Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 1
32 SIÐUR tttgmiIMbitófr 154. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Andófsmaður fær 15 ára dóm Moskvu. 20. júlí. Reuter. ÚKRAÍNUMAÐURINN Lev Lukyanenko úr „Helsinki"-hreyf- ingunni var í dag dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu og fimm ára útlegð fyrir andsovézkan áróður í bænum Gorodnya eftir f jögurra daga réttarhöld sem voru lokuð öllmii nema örfáum ættingjum hans að sögn andófsmanna. Lukyanenko var handtekinn í desember og þar með hafa 16 félagar úr Helsinki-hreyfingunni verið dæmdir síðan samtökin voru stofnuð fyrir tveimur árum. Lukyanenko hefur áður dvalizt 15 ár í vinnubúðum. Dauðadómi yfir honum var breytt 1960. Samkvæmt heimildunum neit- aði Lukyanenko öllum sakargift- um. Hann neitaði að taka þátt í réttarhöldunum og fór í hungur- verkfall. Kona hans, tveir bræður og foreldrar hans voru einu ættingjarnir sem fengu að fylgjast með réttarhöldunum. Sækjandinn vitnaði máli sínu til stuðnings í skjöl Úkraínudeildar Helsinki-hreyfingarinnar sem Lukyanenko stofnaði ásamt öðr- um. Hann sagði að skjölin væru undirrituð af Lukyanenko og vitnaði einnig í tvær greinar eftir hann. Jafnframt vísaði dómstóll í Moskvu á bug í dag dómsáfrýjun Gyðingaandófsmannsins Vladimir Slepak sem dæmdur var í fimm ára útlegð sem hann hlaut fyrir „rætna skrílmennsku". Hann var handtekinn fyrir að sýna borða með kröfu um vegabréfsáritun á svölum íbúðar sinnar og dæmdur í síðasta mánuði. Andófsleiðtoginn Andrei Sakharov sendi í dag Leonid Brezhnev forseta orðsendingu þar sem hann kvaðst vona að hann Framhald á bls. 18 Bitu gras ríkisins Vín 20. júlí. Reuter. Tékkneskur andófsmaður, dr. Ladislav Lis, sem undirrit- aði mannréttindayfirlýsing- una í fyrra. hefur verið hand- tekinn og ákærður fyrir þjófn- að á sósíalistískum eignum af því að kindur hans og geitur bitu gras sem ríkið á, að sögn andófsmanna í dag. Dr. Lis getur átt það á hættu að verða dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að láta kindurnar og geiturnar vera á beit með- fram járnbrautarlínu rétt hjá heimili hans í Ceska Lipa norðarlega í Tékkóslóvakíu. Hann var háttsettur starfs- maður kommúnistaflokksins í Prag en var sviptur störfum eftir fall Alexander Dubceks 1968. Hann fluttist til smábæj- Framhald á bls. 19 500.000 flýjafrá Saloniki Saloniki, 20. júlí. Reuter. FIMMTÍU þúsund manns dönsuðu og sungu á gb'tum miðborgar Saloniki í kvöld þrátt fyrir orðróm um jarð- skjálfta sem varð til þess að um hálf milljón borgarbúa, sem eru alls 700.000, flúðu borgina. Efnt var til hátíðahaldanna til þess að hamla gegn ótta um að nýtt tungl mundi valda álíka jarðskjálfta og þeim, sem varð 50 manns að bana og lagði háhýsi í rúst í Saloniki fyrir einum mánuði. Margir þeirra sem halda kyrru fyrir í borginni hafast við í tjöldum á opnum svæðum og þeir sem flýja borgina dveljast í nálægum þorpum. Hópur indíána hefur safnazt saman nálægt Hvíta húsinu í Washington til að mótmæla lögum sem þeir segja að samþykkt hafi verið gegn hagsmunum þeirra, meðal annars um eignaupptöku lands. Sovétvörður réðst á Bandaríkjamann Moskvu 20. júlí. Reuter. AP. RÚSSAR hafa sagt Bandaríkja- mönnum að mistök hafi valdið því að ráðizt var á bandarfskan sendiráðsmann á lóð bandaríska Reyna þolrifin í Norðmönmim Ósló 20. iúli- Reuter. KNUT Frydenlund utanríkisráð- herra sagði í dag að hann óttaðist að ólögleg sigling sovézkra skipa f norskri landhelgi gæti verið liður í yfirvegaðri stefnu sem væri í því fólgin að reyna þolrifin í Norðmönnum. Hann sagði þetta þegar skip- stjóri sovézka flutningaskipsins Irtishles hafði verið dæmdur til að greiða 20.000 norskar krónur eftir töku skipsins talsvert langt fyrir innan fjögurra mílna landhelgi Norðmanna undan Norður-Noregi. Þetta er fjórða málið af þessu tagi síðan 27. júní og norski sjóherinn hefur fengið skipun um að auka eftirlit sitt með erlendum skipum sem sigla ólöglega í fjögurra mílna landhelgi Noregs. Frydenlund var að því spurður á blaðamannafundi hvort stjórnin teldi að hér væri um að ræða tilraun til að kanna viðnámsvilja Norðmanna og hann svaraði því til að hann vonaði að þetta væri tilviljun en hann óttaðist að þetta gæti verið liður í heildarstefnu. sendiráðsins / Moskvu og að óreyndur sovézkur vörður hafi átt í hlut. