Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 25 + Það er nauðsynlegt þegar á miðju sumri að hefja framleiðslu jólaleikfanganna. — Já, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þessi litla brezka telpa er hér með nýtt leikfang. „Súper Gyro“ þyrlu, en stórframleiðendur leikfanga höfðu fyrir skömmu sýningu á leikföngum jólanna 1978. + Þráveltur steinn verður sízt mosavaxinn. Ekki er hægt að segja að Mick Jagger og félagar hans í Rolling Stones séu orðnir mosagrónir, þrátt fyrir háan aldur og að margir steinar hafi oltið niður fjallshliðar síðan þeir byrjuðu. — Hvorki meira né minna en 70,000 manns komu að sjá þá félaga halda hljómleika á Rich-leikvanginum í Buff- alo í Bandaríkjunum. Hljómleikar þessir voru aðeins liður í löngu ferða- lagi þeirra félaga um Bandaríkin. Leitað að „smygli“ + Þessi mynd er frá landa- mærahéraði í Ródesíu. Her- maðurinn notar spjót sitt til þess að ganga úr skugga um að engu hafi verið „smyglað" í þessu strábúnti, sem konurnurnar, sem horfa á, ætla að nota í strákofasmíði. „Smygl“ er allt það sem skæruliðasveit- irnar geta notað í stríðinu við Ródesíuher. Það hvorki kemur eða fer svo lítill böggull úr þesssu þorpi að hann sé ekki grandskoðaður af vopnuðum hermönnum. „Tilgangurinn að efla áhuga á fjaUamennsku” ÍSLENZKI Alpaklúbburinn ÍSALP var stofnaður í byrjun árs 1977 og er nú rúmlega eins árs en félagar í klúbbnum eru nú nokkuð á annað hundrað. Tilgangur klúbbsins er samkvæmt lögum hans að „efla áhuga manna á fjallamennsku". Þetta hyggst klúbb- urinn gera með því að vera vettvang- ur fyrir og sameina þá, sem eru áhugasamir um fjallamennsku, eink- um klifur í klettum, ís og snjó. Starf klúbbsins er einkum fólgið í ferðum á fjöll, svo og fundum þar sem félagar segja frá og sýna myndir frá ferðum sínum. Ennfremur eru haldnar kynningar á útbúnaði og fjallatækni og sýndar kvikmyndir af fjallaferðum og klifri. Auk þeirra ferða, sem Alpaklúbburinn stendur að, taka einstakir félagar sig iðulega saman til fjallaferða. Fyrsta ferðin á vegum félagsskap- arins var farin á Skessuhorn í Skarðsheiði og tóku rúmlega 30 manns þátt í þeirri fjallgöngu. Lengsta ferðin, sem farin var í fyrra, var fimm daga ferð um öræfin og var slík ferð endurtekin í gær, og þess vænzt að öræfaferðir verði árlegur viðburður í klúbbnum. Alpaklúbburinn gefur út blað, sem kynnir málefni ÍSALP og fjallar um fjallamennsku, kemur blaðið út annan hvern mánuð. Aðalfundur var haldinn í febrúar s.l. og var þá Einar Hrafnkell Haraldsson kjörinn formaður, en fyrsti formaður klúbbsins og aðal- hvatamaður að stofnun hans var Sighvatur M. Blöndahl. Áhugasamt fólk getur haft samband við klúbb- inn um pósthólf 4186 í Reykjavík eða við Helga Benediktsson í síma 12045 á daginn. (Fréttatilkynning) Vegna einstakra gæða og orðstirs dönsku VOSS eldavélanna höfum við árum saman reynt að fáþær til sö/u á fslandi, en það er fyrst núna. með aukinni framleiðslu. sem verksmiðjan getur sinnt nýjum markaði. Til marks um orðstir VOSS eldavélanna er nær 60% markaðshlutur i heimalandinu, sem orðlagt er fyrir góðan mat og kökur. en íslenskur smekkur er einmitt mótaður af sömu hefð í matargerðarlist, hefð sem eiginleikar VOSS eru miðaðir við. VOSS er því kjörin fyrir íslensk heimili. og fyrst um sinn bjóðum við eina gerð, þá fullkomnustu. eina með öUu, t.d. 4 hitastýrðum hraðhellum, stórum sjálfhreinsandi ofni með fullkomnum gri/lbúnaði, hitastýrðri hitaskúffu og stafa-klukku, sem kveikir, slekkur og minnir á. 4 litir: hvítt. gulbrúnt. grænt og brúnt. Hagstætt verð og afborgunarskilmálar. /rOniX Hátúni - Sími 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.