Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 Flaggstengur og jakkafáni Baguio City 18. júlí. AP. ENGIR fánar voru á skákborð- inu samkvæmt málamiðlun þeirri, sem gerð var í gær. Hins vegar eru fánar Sovétríkjanna, Filippseyja og Alþjóðaskáksam- bandsins í einu horni sviðsins. Korchnoi mætti til leiks með lítinn svissnesskan fána í jakka- boðungnum. Keppcndur höfnuðu þremur settum af taflmönnum á sunnudaginn og fór svo að þeir taflmcnn, sem teflt er með, voru ekki valdir fyrr en nokkrum mínútum áður en fyrsta skákin hófst. Myndin sýnir Karpov vega og meta taflmennina. Taflmennirnir valdir á síðustu stundu Batfuio City 18. júlí. AP. LITLU munaði að upphaf fyrstu einvígisskákarinnar í dag dræg- ist vegna þess að réttu tafl- mennirnir bærust ekki í tæka tíð. Fimmtán mínútum fyrir klukkan 17 voru engir taflmenn komnir á skákborðið, nokkuð sem kunnugir segja að ekki hafi gerzt áður í sambandi við heimsmeistaraeinvígi í skák. Tveimur mínútum síðar skund- aði aðaldómari einvígisins, Lothar Schmid, inn á sviðið með taflmenn sem gerðir eru úr spænskum viði og eru með hefðbundnu Staunton-sniði. Það var bandarískur tölvusérfræð- ingur, Clint Vose frá Chicago, sem kom með þessa taflmenn. Fimm mínútum síðar var komið með aðra taflmenn, einnig með hefðbundnu Staunton-sniði, úr safni filipínska auðmannsins Manuel Zamora. Lothar Schmid var á því að síðarnefndu taflmennirnir væru heppilegri og féllust keppendur á það álit, þegar þeir komu inn á sviðið. Síðan tókust þeir í hendur og settust að tafli. Aðstoðarmenn skákmeistar- anna höfðu á sunnudag hafnað þremur settum af taflmönnum, þar á meðal taflmönnum úr safni fyrrverandi forseta Filips- eyja, Carlos P. Garcia, sem talið var koma til greina vegna sögulegs gildis. Þegar Florencio Campom- anes, framkvæmdastjóri ein- vígisins, var spurður hvers vegna taflmennirnir kæmu svona á síðustu stundu, svaraði hann. „Mér finnst bezt að hafa, allt á nippinu." Michael Stean aðstoðarmaður Korchnois hreytti hins vegar út úr sér: „Það er eftir öðru þegar þremur milljörðum dollara er eytt í undirbúning að nothæfir tafl- menn séu ekki á hverju strái.“ En það var ekki bara spurn- ingin um taflmennina sem var leyst á síðasta snúningi. Skák- klukkan var ekki valin fyrr en í morgun. Karpov óskaði eftir aust- ur-þýzkri skákklukku en Korchnoi hollenzkri. Dómnefnd einvígisins ákvað að aðaldómar- inn skyldi draga um það hvor framhald á bls. 30 Sjálfstraust Korchnois er ósvikið Baguio City 18. júlí. Frá Ilarry (lolombek fróttaritara Mbl. ÚRSLIT fyrstu skákarinnar valda þeim vafalaust vonbrigð- um sem bjuggust við hörðum átökum strax í byrjun einvígis- ins. En skákin bendir ótvírætt til þess að hvorugur keppenda sé reiðubúinn til að taka minnstu áhættu ennþá og má þá minnast einvígis þeirra Alekhines og Capablanca, sem þeir tefldu undir sömu reglum og Karpov og Korchnoi nú, en það stóð í um þrjá mánuði og var mikið um stuttar jafnteflisskákir sem þessa fyrstu einvígisskák nú. Ég snæddi morgunverð með Korch- noi í morgun og virtist mér sjálfstraust hans ósvikið. Skákin hófst á slaginu klukk- an 17‘að staðartíma (klukkan níu að íslenzkum tíma). I áhorfendasalnum eru milli 8—900 sæti en aðeins um helmingur þeirra var setinn. Meðal áhorfenda var Marcós Filipseyjaforseti. Ráðstefnu- höllin sem einvígið fer fram í var byggð sérstaklega fyrir þetta einvígi. Hún er ekki eins stór og Laugardalshöllin, þar sem Fischer og Spassky tefldu enda ljóst af öllu að hér er ekki búizt við eins mörgum áhorf- endum og þar; hvorki heima- mönnum né erlendum gestum. Baguio City er fallegur ferða- mannastaður til fjalla í 7000 feta hæð og er Marcos forseti meðal þeirra sem mikið dálæti hafa á staðnum. Hitinn er ekki meiri en til dæmis í Sviss en rakastigið er meira. Aðgangs- egririnn lœkkaður um 90% BaKuio Cit.v. 18. júlí. AP. FORRÁÐAMÖNNUM heims- meistaraeinvígisins brá harka- lega í brún við það hversu fáir áhorfendur voru að fyrstu ein- vígisskákinni. Aðgangsmiðinn að einvíginu kostar tæpar 20.000 krónur og hafa skipuleggjendurnir ákveðið að lækka verðið um 90%, niður í 2000 krónur fyrir næstu skák. Leynivopn Korchnois: Varlega af stað farið Fyrsta skákin t heimsmeistara- einvíginu fór rólega af staö og endaði meö friösömu jafntefli eftir aöeins 18 