Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 Góð afkoma Búnaðarbankans: Innlán jukust um 47,1% á sl. ári og áramót 18.055 milljónir kr. voru um HEILDARINNLAN í Búnaðar- bankanum námu 18.055 milljón- um kr. í árslok 1977 og höfðu aukist um 47.1% frá árinu áður, og hefur vöxturinn aldrei orðið meiri á einu ári, en áður haíði aukningin orðið mest 32% á einu ári. Árið 1976 námu innlán í Búnaðarbankanum 12.276 millj. kr. og í krónum talið er því aukningin milli ára 5.779 milljónir. í ársskýrslu Búnaðarbankans, sem Morgunblaðiðnu barst í fyrra- dag, segir að í viðskiptabönkunum sjö hafi innlán numið 81 milljarði á s.l. ári og aukist um 43% frá árinu á undan. Segir að hér sé um að ræða mun meiri aukningu en búizt var við í upphafi árs og sé helzta skýring sú, að trú manna á sparnaði hafi vaxið eftir að bankarnir fóru að bjóða hina svonefndu vaxtaaukareikninga, en það eru innlán bundin til eins árs í senn. Spariinnlán, þ.e. innstæður á almennum sparisjóðsbókum, og bundið sparifé námu um s.l. áramót 13.891 millj. á móti 9.361 millj. kr. á árinu á undan segir í ársskýrslunni. Héer er um að ræða auningu að upphæð 4.350 milljónir kr. eða 48.4%, samanborið við 2.274 millj. eða 32.1% árið 1976. Spariinnlánin erú um 77% heild- arinnlána og hefur hlutdeild þeirra aukizt talsvert. Stafar það af vexti bundinna innlána með vaxtaaukakjörum, sem tekin voru upp á árinu 1976. Þau voru orðin 3.630 millj. kr. um s.l. áramót og höfðu þá aukizt um 86.3% á árinu. Hlutdeild bundinna innlána í heildarinnlánum hefur stöðugt farið minnkandi síðustu árin, þar til vaxtaaukainnlánin komu til sögunnar. í árslok 1975 var þessi hlutdeild komin niður í 22.9%, en um síðustu áramót var bundið sparifé 29% af heildarinnlánum. AV Magnús Jónsson Veltiinnlán í Búnaðarbankan- um, sem eru innstæður á avísana — og hlaupareikningum, voru 4.164 millj. en 2.915 millj. kr. árið áður og nemur ársaukningin 42.8% Síðan segir í skýrslunni, að innlánaþróunin í aðalbankanum og útibúum bankans í Reykjavík hafi verið með eindæmum góð á liðnu ári. Heildarinnlán í Reykja- vík voru 10.193 millj. kr. en það eru 56.5% heildarinnlána. Ársaukn- ingin nam 3.434 milljónum eða 50.8%, en 1.427 milljónum og 26.8% næsta ár á undan. í útibúum bankans utan Reykja- víkur, sem hafa 43.5% af heildar- innlánum bankans, voru þau 7.862 milljónir og jukust um 2.435 milljónir, eða 42.5%> á móti 1.124 milljónum eða 25.6% árið áður. Útlán Heildarútlán Búnaðarbankans námu 16.311 millj. kr. í árslok, en 11.264 milljónum árið áður, þannig að útlánaaukning á liðnu ári nam 5.047 milljónum, eða 44,8%. Til- svarandi aukningartölur fyrir áriö 1976 eru 2.342 millj. kr. og 26.2%. Kolmunnaskip til lodnuveida NOKKUR þeirra skipa, sem verið hafa á kolmunnaveiðum að undanförnu, eru nú farin til loðnuveiða a.m.k. í bili. Þannig er Börkur nú farinn norður fyrir land og ennfrem- ur munu tvílembingarnir svo- kölluðu, Albert og Örn, að vera að leggja af stað. Hins vegar er Jón Kjartansson enn við kol- Útvarp kl. 11.20: Hvernig á að búa sig út í helgarferðirnar? „Það er sama hvar frómur flækist“ er nafniö á fjörutíu mínútna þætti í umsjá Kristjáns Jónssonar, sem er á dagskrá útvarpsins í dag klukkan 11.20. Að sögn Kristjáns er efnið í þættinum helst við hæfi ungl- inga og jafnvel fyrir alla fjölskylduna, en cinkum er fjallað um staða- og leiðalýsing- ar auk ýmiss konar fróðleiks fyrir ferðamenn. „Þátturinn í dag er að hálfu