Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 17 fnm^mMtú^i^ Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttaatjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Adalstræti 6, s(mi 10100. Aoalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á manuöi innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakio. Ráðherrastörf Halldór E. Sigurðsson, landbúnaöarráðherra, sem nú hefur gegnt ráðherrastörfum um 7 ára skeið, setur fram athyglisverð sjónarmið um þessi störf í viðtali við Tímann í gær. Ráðherrann segir, að störf ráðherra séu mjög erfið og menn ættu ekki að gegna þeim nema í ákveðinn tíma. Hann bendir á, að ráðherrar hafi lítinn tíma til þess að vinna beint í þágu lyósenda sinna og þess vegna væri hann hlynntur venju Norðmanna, að varaþingmaður taki sæti þingmanns, sem gerist ráðherra. Halldór E. Sigurðsson bendir á, að ráðherraembætti sé fullt starf og meira en það og að það geti á margan hátt hamlað störfum þingsins, að þingmenn, sem jafnframt eru ráðherrar, geti ekki tekið fullan þátt í störfum þess og t.d. ekki gegnt nefndarstörfum, sem eru veigamikill þáttur þingstarfanna. Þessi viðhorf Halldórs E. Sigurðssonar, sem talar af langri reynslu, eru þess verð, að þeim sé gaumur gefinn. Ráðherrastörf hafa jafnan þótt mikil virðingarstörf hér á landi og eftirsóknarverð af hálfu þeirra, sem tekið hafa þátt í stjórnmálabaráttunni. En sjálfsagt hafa sum ráðherraembætti smátt og smátt verið að breytast á þann veg, að þau kalla ekki síður á stjórnunarhæfni og faglega þekkingu en pólitíska reynslu. Sum ráðuneyti eru orðin geysilega viðamikil og má þar nefna ráðuneyti á borð við menntamálaráðuneyti, heilbrigðisráðu- neyti og tryggingaráðuneyti. Hér er um mjög viðamikla málaflokka að ræða. Ráðherrann, sem gegnir þessum embættum, er yfirstjórn- andi fjölda opinberra stofnana og margvíslegrar starfsemi. Það er áreiðanlega ekki auðvelt verk að koma inn í slík störf í tiltölulega stuttan tíma og ná tókum á þeim. Hér á landi hefur það tíðkazt að halda fjölda ráðherra mjög í skefjum og sumir ráðherrar hafa borið ábyrgð á tveimur og jafnvel þremur ráðuneytum. Gefur raunar auga leið, að slíkt er alltof mikil vinna fyrir einn mann og ekki skynsamleg hagræðing frá þjóðfélagsins hálfu. Þess vegna sýnist veraorðið tímabært að líta á ráðherrastörf nokkuð öðrum augum en hingað til hefur verið gert. Hér er fyrst og fremst um að ræða mjög víðtæk stjórnunarstörf, sem í sumum tilfellum kalla jafnvel á meiri faglega þekkingu en pólitíska reynslu. En í öðrum tilfellum skiptir hin pólitíska reynsla mun meira máli en fagleg þekking. Þess vegna kann að vera tímabært að fjölga ráðherrum frá því, sem nú er og jafnframt opna þessi störf meir á þann veg, að leitað verði út fyrir þingflokkana til þess að fá hæfa menn í ráðherrastórf. Það er í raun og veru ekkert vit í því að einskorða val ráðherra við þingmenn eina, því að hæfni til þeirrar pólitísku baráttu, sem leiðir til þingkjörs, þarf ekki að fara saman við þá hæfni, sem á þarf að halda í ráðherraembætti og er mjög mismunandi eftir einstökum ráðuneytum. Jafnframt er ástæða