Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JULÍ 1978 23 Þorsteinn Einarsson múrari — Minning Fæddur 9. apríl 1901 Dáinn 12. júlí 1978 Mér er ljóst aö nokkur fátækleg kveðjuorð megna illa að tjá þá tilfinningu, sem minningarnar um minn góöa vin og frænda vekja með mér. Ekki er ætlun mín að rekja í smáatriðum æviferil nafna, eins og ég gjarna kallaði hann, enda hefði slíkt sízt verið honum að skapi. Þorsteinn var fæddur í Reykja- vík 9. apríl 1904, sonur Einars Einarssonar, verkamanns og konu hans, Guðríðar Guðmundsdóttur. Hann ólst upp við kröpp kjör, eins og flest börn frá alþýðuheimilum á þessum tíma, enda barnahópur- inn stór. Varð hann ungur að byrja að vinna fyrir sér, þar sem skólaganga var af skornum skammti. Vann hann alla algenga vinnu, en þó lengst af við nýbygg- ingar og þá gjarnan sem „járna- maður", eins og það var kallað. Hugur nafna stóð þó alltaf til þess að afla sér einhverrar menntunar og þegar hann hafði tök á, lét hann verða af því, kominn á fimmtugs- aldur, að hefja nám við Iðnskólann í Reykjavík í múraraiðn. Lauk hann sveinsprófi í iðninni 1948 meö mjög hárri einkunn. Starfaði hann síðan sem múrari hér í borg, þar til fyrir um það bil fjórum árum, er heilsa hans leyfði ekki lengur svo erfiða vinnu og hann varð að hætta. Nú síðustu árin var hann starfsmaður í Reykhúsi S.Í.S. í Reykjavík. Nafni var virkur félagi í Múr- arafélagi Reykjavíkur, svo og Sveinasambandi byggingarmanna, meðan heilsan leyfði og gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum í þessum samtökum, m.a. stjórnar- störfum í Sveinasambandinu um nokkurt skeið. Nafni kvæntist aldrei og eignað- is ekki börn. Hann hélt heimili, ásamt systrum sínum, Guðborgu og Ingveldi, fyrir þau og foreldra þeirra, meðan þeir lifðu, nú síðast um áratuga skeið að Rauðárárstíg 30 hér í borg. Svo langt sem ég man, var heimili afa og ömmu jafnframt heimili þeirra Ingu, Boggu og Steina, sem önnuðust foreldra sína af þeirri alúð og umhyggju, að ég tel næsta fátítt. Eftir að afi og amma féllu frá, héldu þau systkinin áfram heimili saman allt til dauðadags nafna. Var samheldni systkinanna ekki minni, eftir að þau voru orðin ein og heimilið hélt áfram að vera tengiliður föðurfjölskyldu minnar, eins og meðan afi og amma lifðu. Nafni var þeim mannkostum búinn, sem hvern mann prýða. Samvizkusemi, vandvirkni og dugnaður voru honum í blóð borin, þannig að hann var ávallt mjög eftirsóttur til vinnu, enda verk- maður með ágætum. Einnig átti hann þá lund, sem gerði hann hvers manns hugljúfi, enda þótt hann gæti haldið fast við skoðun sína á mönnum og málefnum, ef á greindi. Barngóður var nafni og hygg ég fátítt, að svo stór hópur systkina- barna sakni góðs frænda jafn mikið og við systkinabörn hans gerum, en hann reyndist okkur ekki síðri vinur eftir að við uxum úr grasi, en meðan við vorum börn. Eg á ótal minningar um nafna allt frá barnæsku og allar hugljúf- ar. Hann reyndist mér slíkur vinur, að ég hef ekki eignazt aðra betri. Hvenær sem ég leitaði til hans var hann boðinn og búinn til aðstoðar, eins og mér er raunar kunnugt um að hann var alltaf, hver sem til hans leitaði. Eftir að ég kvæntist reyndist nafni konu minni ekki síðri vinur en mér sjálfum og síðar syni okkar, sem eignaðist í nafna þann sama frænda og ég hafði átt sem lítill drengur. Á gleðistund var nafni hrókur alls fagnaðar og minnist ég ekki sízt margra slíkra samverustunda í hópi góðra vina og fjölskyldu. Enda þótt nafna sé sárt saknað af allri fjölskyldu hans, er þó missir systranna, Ingu og Boggu, mestur, en með þéim systkinum voru einstakir kærleikar. Bar umhyggja systranna fyrir nafna í veikindum hans þess gleggst vitni. Um leið og ég lýk þessum línum, bið ég þess að minningin um góðan dreng geri þeim söknuð þeirra léttbærari. Þorsteinn