Morgunblaðið - 21.07.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 21.07.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 Styrkir frá Vest- firðingafélaginu Eins og undanfarin ár verða í byrjun ágúst veittir styrkir úr „Menningarsjóði vestfirskrar æsku“ til vestfirskra ungmenna til 5 nýir læknar HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra hefur nýlega skip- að fimm nýja héraðslækna til næstu fjögurra ára, en þeir eru skipaðir samkvæmt lögum frá því í vetur um hcilhrigðisþjónustuna. Þessir menn voru skipaðir hér- aðslæknar: Skúli Johnsen, borgar- læknir, héraðslæknir í Reykjavík; Friðrik J. Friðriksson, héraðs- læknir í Norðurlandshéraði vestra; Olafur H. Oddsson héraðslæknir í Norðurlandshéraði eystra; Guð- mundur Sigurðsson héraðsláeknir í Austurlandshéraði og Isleifur Halldórsson héraðslæknir í Suður- landshéraði. Landsmót AA að Húsafelli LANDSMÓT AA samtakanna verður ahldið að Húsafclli um helgina og hefst það f kvöld, föstudag. Sætaferðir verða frá AA húsinu kl. 18 í dag. I fyrra var landsmótið haldið í Eyjafirði, og var vel sótt. Jafnan er mikið um að heilu fjölskyldurn- ar sæki landsmótin og segir í fréttatilkynningu frá samtökunum að þess sé vænzt að svo verði einnig nú. Stærsti fiskfarm- urinn frá Höfn Höfn í Hornafirói 20. júlí. í gær lestaði Jökulfell 19500 kassa af frystum fiskafurðum, sem fara á Bandaríkjamarkað, en alls eru þessir 19500 kassar um 500 tonn, og hefur lfklega aldrei verið afskipað jafn miklu af fiski hér í einu. Þá lestar Ljósafoss í dag 1000 kassa af heilfrystum fiski, sem fara á til Portúgals. Gunnar. — Andófsmað- ur fær dóm Framhald af bls. 1 hlutaðist til um að þyrmt yrði lífi sovézka skrifstofumannsins Ana- toly Filato^ sem hefur verið dæmdur til dauða fyrir njósnir í þágu erlends ríkis. Sakharov sagði fréttamönnum að hann teldi að dauðadómar ættu ekki rétt á sér á friðartímum þótt það eina sem hann vissi um mál Filatovs væri það sem hann hefði lesið í blöðum. Hann sagði í orðsendingunni til Brezhnevs að hann vonaði að Æðsta ráðið beitti rétti sínum til náðunar svo að lífi Filatovs yrði þyrmt. framhaldsnáms, sem þau ekki geta stundað í heimabyggð sinni. Forgang um styrk úr sjóðnum að öðru jöfnu hafa: I. Ungmenni, sem misst hafa fyrirvinnu sína, föður eða móður, og einstæðar mæður. II. Konur meðan ekki er fullt jafnrétti launa. III. Ef ekki berast umsóknir frá Vestfjörðum, koma eftir sömu reglum Vestfirðingar búsettir annarsstaðar. Félagssvæði Vestfirðingafélags- ins er Isafjörður, ísafjarðarsýslur, Strandasýsla og Barðastrandar- sýsla (eða allir Vestfirðir.) Umsóknir þurfa að berast fyrir lok júlímánaðar og skulu með- mæli fylgja umsókn frá viðkom- andi skólastjóra eða öðrum, sem þekkir umsækjanda, efni hans og aðstæður. Umsóknir skal senda til „Menn- ingarsjóðs vestfirskrar æsku“ c/o Sigríður Valdemarsdóttir, Birki- mel 8 B, Reykjavík. Á síðasta ári voru veittar úr sjóðnum kr. 220 þúsund til 5 ungmenna, allra búsettra á Vest- fjörðum. Vegna veikinda formanns Vest- firðingafélagsins, sem lá á sjúkra- húsi fleiri mánuði, var lítið um skemmtanir síðastliðinn vetur, en vonast er til að úr því rætist með haustinu. Stjórnin. (Fréttatilkynning) Ný götunöfn: Grandar BYGGINGANEFND Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum nýlega ný götunöfn við Eiðsgranda í stað áður samþykktra nafna, sem óánægja var með. Er það undan- skilin Flyðrugrandi, sem heldur sinu nafni. Götunöfnin eru: Álagrandi, Boðagrandi, Fjörugrandi, Grófar- grandi, Hólmagrandi, Keilugrandi, Klettagrandi, Rekagrandi, Seilu- grandi, Skeljagrandi, Selagrandi, Þaragrandi, Öldugrandi, Ægis- grandi. Borgarstjórn: Nefndar- kjöri lokið BORGARSTJÓRN hefur nú lokið kjöri í þær trúnaðarstöður á vegum borgarinnar, sem áður hafði verið frestað. Varamenn í skipulagsnefndi Gunnar H. Gunn'arsson (Abl), Finnur Birgisson (A), Helgi Hjalmarsson (F), Ólafur B. Thors (S) og Magnús Jensson (S). Veiði- og fiskiræktarráði Kristján Gíslason (Abl), Hákon Aðalsteinsson (Abl), Eggert Þor- steinsson (A) formaður, Garðar Þorsteinsson (F), Haukur Pálma- son (S), Davíð Oddsson (S) og Ragnar Júlíusson (S). Varamenn: Guðmundur Þ. Jónsson (Abl), Álfheiður Ingadóttir (Abl), Hörður Óskarsson (A), Ólafur Karlsson (F), Guðni Jónsson (S), Ingvi Hrafn Jónsson (S) og Ólafur Jensson (S). Sparisjóðurinn Pundið. Stjórnarmaður: Guðmundur Þorláksson (F). Endurskoðendur: Þorsteinn Sveinsson (A) og Magnús Hregg- viðsson (S). Varamenn í stjórn Borgarbókasafnsi Sigrún Klara Hannesdóttir (Abl), Sigurður Helgason (A), Áslaug Brynjólfsdóttir (F), Haraldur Blöndal (S) og Linda Rós Michaelsdóttir (S). Nixon hcfur tekið gagnrýninni á bók sína með mestu rósemd og látið hana sem vind um eyrun þjóta. „Kaupið ekki bæk- ur eftir skúrka” Endurminningar Nixons fá misjafnar viðtökur í bókaverzlun einni í Santa Cruz borg f Kaliforníu í Banda- ríkjunum hangir skilti yfir háum stafla af óseldum eintök- um af bókinni „RN. Endur- minningar Richard Nixons“. Á skiltið er letrað „Verð nú aðeins einn dollar og 69 sent pundið“. Sé eigandi verzlunar- innar spurður hvers vegna hann sé að selja bók, sem upphaflcga kostaði tæpa 20 dollara á útsöluverði, er hann vís til að svara. „Þetta er verið á nautakjöti þessa dagana. Ef bækurnar fara ekki að seljast er ég nauðbeygður til að lækka verið í 69 sent pundið, eða sama verð og er á kjúklingum. í annarri bókaverzlun í Kali- forníu, þar sem birgðirnar af „RN“ eru engu minni, er skilti sem á stendur: „Hér hvílir Richard Nixon — Fæddur 1913 — Dáinn $19.95.“ I Los Angeles stendur tauga- óstyrkur afgreiðslumaður vörð um háa stafla af bók forsetans fyrrverandi. „Sumir hafa skeytt skapi sínu á bókunum," sagði afgreiðslumaðurinn. „Einn við- skiptavina okkar hljóp að stafalanum og sparkaði af öllu afli í hann. Hann sagðist vera orðin þreyttur á að heyra um „þekkt illmenni" sem græddu of fjár á Watergate-málinu." Já, enn á ný er það Nixon, sem á undir högg að sækja. Útgef- endur bókar Nixons, Grosset & Dunlap, halda því fram að „RN“ seljist vel þegar á heildina sé litið, en í Kaliforníu er almenn óánægja ríkjandi yfir því að útlaginn frá San Clemente skuli græða jafn mikið á bókinni og raun ber vitni. Nixon hefur þegar fengið greidda 700,000 dali fyrir bókina (um 182 milljónir króna), en búizt er við að gróði hans af bókinni verði jafnvirði 520 milljóna króna, þegar öll kurl verða. komin til grafar. Eins og fyrr sagöi eru ekki allir jafnhrifnir af því að Nixon skuli fá morð fjár fyrir skrif sín. Tveir ungir Bandaríkjamenn, Tom Flanigan og Bill Boleyn, hafa þess vegna hafið herferð gegn því að almer.ningur kaupi „RN“. Þeir hafa með auglýsing- um í dagblöðum, hvatt fólk til að kaupa ekki bókina, auk þess sem þeir hafa látið prenta slagorð gegn „RN“ á boli og selt slíka boli í þúsunda tali. Enn- framur hafa tvímenningarnir látið prenta veggspjöld og lím- miða til að líma á bifreiðir og getur á þessum miðum að líta mörg mismunandi vígorð. „Bókinni lýkur hér“, segir eitt slagorðið. Á einn mesta selda bolinn er letrað „Þurrkið út minningarnar". Boleyn og Flanigan hafa auðvitað ekki látið sitt eftir liggja í barátt- unni