Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 7 i- Heimta samráö Síöustu misseri hafa alÞýðubandalagsmenn óspart notaö sér verka- lýðshreyfinguna til póli- tísks skæruhernaðar. Skæruhernaðar sem nú er í pann veginn að kalla yfir pjóðina stöðvun at- vinnuveganna og hefur Þegar náð aö vinna Þau skemmdarverk í efna- hagslífi íslendinga að brattinn, sem nú Þarf að sækja á, er orðinn enn erfiðari uppgöngu. Verkalýðsforystan hef- ur oft á tíöum æpt hástöf- um yfir pví, að ekki væri af hálfu peirra, sem með stjórn landsins fara, höfð við hana nægjanleg sam- ráð um aðgerðir í efna- hagsmálum. Benedikt Gröndal, formaður Al- Þýðuflokksins, sem nú hefur fengið Það verkefni að reyna myndun ríkis- stjórnar, sem styddist við meirihluta á AlÞingi, tók Þann kostinn aö óska eftir viðræöum við Al- Þýöusamband íslands um hugsanlegar leiðir í efnahagsmálunum. Svar- ið, sem talsmaður kjara- sáttmála fákk, var einfalt og stutt. Hann fékk blá- kalt nei af hálfu Snorra Jónssonar, sem nú gegn- ir formennsku í AlÞýðu- sambandinu. Auðvitað spuröu menn, hvort Þarna væri um að ræða sameiginlegt svar Þeirra manna, sem sitja í mið- stjórn ASÍ. Nei, formaður og um leið framkvæmda- stjóri ASÍ haföi ekki séð ástæðu til að kalla hana saman. Þurfti aö fá línuna Vinnubrögö Snorra Jónssonar í Þessu máli eru kannski eitt besta dæmið um hvernig hann og aðrir alÞýðubanda- lagsmenn hamast við að nýta sér aðstöðu sína innan verkalýðshreyfing- arinnar. Vitað er að Bene- dikt sneri sér til Snorra síðdegis á mánudag í Þessari viku meö fyrr- greinda ósk um viðræö- ur. Svar Snorra var held- ur dræmt on hann óskaði Þó eftir að fá frest til að svara ósk Benedikts. Hann Þurfti víst að fá línuna en hana fékk hann ekki hjá miðstjórn ASÍ heldur á klíkufundi með Þeim Lúövík Jósepssyni, Guðmundi J. Guðmunds- syni og Eðvarð Sigurðs- syni. Eftir pann fund var Snorri ekki í vandræðum meö svarið. Er Samvinnu- maðurinn kom- inn í leitirnar? Tíminn birtir í fyrradag pistil undir heitinu Sam- vinnupættir og er Þar fjallað um Þau formanns- skipti í stjórn SÍS, sem urðu á aðalfundi pess fyrir skemmstu. Er Eysteini Jónssyni fráfar- andi formanni Sam- bandsins pökkuö „giftu- drjúg forysta og marg- háttaður stuðningur við félags- og fjármálabar- áttu samvinnumanna á nær hálfrar aldar starfs- ferli hans.“ Þá er Þaö talið eitt af einkennum samvinnuhreyfingarinnar, að menn komi og fari. Nú hafi samvinnumenn valið nýjan oddvita Sam- bandsstjórnarinnar og tekiö er fram, aö paö sé „athyglisvert á tímum margvíslegra umbrota hversu hávaðalaust sam- vinnufólkið skipar málum sínum á Þessu sviði." Nýr formaður hafi verið kjör- inn Valur ArnÞórsson kaupfélagsstjóri viö Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri og „enginn vafi“ er á pví, segir í Þessum pistli, „að tugÞúsundir félagsmanna kaupfélag- anna fagna kjöri hans.“ Eitt vekur nokkra athygli, að með pessum pistli birtast Þrjár myndir af mönnum. Eru Það Þeir Eysteinn Jónsson, Valur ArnÞórsson og sá Þriðji er Erlendur Einarsson forstjóri SÍS, sem Þó er ekki nefndur á nafn í Þessum Samvinnupætti. Það skyldi Þó ekki vera að Þar væri kominn höf- undurinn að peim Sam- vinnuÞáttum, sem Tím- inn birtir öðru hvoru með undirskriftinni Sam- vinnumaður? Enn eflist „stjóraveldiö“ Vel kann að vera rétt, „að tugpúsundir félags- manna kaupfélaganna1' fagni kjöri Vals sem for- manns SÍS en Það hlýtur einnig að vera sönnum samvinnumönnum um- hugsunarefni, hvort ekki sé með pessu stigið enn eitt sporið til að efla fámennisvaldið eða „stjóraveldiö“ innan SÍS. “I SA M VINNUÞÆTTIR Nýr formaður sambandsstjórnar Frá aðalfundi Sambands tsl. samvinnufélaga, sem haldinn var að Bifröst i lok júnimánaðar hafa þxr fréttir borist. að nýr maöur hafi verið kjörinn for- maður Sambandsstjórnar. Ey- steinn Jónsson var kosinn til þess trúnaðarstarfs ð aðal- fundinum 