Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 7 Landbúnaöar- málin feimnismál? Það vakti athygli að fyrir nokkru birti Tíminn viðtal við vestfirskan bónda, Ragnar Guð- mundsson á Brjánslæk, sem ekki lét alltof vel af stjórn framsóknarmanna á landbúnaðarmálunum í síðustu ríkisstjórn. Þess má geta að Ragnar hefur verið einn fulltrúa á aðal- fundi stéttarsambands bænda. Lét Ragnr í Ijós Þá skoðun, að Framsókn- arflokkurinn ætti ekki aö taka Þátt í stjórnarmynd- un að afloknum Þessum kosningum. Hins vegar sagði Ragnar að „bændur biðu spenntir eftir nýrri stjórn, Því hún hlyti að taka á landbúnaðarmál- unum af meiri festu held- ur en sú síöasta, Því varla gæti nokkur stjórn oröið aðgerðarminni í landbún- aöarmálunum en hún. Það væri engu líkara en landbúnaðarmálín heðu verið feimnismál undan- farið ár.“ í viðtalinu lýsti Ragnar einnig andstöðu sinni viö fóðurbætisskattinum. í lagi aö óska eftir nýjum ráöherra Ráðherra landbúnaðar- mála, Halldór E. Sigurðs- son, er greinilega ekki alveg sáttur við Þessi ummæli vestfirska bónd- ans og lætur Því Tímann birta við sig drjúgt viðtal í blaðinu í gær. Hefst viðtalið á Því að Halldór segist ekki hafa lagt Það í vana sinn að svara blaðagreinum, Þar sem deilt sé á stjórn hans á landbúnaðarmálunum eða hann sem ráðherra. Þá segir Halldór aö Það hefði „líka verið í lagi aö óska eftir nýjum land- búnaðarráðherra. En Það að vonast til aö áhrifa Framsóknarflokksins gæti ekki í næstu ríkis- stjórn, tel ég hina mestu ósanngirni Enda tel ég aö bændur hafi Þá reynslu af Framsóknarflokknum, að Það sé ástæöulaust fyrir Þá að trúa Því, að betur verði á málum landbún- aðarins haldið, ef áhrifa Framsóknarflokksins gætir ekki.“ Halldór minnir Þessu næst á að yfir 30 lög um landbúnaðarmál hafi ver- Halldór E. Sigurósson ið sett á undanförnum 7 árum. Telur ráðherrann nokkur Þeirra upp en bændur hafa víst heyrt Þá upptalningu áður. Aö venju byrjar ráðherrann á jarðalögunum, ábúöalög- unum o.s.frv. Skorti forustu af ráöherra Halldór sér ástæðu til að taka pað „skýrt fram aö Það var hvorki ákvörð- un ríkisstjórnarinnar né Framsóknarflokksins, sem lá til grundvallar Því að nú yrði tekið verðjöfn- unargjald af sauðfjáraf- urðum, heldur var Það ákvöröun framkvæmda- nefndar Framleiðslu- ráðs.“ í framhaldi af Því segir ráðherrann: „Ég tel hins vegar að hægt heföi verið að koma Þessum málum fyrir á hagkvæm- ari hátt...“ Er furða Þó bændur spyrji, hvers vegna var pað Þá ekki gert? Ragnar Guðmundsson í viðtalinu segír Hall- dór, að Það hafi staðið á bændum sjálfum aö taka upp ákveðnari afstöðu gagnvart aðgerðum til stjórnunar í landbúnaðar- málunum og segir: „Það getur verið erfitt fyrir stjórnvöld sem vilja hafa samstarf við bændasam- tökin Þegar svo er ástatt.