leyti frá Vestmannaeyjum í tilefni þjóðhátíðar," sagði Kristján í viðtali við Morgun- blaðið, „því þangað fara margir og er því gott fyrir þá að fá smá fróðleik um staðinn. í hinum helmingnum af þætt- inum verður svo efni varðandi Verslunarmannahelgina og verður þá fjallað um umferð og keyrslu á malarvegum, en einnig um helgarferðalög almennt, útbúnað og annað slíkt,“ sagði Kristján ennfremur. „I þættinum verður líka lítil getraun ætluð ferðamönnum og eru smá verðlaun í boði fyrir þann sem sigrar," sagði Kristján Jónsson að lokum. íÍmÞ-'' * Stefán Hilmarsson í heildartölum útlána eru með- talin öll endurseld lán í Seðla- banka íslands, sem að langmestu leyti eru afurðalán landbúnaðar- ins, svo og skuldabréfakaup bank- ans af Framkvæmdasjóði. Útlán bankans til atvinnuveg- anna voru í árslok 12.102 millj. kr., Þórhallur Tryggvason 2.034 milljónir til opinberra aðila og 2.175 millj. kr. einstaklinga. I fyrst nefnda flokknum er hlutur landbúnaðarins langstærstur, 6.585 millj. kr. Lánveitingar til annarra atvinnuvega dreifast verulega því að til iðnaðar og byggingarstarfsemi námu útlán 1.878 milljónum, verzlunar 2.012 milljónum, samgangna, ferðamála og ýmiss konar þjónustustarfsemi 737 millj. kr. Veruleg aukning hefur orðið á útlánum til sjávarút- vegsins síðustu árin og námu þau 890 millj. kr. í árslok. Staðan við Seðlabankann Innstæða Búnaðarbankans á bundnum reikningi í Seðlabankan- um nam 4.088 millj. kr. um áramót og jókst á árinu um 1.325 millj. kr. Innstæða á viðskiptareikningi í Seðlabankanum nam 2.606 millj. kr. á sama tíma, en um áramótin á undan var innstæðan 957 millj- ónir kr. Aldrei kom til yfirdráttar á reikningnum á liðnu ári. Endurkaupalán námu 5.091 millj. kr. á árinu og jukust um 1.761 millj. kr. Inneign Búnaðar- bankans í Seðlabankanum var 1.603 millj. kr. Rekstur bankans Samkvæmt rekstrarreikningi Búnaðarbankans voru tekjur til ráðstöfunar 267.5 rnillj. kr. á árinu. I varasjóð bankans var ráðstafaf 237.7 millj. kr. og bókfært eigið fé var í árslok 654.0 millj. kr. og jókst það á árinu um 57.2%. munnaveiðar og einnig Grind- víkingur GK, sem leigður er til kolmunnarannsókna og veiða. Ástæðan fyrir því að skipin hafa hætt kolmunnaveiðum er, að fiskurinn hefur verið í illveiðanlegu ástandi, en hins vegar eiga menn von á, að betra verði að ná honum í næsta mánuði. 22 böm frá Kóreu œttleidd hér á ktndi Líklegast loka yfirvöld í Kóreu fyrir þetta árið 1980 Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hafa atls 22 börn frá Kóreu verið ættleidd hér á landi á tímabilinu frá um 1970, Þegar Þetta hóts og fram til 1. desember sl. Ekkert barn hefur komið hingaö til lands á Þessu ári, en 6 umsóknir voru sendar út fyrir áramótin og 9 til 10 umsóknir til viðbótar liggja nú fyrír. í Vesturbænum búa hjónin Vésteinn Ólason og Unnur Jónsdóttir og eiga pau tvö börn, Þóru 8 ára og Ara 6 ára, en Þóra er frá Kóreu. Um daginn brugðu blaðamenn Morgunblaðsins sér í heimsókn til fjölskyldunnar í Vesturbænum og spjölluðu lítillega við pau Véstein og Unni um málefni barna frá Kóreu. „Eftir Kóreustríðið var mikið af munaöarlausum börnum í Kóreu og má þá segja að þessar ætttleiðingar hafi í raun og veru hafist. Ættleiðingar Kóreubarna á Noröurlöndum hófust fyrir um það bil 10 árum og hafa þær haldist til dagsins í dag,“ sagöi Vésteinn. „Þar sem Kórea hefur nú að miklu leyti rétt sig viö eftir stríöiö og efnahagslegar framfarir þar eru örar, fækkar stöðugt þeim börnum sem fólk á kost á að ættleiða og búist er við að algjörlega veröi lokað fyrir þetta árið 1980.