1974 en hann hafði átt sxti f stjórninni frá 1944. Nú gaf hann ekki lengur kost á þvl, að taka að sér að gegna þessu þýðingarmikla trunaðarstarfi samvinnuhreyfingarinnar. Aö vonum var Eysteini þökk- uð giftudrjúg forysta og marg- háttaður stuðningur við félags- og fjármálabaráttu samvinnu- manna á nxr hðlfrar aldar starfsferli hans. Ráð hans hafa jafnan gefist vel og liðsinni reynst Sem margra manna átök. t Sambandsstjórn leitaði Ey- steinn og forstjóri að nýjum leiðum og tóku upp ný vinnu- brögð ðsamt félögum slnum þar t»etta á einkanlega við um samskipti við starfsfólk og þátt- töku þess I stjórnarstörfum. Einnig var undir hans leiðsögn leitast við að byggja upp sam- starf við aðrar félagsmðla- hreyfingar. Nokkur árangur hefir þegar náðst af þeirri við- leitni t>að hefir jafnan auðkennt félagsmálastörf Eysleins, að hann hefir verið fundvfs á nýjar leiöir þegar vanda hefir borið að höndum og óragur við að fara þxr Þaö er annars ekki xtlunin að fara að tlunda hér þjóönytja störf Eysteins heldur staldra við vegna þeirra tfmamóta, að for- mannaskipti verða /Sambands- stjórn. t>aö er eitt af einkennum sam- vlnnuhreyfingarinnar, að menn koma og fara. t>etta á við um félagsmennina, trúnaðarmenn þeirra og fulltrúa á ýmsum sviðum. En hreyfingin sjálf stendur og bllfur Innan hennar vébanda gildir ótvlrxtt, að maöur kemur f manns stað. Samvinnuatarfið er þvl ekki ofurselt þeirri áhxttu og sveifl- um, sem alþekktar eru hjá einkarekstri. þar sem oft bregð- ur til beggja vona um, hvort nokkur merkisberi sé til staöar þegar nýrrar forystu er þörf. Nxr 100 ára saga og starf sam- vinnufélaganna I landi okkar sýnir og sannar að þetU er rétt. Samvinnumenn hafa nú valið nýjan oddvita Sambandsstjórn- ar. Þaö er athyglisvert á timum margvlslegra umbrota hversu hávaöalaust samvinnufólkið skipar málum slnum á þessu sviði. Kjör formanns fer fram með beinum kosningum á aðal- fundi Sambandsins. Valur Arn- þórsson, kaupfélagsstjóri á Akureyri var kosinn til að taka við formennsku Sambands- stjórnar af Eysteini Jónssyni. Það er enginn vafi á þvl, að tug- þúsundir félagsmanna kaup- félaganna fagna kjöri Vals og bjóða hann velkominn til starfa um leið og fráfarandi formanni • eru fxrðar þekkir. Samvlnaaasat jWeöáur á morgun GUÐSPJALL DAGSINS: Lúkas 16 Hinn rangláti ráðsmaður LITUR DAGSINS: Grænn. Litur vaxtar og proska Dómkirkjani Klukkan 11 árdeg- is: Messa, sr. Þórir Stephensen, organleikari Ólafur Finnsson. Bústaðakirkjai Guðsþjónusta kl. 11 í umsjá séra Sig. Hauks Guðjónssonar. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Safnaðarstjórn Fella- og Hólaprestakalh Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu að Keilufelli 1 kl. 11 árd. Séra Hreinn Hjartarson. Iláteigskirkjai Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Tómas Sveinsson. HaUgrímskirkjai Messa kl. 11. Lesmessa n.k. þriðjudag kl. 10.30 árd. Beðið fýrir sjúkum. Prestarnir. Landspítalinni Messa kl. 10 árd. Séra Karl Sigurbjörnsson. Kópavogskirkjai Guðsþjónusta kl. 11. Fermd verða Ingigerður Stefánsdóttir og Karl Víkingur Stefánsson frá Svíþjóð. Séra Þorbergur Kristjáansson. Neskirkjai Guðsþjónusta kl. 11. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Elliheimilið Grundi Messa kl. 2 e.h. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson predikar. Dómkirkja Krists konungs Landakotii Lágmessa kl. 8.30 árdegis, hámessa kl. 10.30 ár- degis (í þeirri messu veitir biskup Ágústi K. Eyjólfssyni djáknavígslu). Lágmessa kl. 2 síðdegis. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðdegis, nema á laugardögum þá kl. 2 síðd. Kapella St. Jósefssystra Garðabæi Hámessa kl. 2 síðflegis. Keflavíkurprestakall — Njarð- víkurprestakalli Guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju kl. 14. Páll Þorðarson. h’íladelfíukirkjani Safnaðarguðsþjónusta kl. 11 árdegis. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Einar J. Gíslason. Grindavíkurkirkjai Messa kl. 11 árdegis. Sóknarprestur. Hjálpræðisherinni Sunnudagur kl. 20.30: Hermannavígsla. og kveðjusamkoma fyrir brigader Óskar Jónsson og frú Ingibjörgu og Miriam. Garðakirkjai Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Kjartan Jónsson guðfræðinemi prédikar. Sr. Bragi Friðriksson sóknarprestur. Ilafnarfjarðarkirkjai Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Guðmundur Einarsson framkvstj. Hjálparstofnunar kirkjunnar prédikar. Sr. Gunn- þór Ingason. Endurhæfingarstöð SÁA í Sogni í Ölfusi opnuð um miðjan næsta mánuð UM miðjan ágúst tekur til starfa endurhæfingarstöð fyrir áfengis- sjúklinga í Sogni í Ölfusi á vegum Samtaka áhugafójks um áfengis- vandamálið (SÁÁ). í stöðinni verður rúm fyrir tuttugu manns, auk sex manna starfsliðs. en fjögurra vikna dvöl þar tekur við af tveggja vikna dvöl í Reykjadal í Mosfellssveit. Báðar stöðvarnar eru reknar samkvæmt banda- rískri fyrirmynd, og er meðferð í Reykjadal sambærileg við það, sem fram fer í Freeport-sjúkra- húsinu í New York, en í Sogni verur látin í té meðferð hliðstæð þeirri, sem fram fcr í endurhæf- ingarstöðinni Veritas Villa í Bandaríkjunum. Eins og þegar hefur komið fram í fréttum eiga sér um þessar mundir stað viðræður milli opin- berra aðila og forsvarsmanna SÁÁ um að samtökin fái til ráðstöfunar nýtt heimavistar- skólahús í Krýsuvík með það fyrir augum að reka þar endurhæf- ingarstöð. Verði af þeim ráðagerð- um má búast við því að rekstur endurhæfingarstöðvar í Krýsuvík geti hafizt eftir um það bil ár, að því er Hilmar Helgason formaður SÁÁ sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sú stöð tæki þá við af endurhæfingarstöðinni í Sogni, en SÁÁ hefur samið um leigu á húsi Náttúrulækningafélags ís- lands þar til eins árs. I húsinu, sem er um 500 metrar að grunn- fleti á þremur hæðum, hefur áður verið rekið barnaheimili. Að sögn Hilmars Helgasonar miðar viðræðum um Krýsuvík- ur-húsið vel, en íslenzka ríkið á þrjá fjórðu hluta eignarinnar en sveitarfélög í Reykjavíkur- prófastsdæmi einn fjórða. Enginn framsókn- armaður situr borgarráðsfundi Borgarráðsfund í gær sat full- trúi Álþýðubandalagsins. Adda Bára Sigfúsdóttir, sem varamað- ur framsóknarmannsins Krist- jáns Benediktssonar. sem nú er í sumarfríi. Síðasta borgarráðs- fund sat fyrir Kristján Alþýðu- bandalagsmaðurinn Þór Vigfús- son. og áður hafði Alþýðubanda- lagsmaðurinn Guðmundur Þ. Jónsson verið boðaður fyrir Kristján Benediktsson. Þegar Kristján er forfallaður á Framsóknarflokkurinn semsagt engan fulltrúa í borgarráði, en Alþýðubandalagið tvo. Kjörnir varamenn fyrir meiri- hlutann eru úr Alþýðubandalag- inu. Fordæmi eru þó fyrir því, m.a. hjá sjálfstæðismönnum, að vara- borgarfulltrúar hafi verið boðaðir, þegar aðalfulltrúi og varamaður í borgarráði voru forfallaðir. Þetta er þeim mun athyglisverð- ara um þessar mundir, þar sem samþykkt var að venju á borgar- stjórnarfundi á fimmtudag, að borgarstjórn færi í frí fram til 5. október, nema hvað einn auka- fundur er fyrirhugaður. Var borg- arráði falið að afgreiða í sumar- leyfi borgarstjórnar fundargerðir og mál, sem berast til afgreiðslu borgarráðs á þeim tíma. Borgar- ráð afgreiðir því endanlega mál fram í október. '^CUD^ ÍÞróttakennarar — laerid aö nota trompolin Síðasta námskeiö íþróttaskólans veröur 25. til 30. júlí. Aöalnámsgrein stórt og lítiö trompolin. Ejvind Hansen frá Danmörku kennir. Einnig sund, frjálsar íþróttir og knattleikir. Uþpl. í síma 93-2111. Skólastjóri Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Upplýsingar í síma 35408 Austurbær Bergstaöastræti Bragagata Ingólfsstræti Samtún Óöinsgata, Þingholtsstræti. Bergþórugata. Skólavöröustígur Úthverfi Njörvasund. Teigageröi. Sogavegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.