason hæstaréttarlögmaður, Heimagötu 22, er með 4 millj. 92 þús. kr. Sigurjón Guðjónsson lyfsali, Vest- mannabraut 24, er með 4 millj. 720 þús. kr. Kristmann Karlsson kaupmaður, Hólagötu 40, er með 4 millj 214 þús. kr. Björn Ivar Karlsson læknir, Fjólugötu 19, er með 4 millj. 144 þús. kr. Emil Andersen útvegsbóndi, Heið- arvegi 13, er með 4 millj. 61 þús. kr. Guðjón Pálsson útvegsbóndi og skipstjóri, Hraunslóð 2, er með 4 millj. 53 þús. kr. og 10. hæsti er Björn R. Ragnarsson tannlæknir, Foldarhrauni 38, með 3 millj. 918 þús. kr. Þau fyrirtæki sem greiða mest gjöld eru Fiskiðjan hf. með 19 millj. 881 þús. kr. Isfélag Vestmannaeyja h.f. með 15 millj. 971 þús. kr. Vinnslustöðin h.f. með 15 millj. 394 þús. kr. Fiskimjölsverksmiðjan h.f. með 15 millj. 193 þús. kr. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja h.f. með 13 millj. 941 þús. kr. Kaupfélag Vestmannaeyja með 12 millj. 937 millj, kr. Telja að 1800 milljón- ir króna vanti á út- flutningsuppbætumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.