Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 1
36 SIÐUR OG LESBOK 155. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rækjutog- ari vopn í EBE-við- ræðum? Godth&b, Grænlandi. 21. júlí. AP. GRUNSEMDIR hafa vaknað í Grænlandi um það að Bretar hyggist nota sér til framdráttar í deilum innan Efnahagsbanda- lags Evrópu um fiskveiðar í Norðursjó, að brezkur rækjutog- ari var tekinn í landhelgi við Grænland í júní og skipstjórinn dæmdur í háar sektir. Togarinn Goth frá Grimsby var Framhald á bls. 21 Karpov heimsmeistari í skák leikur tennis á leikvelli bandarískrar herstöðvar í Baguio á Filippseyjum í gær. (Símamynd AP.) Góður brand- ari hjá Vict- or Korchnoi — segir Schmid dómari um jógúrtmálið Daguio. Filippscyjum. 21. júlí. Rcutcr AP. KARPOV heimsmeistari í skák hafnaði í dag ásökun Korchnois um að sér hefðu verið borin leynileg skilaboð í jógúrtskál á meðan á skák þeirra stóð í gær. Sagði Karpov þessa ásökun hlægilega og Baturinsky, sem er fyrir sovézku sendinefndinni á einvíginu, sagði að aðstoðarmenn Korchnois gætu jafnhæglega scnt honum skilaboð með sjónauka þeim sem Ietra Leeuwerik formaður Korchnoi-ncfnd- arinnar hefði notað til að fylgjast með skákinni í gær. Lothar Schmid aðaldómari í einvíginu fjallaði góðlátlega um málið og sagði þetta hafa verið ágætan brandara hjá Korchnoi sem bæri vitni enskri kímnigáfu Keenes aðstoðarmanns Korchnois, en það var hann sem kom kvörtuninni á framfæri. Sagðist Schmid, sem sjálfur kom jógúrtinni á framfæri við Karpov í gær, ekki hafa séð neitt athugavert við það og samkvæmt reglum einvígisins væri heimilt að kveðja til þjónustufólk til að færa skák- mönnunum léttar veitingar. Aðstoðarmenn Korchnois halda því fram að keppnisreglur banni dómara eða öðrum að færa skákmönnum matvæli eða „annan aukaútbúnað" á meðan teflt er. Deilan um þetta atriði hefur valdið mikilli kátínu á einvígisstaðnum og stórmeistar- inn Byrne frá Bandaríkjunum kom með þá tillögu að rannsaka hefði átt lögun bláberjanna í jógúrtinni áður en hún var færð Karpov. Schmid dómari benti á að þegar hann kom í hvíldarher- bergi Karpovs að skákinni lokinni hafi jógúrtskálin verið tóm. „Hann át úr henni — ég tel Framhald á bls. 21 Skákmeistarinn Korchnoi létt- ir af sér skákinni um stund með því að fá sér hlaupasprctt í ga'rmorgun. Na'sta skák Korchnois og Karpovs verður í dag. Ný stjórnarskrá samþykkt í spænska þinginu „Morðin vatn á myllu andlýðræðisaflanna’ ’ sig bera ábyrgð á morðunum í morgun, kallar sig öreigaherinn og er talinn vera í sambandi við rauðu herdeildirnar á Ítalíu. Lögreglan í Madrid sagði í dag að hún væri viss um að morðingjarnir væru félagar í maóistasamtökum sem stóðu' fyrir ráninu á einum ráðgjafa Spánarkonungs fyrir einu og hálfu ári. Viðbrögð spænskra stjórnmála- ieiðtoga við morðunum í morgun hafa mjög verið á þann veg að ekki megi láta þetta ódæði hafa ill áhrif á þróun stjórnarfarsins í lýðræðisátt. Neðri deild spænska þingsins samþykkti í framhaldi af þessu.í dag hina nýju stjórnarskrá landsins sem lengi hefur verið í undirbúningi og mun taka við af stjórnarskrá þeirri sem Franco setti landinu fyrir um fjórum áratugum. Stjórnarskráin fer nú Framhald á bls. 21 Vance bjartsýnn við heimkomuna \\ ashinjíton. Kaíró. Jcrúsalcm. 21. júlí. AP. Rcutcr. BJARTSÝNI varðandi áframhaldandi friðarviðra'ður ísraelsmanna og Egypta virtist heldur hafa aukizt í dag þegar utanríkisráðherrarn- ir. sem þátt tóku í viðræðufundunum í Leeds-kastala í vikunni komu til síns heima. Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna gaf Bandaríkjaforseta í dag skýrslu um viðræðurnar og er hann talinn nokkuð vongóður um að hægt verði að koma á nýjum viðræðum að lokinni för hans til Miðausturlanda sem hefst 3. ágúst nk. Kamel utanríkisráðherra Egyptalands sagði við komuna til Kairó í dag að ef Vance teldi að ísraelsmenn myndu eitthvað láta undan vilja Egypta gæti verið grundvöllur fyrir frekari viðræð- um, en Sadat Egyptalandsforseti hefur eins og kunnugt er lýst því yfir að ísralesmenn dreymi enn um landvinninga og engar nýjar viðræður muni fara fram fyrr en þeir slaki verulega á. í Washington er talið að unnt muni að koma á fundi þrátt fyrir þessi ummæli Sadats einkanlega vegna þess að Moshe Dayan utanríkisráðherra ísraels hafi á fundinum í Bretlandi gefið í skyn að Israelsmenn myndu e.t.v. reiðu- búnir til þess að endurskoða afstöðu sína til tillagna Egypta. Dayan sagði í dag að aðstaða Sadats til samninga væri afar erfið heima fyrir og í Arabaheim- inum, en á fundinum í Leeds-kast- ala hafi í fyrsta sinn verið rætt um raunveruleikann en ekki einungis grundvallarviðhorf. „Nú höfum við aðstöðu til þess að fara yfir afstöðu okkar á ný og kanna hvort einhverjar leiðir eru færar til þess að ná samkomulagi,“ sagði Dayan. Madrid. 21. júlí. Rcutcr. AP. SPÆNSKA lögreglan handtók í dag sex manns, þar á meðal tvo vinstri sinnaða öfgamenn. grun- aða um að hafa átt aðild að morðinu á Juan Sanchez Ramos hershöfðingja og aðstoðarmanni hans í morgun. Ramos og Rod- riguez aðstoðarmaður hans sem einnig var hcrforingi voru myrtir á leið til vinnu sinnar í Madrid snemma í morgun og hefur Suarez forsætisráðherra landsins sagt að morðin haíi verið tilraun til að etja hernum til að taka völdin í landinu og séu vatn á myllu andlýðræðisaflanna. Sundurskotið lík spænska hershöfðingjans Juan Sanchez Ramos í Madrid í gærmorgun, en hryðjuverkamenn drápu hann og aðstoðarmenn hans er þeir voru á leið til vinnu. (Símamynd AP) Suarez sagði í þinginu í dag að öfgamönnum yrði ekki liðið að grípa til sinna ráða vegna morð- anna og er litið á þessi ummæli sem viðvörun til hægri sinnaðra herforingja sem hafa litið lýðræð- isþróunina á Spáni að undan- förnu hornauga. Hryðjuverkahópurinn, sem lýsti Deilur í Israel um geðheilsu Begins Jcrúsalcm. 21. júlí. Rcutcr. AP. ANDLEGT heilbrigði Begins for- sætisráðherra ísraels virðist nú orðið meiri háttar pólitískt deilu- efni þar í landi í framhaldi af hörðum deilum stjórnmálaflokk- anna um breytni hans og afskipti af viðræðum við Egypta. Aðstoð- armenn og læknar forsætisráð- herrans hafa algerlega hafnað ásökunum um að hann sé undir áhrifum svo sterkra lyfja að hann hafi ekki fullkomna stjórn á sér, en leiðtogar Verkamannaflokks- ins, þar á meðal Golda Meir, sögðu í gær á fundi sín í milli að hann ætti við andlega örðugleika að stríða og gæti ekki borið ábyrgð á stjórn landsins. Verkamannaflokkurinn, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn í ísrael, hefur lagt fram vantrauststillögu á stjórn Begins sem tekin verður til umræðu í þinginu í næstu viku. Fundur verður í stjórninni um heigina þar sem rætt verður um skýrslu Dayans utanríkisráðherra um viðræðurnar í Leeds-kastala í vikunni. Árásirnar á Begin nú eru hinar hörðustu sem Verkamannaflokk- urinn hefur gert frá því flokkurinn tapaði kosningunum í Israel í fyrra og missti stjórnaraðstöðu sína í fyrsta sinn í 29 ár. Golda Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.