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði að Rússar hefðu gefið þessa skýringu þegar harðorð mótmæli höfðu verið send sovézka utanrfkisráðuneyt- inu. Sendiráðsmaðurinn sem á var ráðizt var Raymond Smith sem var áheyrnarfulltrúi í réttar- höldunum gegn Anatoly Shchar- ansky í Moskvu í síðustu viku. Talsmaðurinn sagði að reynt væri að afla nánari vitneskju um atburðinn og varaði fréttamenn Sex manna mordsveit er á kreiki í Salisbury Salisbury, 20. júlí. Reuter. UNGUR blökkumaður, Reuben Danga, sem kallar sig skæruliða og herfanga, sagði fréttamönnum í dag, að hann teldi að í Salisbury væri sex manna morðsveit sem hefði það verkefni að myrða leiðtoga blökkumanna f bráða- birgðastjórnínni. Hann sagði ennfremur, að hann og vinur hans bæru ábyrgðina á morðunum um helgina, er 17 óbreyttir afrískir borgarar voru myrtir, þar á meðal fjórar konur og átta börn, í Makanza-þorpinu um 130 km vestur af höfuðborg- inni. Hann kvaðst vera liðsmaður í Alþýðubyltingarher Zimbabwe (ZIPRA) undir forystu Joshua Nkomo, eins aðila Föðurlandsfylk- ingar skæruliða sem hefur skorið upp herör gegn samkomulagi svartra manna og hvítra í Rhódesíu. Hann sagði að hann hefði komið til Rhódesíu frá Zambíu 1. júní ásamt 11 öðrum blökkumönnum eftir að hafa fengið þjálfun hjá Rússum og Kúbumönnum í Angóla. Upplýsingaráðuneytið í Salis- bury leiddi Danga fram á blaða- mannafundi þar sem hann sagði, að hann og félagar hans hefðu komið til Rhódesíu til að myrða Jeriamiah Chirau ættarhöfðingja, Abel Muzorewa biskup og séra Ndabaningi Sithole, sem eiga allir sæti í bráðabirgðastjórninni, og auk þeirra James Chikerema, staðgengil Muzorewa biskups. Framhald á bls. 19 Skilaboð í jógúrt Karpovs? Baxuio 20. júlí. AP SKÁKMEISTARINN Viktor Korchnoi sakaði í dag heims- meistarann Anatoly Karpov um að láta einn af dómendum heimsmeistaraeinvígisins senda sér jógúrt-skál með hugsanlegum leyniskilaboð- um. Annarri skákinni í einvíg- inu lauk með jafntefli í dag (sjá bls. 8). Korchnoi-nefndin segir í formlegum mótmælum til aðal- dómarans, Lothars Schmids, að matvælasendingar til keppend- anna í einvíginu geti greinilega falið í sér einhvers konar leynilegar bendingar. Til dæmis segir nefndin, að jógúrt sem sé sent öðrum keppandanum eftir 20 leiki geti táknað að honum sé ráðlagt að bjóða jafntefli, -ávöxtur sem sé sendur keppanda geti þýtt að honum sé skipað að hafna Framhald á bls. 18 við að draga of skjótar ályktanir um mikilvægi málsins. Samkvæmt skýringu Rússa þekkti nýi vórðurinn ekki Smith þegar hann kom að sendiráðinu og réðst því á hann og fleygði honum til jarðar. Að sögn bandaríska sendiráðsins ruddist sovézkur lög- reglumaður inn á sendiráðslóðina og réðst á Smith til þess að koma í veg fyrir að hann kæmist inn í bygginguna. Samkvæmt sumum fréttum hélt lögreglumaðurinn að Smith væri sovézkur andófsmað- ur. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið kveðst engan dóm hafa á það lagt hvort málið stæði í sambandi við Shcharansky-réttarhöldin. í Washington var talið að gagnrýni Carters forseta á réttar- höld gegn sovézkum andófsmönn- um bæri hæst á blaðamannafundi sem hann ætlaði að halda í nótt. Búizt var við að boðskapur forset- Framhald á bls. 19 Sadat óviss um framhald viðræðnanna Kairo 20. júlí. Router. AP. ANWAR Sadat forseti sagði í dag að ekkert framhald yrði á friðar- yiðræðum við Israelsmenn ef Israelsmenn kæmu ekki með nýjar hugmyndir og viðræðurnar í Leeds-kastala í vikunni hefðu hvorki tekizt né mistekizt. Sadat kvaðst enn hafa í hyggju að hitta að máli Ezer Weizman landvarnaráðherra Israels í Alexandriu en bætti því við, að hann vissi ekki hvort ísraelska stjórnin mundi leyfa Weizman að fara. Aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir nýjum tillögum frá Banda- ríkjamönnum sagðist Sadat von- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.