Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 Um hvað er deilt við Nokkrar deilur hafa risið meðal bænda i Miðfirði og út með Vatns- nesi eins og skýrt hefur verið frá i fréttum Mbl. og kemur raunar fram í frétt i dag. Nýlega ræddi blað- ið við nokkra bœndur nyrðra og veiðiverði til að fá nokkrar upplýsing- ar um hvað sé deilt um og hvernig mál þessi standa. Koma fram viðhorf manna i viðtölun- um hér, en málið snýst aðallega um það að eftirlit hefur verið aukið nokkuð og telja bændur að það sé orðið óeðlilegt og vilja það sem þeir nefna „eðlilegt eftirlit“. Veiði- verðir hins vegar telja að þar sem bændur bregðist illa við eftirliti megi hafa þá grun- aða um að veiða ekki eingöngu sil- ung heldur og lax, sem er bannað og er hlutverk veiði- varða að fylgjast með að svo sé ekki gert. Heimir Ágústsson (lengst t.v.) og tveir nágrannar hans. Gunnlaugur Eggertsson að Sauðá (í miðið) og Jón Gunniaugsson. Teljum að sjórinn sjái sjálfur nm friðnnina segir Heimir Agástsson bóndi að Sauðadalsá — Þessar netaveiðar hcr hjá okkur eru nú mest stundaðar til gamans og svona til að fá í soðið stöku sinnum. og er það mest sjóbirtingur sem veiðist, en stundum hafa fcngizt nokkuð stórar bleikjur. sagði Heimir Ágústsson bóndi að Sauðadalsá f samtali við Mbl. — Því er ekki að leyna að til nokkurra deilna hefur komið nú í vor og vorum við hér tveir færðir til viðtals á Hvammstanga um daginn og sóttir í iögreglubíl, en ekki heyrðum við að borin væri fram nein ákæra gegn okkur. Var hins vegar talað um að við hefðum verið eða ætlað að hindra veiði- vörðinn í starfi, sem við teljum af og frá. Veiðivörður, sem ráðinn er Æskilegast værí að koma á samsfarfi segja veiðiverðírnir Á vatnasvæði Húnavatnssýslna eru tveir veiðiverðir starfandi, þeir Konráð Eggertsson og Örn Eyjólfsson. Nær svæði þeirra allt frá Ilrútafjarðará að Svartá, en svæðinu er skipt niður á milli þeirra. Sjá þeir því hvor um sitt svæði. en stundum fara þeir saman í eftirlitsferðir og hitti blm. Mbl. þá félaga einmitt er þeir voru að leggja upp í eina ferð um Vatnsnesið. — Með þessari eftirlitsferð okk- ar út á Vatnsnesið erum við að athuga hvort ekki sé allt með felldu í netalögnum í sjónum, en þar gilda sömu reglur og um netalagnir í vötnum, þ.e. ákveðið bil verður að vera milli netanna, ekki má leggja þau of nálægt árósum og algjör friðun á að vera um helgar, upplýsir Örn og segir að eftirlit þeirra eigi að vera fólgið í því að þessar reglur séu haldnar. Við árnar þurfa þeir að fylgjast með því að ekki séu fleiri stangir notaðar í einu en leyfilegt er og ekki séu notaðar óleyfilegar veiði- aðferðir svo eitthvað sé nefnt. — Hér á Vatnsnesinu vestan- verðu hefur verið heldur meiri æsingur í mönnum, segja þeir veiðiverðir, og öllu meiri æsingur en t.d. á noröan og austanverðu nesinu. Hér er nokkuð um það að menn stundi selaveiði og hefur okkur verið bannað að nálgast þau svæði en við fáum ekki séð hvernig gangandi maður á að geta truflað selinn. En þeir eru eitthvað viðkvæmir eftir að Landhelgis- gæzlan var hér á ferð og halda þeir að hún hafi styggt selinn eitthvað. Viljum að lög séu virt. — En sunnar á nesinu er ekki um selveiði að ræða og við þykjumst nokkuð vissir um að þar séu til menn sem veiða lax í klára laxanet, segir Örn. — Þetta er ekki nema einn og einn maður, en allir liggja undir grun vegna þess að ef einn brýtur trúnaðinn kemur það niður á öllum hinum. Það gerðist til dæmis um daginn þegar ég fór eina ferðina að netin lágu of þétt saman og voru of stutt frá árósi en það var búið að lagfæra það allt þegar ég kom síðar, þannig að eftirlit sem þetta hefur án efa áhrif til batnaðar og það eina sem við viljum er að lögin séu virt. Meðan á þesSari ökuferð út með Vatnsnesinu stendur hafa safnazt bílar á eftir bíl veiðivarðarins og staðnæmast þeir einnig þegar veiðivörður stanzar til að horfa eftir lögnum. — Þetta er sjálfsagt einn liður- inn í að reyna á taugar okkar, sögðu þeir Konráð og Örn, en eftir nokkrar mínútur var eftirförinni hætt og ekki varð vart frekari samfylgdar. Út frá þessu rifjar Örn Eyjólfsson upp smá atvik er gerðist fyrir stuttu: — Eg var staddur hér einn daginn til að líta eftir og hafði stöðvað bílinn til að kíkja eftir netunum og safnaðist þá að mér smá hópur manna. Meðan ég talaði við þá hér úr ökumannssætinu