Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLADIÐ, FOSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 13 með vinnu minni í málun meðan verkstæðin voru lokuð milli kennslumissera bauð hann mér að gerast nemandi í „meister- klasse" sínum, en ég hafnaði því ég hafði ákveðið að gerast nemandi franska málarans og rökfræðingsins Jean Deyrollc þar sem ég var í næstu þrjú misseri. — Máski gerði ég hér mikla skissu, því að próf. Nagel hafði aðstöðu til að greiða götu mína á margan hátt innan og utan skólans, sem nýgræðingur- inn og auk þess útlendingurinn Deyrolle hafði ekki og fékk ekki fyrr en mörgum árum eftir að ég var horfinn í burt. En mér líkaði ákaflega vel hjá Deyrolle — gagnrýni og umræða um listir á því stigi listháskólanáms er allt annars eðlis en almenn þjálfunarkennsla í listaskólum. Er t.d. sjaldan gripið inn í hugmyndir manna en þær rókræddar ásamt útfærslunni og ótal öðrum þáttum. Þetta er t.d. mjög svipuð gagnrýni og við listrýnar viðhöf- um í listdómum okkar en á skipulegra piani — sem sagt almenn rökræða og skoðana- skipti en þó einungis í 1—2 mánuði." Eitthvað óvenjulegt „Ég skal viðurkenna, að ég er furðu lostinn yfir því hvað menn, sem varla hafa tyllt tá inn fyrir dyr listaskóla, ásamt einum listsagnfræðingi geta leyft sér að láta flakka um hluti sem þeir virðast ekki hafa yfirsýn yfir né bera verulegt skynbragð á — því að saga mynda af þessu tagi er augljós- lega utan þekkingarsviðs þeirra. Þetta er þeim mun furðulegra að til dæmis Aðalsteinn Ingólfs- son hefur ítrekað látið í ljós ósk um að fá að aðstoða mig við að setja sýningu upp á þessum módelrissum. En ég hafði alið þá ósk með mér, að setja upp sýningu á módelmyndum (grafík), módelrissum og teikn- ingum eingöngu, sem hefði sennilega orðið sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis í því um- fangi. Ég var á engan hátt að trana þessum myndum fram — mér var einfaldlega boðið að sýna þær — máski vegna þess að forráðamenn Norræna hússins, vildu sýna eitthvað óvenjulegt — eitthvað utan hins hefð- bundna ramma, sem slíkar teikningar eru t.d. vissulega hérlendis. Því ágæta fólki í Norræna húsinu hefur a.m.k. tekizt að setja upp þrjár gjör- ólíkar sumarsýningar og menn skulu minnast, að þessar sýn- ingar eru mikið til ætlaðar til að kynna útlendingum brot ís- lenzkrar myndlistar en ekki til að þjóna skoðunum einhverra manna út í bæ, sem telja sig þess umkomna óðrum fremur að skera úr um hvað sýna eigi. Viðbrögð útlendinga eru að jafnaði alit önnur en íslending- ar búast við, halda, vilja og heimta en við því getur enginn gert. Svo mun áfram vera svo lengi sem upplýsingastreymið er jafn lítið, einstrengingslegt og hlutdrægt. Verð á myndiim „Ég minnist þess ekki á öllum mínum listamannsferli að hafa lesið rætnari málsgrein í list- dómi en þá er Aðalsteinn leyfir sér að kasta fram í sambandi við verðlag á myndum mínum og þetta tel ég alveg nýja tegund af „listrýni'VMálsgrein þessi heyr- ir helzt undir atvinnuróg af grófu tagi, því að ef á að tala um hátt verð á myndum hérlendis er ég ekki rétti aðilinn til að beina spjótum að. Eftir að hafa dæmt sjálfstæða vinnu „skóla- vinnu", jafnvel litaða skóla- vinnu!, móti