leiki. Fréttaritari Mbl., Harry Golombek, hafði Iftiö um skákina aö segja enda var hún harla viöburðasnauð. Korts- noj hóf tafliö meö enska leiknum sem hann beitir oröiö undan- tekningalaust. Karpov sveigði yfir í troðnar slóöir og beitti gamalkunnu afbrigöi sem leiddi tii mikilla uppskipta og tafljöfn- unar. Ljóst er að þetta einvígi getur oröið langvinnt ef þeir beita þessari aöferö, en eins og menn minnast færir jafntefli hvorugan keppandann nær titl- inum því það eru vinningarnir sem duga og sá fær titilinn sem fyrstur veröur til aö vinna 6 skákir. Ætli Karpov ser aö beita þessari aðferö til aö draga keppnina á langinn og þannig þreyta Kortsnoj sem er 20 árum eldri getur þessi keppni oröiö langvinn og erfiö. 1. skákin Hvítt: Kortsnoj Svart: Karpov Enski leikurinn 1. c4 (Engum heföi átt aö koma þessi fyrsti leikur Kortsnojs á óvart, allra sízt Karpov. Kortsnoj velur oröiö þennan leik framyfir t.d. d4 vegna þess aö hann-er öllu sveigjanlegri og býður upp á fleiri möguleika. Auövelt er fyrir svartan hins vegar aö sveigja tafliö inn á brautlr drottningarpeðsbyrjunar og þaö gerir Karpov ( þessari skák). 1. — BI6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 (Heföi hvítur valiö aö leika 3. d4 gat svartur beitt Nimzo-ind- verskri vörn og leikið Bb4). 3. — d5, (Nú breytir Karpov út af frá því þeir tefldu fyrir 4 árum. í fyrstu skák þeirra í því einvígi lék Karpov 3. — b6 og skákin fór Inn á brautir drottningarind- verskrar varnar. Textaleikur Kar- povs stuölar aö meiri einföldun og uppskiptum og er greinilega til þess geröur aö beina skákinni inn í rólegan og öruggan farveg og sigla sem fyrst í friðarhöfn). 4. d4 — Be7, 5. Bg5 — h6, (Tartakower var fyrstur manna til aó beita þessari varnaraöferö og er því kennt viö hann þetta afbrigði. Tartakower var land- flótta Rússi af pólskum ættum* og gat sér mikið frægöarorö sem skákmaöur á fyrstu 4 áratugum aldarinnar). 6. Bh4 — 0-0, 7. e3 — t>6. (Og þannig leysir svartur vandamál drottningarbiskupsins sem verö- ur nú staösettur á áhrifamikilli skáiínu frá a8 tíl h1). 8. Hc1 (Qft ef líka reynt t.d. 8. cxd5 og þaö geröi Fischer á móti Spassky hér í Reykjavík 1972 í 6. skákinni. Framhaldiö varö: 8.\ — Rxd5, 9. Bxe7 — Dxe7, 10. Rxd5 — exd5, 11. Hc1 — Be6, 12. Da4 — c5, 13. Da3 og Fischer vann glæsilega). 8. — Bb7, 9. Bd3 (l 7. einvígis- skák þeirra Kortsnojs — Spasskys í fyrra reyndl Kortsnoj hér nýjung: 9. Bxf6 — Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11. b4! sem reyndist Kortsnoj vel því hann vann þá skák um síðir mjög glæsilega). 9. — dxc4,10. Bxc4 — Rbd7,11. 0-0 — c5, 12. dxc5 — Rxc5, 13. De2 — aG, 14. Hfd1 — De8, 15. a3 — Rfe4, (Karpov býöur upp á allsherjaruppskipti á léttum mönnum en viö þaö einfaldast taflið og veröur iítiö upp á aö spila). 16. Rxe4 — Rxe4, 17. Bxe7 — Dxe7, 18. Rd4 — Hfc8, og hér bauð Karpov jafntefli sem Korts- noj þáöi enda er staöan í algjöru „Hvort umslagið viltu?“ Karpov heldur umslögunum að Korchnoi, sem dró þannig að hann fékk hvítt í fyrstu skákinni. jafnvægi og framundan jafnvel enn meiri uppskipti á öllum hrókunum- á c-línunni. Báöir keppendur vöröu nákvæmlega 57 mínútum hvor til umhugsun- ar. Lokastaðan Kavíar frá íran og skozkur hafragrautur Bauuio City 18. júli Rcutor. ÁSKORANDINN, Viktor Korchnoi, ætlar sér að tryggja sigur sinn í einvíginu með kavíar frá íran og skozkum „hafragraut“. Þegar aðstoðar menn hans skýrðu frá þessum leynivopnum tóku þeir fram að fyrir hendi væru þriggja mánaða birgðir af hvorutveggja. ir heilasellurnar." Þegar spurt var hvers vegna Korchnoi hefði ekki valið rússneskan kavíar svaraði Stean því til að valið væri alls ekki pólitískt heldur væri einfaldlega auðveldara að fá íranskan kavíar. Hinn að- stoðarmaðurinn, Raymond Keene, er ábyrgur fyrir hafra- grautnum. „Meðan á umsátrinu um Leningrad stóð sagði móðir Korchnois jafnan við hann: „Borðaðu hafragrautinn þinn og þá fá Þjóðverjarnir ekki færi á þér,““ sagði Keene þegar hann var spurður um ástæðurnar fyrir dálæti Korchnois á hafra- grautnum. Michael Stean kvað 30 dósir af írönskum kavíar hafa verið fluttar inn í Filipseyjar gegnum svissneska sendiráðið. „Korch- noi borðar úr einni dós fyrir hverja skák. Þessi kavíar skerp- Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.