Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.07.1978, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1978 Ólafur og aðrir ráðherr- ar Framsóknar vildu ekki í viðræðunefndina Vissi ekki annað en Ólafur yrði með segir Steingrímur Hermannsson □ □. Sjá samtöl bls. 30. □ □ „ÉG BAÐST undan því að vcra í viöra-ðunefnd Framsóknarflokks- ins óg þaö sama gerðu aörir ráöherrar flokksins. A þetta var fallizt og samþykkt að viðræðu- nefndina skipuðu þeir Steingrímur Ilermannsson. Tómas Arnason og Jón IIelgason.“ sagði Ólafur Jóhannesson formaður Framsókn- arflokksins þar sem kjörin var viðræðunefnd flokksins til stjórn- armyndunarviðra-ðna við Alþýðu- 43% hækkun á sundstöðum borgarinnar MEIRIIILUTI borgarráðs sam- þykkti í gaT allt að 13% hækkun á aðgangseyri að sundstöðum borgarinnar en mest er hækkun- in fyrir biirn. Albert Guðmunds- son sat hjá við atkvæðagreiðslu. Hækkunin á einstaklingsmiðum fyrir fullorðna er úr 180 kr. í 230 ok á einstaklinKsmiðum barna úr 70 í 100 kr. 10 miða kort fullorð- inna hækka úr 1200 kr. í 1500 og 10 miða kort barna úr 400 í 500 kr. 10 miða kort aldraðra hækka úr 600 í 750 ok Kufubað hækkar úr 350 í 400 kr. flokkinn og Alþýðubandalagið. „I>að er rctt að þið biaðamenn fáið eitthvað til að velta fyrir ykkur,“ svaraði Ólafur þegar Mbl. spurði af hverju hann hefði ekki viljað vera í viðræðunefnd Framsóknar- flokksins. Mbl. spurði Ólaf hvort rétt væri eða rangt að túlka þetta sem igreining af hans hálfu við þá sem hefðu viljað að Framsóknar.flokkur- inn ætti beina aðild að vinstri stjórn fremur en að flokkurinn veitti stjórn Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags hlutleysi. „Það er alrangt að draga slíkar ályktanir," svaraði Ólafur. „Eg hef sjálfur borið fram allar þessar tillögur sem samþykktar hafa verið og ég mun vinna að því að þetta stjórnarsam- starf geti tekizt." Um líkur á því sagði Ólafur að hann teldi þær „góðar, ef þessir flokkar vilja komast að samkomulagi, því vilji er allt sem þarf“. Og spurningu Mbl. um það hvort ástæða væri til að draga viljann í efa einhvers staðar svaraði Ólafur: „Ætli það. Það kemur þá fjótlega í ljós.“ Mbl. ræddi einnig við Steingrím Hermannsson ritara Framsóknar- flokksins, en hann sagði í samtali sem birtist í Mbl. í gær að hann gerði fastlega ráð fyrir því að Ólafur myndi eiga sæti í viðræðu- nefndinni. „Ég var búinn að ræða við Ólaf og ég stóð í þeirri trú að hann myndi verða með,“ sagði Steingrímur. Að öðru leyti vildi Steingrímur ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Hvalvík með 2000 milljón kr. skreið- arf arm til Nígeríu FLUTNINGASKIPIÐ Ilvalvík er nú í þann veginn að leggja af stað til Nígeríu með 39 þús. balla eða tæplega 1800 tonn af skreið. Er verðmæti farmsins um 2000 millj- ónir króna. og er þetta sta'rsti og verðma'tasti skreiðarfarmur sem íarið hefur frá Islandi. Skreiðin. sem nú fer til Nígeríu. er aðeins hluti af þeirri skreið. sem tókst að selja þangað í vetur. en það voru 115 þús. ballar. en þar til fyrir stuttu tókst ekki að fá Nígeríumenn til að opna ábyrgð fyrir samningnum. og þá aðeins að hluta. Bjarni Magnússon, fram- kvæmdastjóri Islenzku umboðssöl- unnar, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að Nígeríumenn hefðu lýst því yfir þegar hann var í Nígeríu fýrir skömmu, að þeir ætluðu sér að taka við þeim 115 þús. böllum af skreið sem þeir sömdu um í vetur. Honum hefði þá tekizt að fá þá til að opna ábyrgð, þannig að hægt yrði að hefja lestun á Islandi og nú væru þeir Bragi Eiríksson frá Samlagi skreiðarframleiðenda og Magnús Friðgeirsson frá Sjávarafurða- deild Sambandsins staddir í Nígeríu í þeim tilgangi að fá greiðsluábyrgðir opnaðar. Það er víðar góður afli um þessar mundir en hjá bátaflota lands- manna eins og sjá má á myndinni, sem tekin var við Reykjavíkur- höfn, enda er liðið