betri vitund, fylgir hann fast eftir þeirri skoðun er hann mun hafa haldið fram eitt sinn „að myndlistarmenn eigi ekki að eltast við verðbólguna í verðlagningu mynda sinna". Hann boðar sem sagt verðrýrn- un myndlistarverka — vill e.t.v. koma þeim á tombóluplanið! Myndir mínar eru falar á verði sýningarskrár með 6 mánaða afborgunarkjörum en allt að 20% afslætti gegn staðgreiðslu og fæst þá talan 82 þúsund og allt upp í 200 þúsund. Það er lægra verð eða svipað miðað við kaupgetu en t.d. samskonar myndir á sýningu fyrir nokkrum árum, sem allar eru seldar. Ég tel, að ekki sé hægt að bjóða hagstæðari kjör, en hér rugla háar tölur vísast dómgreind margra. Eiga máski myndlist- armenn einir íslenzkra þjóð- félagsþegna að bjóða söluvarn- ing á víxlum og greiða sjálfir stimpilgjald, innheimtukostnað og verðbólguafföll sem nema c.a. 15—20% á tímabilinu? Hvað er Aðalsteinn eiginlega að fara? og svo hafa ýmsir starfsbræður mínir spurt. Þá skal getið, að hér er um að ræða tímabil á ferli mínum er kemur aldrei aftur — „hver seld mynd er að fullu farin" líkt og Erró sagði er hann leit á þessar myndir, hvatti mig til að geyma úrval þeirra og helzt láta ljósmynda þær allar... Hræddur er ég um ef Aðal- steinn telur teikningar, vatns- litamyndir og grafík jafnaðar- lega óæðri og ódýrari list málverkinu, verði hann fram- vegis að segja starfsheiti sitt innan gæsalappa. Ekki er til nema eitt eintak af hverri teikningu og vatnslitamynd, en t.d. allt upp í 300 og í sumum tilfellum 3—5000 grafíkmynd- um (fótó-offset). Tómt mál er t.d. að tala annars vegar um ódýra grafíkmynd, sem kostar 40—50 þúsund og gerð er t.d. í 100 eintökum — því að allt upplagið kostar þá 4—5 milljón- ir og algengt er að seljist upp þar sem dreyfingarkerfið er gott, og hinsvegar dýra teikn- ingu eða vatnslitamynd á 100-200.000 kr. Ég hef sjálfur selt upp mörg upplög grafík- mynda minna og dreymir ekki um að fá nema brot af þeirri fjárhæð fyrir teikningu eða vatnslitamynd. Já, dómadags þvættingur var þetta hjá honum Aðalsteini, og dreymdi mig aldrei að slík brenglun á jafn einföldum sannindum kæmi frá listsagnfræðingi. Þess má og geta að auglýsingateiknarar fá upp í 400.000 fyrir eina bókar- kápu. Opin umræða „Inn í þessa mynd koma að sjálfsögðu gæði myndanna og óhjákvæmilega nafn lista- mannsins, sem þó er ekki ætíð trygging fyrir gæðum. 011 er málsmeðferð Aðalsteins gróf árás er kemur listrýni ekkert við, en ég gleðst yfir því að hann skuli nú hafa kastað grímunni og að ég fái tækifæri til að svara opinberlega. Þau undarlegu bréf sem hann hefur leyft sér að rita mér með aðfinnslum, umkvört- unum og ráðleggingum til mín eru heldur ekki samboðin ung- um og framsæknum listfræð- ingi, sem hann vissulega er, enda dettur mér ekki í hug að svara þeim. Parsælla og um leið öllu drengilegra væri fyrir hann að koma aðfinnslum sínum á framfæri í blaði sínu og gefa mér kost á að svara opinberlega. Bendi ég og á að Morgunblaðið er galopið fyrir slíkar aðfinnslur og mun ég svara þeim jafnóðum eftir beztu getu. Allt annað en opin umræða af þessu tagi heyrir til undirróðurs- og mold- vörpustarfsemi." Framhald á bls. 27 Friður ekki úti þótt fundur bresti FYRSTI friðarfundur