Morgunblaðið - 21.07.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 21.07.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1978 29 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRA MANUDEGI saman niður.í viðtalinu kemur fram að mjög margar tegundir fugla hafa sézt við Tjörnina, margar verpa þar, en fleiri hafa sézt þar á ferli. Mikil hætta stafar af vargfugli eða mávunum, sem þarna ríkja einnig og höggva þeir árlega stór skörð í ungahópinn, sem endurnar reyna að fóstra upp ef svo má segja. Mér finnst að hér verði að grípa til mikilla aðgerða til þess að vinna að því að mávar hverfi alveg af þessu svæði, þetta á að vera fyrir endur og aðra fugla ekki að mínu áliti. Auðvitað steðja að ungunum fleiri hættur en mávur- inn einn, en hann er áreiðanlega mesti skaðvaldurinn. Er ekki hægt að gera enn meira til þess að hann vaði þarna ekki uppi og strádrepi að lokum allar andategundir sem þarna hafa iifað góðu lífi? Einnig var nefnt í viðtalinu að gott væri ef Tjörnin yrði dýpkuð og tek ég undir að það mætti verða hið fyrsta, því þá myndi hún áreiðanlega virka mun hreinlegri en hún er nú, fyrir utan það að betri lífsskilyrði mundu áreiðan- lega skapast fyrir fuglana. Annað hef ég ekki að segja í þessu sambandi, en mig langaði aðeins til að varpa þessum atrið- um fram til undirstrikunar því sem fram hefur komið. Ég tel að Reykjavík verði að vera vel á verði fyrir því að varðveita fuglalífið við Tjörnina og í því efni megi ekkert til spara, því Tjörnin verður áreiðanlega hinn bezti griðarstað- ur í framtíðinni eins o g hann hefur verið til þessa bæði fyrir börn fullorðna og að ógleymdum fulgunum! Reykvíkingur.“ • Athugasemd Vegna myndar er var birt með umfjöllun um ofbeldisverk hjá Velvakanda sunnudaginn 16. júlí s.l. skal það tekið fram að hún er ekki í neinu sambandi við efnið sem fjallað er um og eru hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á því. Þessir hringdu . . • Ekið um Skeifuna M.Ó.i — Ég hef margoft rekið mig á það að ekki eru menn vissir um hvernig á að aka frá Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík inn á Skeifuna. Skeifan liggur sem kunnugt er í boga og liggur „húsagata“ eða innkeyrslan frá Hagkaupi í beinu framhaldi af þeim kafla Skeifunnar er liggur frá Grensásvegi il austurs. Er innkeyrslan það breið að flestir telja sig vera á aðalgötu og vara sig því ekki á þeim bílum, sem koma akandi eftir Skeifunni og ætla að beygja til norðurs, og aka þá i veg fyrir þá sem koma frá Hagkaupi, með fullum rétti. Ég held að þarna þurfi að merkja vel og rækilega að Skeifan er eða ætti að vera aðalbraut, þannig að ekki fari á milli mála að allar þessar EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU \l (.I.YsiM, \ SIMIW KH: 22480 innkeyrslur að verzlunum við því nýlega þegar ég kom frá götuna eiga að víkja fyrir umferð Hagkaupi að aka næstum í hlið á Skeifunni. Á þetta vildi ég fá að bíls, sem ók eftir Skeifunni og benda vegna þess að ég varð fyrir beygði til norðurs. HÖGNI HREKKVÍSI a<3? SlGeA v/öGA £ VLvzmi SVAR MITT f"i EFTIR BILLY GRAHAM Ég er háskólastúdent. Mörg skólasystkini mín fullyrða, að engir einlægir, kristnir menn séu í hópi vísindamanna. Ég gat ekki þrætt við það, en mig fýsir að vita, hvort þetta sé satt? Getið þér nefnt kristna