Morgunblaðið - 21.07.1978, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.07.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 3 „Vel kemur til greina ad Alþýduflokkurinn myndi minmhlutastjóm” — segir Ami Gunnarsson ÁRNI Gunnarsson ritstjóri og alþingismaður segir í leiðara sem hann ritar í Alþýðublaðið í gær, að það sé hans skoðun að vel komi til greina að Alþýðuflokkurinn myndi einn minnihlutastjórn, ef vinstri stjórnar umræðurnar fara út um þúfur. í leiðaranum segir Árnii „Alþýðuflokkurinn hefur gert tilraun til að mynda nýsköpun- Jarðýtan rann í veg fyrir fólksbíl Hólmavík, 20. júlí. ÞAÐ óhapp varð síðari hluta dags í gær, að lítil fólksbifreið lenti framan á jarðýtu og skemmdist mikið. Ökumaður hílsins meiddist töluvert á fæti og var fluttur til læknis, en kona sem sat í framsæt- inu við hlið ökumannsins slapp að mestu ómeidd. Nánari tildrög óhappsins voru þessi: Stór vörubifreið var að flytja jarðýtu á palli. Þegar kom að svokallaðri Grind yzt á Gálmaströnd í Steingrímsfirði kom á móti flutn- ingabílnum lítil Toyota fólksbifreið. Þannig hagar til á þessum stað að blindbeygja er á veginum, þar sem beygt er fyrir Grindina. Bílstjóri vörubílsins segist hafa verið á hægri ferð eða 35 km. hraða og dregið úr ferð í beygjunni. Þá birtist fólksbíll- inn snögglega, en ökumaður vöru- bílsins beygði til hliðar til að forðast árekstur. Við það lenti hann á steini, hnykkur kom á bílinn og jarðýtan rann af pallinum. Toyotabíllinn lenti þá framan á tönn jarðýtunnar með áðurgreindum afleiðingum. Mikið lán var að ekki hlauzt manntjón af óhappinu. Andrés. arstjórn. Hún mistókst. Nú gerir hann tilraun til að mynda svokallaða vinstri stjórn. Fari sú tilraun einnig út um þúfur er ljóst, að Alþýðubandalagið eða Framsóknarflokkurinn hafa ekki þor til að taka að sér stjórn efnahagsmálanna. Verði enginn árangur af þeirri tilraun, sem nú er gerð, eru ekki margir möguleikar fyrir hendi um myndun meiri- hlutastjórnar. Þá hafa stjórn- málaflokkarnir gerst brotlegir gagnvart kjósendum sínum, sem vonast hafa eftir sterkri ríkisstjórn til að bjarga þjóð- inni frá bráðum voða. Það er skoðun leiðarahöfund- ar, að vel komi til greina að Alþýðuflokkurinn myndi einn minnihlutastjórn. Hann fari ekki fram á hlutleysi nokkurs flokks, heldur leggi fram tillög- ur sínar í efnahagsmálum og setji ákveðin tímamörk á árangur. Þessar tillögur og tilgangur þeirra verði rækilega kynntur þjóðinni." Stjóm Vinnuskólans fal- ið að kanna launahækkun ÁBORGARRÁÐSFUNDI á þriðjudag var stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur falið að kanna hvort unnt sé að greiða unglingunum, sem starfa við hann, hærri laun þær tvær vikur sem eftir eru af starfseminni í sumar. Björgvin Guðmundsson. borgarfulltrúi Alþýðuflokksins. sagði Morgun- blaðinu að sín hugmynd væri, að athugað yrði hvort ekki væri hægt að borga unglingunum í Vinnuskólanum sama vfsitölu- álag og verkamenn fengu 1. júlí s.1. I kröfugöngu, sem unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur fóru fyrir nokkru, var farið fram á hærri laun og vinnu í ágúst. Björgvin sagði að ekkert hefði verið rætt um framlengingu á starfsemi skólans á fundinum. er grilltíminn Nauta-T-bone ...................... kr. 2.240 - kg. Nauta-grillsteik .................. kr. 1.480- kg. Nauta-bógsteik .................... kr. 1.480- kg. Nauta-snitchel .................... kr. 4.600- kg. Nauta-roast ....................... kr. 3.840 - kg. Nauta-hamborgari kr. 130- stk. Svínakótelettur kr. 3.270- kg. Lambalærisneiöar kr. 1.664- kg. Lambakótilettur kr. 1.496- kg. Folaldabógsteik kr. 890- kg. Folaldagrillsteik kr. 890- kg. Unghænur kr. 1.450- kg. Kjúklingar kr. 2.090- kg. Folaldakjöt Folaldagullasch Folaldasnitchel Folaldamörbrá . Folaldafillet .. kr. 2.680- kr. 2.888- kr. 2.900- kr. 2.900- Odýr matarkaup Kjúklingar 10 stk. í kassa ............... kr. 1.790- kg. Unghænur 10 stk. í kassa ............... kr. 1.290- kg. Villigæsir ............................... kr. 3.100- stk. Nýr svartfugl ............................ kr. 300- stk. Glænýr lax (heill) ....................... kr. 1.950- kg. Folaldahakk .............................. kr. 990- kg. Kálfahryggir ............................. kr. 810- kg. Saltaö folaldakjöt ...................... kr. 690- kg. Reykt folaldakjöt ........................ kr. 790 - kg. Nýtt hvalkjöt ............................ kr. 695- kg. Reykt hvalkjöt ........................... kr. 750- kg. 10. kg. nautahakk ........................ kr. 2.150- kg. Bacon í sneiðum ......................... kr. 2.100- kg. Lambasviö (lækkaö verö) .............. kr. 665- kg. ATH: Fránskar lortöfur, frystar, Kynningar- tilbunar beint i ofninn. verö kr 790. kg, Ath: Nú veröur lokaö á laugardögum í sumar. Verzliö tímanlega. Opiö föstudaga til kl. 7. Laugalaek 2, sími 35020.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.