Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 Fyrsta loðnan á sumrinu kom til Bolungarvíkur í fyrradag, en þá komu þangað fimm bátar með 2000 lestir, og tók Gunnar Hallsson þessar myndir þá. Eimskip fær lóð við Sundahöfn BORGARSTJÓRN staðfesti í gærkvöldi ákvörðun hafnar- stjórnar frá 19. júlí varðandi úthlutun Jóða nr. 3 og 4 við Sundahöfn til Eimskipafélags Islands. Hafnarstjúrn hafði sam- þykkt þessa úthlutun samhljóða. cn á fundi borgarstjórnar urðu menn ekki á eitt sáttir varðandi afgreiðslu málsins nú. Formaður hafnarstjórnar, Björgvin Guðmundsson, mælti með þessari afgreiðslu málsins. Ólafur B. Thors taldi, að umrætt úthlutað svæði væri bæði ódýrasta og hentugasta framkvæmd til aukningar á viðlegurými nú. Úthlutunaraðili þarfnaðist hins vegar ekki aukins viðlegurýmis núna og hygðist í fyrstu nota landið sem útirými. Hins vegar vantaði aðra notendur hafnarinn- Dönsku bankareikningshafarnir: Flestir kæra við- bótarálagninguna Embætti ríkisskattstjóra hefur nú tekið til afgreiðslu flest þeirra mála sem til kasta þess hefur komið vegna innstæðu allmargra íslendinga í dönskum bönkum og sem rannsóknardeild hefur lokið við að rannsaka. Að því er Kristján Jónasson, skrifstofustjóri, tjáði Mbi. hefur úrskurður embættisins um við- bótarálagningu aðallega verið með tvennum hætti. Horft hefur verið á höfuðstólinn og kannað hvernig hann hafi myndast, þ.e. hvort hann hafi myndast með framlög- um, sem áður höfðu verið skatt- lögð með eðlilegum hætti. Ef svo hefur verið, þá hafa vextir af þessum innstæðum einungis verið færðir reikningseiganda til tekna, og sagði Kristján að yfirleitt hefði ekki verið um að ræða háar fjárhæðir í viðbótarálögum af þessu tagi, en meiri hluti málanna hpfði verið þessa eðlis. Framhald á bls. 19 ar nú þegar viðlegurými og vörugeymslu í tengslum þar við. Ólafur tók mjög skýrt fram, að afstaða sín væri ekki til komin vegna andstöðu við Eimskipa- félagið heldur væri þörf annarra aðila hlutfallslega meiri en Eim- skipafélagsins nú sem stæði. Ólafur B. Thors kvaðst mundu verða síðastur til að vinna gegn hag Eimskipafélagsins því þar hefði svo sannarlega vel tekist í uppbyggingu fyrirtækis og myndi hann ætíð lofa það. Elín Pálma- dóttir kvað málið svo snögglega koma frá hafnarstjórn til borgar- stjórnar, að hún teldi sig ekki geta stutt samþykkt hafnarstjórnar. Guðrún Helgadóttir óskaði eftir frestun á afgreiðslu málsins. Björgvin Guðmundsson sagði, að gert væri ráð fyrir, að Eimskip flytti starfsemi sína af nokkrum stöðum í gömlu höfninni inn eftir og yrði þá t.d. hægt að sinna þörfum Hafskips. Reykjavíkur- höfn yrði að geta sinnt öllum sínum viðskiptaaðilum, ekki sízt þeim sem gætu byggt yfir sig sjálfir. Reynsian sýndi, að viss hætta væri á brottför fyrirtækja úr bænum væri þeim ekki veitt fyrirgreiðsla. Nauðsynlegt væri að afgreiða málið nú sem fyrst. Frystihús á Vestf jördum tapa 150 millj. kr. á mánuði FRYSTIHÚSIN á Vestfjörðum tapa nú um 150 miUjónum króna á mánuði miðað við þau rekstrar- skilyrði, sem þau búa nú við. Kemur þetta fram í viðtali sem blaðið Vesturland átti við Jón Pál Halldórsson framkvæmdastjóra Norðurtanga á ísafirði fyrir skömmu. Segir Jón í viðtalinu að ekki geti farið nema á einn veg> stöðvun innan skamms tíma. „Á seinasta ári var útflutnings- verðmæti frystihúsanna á Vest- fjörðum 8.5 milljarðar króna. Sé tekið mið af framleiöslu húsanna fyrri hluta þessa árs má gera ráð fyrir að útflutningsverðmæti þessa árs verði ekki undir 12 milljörðum króna. Það þýðir að vestfirzku húsin tapa um 150 milljónum á mánuði við þau rekstrarskilyrði, sem þessi at- vinnugrein býr við í dag," segir Jón. „Miðað við afkomu þessa at- vinnuvegar í heild hefir vestfirzk- um húsum vegnað vel seinustu árin, þó er það sjálfsagt nokkuð misjafnt eftir húsum. Sá hagnað- ur, sem orðið hefir af rekstrinum, hefir verið notaður til uppbygging- Framhald á bls. 19 „Stend við orð- ið fréttamafía" — segir Ingvar Gislason „HIN áhrifamikla áróðursvél, sem nú malar í landinu, hin samvirka fréttamafía ríkisfjöl- miðla og síðdegisblaða lagði Framsóknarflokkihn í einelti og bjó til af honum afskræmda mynd, sem þúsundir landsmanna urðu til að trúa og festa sér í minni. Jafnframt vann fréttama- fían að því að fegra ímynd helztu andstæðinga og ofsóknarmanna Framsóknarflokksins og gera hlut þeirra sem allra mestan." Þannig hljóðar hluti greinar sem Ingvar Gíslason alþingismaður ritar í Tímann í gær og hann kallar „Framsóknarflokkurinn beið ósigur í áróðursstríðinu". Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Ingvar og spurði hann hvort líta bæri svo á, að hann teldi að fréttamenn ríkisfjölmiðla og síðdegisblaðanna misnotuðu . að- stöðu sína. „Það sem ég skrifaði í Tímann stend ég við og þessi orð eiga kannski eftir að sýna sig betur síðar. Það er sterklega til orða tekið að nota orðið „fréttama- fía" en ég stend við það," sagði Ingvar. Þá sagði Ingvar, að það væri sín skoðun, að vísvitandi bræðralag væri meðal starfsmanna ríkisfjöl- miðlanna og síðdegisblaðanna. Sérstaklega ætti þetta þó við síðdegisblöðin, þar sem menn lékju sér að því að búa til fréttir til að klekkja á ákveðnum mönn- um og málefnum. „Ég hef sjálfur unnið mikið að málefnum Kröfluvirkjunar og það- an þekki ég þessa fréttamennsku mjög vel og mun ég kannski víkja betur að því síðar. Menn hafa enn sem komið er lítið gefið fréttamafíusamtökun- um gaum, en þau eru sterk. Ég tel nauðsynlegt fyrir frjálshuga menn að hyggja að því hvað er að gerast," sagði Ingvar Gíslason. Magnús Torfi til Menning- arsjóðs? FIMM sóttu um stöðu forstöðu- manns Menningarsjóðs, sem auglýst var laus fyrir nokkru, en umsóknarfrestur rann út í fyrrakvöld. Meðal þeirra sem sækja um stöðuna er Magnús Torfi Ólafsson fv. ráðherra og alþingismaður. Aðrir sem sóttu um stöðuna eru: Herbert Guðmundsson ritstjóri, Hrólfur Halldórsson, settur forstöðumaður Menning- arsjóðs, séra Hörður Þ. Ás- björnsson og Ólafur F. Hjartar bókavörður. Borgarreikningarn- ir 1977 samþykkt- ir samhljóða í gær BORGARSTJÓRN samþykkti í gærkvbldi samhljóða reikninga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1977. Umræður um reikningana urðu stuttar. Þorbjörn Brodda- son sagðit „Reikningarnir sýna glögg merki um kosningahitasótt borgarstjórnarkosninganna 1974 og timburmenn þeirra eru orðnir að magnaðri fylgju borgarstjórn- ar." Málin væru þannig orðin vegna mikillar lántöku á si'num tíma. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að þó Þorbjörn Broddason talaði svo fjálglega um „hitasótt og óhóflegar lántökur" þá yrði líka að horfast í augu við, að vextir af lánunum hefðu verið tiltölulega hagstæðir, en hins vegar hefði gengistryggingin kostað sit.t. Astand þjóðarbúsins á þeim tíma sem lánin hefðu verið tekin sannaði þörfina, slíkt ætti að liggja í augum uppi. Hins vegar mætti lengi deila um tegund lána, en umrædd lán hefðu verið mjög aðgengileg miðað við önnur lán á sínum tíma. Varðandi rekstrarreikning lið- ins árs kæmi svo sannarlega í ljós, að verulegs aðhalds hefði gætt í rekstri borgarinnar þegar rekstr- arútgjöld hefðu aðeins farið tæp 4% fram úr áætlun. Þrátt fyrir aukna verðbólgu síðari hluta ársins 1977 hefði hennar gætt minna en efni stóðu til í resktrarreikningi borgarinn- ar. I slíku ölduróti væri erfitt að halda áætlanir, en ekki yrði ahnað sagt en vel hefði tekizt til á liðnu ári hvað sem hver segði og sönnuðu umrædd 4% það. Eiga að úrbætur Á FUNDI miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins fyrir tveimur vikum var kosin sérstök nefnd, sem á að gera tillb'gur til miðstjórnarfundar um úrbætur i flokksstarfinu með tilliti til úrslita undanfarandi kosninga. Birgir ísl. Gunnarsson borgarráðsmaður er formaður nefndarinnar og í samtali við gera tillögur um í flokksstarfinu Morgunblaðið í gær sagði hann, að í nefndinni með sér væru Jón Magnússon, formaður SUS, Ell- ert Schram, alþingismaður, Sigurlaug Bjarnadóttir, fv. al- þingismaður, Ingólfur Jónsson, fv. alþingismaður, og Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðing- ur. Ennfremur sagði hann, að með nefndinni störfuðu þeir Sigurður Hafstein, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmda- stjóri þingflokks Sjálfstaeðis- flokksins. Sagði Birgir að nefndin hefði aðeins einu sinni komið saman til fundar enn og því væri lítið hægt að segja um starf hennar. Lækkandi verð á lýsi og mjöli MJÖG lílil i'ftirspurn er nú eftir fiskmjöli á heimsmarkaði og hefur verð lækkað nokkuð af þeim sökum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, þá var fiskmjöl síðast selt á 6.85 dollara próteineiningin. Þá hefur lýsi einnig lækkað í verði og fást nú 430—440 dollarar fyrir tonnið en um tíma í sumar fengust 490-500 dollarar fyrir hvert tonn og voru þá seld á milli 3000 og 4000 tonn af sumar- loðnulýsi fyrirfram. Tveir með loðnu LÍTIL veiði var á loðnumiðunum vestur af Kolbeinsey í fyrrakvöld og fyrrinótt, en þó tilkynntu tvö skip um afla. Eldborg GK 570 lestir og Gísli Árni RE 600 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.