Júliusson. Afmœlis- og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað. að minningar- greinar. sem birtast skulu í Mbl.. og greinarhöfundar óska að hirtist í hlaðinu útfarardag. verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir hirtingar dag. Louise Nevilson Merkilegar sýningar í Listasafni Islands Það má með sanni segja, að skammt hafi verið milli stórvið- burða hjá Listasafni Islands að undanförnu. Fyrst var það nin merkilega sýning, er var þar á Listahátíð, sýning, sem að öllum öðrum ólöstuðum var að mínum dómi merkilegasta framlag myndlistar á Listahátíð. Sú sýning varð nokkuð útundan í öllum þeim skrifum, sem áttu sér stað, meðan á Listahátíð stóð, og er það lítill sómi fyrir okkur. Þessi sýning var ein af merkilegustu sýningum, sem hér hafa verið haldnar og nefndist Amerískar teikningar 1927—1977. Þar var aðeins eitt verk eftir hvern listamann, og því var sviðið breitt, og eigin- lega má segja, að hvert lista- verkið hafi verið þar við hlið annars. Sérstaklega þótti þeim, ér þessar línur ritar, skemmti- legt að sjá þar stóra teikningu eftir góðan vin og fyrrverandi læriföður, Hyman Bloom, sem er nú álitinn einn fremsti teiknari vestanhafs. Eg verð að játa, að mér hafði ekki komið það til hugar fyrir nokkrum áratugum, er við umgengumst daglega, að eiga eftir að sjá listaverk frá hans hendi hér héim a á íslandi. En heimurinn hefur smækkað með tækni nútímans og við erum aðeins í nokkurra tíma fjarlægð frá þeim stöðum, er áður og fyrr voru í margra vikna fjarska. Það voru raunar fleiri kunningj- ar á þessari sýningu, en of langt mál yrði að fara að rifja það allt upp hér að sinni. En eitt vil ég að verði til frá minni hálfu á prenti: „ð þessi sýning var stórviðburður, sem verður Listasafni íslands til ævarandi sóma í sögu þess. Og með þessum orðum er nóg komið um sýningu, sem þegar er farin sinn veg burt af þessu landi. Ef ég man rétt, var fræg kvikmynd, sem hét The French Connection, og ef maður tekur hlutina svolítið óhátíðlega, gæti maður um þessar mundir snúið þessum titli upp á Listasafn Islands og kallað það The American Connection, því að nú er þar aftur komin stórmerk sýning á grafík eftir hinn fræga myndhöggvara Louise Nevelson. Sú sýning er ein af fallegustu sýningum sinnar tegundar, sem borið hefur fyrir mín augu. Það er undravert, hve vel henni er komið fyrir í anddyri Listasafns Islands, og ef ég veit rétt, á vinur minn Jóhannes Jóhannes- son þar hlut að máli. Þarna eru margar aðferðir, sem listakonan notar við grafíkgerð sína. Hún ræður yfir mikilli tækni og reynslu, sem að nokkru er fengin úr verkum hennar sem myndhöggvara, enda hefur Mynúllst eftir VALTÝ PÉTURSSON frægð hennar og frami fyrst og fremst skapast á því sviði. Hún er sérlega frumleg sem mynd- höggvari, og mér er það enn minnisstætt, er ég leit verk hennar í fyrsta sinn, en það mun hafa verið árið 1944, er ég kom á Museum of Modern Art í New York í fyrsta sinn. Ég hafði þá algerlega óþroskaðan smekk fyrir myndlist yfirleitt og ekki hvað mest varð ég hissa yfir ýmsu af því, er fyrir augun bar á þessu safni. Það eina, sem ég vissi um þetta safn, var, að það væri eitt besta safn nútímalist- ar í veröldinni. Fyrst hélt ég, að Nevelson væri karimaður, og það var ekki fyrr en nokkru síðar, að mér auðnaðist að lesa fornafnið, og sá ég þá, að hér var um kvenmann að ræða, sem fædd var í Rússlandi. Ef ég ætti að gera tilraun til að útlista þessi verk, yrði það á þessa leið: Hér voru eins og stórir skápar með mörgum hillum, og í hillunum var fjöldi af ýmsum smámunum og alls konar form. Þetta þótti mér skrítin list, og það tók mig nokkurn tíma að melta þessa skápa og innihald þeirra í heild. Allt kom þetta þó með tíð og tíma, og síðan liðu árin, og ég komst oftar en einu sinni í tæri við verk þessarar merku konu. Og nú er heit sýning af verkum