gegn „RN“ og nýlega mættu þeir á ársfund banda- rískra bókaútgefenda, íklæddir bolum, sem á stóð „Kaupið ekki bækur eftir skúrka“, en undir því slagorði hefur barátta þeirra félaga verið háð. „Við höfum svo sannarlega engan áhuga á að græða fé á þessu,“ sagði Flanigan. „Gróð- anum, ef einhver verður, verður öllum varið í baráttuna gegn bók Nixons." Það er heldur ekki markmið tvímenninganna að banna almenningi að lesa „RN“, heldur aðeins að fá fólk til að kaupa ekki bókina. „Lesendur geta fengið bókina lánaða á bókasöfnun, eða beðið í nokkra mánuði eftir því að bókin fari á útsölur. Þetta er engin bóka- brenna." Harold Roth, forstjóri Grosset & Dunlap, er ekki alveg á sama máli og þeir Flanigan og Boleyn. „Þetta er ritskoðun, eða að minnsta kosti tilraun til ritskoðunar. Sumt fólk svífst einskis til að rægja Richard Nixon." Roth sagði að rúmlega 150.000 eintök af bókinni hefðu verið pöntuð, en hann vildi lítið segja um hversu mörg eintök yrðu pöntuð eftir það. Margar verzlanir hafa tilkynnt að „RN“ hreyfist lítið sem ekkert úr stað, og sums staðar hefur bókin verið seld á hálfvirði. Þeir sem líta svo á að „Nixon sé smánarblettur á lýðræðinu" urðu enn hatrammari í afstöðu sinni gagnvart honum, er það vitnaðist að mikill hluti bóka- gróðans fer í að standa straum af málaferlum Nixons. Málaferli 1 þessi eru við dagblöð og ýmiss konar útgáfuaðila í Banda- ríkjunum og eru til komin vegna 950 segulbandsspólna og skjala- safns forsetans fyrrverandi. Segulbandsspólurnar eru þær hinar sömu og urðu Nixon að falli, en efni þeirra fæstra hefur enn komið fyrir sjónir almenn- ings. Nú mun vera í bígerð að gefa út úrval samtala Nixons við aðra starfsmenn Hvíta hússins, en talið er víst að á spólunum komi fram að Nixon fari víða í bók sinni með rangt mál. Það er því mikils virði fyrir Nixon að þetta úrval verði ekki gefið út fyrr en vinsældir bókar hans eru farnar að dala. I því skyni hefur hann varið jafnvirði um 103 milljóna króna í málaferli sín, enda er hann þess fullviss að hann muni endurheimta það fé í formi aukinnar sölu á „RN“. Nixon sjálfur studdist ekki við spólurnar 950 eða önnur gögn frá forsetatíð sinni, er hann samdi „RN“. Hann varð að treysta minni sínu í einu og öllu, en einnig var Henry Kissinger honum mjög innan handar við skrif bókarinnar. Dómur gagnrýnenda um bók Nixons virðist ekki angra hann mikið. Víðast hvar hefur bókin fengið slæma dóma, og sé vægt tekið til orða er bókin, að mati gagnrýnenda, „leiðinleg". Nixon er farinn að sjást oftar en áður opinberlega, en hann hefur undanfarin fjögur ár haldið að mestu kyrru fyrir í San Clemente. í veizlu, sem nýverið var haldin Nixon til heiðurs, sagði hann að hann vonaði „að bókin félli almenningi vel í geð, hann væri hvað sem öðru liði ánægður með hana.“ — Skilaboð Framhald aí bls. 1 jafntefli og egg geti merkt að honum sé ráðlagt að leika riddaranum strax á tiltekinn reit og svo framvegis. „Möguleikarnir eru endalaus- ir,“ segir í bréfinu með mót- mælunum sem Korchnoi-nefndin sendi Schmid yfirdómara. Korchnoi-nefndin segir að samkvæmt reglum Alþjóða- skáksambandsins (FIDE) sé bannað að senda keppendum matvæli, föt eða aukabúnað meðan á skák stendur og slíkum alvarlegum brotum sé reglum FIDE er mótmælt harðlega. Schmid er beðinn um að sjá til þess að engin frekari brot af þessu tagi eigi sér stað í einvíginu. Bréfið undirritar Petra Leeuwerick, formaður Korchnoi-nefndarinnar. Afrit af því var afhent Viktori Vaturisky, formanni nefndar Karpovs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.