til að taka til alvarlegrar íhugunar hugmyndir um að þeir, sem skipi ráðherraembætti, víki úr þingsæti á meðan, þannig að varamenn komi inn í þeirra stað. Um leið og þingmaður er orðinn ráðherra á hann orðið erfitt með að sinna skyldustörfum sínum sem þingmaður fyrir kjósendur eins og Halldór E. Sigurðsson bendir réttilega á í áðurnefndu viðtali. Þá er eðlilegt, að varamaður taki við og hugsi um þau störf. Það er orðið tímabært að líta á ráðherrastarf sem hvert annað starf, en að vísu mjög ábyrgðarmikið. I þessi störf þarf að fá á hverjum tíma hæfileikamenn og þá er ekki endilega að finna í þingflokkunum. Ráðherrastörf eiga að vera vel launuð, en það er alveg ástæðulaust að ráðherrar eða yfirleitt nokkrir aðrir njóti fríðinda eða hlunninda sem aðrir þjóðfélagsþegnar búa ekki við, eins og t.d. í sambandi við bílakaup, og það er líka ástæðulaust að ráðherra hafi með höndum fleiri störf heldur en eitt. Aðeins með þeim hætti nýtast hæfileikar og starfskraftar ráðherra þjóðinni eins og hún á kröfu til. Ummæli Lúðvíks Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, lýsti því yfir í viðtali við Vísi fyrir skömmu, að hann hefði ekkert um réttarhöldin yfir andófsmönnunum í Sovétríkjunum að segja og hefði ekkert fylgzt með þeim. Þessi ummæli Lúðvíks Jósepssonar eru auðvitað hneyksli, en þau lýsa vel viðhorfi Alþýðuhandalagsins til baráttu andófsmanna í Sovétríkjunum gegn ofurþunga hins sósíalíska ¦rfis og fyrir almennum mannréttindum. Ummæli formanns pýðubandalagsins undirstrika ennfremur þau tengsl, sem eru milli pýðubandalagsins og Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum. uðvík Jósepsson þarf ekki að telja fólki trú um, að hann hafi ekki fylgzt með réttarhöldunum yfir andófsmönnunum. Svipmynd Lúðvík OoC ÐbSöll Mm Hann er pólitískur prakkari og refur, en allir sem eiga viö refinn viröa kænsku hans. Lúövík Jósepsson stendur nú á hátindl pólitísks ferils síns, en hann hefur setiö á Alþingi íslendinga síöan 1942. Sumir óttast hann, aðrir dá hann, hefur Magnús Kjartansson sagt um hann, en fyrst og fremst hefur hann veriö eitt af móöurskipum Alþýöubandalagsins og annarra flokka kommúnista. Þaö hafa þó skiptst á skin og skúrlr á ferli hans eins og títt er um stjórnmálamenn, en þó veröur ekki annaö sagt en hann hafi verið farsæll á þeim vettvangi. Þaö er siglingastíll þessa austfirska „móöurskips" að hverfa skyndilega inn í hina pólitísku þoku og enginn veit úr hvaöa átt er von á honum aftur, en hann er skjótur í förum þegar hann þarf aö taka afstööu til mála. Nú er Lúövík búinn aö skjóta framsóknarmönnum eystra ref fyrir rass og merja undir sig Austurlandskjördæmi og í þeim stjórnarmyndunarviöræöum sem nú eiga sér staö lítillækkar hann krata í gríö og erg, flækir mál þvers og kruss, enda hálli en áll í pólitíkinni. Á viöræöufundi viö Alþýöuflokkinn fyrir skömmu hlýddi Lúövík á mál Vilmundar, en sneri sér síoan aö Benedikt, tók ofan gleraugun og sagöi: „Gæti kannski gamli maöurinn orðaö þetta þannig aö ég skildi þaö?" Lúövík er aflmikið móöurskip alþýðubandalags- manna og þykir mörgum hugsjónaflokksmannin- um nóg