Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 „í^rsta... annað og... þriðja” - Sagt frá hrossaoppboði í Skógarho'lom Gunnar Rjarnasun lýsti hross- unum ok hann er hér með hljóönemann en i Klugganum stendur upphoðshaldarinn All- an Vagn Magnússon. fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu. Las hann upp uppboðsskilmál- ana en í þeim var meðal annars tilgreint að hrossin væru seld í því ástandi, sem þau væru nú og þau væru frá hamarshöggi í ábyrgð kaupanda, áskilinn var réttur til að ákveða lágmarks- verð og tilgreint var að uppboðs- verð og sölugjald hefði lögtaks- rétt. Greiða þurfti 13% eða 16% í gjöld til hins opinbera Eins og fyrr sagði voru menn ekki alls kostar ánægðir með að þurfa að greiða 13% eða meira til hins opinbera — en það er sem fyrr að menn verða að gjalda keisaranum það sem keisarans er. Annars skiptist þetta gjald niður í þrennt. 3% eru svokallað sölugjald, 6% renna til ríkissjóðs og 4% til uppboðshaldara. Þetta gjald gat í heild orðið alls 16% ef kaupandi fékk greiðslufrest, því þá var sölugjaldið ekki 3% heldur 6%. En hvað sem leið öllum „Lágmarksverð á Feyki frá Fit er 250 þúsund. Bíður einhver 250 þúsund? ... 250 þúsund ... Það eru boðnar 250 þúsund. Bíður einhver hærra? ... Fyrsta annað og ... 260 þúsund. Fram er komið boð upp á 260 þúsund. Fyrsta annað og ... bíður einhver hærra? Það er boðið 280 þúsund. Fyrsta annað og ... bíður einhver hærra? 300 þúsund eru boðnar.... Bíður einhver hærra? ... Fyrsta, annað og þriðja.“ Eitt þeirra dagskráratriða á Landsmóti hestamanna um síð- ustu helgi, sem ekki vakti hvað minnsta athygli, var uppboð á hrossum, sem þar fór fram á laugardeginum. I skrá, sem gefin var út yfir þau hross, sem selja átti á uppboðinu, voru talin upp rúmlega 70 hross en þegar til uppboðsins kom voru það aðeins 28 hross, sem boðin voru upp og þar af voru 7 slegin nýjum eigendum. Þessi dræma mæting með hrossin á uppboðin mun bæði hafa stafað af því, að mörg hrossin voru þá þegar seld og eins hinu, að greiða þurfti 13% og jafnvel 16% gjald til hins opinbera af söluverðinu. Þótti mörgum seljandanum ekki fýsilegt að hafa þennan háttinn á og vildi heldur nota gamla lagið að prútta sjálfur við kaupendur. Sem fyrr sagði voru sjö hross seld og var verð þeirra á bilinu 160 þúsund til 470 þúsund krónur. „Notið bara gamla lagið — farið upp í brekku og prúttið Uppboðið hófst með því að Gunnar Bjarnason, stjórnandi þess, tjáði viðstöddum að for- ráðamenn mótsins hefðu haldið að þeir gætu með ódýrum og einföldum hætti haft milligöngu Fjöldi fólks fylgdist með uppboðinu í Skógarhólum á laugardagskvöldið. Þarna er eitt hrossið leitt inn í upphoðshringinn. Ljósm. Mbl. Kristján. um hrossasöluna. Raunin hefði hins vegar orðið sú að slíkt hrossauppboð hefði ekki getað farið fram nema til kæmu fulltrúar hins opinbera, sem þá jafnframt gerðu kröfu til að fá sinn skatt. Þurfti að greiða 13% gjald til hins opinbera af söluverði hvers hross, sem selt var og væri kaupverðið ekki staðgreitt fór þetta gjald upp í 16%. Sagðist Gunnar ekki eiga von á því að mikið yrði um að hross skiptu um eigendur með þessum hætti, heldur hvatti hann menn óspart til að hafa gamla lagið á hrossakaupunum að afloknu uppboðinu. Fara bara hreinlega upp í brekku og prútta. Þá er Gunnar hafði lokið máli sínu tók til máls fulltrúi sýslu- mannsins í Árnessýslu, Áilan Vagn Magnússon, og sagði Uppboðsrétt Árnessýslu settan. „Ég býð 190 þúsund.