fiski- legt á svipinn með kola og murta í löngum bun- um. Mokafli um aHt land Hvergi hægt að koma skipi fyrir, segir Gísli Konráðsson á Akureyri „ÞAÐ er slíkur mokafli um allt land að það er hvergi hægt að koma fyrir skipi umfram það sem er á stöðunum." sagði Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyrar, í samtali við Morgun- hlaðið í gær. „Við höfum verið að reyna að selja afla til Suðurlands. Austur- lands og Vesturlands en það er alls staðar fullt,“ sagði hann. „það hefur borizt svo mikill afli á land hjá okkur að undanförnu að við ráðum tæplega við þetta, þvi togararnir okkar eru með 200— 250 tonn f túr af miðunum fyrir norðan og vestan. Þetta er góður þorskur og samt er hvergi hægt að losna við fiskinn og það er vægast sagt óvenjulegt að slikt ástand sé á landinu. Við horfum fram á það að verða að draga úr sókn á miðin, því um leið og þessi mikli afli berst vantar fólk í frystihúsin og það gerir þetta hvað erfiðast. Nú gerum við hins vegar út á tapið í trausti þess að ný ríkisstjórn finni lausn á okkar vanda og miði við 1. júlí.“ „ÞAÐ hefur fengist góður afli hér um slóðir, bæði hjá togurum og hjá minni bátum. Þá er ágætis afli hjá þeim bátum, sem eru gerðir út héðan á grálúðuveiðar, af þessum sökum er framleiðsla frystihúsanna geysimik- il og farið að þrengjast í geymslum," sagði Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins Norðurtanga h.f. á ísafirði, þegar rætt var við hann. Jón Páll kvað fjárþröng fiskvinnslustöðvanna á Vestfjörðum strax vera orðna mjög mikla og versnaði fjárhagsstaðan sífellt, ekki sízt nú þegar mikill afli bærist að landi. Frá Austfjörðum er það að frétta, að togarar og minni bátar þaðan hafa fiskað mjög vel undanfarið. Sums staðar hefur ekki hafst undan að vinna aflann, né selja hann til annarra staða og hafa t.d. Fáskrúðs- fjarðartogararnir tveir skipst á að sigla með aflann til Færeyja, þar sem hann er unninn. Frystihús á Norðurlandi vestra: Öllu starfsfólki sagt upp fyrir mánaðamót Á FUNDI framkvæmdastjóra frystihúsa í Norðurlandskjör- dæmi vestra í gær var samþykkt að segja upp öllu starfsfólki fyrir mánaðamót cf ekki yrðu gerðar ncinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara tap frystihús- anna. Ennfremur var samþykkt á fundinum að tjá útgerðarmönn- um skuttogara að svo gæti farið að hætt yrði að taka á móti fiski með mjög skömmum fyrirvara. Á fundinum kom fram. að núver- andi afurðalán hrykkju ckki fyrir greiðslu hráefnis og vinnu- launa. Alls munu starfa hjá frystihúsinu í kjiirdæminu 300—400 manns. Eftir fundinn sagði Marsteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks, að húsin væru að stöðvast, en menn reyndu að halda þeim gangandi eins lengi og hægt væri. Framkvæmdastjór- arnir hefðu samþykkt á fundinum að athuga hvort ekki væri hægt að framhald á bls. .30 „Ráðstafanir verða að koma á næstu dögum — segir sjávar- útvegsráðherra „ÞAÐ er ljóst að grípa vcrður til ráðstafana til að bjarga frysti- iðnaðinum f landinu á næstu dögum. en sú stjórn sem nú situr að völdum, getur það ekki nema í samráði við formcnn hinna þingflokkanna." sagði Matthías Bjarnason sjávarútvcgsráð- herra í samtali við Morgunblað- ið í gær. þegar hann var spurður hvort ríkisstjörnin hygðist beita sér fyrir einhverjum ráðstöfun- um til að bæta hag frystihús- anna á næstunni. „Mér þykir líklegt að ríkis- stjórnin beiti sér fyrir því að ríkissjóður ábyrgist greiðslu þeirrar 11% hækkunar viðmið- unarverðs, sem stjórn Verð- jöfnunarsjóðs hafði ákveðið frá 1. júní en sjóðurinn gat ekki staðið við, nema um skamma hríð,“ sagði sjávarútvegsráðherra. „Annars er það svo, að ef einhverjar ráðstafanir eiga að koma að fullum notum, þá verða afurðalánin einnig að hækka og afnema verður útflutningsbann- ið,“ bætti Matthías Bjarnason við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.