um. Lúövík vill vera sérfræðingur á þeim sviðum sem hann tekur fyrir og í dag gnæfir hann yfir aöra „leiötoga" Alþýöubandalagsins. Þegar Magnús Kjartansson var í eldlínunni þótti flestum flokksmönnum jafnvægi í tilþrifunum, Lúövík sem vildi sanna eina kenningu í einu, Magnús allar og vera inni í öllu milli himins og jaröar. Báöir áttu þeir hljómgrunn hjá venjulegu fólki þessa lands, en það verður ekki sagt um þá menntamenn sem nú eru aö leggja Alþýöubandalagið undir sig á sama tíma og þeir stilla talsmönnum verkafólks upp sem nokkurs konar puntudúkkum í leik sínum „Lúðvík Jósepsson er óhemjulega atorkusamur og duglegur og fljótur að setja sig inn í mál," sagöi Magnús Kjartansson við mig, en þeir hafa verið samstarfsmenn í 33 ár. „Hann er fljótur að taka afstööu," sagði Magnús, „og leggur sig fram um aö sérhæfa sig á ákveðnum sviöum." Lúövík Jósepsson hefur í rauninni mörg andlit og oft er erfitt aö greina á milli, því þótt hann sé haröur málafylgjumaður og mikill bardagamaöur á málþingum þá er honum einkar lagið að rugla saman málum þannig að menn vita í rauninni ekki haus né sporö á afkvæminu. Stundum hefur jafnvel hans eigin flokksmönnum þótt nóg um stjórnsemi hans og afskiptasemi til þess aö koma sínum hugmyndum fram og má nefna dæmi úr kjarasamningunum frægu veturinn 1974 þegar Eövarð Sigurösson rak Lúðvík, sem þá var ráöherra, beinlínis út úr samningasalnum á Hótel Loftleiðum eftir að hafa sagt aö annar hvor þeirra yrði að fara út úr húsinu. >f ... að grœsku kynni" Lúövík minnir stundum á sviösmynd í kúreka- myndum, því bakhliöin er ekki í samræmi viö forhliöina, en baráttugleöina skortír hann ekki. Magnús Torfi sagöi um Lúðvík að hann væri einhver haröskeyttasti baráttumaöur sem nú væri í forystuhlutverki í íslenzkum stjórnmálum og vinnusemi hans og afköst væru meö ólíkindum þótt maöurinn væri kominn af léttasta skeiöi. „Hann hefur marga hildi háð," sagöi Magnús Torfi, „en nú stendur hann aö mínum dómi í einhverju afdrifaríkasta verkefni sem honum hefur boriö að höndum, forystuhlutverki fyrir Alþýöubandalaginu í þeim stjómar- myndunarviöræöum sem nú fara fram." En þá líður Lúðvík best þegar stormar leika um pólitískan leikvöll hans og hann er kampakátur um þessar mundir eftir aö hafa fært eftirmanni sínum Hjörleifi Guttormssyni þriöja þingsæti Alþýöubandalagsins á Austurlandi á silfurfati. Þaö var fyrir fjórum áratugum að bréf barst til stjórnar Kommúnistaflokksins frá „strákunum þrem," sem stýrðu litlu Kommúnistadeildinni á Norðfirði, segir í Þjóðviljanum í afmælisgrein um Lúövík, og „strákarnir" vildu fá foringja sendan aö sunnan en þar voru engir menn til. „Og sjá," segir Þjóöviljinn, „strákarnir þrír, Lúðvík, Bjarni og Jóhannes urðu foringjarnir sjálfir." Uungur að árum rjeillaðist Lúövík af hugsjónum kommúnista, en hann hefur aldrei gleymt sér í rómantík marxismans. Þegar hin svokallaða bylting í Sovétríkjunum náði aö veita pólitísku ölduróti inn í líf annarra þjóða spruttu tvenns konar kommúnistar af meiöi þessarar erlendu jurtar: rómantískir kommúnistar sem sáu aðeins menningartilþrif heimskommúnismans í