Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 kaffíno \ cn Er hann ekki til sölu? Þessi stórsókn sem þér hafið undirbúið er stórílótti — þér snúið kortinu öfuKt. Hvað er and- ófsmaður? „Um þessar mundir er verið að dæma mann eða menn til margra ára þrælkunarvinnu í Rússlandi. Þessi frétt blasir við okkur lesend- um á forsíðum blaðanna ásamt fordæminnu frelsisunnandi ein- staklinjía, sér í laf?i félagsbund- inna rithöfunda og þjóðarleiðtoga hins vestræna heims. Nú langar mig sem lesandi og að auki meðlimur í Rithöfundasam- bandi íslands að spyrja: Hvað er stjórnin alltaf að samþykkja vítur á herinn, Keflavíkursjónvarpið eða annars konar aðskotadýr eins og væntanlega sjónvarpshnetti, svo maður fer brátt að verða samdauna Krúsjeff heitnum, lemja niður skónum sínum og öskra nei, nei, — og má ég biðja um nánari upplýsingar um gjörð eða gjörðir viðkomandi dæmdra manna? Hefur hinn dæmdi maður róg- borið þjóð sína út á við í tali eða skrifum líkt og systir Kastrós gerði í sjónvarpsviðtali á sínum tíma? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fáir vita betur en bridgcspilar- ar hve crfitt er að komast hjá mistiikum. En þeir vita líka. að aðrir við borðið eru tilhúnir til að láta vita af og skýra það sem betur má fara. Gjafari norður, allir á hættu. Norður S. 94 H. Á10763 T. 106 L. Á874 Vestur S. 873 H. 2 T. K872 L. DG652 Austur S. Á H. DG984 T. Á54 L. K1093 Suður S. KDG10652 H. K5 T. Dg93 L. - Austur opnaði á einu hjarta og suður stökk í lokasögnina fjóra spaða. Út kom einspilið í hjarta. Suður tók slaginn á hendinni og spilaði spaðadrottningu. Hug- myndin var að hræða vestur ætti hann ásinn. Hann gæti gefið fyrsta trompslaginn af ótta við að austur ætti kónginn einspil. Hugmyndin var ágæt en kom ekki að gagni. Austur tók á ásinn og lét félaga sinn trompa hjarta. Seinna fengu varnarspilararnir tvo slagi á tígul og sagnhafi tapaði öllu nema honorunum. Suður tók eftir augnati 11 iti félaga síns og sagði í afsökunar- skyni: „Þú áttir ekki réttan ás fyrir mig. Lafásinn var gagns- laus.“ „Ekki næstum eins gagnalaus og sumir makkerar," svaraði norður. „En ég nefni þó engin nöfn.“ Lesendur geta sjálfsagt giskað á hvern lesendur hafa í huga. Og sjá þeir einnig hvers vegna norður var svo gramur? Sagnhafi kom ekki auga á örugga vinningsleið. Hann gat tekið fyrsta slaginn í borðinu með hjartaás. Og þá var hægt að taka á laufásinn gagnslausa til að losa sig við hjartakónginn af hendinni! Þá fyrst var óhætt að spila trompi. Og varnarspilararnir fengu á trompás auk tveggja tígulslaga en heldur ekki meir. ... og eins og stóð í auglýsingunni er hér bað og salerni. Kirsuber í nóvember 17 Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdótlir íslenzkaði Persónur sögunnar< Fimm af yngri kynslóðinni, þar af einn morðingi og annar verður fórnarlamb morðingj- ans< Judith Jernfelt Matti Sandor Klemens Kiemensson BKO Roland Norell Nanna-Kasja Ivarsen og tvær miðaldra fraukar sem eru mikiivæg vitni< Helena Wijk Lisa Billkvist og læknir og yfirlögreglu- þjónn sem hafa ólfkar skoðan- ir á morðmálinut Daniel Severin Leo Berggren ásamt með lögregluforíngjan- um sem dregst inn í málið í nokkur dægur áður en glæpur inn Íyrni8t. Christer Wijk. ið á veitingahúsinu væri all- sæmilegt og nokkuð arðvæn- legt sagði nú hálfmæðulega. — Hækkar um fimmtán aura! bá fer það líklega sömu leiðina og snapsinn. Og fólk neitar að borga þessar upphæð- ir og það hættir að fara á vertshús... Helena Wijk hugsaði með sér að enginn hefði verið faT um að slappa fullkomlega af hér í leikhúsinu. menn voru með allan hugann hundinn við sín eigin vandamál og það sem var að gerast í stað þess að reyna að' njófk sfundarinnar. Meira að segja Nanna Kasja talaði án afláts við tvo fulltrúa úr Ilúsma-ðrafélaginu um það sem var á sérstöku áhugasviði hennar. — Mikið var gaman þegar við vorum hérna sfðast... Munið þið á húsmæðrafélags- fundinum í september. Og allt gekk svo vel að það var aldeilis makalaust. Og þó vorum við mörg hundruð húsmæður víðs vegar að af landinu. En ég hafði nú mestar áhyggjur af tfzkusýningunni og svo gekk hún svo sérstaklega vel. Á tízkusýningunni hafði frú Ivarson þrátt fyrir hæðina verið bezta sýningarstúlkan. Þetta nóvemberkvöld var hún líka vissulega þess virði að á hana væri horft. Judith Jernfeldt, sem var bara átján ára. stóð allt í einu við hlið hennar og þær tvær voru greinilegir fulltrúar nú- tfmatfzkunnar í þessum sænska smábæ. Nanna Kasja var kladd fjólubláum kjól úr atlassilki sem féll að henni svo að lfkaminn naut sín til fullnustu. Judith var. aftur á móti í skyrtukjól með belti um mittið og mikla vídd f pilsinu. Hclena Wijk horfði án þess að láta mikið á þvf bera á þennan iaglega ungling, þessa rómantísku hárgreiðslu og skemmtilega óvenjulegan kjól- inn og hversu vel og hóflega stúlkan hafði málað sig. Það var augljóst að hún hafði lagt allt kapp á að líta glæsilega út. Til að ganga í augum á einhverjum. Og hverjum til heiðurs? Helenu varð allt í Ijóst að stúlkan var einsömul f leikhús- inu. Matti Sandor var hvergi sjáanlegur. Hafði hann stungið af áður en óperettan fékk sinn lukkulega endi? Eða hafði hann alls ekki komið? Ilringing kvað við og hún missti sjónar bæði á Nönnu Kösju og Judith. En Klemens Klcmensson gekk með þeim til sætis og sagði um leið og hann vísaði þeim leiðina> — Nei, við skulum reyna að hugsa um fjármálaráðherrann og allar vondu ráðstafanirnar hans. Mér þykja lög Lehars falleg. Þau eru að minnsta kosti hugnanlegri en sorgarlög í kirkjunni. Og Simon Edward- sen gerir þetta vel. Edwardsen óperusöngvari féll líka mætavel inn í þetta ágæta hlutverk og finnsk stjarna, Pihlaja að nafni, stóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.