um Mið-Austurlönd, sem nokkru sinni hefur verið haldinn í einum af köstulum Hinriks áttunda, fór út um þúfur án þess að árangur næðist í deilu Araba og ísraelsmanna. Frið- arhorfur hafa í engu vænkast enda þótt Egyptar og ísraels- menn hafi hug á áframhald- andi viðræðum fyrir milli- göngu Bandaríkjamanna. Hinu er ekki að neita að sú staðreynd að þessar þjóðir eiga orðaskipti á ný er í sjálf u sér framför, þar sem allar opinberar viðræður höfðu Iegið niðri síðan í janúar. Víst er að fáir höfðu gert sér miklar vonir um fund utanríkis- ráðherra ísraels og Egypta í Leeds-kastala. „Hann varður sennilega tímaeyðsla," var áður haft eftir Moshe Dayan, „en mér líkar London. Ég fæ kannski tækifæri til að sjá nokkrar sýningar, sem ég missti af áður," bætti hann við. Það voru fyrst og fremst Bandaríkjamenn, sem komu fundi þessum til leiðar og hafði fjögurra daga för Mondales, varaforseta Bandaríkjanna, til landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs ekki minnst að segja. Það var meðan á för þessari stóð að Sadat Egyptalandsforseti notaði tækifærið til að afhenda vara- forsetanum nýjar friðartillögur Egypta að bera ísraelsmónnum, en tillögur þessar voru svar við 26-liða uppástungum þeim er Begin, forsætisráðherra ísraels, hafði lagt fram á Ismailia-ráð- stefnunni í desember. Enda þótt ísraelsmenn þverneituðu að taka tillögur þessar til greina má segja að þær hafi komið hreyfingu á málin með tvennum hætti. I fyrsta lagi lágu nú í fyrsta skipti fyrir skýrt afmörk- uð tilboð beggja deiluaðila, sem unnt var að bera saman í fyrsta áfanga nýrra viðræðna. í öðru lagi kom brátt á daginn að þær höfðu skerpt ágreininginn innan stjórnar Begins og þannig gefið Sadat haldreipi, er hann gat fært sér óspart í nyt. Fyrir tveggja daga fundinn í Leeds-kastala hafði Sadat gefið utanríkisráðherra sínum, Ka- mel, skýr fyrirmæli um að fá ísraelsmenn til að ræða friðar- tillögur Egypta til hlítar. Með tilliti til þess að talsmenn ísraelsmanna höfðu lýst því yfir að þessar tillögur Egypta væru jafnvel enn einstrengingslegri en þær, sem lagðar höfðu verið fram í janúar, skyldi engan furða þótt utanríkisráðherrun- um tækist ekki aö leiða ágrein- ing sinn til lykta. Þegar tillögur Egypta og ísraelsmanna eru bornar saman kemur í ljós að vesturbakki Jórdanár og Gaza-svæðið eru enn sem fyrr helzti dragbítur viðræðnanna. ísraelsmenn lögðu til að hernumdu svæðin hlytu takmarkaða sjálfstjórn. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn legði hart að þeim að veita þeirri 1.1 milljón Palestínumanna er á hernumdu svæðunum lifa, al- geran sjálfsákvörðunarrétt í áföngum, neitaði Begin því skorinort. En í tillögum Sadats var ekki þumlungur gefinn eftir heldur. Þar var þess krafist að Israels- menn drægju sig fullkomlega til baka frá öllum herteknum svæðum undir eftirliti Samein- uðu þjóðanna. Kveðið var á um fimm ára millibilstíma, sem nota skyldi til að komast að lokasamkomulagi, en þess jafn- framt krafist að Jórdönum yrði eftirlátin yfirumsjón með vest- urbakkanum og að Egyptar fengju að annast varnir Gaza-svæðisins. Einnig var lagt til að Arabar tækju aftur við austurhluta Jerúsalemborgar, en ísraelsmenn hafa haft