sólroðn- um vindum og svo hinir sem vildu byggja á raunsæinu í lausn vandamála þjóöfélagsins. Lúðvík telst til þeirra. Hann hefur aldrei litið á marxismann sem banke. tilvitnana. Þau fræöi vill hann nota sem hjálpartæki viö afgreiöslu þeirra mála sem upp koma og þá byggist allt á því aö sanna aö sú kenning standist sem hann heldur fram. Hann er í rauninni hugsjónamaður í hverju máli fyrir sig, en ekki í heild heimskommúnism- ans eins og hinum ráöandi menntakommum þykir tilhlýöilegt. „Hann er ekki mikill hugsjóna- maður og ég heid aö Alþýöubandalagiö geti vel veriö án hans," sagöi einn alþýöubandalags- maöur úr hópi menntamanna viö mig og bætti viö: „En það get ég sagt þér að þegar Lúðvík segist ekki segja sannara orö, þá krítar hann liðugt." Þó er Lúövík óumdeilanlega andlit Alþýðubanda- lagsins í dag, því hann er klókastur og þaö ræöur úrslitum í þeim flokki. Því hefur honum farið eins og ýmsum fisktegundum sem mega sín meira, aö hann hefur eignazt fylgifiska sem svo gott sem hanga í honum til þess að tryggja lífsviðurværi sitt og sem dæmi úr hópi menntamanna má nefna Ólaf Ragnar Grímsson, pólitískan farandbikar sem byggir pólitík sína á ofsalegum leik þar sem engin alvara er að baki. Þeir sem þekkja Lúövík bera honum gott orð sem persónu, en andstæöingar hans treysta honum ógjarnan, því þeim finnst betra að treysta á veöriö en pólitísk tilþrif hans. Lúðvík er haröur málsvari þess sem hann tekur fyrir og það er engin tilviljun aö hann nýtur álits langt út fyrir raöir sinna flokksmanna og vissulega hefur honum áunnizt nokkuð í því aö fá menn til aö leita hafnar á pólitískri strönd hans, þótt viðsjál sé og hvergi hægt að sigla inn í hana nema úr austri. Lúövík er fæddur í Neskaupstaö 16. júní 1914 þannig að hann er nú á miðjum sjöunda tugnum nýkjörinn formaður Alþýðubandalagsins. Fyrir síðasta landsfund Alþýöubandalagsins var Lúðvík aö sjálfsögöu einn af þeim sem um var talað sem formann flokksins, en í samtali viö undirritaöan kvaöst hann alls ekki mundu veröa formaöur flokksins, heföi engan áhuga á því og slíkt stæði yngri mönnunum í flokknum miklu nær. En það næsta sem ég frétti af Lúðvík var aö sjálfsögöu það að hann var oröinn formaður flokksins. Þaö kom fljótt í Ijós aö Lúðvík var til forystu fallinn og strax þegar hann byrjaöi aö kenna við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1934 hóf hann afskipti af pólitík. Hann kenndi í u.þ.b. 10 ár þar til hann var kjörinn á þing, en fyrr á árum vann hann jafnhliöa við útgerð, sat í bæjarstjórn Neskaupstaðar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1956—1958 og sjávarútvegs- ráðherra í síöustu vinstri stjórn 1971 —1974. Einn pólitískur andstæöingur hans í langan tíma kvað Lúövík þægilegan í öllum einkaviöræöum, enda væri hann langt frá því aö vera með persónuníð, virtist beinlínis forðast það. „Hann skammast á öörum vettvangi," sagði þessi viðmælandi minn, „en hins vegar finnst mér aö í stjórnmálum umgangist hann sannleikann með mikilli léttúö. Sérstaklega hefur hann skrítnar skoöanir á efnahagsmálum og lausn þeirra, því þau úrræöi viröast aöeins vera