“ sagði sá. sem rétti upp höndina. Jón Sigurhjörnsson leikari leiðir hér hryssuna Dimmalimm frá Helgastöðum inn í upphoðshringinn en hún var slegin á 300 þúsund á uppboðinu. ..Zwei hundert und fiinfzig tausend“ var hrópað og einn í hópnum rétti upp hendina og veifaði hvítum blöðum. Ilrossið fór þó ekki á 250 þúsund því boðin áttu enn eftir að hækka. vangaveltum um sölugjald og annað, hófst uppboðið hið snar- asta og var fyrsta hrossið leitt inn í uppboðshringinn. Var það 5 vetra foli, Álmur frá Minni-Reykjum. Uppboðshald- arinn tilkynnti að lágmarksverð væri ákveðið 500 þúsund krónur og minnsti munur á tilboðum, sem tekin væru til greina, væri 10 þúsund krónur. Þó uppboðs- haldarinn hvetti viðstadda til að gera tilboð reyndist það árang- urslaust. Þá var tekið til við að bjóða upp næsta hross, sem var grá, sjövetra hryssa frá Jóni Sigurbjörnssyni leikara og var lágmarksverð hennar 300 þús- und krónur. Gunnar Bjarnason kynnti hrossið eins og önnur hross á uppboðinu og því næst óskaði uppboðshaldarinn eftir boði. Býður einhver 300 þúsund? Eftir nokkra bið kom fram 300 þúsund króna boð en hærra boð fékkst ekki og var gráa hryssan slegin á 300 þúsund. Ódýrasta hrossið fór á 160 þús. og það dýrasta á 450 þúsund Sem fyrr sagði voru alls boðin upp 28 hross á uppboðinu og seldust 7 þeirra. Það, sem seldist á hæstu verði, var brún, sex- vetra hryssa frá Garðari Jóns- syni í Mosfellssveit. Var þetta alhliða ganghross og ekki varð löng bið frá því að lágmarks- verðið, 450 þúsund var nefnt, að fram kom hærra boð. Boðnar voru 460 þúsund krónur í hrossið og enn bætti einhver við 10 þúsund krónum. „Fyrsta ... annað og ... „ sagð uppboðs- haldarinn og ekki kom fram annað boð. Hryssan var því siegin á 470 þúsund krónur. Ódýrasta hrossið, sem þarna var selt, var 5 vetra þægur barna- hestur frá Vík, sem fór á 160 þúsund krónur. Það reyndist rétt, Sem Gunn- ar Bjarnason hafði spáð í upphafi uppboðsins, að brekk- urnar í Skógarhólum ættu eftir að verða vettvangur hrossa- kaupa þá um kvöldið. Fréttist af nokkrum hrossum sem seld hefðu verið með þeim hætti og fór svo að stöku hross, sem fyrr um kvöldið hafði verið selt á uppboðinu, gekk á ný kaupum og sölum og hafði eitthvað náð að hækka. Sagði sagan að verðið hefði jafnvel náð nær að tvö- faldast. En þó þessi háttur á hrossa- sölu hafi kannski að þessu sinni ekki tekist eins og menn höfðu vonað fyrirfram, var þetta engu að síður tilraun, sem vel var þess virði að yrði gerð. Islenskir hestamenn eru þó vanir að hafa heldur ódýrari hátt á sínum hrossakaupum og sölum og sennilega vilja þeir enn um sinn halda sínu gamía lagi. Það hefur lengst af þótt tilheyra hesta- kaupum að pranga, hvort sem þar hafa átt í hlut landinn eða erlendir kaupendur. ~ t.g. Þessi hestamaður er nú kunn- ari fyrir að gera hestakaup með iiðrum hætti heldur en á opinherum uppboðum. Guð- mundur Agnarsson úr Reykja- vík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.