verð ég allt í einu var við, þegar ég ek af stað að loft er farið úr aftúrdekkinu, sem frá mér sneri og tel ég að einhver hafi skrúfað úr ventilinn meðan við röbbuðum saman. Ekki voru notuð nein kurteisisorð í þessum viðræðum og fannst mér þetta það alvarlegt að ég kærði og voru menn færðir á Hvammstanga til viðtals. Þeim fylgdu fleiri menn og létu menn ólafur Þórhallsson bóndi að Ánastöðum. gögnum sem færðu sönnur á brotið, en netunum hefur ekki ennþá verið skilað þrátt fyrir að við höfum gengið á eftir þeim og veit ég ekki hvort þeir hafa einhvern rétt til að halda þeim svona. Ólafur sagði að ekki hefði annað sögulegt gerzt í þessu máli á síðasta sumri, en nú í vor hefði aftur færzt hiti í leikinn þegar Vantar reglngerð er kveðnr á nm frmnkvæmd laganna segir Olafnr Þórhallsson bóndi að Anastöðnm — Það er þessi helgar friðun, sem við erum mikið á móti, sagði ólafur Þórhallsson bóndi að Ánastöðum í samtali við Mbl. en henni var komið á með lögum kringum 1970 að ég held. og með þeim er kveðið svo á að net skuli ekki vera í sjó frá því kl. 22 á föstudcgi til þriðjudagsmorguns kl. 10. Ólafur sagði að aðalnetaveiði- tíminn væri frá því í maflok og fram í miðjan ágústmánuð, en mjög væri misjafnt hvað mikið væri vcrið að, menn hefðu einnig öðrum bústörfum að sinna og gæfist því ekki alltaf tími til að leggja net. Nokkuð væri þá um að ferðamcnn og aðrir fengju þá kannski að reyna. — Við erum þeirrar skoðunar að sjórinn friði sig sjálfur, heldur Ólafur áfram, því það kemur margoft fyrir að ekki er hægt að leggja dögum saman vegna sjó- gangs. Norðanáttin er nokkuð ríkjandi hérna og þá fyllast öll net af þara og öðrum ófögnuði og teljum við því að sjórinn stjórni því nokkuð sjálfur hvernig veið- inni verður hagað og takarmki hana. Þessi veiðiréttindi okkar hér, að mega veiða silung í net, eru aldagömul og okkur finnst undar- legt ef hægt er með lagasetningu að svipta okkur þeim, því í stjórnarskránni segir eitthvað á þá leið að enga eign skuli gera upptæka nema að almannaheill krefjist og komi þá fullar bætur fyrir. Við höfum ekki komið auga á þá almannaheill, sem krefst þess að við fáum ekki að leggja net um helgar, og það hafa engar bætur komið fyrir það. Ólafur segir að upphafið að þessum deilum öllum megi rekja til atburða er gerðust á liðnu sumri og sé alltaf nokkur hiti í mönnum á sumrin þegar þessi deilumál komi upp. — Okkur fannst hálfvegis verið komið aftan að okkur þegar tveir menn fóru á báti um lagningar að næturlagi til að kanna þær. Það var að vísu um helgi, en vegna veðurs á föstudeginum og laugar- deginum var ekki hægt að taka upp netin og voru því einhver net enn í sjó. Þetta brot á friðuninni var kært og sumir kærðir fyrir ólöglega laxveiði að mér skilst og var kæran send saksóknara til umfjöllunar. Hann lét málið niður falla vegna skorts á frekari Tróom ekki að netaför á laxi séo tilviljaoir segir Þór Gnðjónsson veiðimálastjóri — Það eru sérstakir veiðieftir- litsmenns sem sjá um það að laxalögunum sé hlýtt og eru þeir skipaðir af landbúnaðarráðherra og að hálfu launaðir af ríkinu og að hálfu af viðkomandi veiðifélög- um, sagði Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri, cr Mbl. spurði hann hvernig háttað væri eftiriiti með laxveiðum. — Ekki má veiða lax í sjó en hins vegar er leyft að veiða göngusilung, heldur Þór áfram, og hafa þær veiðar aukizt nokkuð og í sambandi við þessa silungsveiði hefur það komið fyrir að lax er veiddur og er það algjörlega í blóra við silungsveiðina. Þessu er mætt á þann veg að reynt er að auk eftirlitið og vernda veiðina í ám, en það hefur nokkuð borið á því að veiðzt hafa laxar sem netaför hafa sést á. Til dæmis komu á land í fyrra úr Laxá í Þingeyjarsýslu um 80 laxar með 'petaförum og sjálfsagt er talan hærri, því varla hafa þeir allir veiðzt. Þór var spurður að því hvort greinilegt væri þegar um netaför væri að ræða á laxi, en ekki hnjask eftir línu stangveiðimannanna sjálfra. — Það fer yfirleitt ekki á milli mála þegar netaförin eru á fiskin- um, og mönnum lærist fljótt að sjá það og greina á milli. Geta má þess að á vorin er laxinn viðkvæmur og feitur og þolir illa hnjask og jafnvel þótt hann kunni að losna úr netum sem hann hefur flækzt í er alls ekki víst að hann lifi af. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.