til eins dags í senn." Magnús L. Sveinsson, sem er einn af talsmönnum launþegahreyfingarinnar, kvaöst telja að Lúðvík slæg; öllum viö í pólitískri flærö, því þaö væru fáir uem gætu leikiö þaö eins vel og hann aö villa mönnum sýn þannig aö þeir vissu aldrei hvort hann segöi satt meö gleraugunum eöa án þeirra. „Hann er slyngur stjórnmálamaður," sagði Magnús L., „en býr yfir sérstökum hæfileikum til aö blekkja fólk og slík sýndar- mennska kemur óorði á stjórnmálin til lengdar." Annar sjálfstæðismaður, Sverrir Hermannsson þingmaöur Austfirðinga, kvaöst hafa nokkurt dálæti á Lúðvík þótt slíkt kæmi ugglaust einhverjum á óvart. Þegar ég hringdi í Sverri var hann á ísafirði aö mála þakiö á sumarbústaö eiginkonunnar, en hann brá sér í símann. „Lúðvík er skarpgreindur maöur og snjall pólitíkus," sagöi Sverrir, „en hins vegar vilja menn kenna ýmis tilþrif hans við tækifæris- mennsku. Samt sem áður er ég viss um aö Lúövík heföi komizt í gegn um allar hreinsanir í Rússlandi eins og t.d. Mikojan. Það hefur hins vegar verið mér ánægja aö kynnast Lúðvík og vera hans andstæöingur í pólitík í mínu ¦kjördæmi, því Lúövík er maður ókvalráöur, skemmtilegur og eindreginn kjarkmaður, en tækifærismennskan er ráöandi, enda þénugust fyrir þann flokk og lengi hefur sá flokkur þann steininn klappaö. Hann er næmur maöur málefnalega á þá vísu sem honum hentar, næmur að haga pólitískum seglum, en eitt er hafið yfir gagnrýni í sambandi viö Lúðvík og þaö er að hann er vel giftur, Fjólu Steinsdóttur, indæliskonu og skemmtilegri." Þannig eru ekki allir á eitt sáttir.um stjórnmála- manninn Lúövík Jósepsson en hann er óneitanlega í sviösljósinu um þessar mundir þar sem mörgum þykir hann vefja framsóknarmönn- um eins og blautri gólftusku og hann talar við krata eins og þeir séu einhver tímaskekkja. Lúðvík Jósepsson er geysilegur spilamaöur í pólitík og heldur skemmtilega á kortunum, en hann skirrist ekki viö aö svíkja lit nema þann eina sanna rauöa lit, þar er hann alltaf meö á nótunum. Ég hringdi í Jörund Gestsson bónda og skipasmið á Hellu við Steingrímsfjörð og spurði hvort hann hefði gert vísu um Lúðvík: Lúöa fáir frýja vits, fleiri, aö græsku kynni. Þeir sem veróa, — vegna lits —, vefjast lambsins skinni -á.j. „Eyrbekkingar eru þraut- seigt fölk" - láta ekki bugast þótt útlitið sé svart í bili EINS og frá var sagt í Morgunblaöinu í gær hef- ur öllu starfsfólki Hraö- frystistöövarinnar á Eyr- arbakka verið sagt upp störfum. Lausráöiö fólk hefur pegar misst vinn- una, en fastráöið fólk missir hana frá og meö deginum í dag. Af pessu tilefni brugöu blaöamenn Morgunblaðsins sér aust- ur á Eyrarbakka í gær og ræddu par viö nokkra aöila um pessi mál. „Framundan er aðeins atvinnuleysisstyrkur" Fyrstan hittum viö aö máli Eirík Gíslason verkstjóra í Hraöfrysti- húsinu. — Hér eru nú aöeins eftir 40 manns, en rúmlega 40 eru hættir, og er þaö eingöngu fastráðið fólk sem nú er við vinnu. Hvað er framundan hjá fólkinu? — Hér er ekkert annað fyrir það aö gera, eins og málin standa, en að fara á atvinnuleysisstyrk. Eyr- bekkingar eru mjög þrautseigt fólk og hef ég þá