“ „Þegar við fórum að hugsa um það að ættleiöa barn fyrir um það bil 10 árum var okkur tjáð að það væri minnst 6 ára bið eftir að fá íslenskt barn og veit ég að í dag tekur það allt upp í 10 ár,“ sagði Unnur. „Varð það til þess að við leituöum annaö og ákváöum aö ættleiöa barn frá Kóreu. Flest eða öll börnin sem hingaö hafa komið, koma frá „Holt Adoption“, banda- rískri stofnun, sem sér um þessa hluti. Flest barnanna þaöan fara til Bandaríkjanna og Norðurlanda." „Mér finnst rétt að það komi hér fram," segir Vésteinn, „að öll þau börn sem hingaö hafa komið eru munaðarlaus börn, eða börn sem eiga enga foreldra sem vitað er um. Yfirvöld í Kóreu fylgjast mjög vel með þessu og foreldrar sem ættleiða börn þaðan verða aö uppfylla nákvæmlega sömu skil- yröi og þarf til aö fá að ættleiöa börn í sínu heimalandi." Vésteinn sagði ennfremur að stofnanirnar í Kóreu, sem sæju um ættleiöingar barna þaðan reyndu eftir mætti aö fylgjast með því hvernig börnunum vegnar í sínum nýju heimkynnum. „Hér á landi hafa börnin öll lent hjá góðum fjölskyldum og þeim veriö tekiö vel. Það er leiður misskilningur, að margir viröast halda, aö þessi börn gangi kaupum og sölum,“ heldur Vésteinn áfram. „Menn borga ekki fyrir barnið sjálft heldur þarf aöeins aö greiöa ýmsan kostnað viö það aö fá barniö, eins og til dæmis fargjald, stimpilgjöld og annað slíkt. Síðast kom hingað barn frá Kóreu í haust sem leið og var kostnaöurinn við að fá það um 600 þúsund krónur. Innifaliö í því verði var fargjald fyrir annað foreldriö til Kóreu tii aö sækja barniö, en þaö fer stööugt í vöxt aö foreldrar fari og sæki barniö, því það tekur styttri tíma að fá það með þeim hætti." — Eftir þennan fróöleik væri gaman að fá að vita hvernig Þóru litlu hefur gengið að aðlagast íslenskum aðstæðum. „Við bjuggum í Danmörku þegar við fengum Þóru og var hún 6 mánaða þegar hún kom til okkar,“ sagði Unnur. „Þegar við fluttumst svo til íslands var Þóra tveggja ára. Ég held að það verði ekki annað sagt en aö hérlendis séu yfirleitt jákvæö viðhorf ríkjandi gagnvart þessum málum, allavega höfum við ekki fundiö annaö í sambandi við Þóru. En auövitaö eru alltaf vissir örðugleikar fyrir þá sem eru öðruvísi. Þóra er algjör- lega eins og íslenskt barn og aölagast mjög vel sínu umhverfi, en henni finnst auðvitaö gaman að hitta önnur börn frá Kóreu svona stundum.“ Ari, bróðir Þóru, er tveim árum yngri en hún og spyrjum við nú Unni hvernig þeim komi saman. „Þeim kemur yfirleitt vel saman og er alls enginn munur á þeim. Ég held að uppeldið og umhverfið eigi stærstan þátt í að móta einstakl- ingana og önnur Kóreubörn sem við þekkjum hér eru mjög ólík innbyrðis. Bróðir Þóru og félagar þeirra taka alls ekkert eftir því þó hún sé öðruvísi í útliti. Þóra gerir sér þó vel grein fyrir því að hún er fædd í Kóreu." — Hvað haldið þið um framtíð- ina? „Viðhorf fólks í þessum málum hafa breyst mjög ört á síöustu árum og eiga eflaust eftir að breytast enn meira í framtíðinni,“ sagði Unnur. „Fólk verður alltaf vanara því að sjá fólk af öðrum kynþáttum, má því eiginlega segja að heimurinn sé sífellt að minnka, hvað þetta varðar.“ „Ég held nú líka að þegar einstaklingarnir tala íslensku og l'ramhald á bls. 21 Systkinin Ari og Þóra. Þeim kemur yfirleítt vel saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.