hennar í Listasafni Islands, sem er í stuttu máli sagt svo merkileg, að það yrði hlægilegt að gera tilraun til að gera upp á milli þeirra 30 verka, sem á sýningu þessari eru. Þarn getur að líta ýmsar aðferðir í grafik, eins og áður segir, en það merkilegasta við sýninguna finnst mér, hve þessi verk eru nátengd öðrum verkum Nevilsons og gefa þeim reyndar fyllingu að vissu leyti. Ég óa mér ekki við að hvetja fólk til að skoða þessa sýningu og gera það vel. Hún leynir ótrúlega á sér, hefur þegar farið víða um lönd og kemur hingað frá Portúgal. Ekki þarf ég að spyrja um, hvort þetta hafi ekki verið sigurganga fyrir Louise Nevelson. Það liggur í augum uppi. Það mun vera Menningar- stofnun Bandaríkjanna hér á landi, sem útvegað hefur þessa sýningu. Hafi hún mínar bestu þakkir fyrir, og hafi sami aðili útvegað hina sýninguna, sem ég minntist hér á í upphafi, sé þökk mín enn meiri. Að lokum langar mig til að sletta mér fram í mál, sem mér kemur raunverulega ekki við, og þó. Uppástunga mín er þessi: Því gerir safnið ekki þennan part af anddyrinu að sýningarsal, þar sem ætíð eru sýningar á áhugaverðu efni, hvort heldur er innlent eða útlent. Það væri skemmtileg bráðabirgðalausn, þar til safnið kemst í sitt eigið húsnæði, sem er í bígerð? Síðustu orð mín í þessum línum verða þakkir fyrir tvær frábærar sýningar í Lista- safni Islands. Selá svlpuö og í fyrra Þorsteinn Þorgeirsson á Ytri Núpum veitti okkur pær upplýs- ingar í gær, að um 270 laxar væru komnir á land pað sem af væri og væri pað mjög svipað og á sama tíma í fyrra, en pað pótti pá all gott og pví kvarta menn ekki. Það er mikill fiskur kominn upp um alla á og hann er vænn að meðalpunga, í kring um 10 pund, en nokkuð er nú farið að bera á smálaxi. Stærsti lax sumarsins var 18 pund. Það var mikill kuldi, pegar veiðin hófst, áin vart nema 2—3 gráður að sögn Þorsteins, en pá háði veiöinni ekki sýnilega og laxinn kom á venjulegum tíma. Selá er skipt í tvö svæði, efra með 2 stangir og neðra meö fjórar og veiddust i ánni 1463 laxar í fyrrasumar. Var pað algert metár. Minkur fælir lax viö Alviöru í Veitingaskálanum að Þrasta- lundi fengum við í gær pær upplýsingar, aö 35 laxar væru komnir á land úr Soginu fyrir landi Alviðru, en par er veitt á prjár stangir. Veiði hófst par pann 20. júni og pann 22. júní veiddist fyrsti laxinn. Það er óvenju snemmt, pví að löngum hefur lítiö veiðst í Soginu fyrr en í júlí. 17. júlí var besti dagurinn til pessa, en pá veiddust 6 laxar, par af stærsti laxinn í Soginu til pessa, 22 punda lax sem veiddist í Tóbí í Lækjarvíkinni. i fyrradag veiddist næst stærsti laxinn, 18 pund einnig á Tóbí, en að pessu sinni var veiðin dregin i Bæjar- streng, sem verið hefur drjúgur til pessa. Svo hefur brugðið við, að ummerki hafa sést eftir minka við Sogið og telja veiðimenn ekki að ástæðulausu að óvætturinn fæli laxinn, enda hefur hann oft verið tregur prátt fyrir góð veíðiskilyrði. Ein stöng er leyfð á Þrastalundarbakkanum, gegnt Alviðru, en til pessa hefur enginn lax verið dreginn par á land, prátt fyrir að áin sé par flengd alla daga. Tveir 20 pundarar úr Miöfjaröará Tveir 20 punda laxar eru meðal peirra 630—640 laxa sem á land eru komnir úr vatnasvæöi Miö- fjarðarár. Auk peirra hefur einn 18 punda verið dreginn, en meöalpunginn er líklega í kring um 9 pund. Þessar upplýsingar fengust í stuttu spjalli við Unu ráðskonu á Laxahvammi, veiði- húsinu við Miðfjarðará. Þessa dagana eru útlendingar við veiðar í ánni og veiöa peir eingöngu á flugu. Landinn tekur aftur við pann 6. ágúst. Þurrkar hafa geysað um Norðurland að undan- förnu og eru árnar orönar vatns- litlar, Núpsá er minnst Miðfjarð- arárhópsins, enda hefur veiðin gengið tregast í henni pó að töluverður lax sé par á sveimi sem víðar. -99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.