“ Kunnur sunn- lenzkur bóndi, Siggeir Björnsson í Holti á Síðu, vék að Þessu í viðtali við blaðið Suðurland fyrir skemmstu og sagði Þar, er hann ræðir um hvaða leiðir séu færar til lausn- ar vanda landbúnaöarins: „Hins vegar er annað aö Þegar sýnt var að ekki var samstaða um nauð- synlegar aögerðir í Þess- um málum meðal bænda, skorti verulega á að ráö- herra Þessara mála hefði um Það forystu að leita niðurstöðu, sem leitt gæti til lausnar Þess vanda, sem við er að fást.“ Fleiri til fenfavaliö Okkur hefur CTF loksins tekist að fá aukið rými í Portoroz í ágúst og september. Þeir sem þegar hafa látið skrá sig á biðlista, hafi samband við skrifstofuna strax til að staðfesta pantanir. Tekið á móti nýjum pöntunum, en betra er að panta núna því það er vitað að færri komast að en vilja. Tveggia stranda ferð j41pamir að auki! Einstæö 3ja vikna ferð til Portoroz, Bledvatns og Klagenfurt. Lengst af verður dvalist í Portoroz- höfn rósanna- á Adríahafsströnd Júgóslavíu, sem nú er orðinn einn af eftirsóttustu sumarleyfisdvalarstöðum Islend- inga. Fjóra daga verður dvalist á strönd hins undur fagra Bledfjallavatns við rætur Alpanna og þaðan farið í stuttar skoðanaferðir m.a. til Klagenfurt í Austurríki. Heilsuræktin Við minnum á að okkar farþegar komast einir íslendinga í meðferð í hinni víðfrægu heilsuræktar- stöð í Portoroz. Þar er beitt viðurkenndum vísinda- legum aðferðum undir lækniseftirliti, m.a. nálar- stunguaðferðinni. Brottför: * 2. ágúst aukaferð 10. ágúst biðlisti 23. ágúst aukaferð 31. ágúst biðlisti 13. seþt. ferð fyrir eldri borgara 20. sept. laus sæti iSamvinnu- feróir AUSTURSTRÆT112 SÍMI 27077 mLANDSYN '%/HI# SKÓLAVÖRÐUSTÍG16 SIMI 28899 Byggingavörudeild Sambandsins auglýsir byggingarefni SMÍÐAVIÐUR 50x150 Kr. 572- pr. m. 50x125 Kr. 661- pr. m. 50x100 Kr. 352- pr. m. 32x175 Kr. 394 - pr. m. 25x150 Kr. 420 - pr. m. UNNIÐ TIMBUR Panel 16x108 Kr. 3.845 - pr. fm. Panel 16x136 Kr. 3.582- pr. fm. Panel 22x135 Kr. 4.030 - pr. fm. Glerlistar 22 m/m Kr. 121- pr. m. Grindarefni og listar: Húsþurrt 45x115 Kr. 997 - pr. m. Do 45x90 Kr. 498 - pr. m. Do 35x80 Kr. 311- pr. m. Do 30x70 Kr. 300 - pr. m. Do 25x58 Kr. 288 - pr. m. Do/ óheflað 25x25 Kr. 50 - pr. m. Gólfborð 32x100 Kr. 528 - pr. m. Þakbrúnalistar 12x58 Kr 108 - or. m. Múrréttskeiðar 12x58 Kr. 108.- pr. m. Múrréttskeiöar 12x96 Kr. 114- pr. m. Bílskúrshuröa-panill Kr. 3.276 - pr. fm. Bílskúrshurða-rammefni Kr. 997- pr. m. Bílskúrshurað-karmar Kr. 1.210- pr. m. SPÓNAPLÖTUR 9 m/ m 120x260 Kr. 2.826- 12 m / m 60x260 Kr. 1.534- 12 m/ m 120x260 Kr. 3.068- 16 m / m 183x260 Kr. 4.986- 18 m/ m 120x260 Kr. 3.895- 19 m / m 183x260 Kr. 6.301- HAMPPLÖTUR 16 m/ m 122x244 Kr. 2.134- ENSO GUTZEIT BWG- VATNSLÍMDUR KROSSVIÐUR 4 m/ m 1220x2745 Kr. 2.801- AMERÍSKUR KROSSVIÐUR 12.5 m/ m 122x244 Strikaöur Kr. 6.200- SPÓNLAGÐAR VIÐARÞILJUR Hnota finline Álmur finline Coto 10 m/ m Antik eik finline Rósaviöur Fjaðrir Kr. 4.223 - pr. fm. Kr. 4.223- pr. fm. Kr. 2.806 - pr. fm. Kr. 4.223 - pr. fm. Kr. 4.278- pr. fm. Kr. 106- pr. stk. Söluskattur er innifalinn í verðinu Byggingavörur Sambandsins Ármúla 29 Sími 82242

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.