trú að þeir verði hér áfram, þótt ástandið sé svart í bili. Þó er þetta verra fyrir unga fólkið, sem er að byggja og veröur ekki annað sagt en aö þetta sé óbjörgulegt ástand. Annars er þaö synd að frystihúsiö skuli stöövast núna, því reksturinn var farinn að vera nokkuð jákvæður frá því í vetur, eða eftir aö viö tókum upp bónuskerfi. Í gær var sídasti dagunnn sem atvinna verður í Hraðfrystistöð Eyrarbakka, í bili að minnsta kosti. Myndin var tekin þar í gær. (Ljósm.: Kristján). „Maður veröur bara aö vona Það besta" Næsta tökum viö tali Sigríði Þórðardóttur, trúnaöarmann verkalýösfélagsins á staðnum, og spyrjum hana hvernig henni lítist á útlitiö. — Maður verður bara að vona allt þaö besta þótt útlitiö sé dökkt. Hér er enga aðra vinnu aö fá, allavega ekki fyrir konurnar. Einnig er þetta slæmt fyrir unga fólkið, sem nú hefur misst vinnuna og hefur ekkert fyrir stafni og er bara á götunni. Ég held því bara í vonina um aö þetta stöövist ekki alveg, því varla yröi hægt aö Hvað um iðnað? — í dag eru aðeins starfandi hér á Eyrarbakka tvö lítil iðnfyrir- tæki og veita þau 12—15 manns atvinnu. Ekki er fyrirsjáanlegt aö hægt veröi aö efla iönað hér í náinni framtíö, þannig aö ekki getur hann komið í staðinn fyrir fiskvinnsluna. „Þaö hlýtur eitthvað að verða gert til að bjarga málunum" Önnum kafna við vinnu sína í frystihúsinu hittum við að máli Eiríkur Gíslason A Ragnheiður Markúsdóttir Sigrídur ÞórAardóttir flytjast í burtu, enginn keypti t.d. af okkur hústn. „Hráefnisskortur framundan" HafÞór Gestsson, varaformaöur verkalýösfélagsins á staönum, hafði þetta um málið aö segja: — Eins og málin standa í dag stöövast öll starfsemin hérna fljótlega, því framundan er hrá- efnisskortur, þar sem ekki hefur veriö hægt aö kaupa hráefni vegna fjárskorts og rekstrarörðug- leika. Fólkiö sem hér hefur haft atvinnu veröur því aö sitja heima og gera sér þaö aö góöu að lifa á atvinnuleysisbótum, því hér er enga aöra atvinnu aö fá. HafÞór Gestsson Ragnheiöi Markúsdóttur og spyrj- um hana um álit hennar á ástandinu: — Ég er bjartsýn á að vinnan hér haldi áfram, því eitthvað hlýtur að verða gert til að allt stöövist ekki. Maöur vonar allavega það besta. Ef í hart fer og öll vinna stöðvast er ekkert til ráða annaö en að fara á atvinnuleysisstyrk og er ég hrædd um að þá verði dauft yfir staðnum. Fólkio hér er það rótgróið að það flyst ekki svo auðveldlega burt, og margir sem búa hér vinna annars staöar. Annars hef ég enga trú á ööru en aö eitthvað veröi gert til aö bjarga málunum. „Okkur var sagt upp í frystihúsinu" Ekki höfðum við gengið lengi um kauptúnið þegar við hittum tvær unglingsstúlkur á gangi og sögöust þær heita Andrea Gunnarsdóttir og Brynja Matthíasdóttir. Við spurðum þær hvort þær hefðu enga atvinnu í sumar. — Nei, ekki lengur. Við vorum búnar að vinna í frystihúsinu í nokkrar vikur þegar okkur var sagt upp. Við höfum verið að reyna að fá okkur vinnu annars staðar en það virðist vera vonlaust. Við verðum því bara að bjarga okkur einhvern veginn. Andrea Gunnarsdóttir og Brynja Matthíasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.