borg- ina heilögu á valdi sínu síðan 1967. Tillögurnar bera þess merki að sendimenn Bandaríkjastjórn- ár höfðu hönd í bagga við samningu þeirra. Er t.d. laust að orði kveðið um ýmis atriði, er vitað var að ekki gagnaði að impra á við stjórn Begins, og reynt að beina þeim í farveg sem næst hugmyndum ísraels- manna. Má nefna að hvergi er getið um stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, og þess ekki krafist af ísraelsmönnum að þeir hverfi með herlið sitt brott að fullu fyrr en gengið hefur verið frá atriðum, er lúta að öryggi ísraels. Þá er Frelsis- hreyfing Palestínumanna hvergi nefnd, enda hafði stjórn Begins heitið að setjast aldrei að samningaborði með talsmönn; um hennar. Enda þótt bæði Begin og utanríkisráðherrá hans, Dayan, lýstu fullkominni svartsýni sinni við Mondale fyrir kastala- fundinn, má álykta að ísraelsk- uni ráðamónnum hafi verið forkuður á að senda sína menn til Bretlands þó ekki væri nema til að hreinsa af sér ákúrur fyrir áhugaleysi í friðarefnum. Óvæntur skyndifundur varn- armálaráðherra ísraels, Ezer Weizmans, og Sadats í Salzburg í síðustu viku gerði sitt til að þýða klakann, er svo lengi hafði íþyngt skoðanaskiptum deiluað- ila. Að loknum fundi þessum virtist VVeizman einkar ánægð- ur og svo að sjá sem Sadat fyndist hann hafa fundið hugs- anlegan hauk í horni í frekari friðarviðræðum. Það virðist hafa verið stefna Bandaríkjastjórnar fyrir fund- inn að brydda ekki upp á eigin úrlausnum í deilunni. Ætlunin var fyrst og fremst að freista þess að brúa bilið og eins og Vance komst að orði eftir fundinn „láta Egypta og ísraels- menn sjálfa leiða ágreining sinn til lykta". Það var því ljóst að bandariski utanríkisráðherrann hafði kosið að líta eftir eins og óháður dómari. Bandaríkja- stjórn vænti sér greinilega ekki mikils af umræðunum og gerði sér í hæsta máta vonir um að Dayan og Kamel tækist að koma sér saman um bráðabirgðaráð- stafanir á hernumdu svæðunum, eins og t.d. hve langan millibils- tíma ísraelsmenn þyrftu og öryggiskröfur þeirra í hugsan- legum friðaráformum. Þegar árangurslaus fundur utanríkisráðherranna er um garð genginn spyrja menn hvérsu nærri viðkomandi deilu- aðilar eru því marki að leiða ágreininginn sjálfir til lykta. Það verður að segjast að hug- myndir Egypta og Israelsmanna um framtíð hernumdu svæð- anna eru ennþá með öllu ósam- rýmanlegar í veigamiklum atr- iðum. „Það eru engin merki þess að annar hvor hafi hvikað af spori sínu," sagði háttsettur bandarískur sendimaður að fundi loknum. Til þess að sátt megi takast verða Egyptar að leggja fram fastmótaðri hug- myndir í því skyni að tryggja öryggi Israelsmanna á vestur- bakka Jórdanár og ísraelsmenn að segja ákveðið til u'm hvað þeir hafi í hyggju með vestur- bakkann að því fimm ára tímabili loknu sem þeir hafa stungið upp á sem umþóttunar- tíma. Fyrirhuguð för Cyrus Vance í byrjun ágúst kann að benda til að skriður sé aö komast á málin. Fréttastofan Associated Press bendir hins vegar á að þessi fjórða ferð utanríkisráðherrans til Mið-Austurlanda hafi verið ákveðin löngu áður en fundur- inn hófst enda þótt Vance hafi einungis tilkynnt hana eftir á. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.