vísindamenn, lífs eða liðna? Skólasysktini þín eru ákaflega illa að sér. Prófessor við eina stærstu tæknistofu lands okkar flutti fyrir nokkru prédikun í sambandi við kandidatspróf. Hann játaði trú sína á Krist frammi fyrir nemendunum, sem voru að útskrifast, og kennurunum. Ég hef sjálfur talað við marga vísindamenn, sem nú eru uppi. Margir þeirra eru heilsteyptir, kristnir menn. Dæmi: Dr. Werner von Braun, mesti vísindamaður okkar á sviði kjarnorku- og geimrann- sókna, og dr. Elmer Engstrom, stjórnarformaður í RCA. Sumir miklir vísindamenn sögunnar hafa verið kristnir. Dæmi um mann frá seytjándu öld er Isaac Newton. Hann uppgötvaði ekki aðeins þyngdarlögmál- ið, heldur ritaði mjög mikið um Biblíuna. Blaise Pascal var einhver fremsti stærðfræðingur heims, mikill vísindamaður og einlægur, kristinn maður. Rit hans, Les Pensees, er meðal sígildra rita heimsbókmenntanna og grundvallarrit í kristinni heimspeki. Ungi vinur, vertu þess fullviss, að vísindamenn eru fólk, sem drýgir sömu syndir og aðrir, hefur sömu áhyggjur og sömu efasemdir og aðrir og hefur einnig sömu möguleika til að trúa — ef þeir vilja. Stafskynning í V innuskólanum í SKÝRSLU. sem Erling S. Tómasson skólastjóri Vinnuskóla Reykjav íkurborsar flutti á fundi vinnuskólanefndar um starfið. kemur m.a. fram að aukin áherzla er lögð á starfskynningu OR fraíðslustarf í skólanum. I yfirliti skólastjórans kemur fram að alls hafi 1200 unglingar sótt um starf fyrir 24. maí, eftir að umsóknarfrestur hafði verið framlengdur og voru ráðnir 1060. 15. júní voru 980 unglingar starf- andi í 55 flokkum undir stjórn 37 kennara, en 5—6 kennarar starfa við yfirstjórn. Ökutæki í þágu skólans eru 3 rútubílar og 1 vörubíll. Nemendum er skipt í tvo aldurs- hópa, eldri fæddir 1963 og yngri fæddir 1964. Eins og undanfarin ár er farið með yngri nemendur í dagsferðir í Heiðmörk og Hafnar- fjarðarhraun til náttúruskoðunar. Verkefni vinnuskólans eru svipuð og undanfarin ár, þ.e. gróðursetn- ing, hriðing trjágróðurs og úti- svæða, gæzla og viðhald leikvalla o.fl. I vor var skólastjóra Vinnuskól- ans falið að leggja aukna áherzlu á starfskynningu og fræðslustarf meðal nemenda. í framhaldi af því voru farnar skoðunarferðir í stofnanir og fyrirtæki í Reykjavík og nágrenni. Fjöldi í hverjum hópi hefur verið frá 10 og upp í 55 nemendur. Þeir staðir, sem var á dagskrá að heimsækja í júní, eru Álverið í Straumsvík, Vífilfell, Glit-leirbrennsla, Fiskiðjuver B.Ú.R., Slysavarnafélag íslands, Skógræktarfélag Reykjavíkur í Fossvogi og Mjólkurstöðin í Reykjavík. Allir flokkarnir heim- sækja Skógræktarstöðina en skiptast síðan niður á hina staðina þannig að hver flokkur fer í 2 heimsóknir. I júlímánuði er reynt að gefa nemendum kost á að kynnast nánar atvinnulífi borgar- innar með þvi að vista nemendur eldri deildar hjá fyrirtækjum eða borgarstofnunum í u.þ.b. viku. I ferðalagið Ljósar terylenebuxur kr. 3.150,— Teryleneblússur kr. 6.285,— Canvas buxur 3 litir kr. 4.195- Gallabuxur kr. 2.975 og 3.975.— Terylenebuxur margar gerðir. Hálferma skyrtur kr. 2.655. Hálferma bolir kr. 850. Flauels föt (blússa og buxur) kr. 6.975. Peysur o.m.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22. Opið föstud. til kl. 7 og laugard. til kl. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.