Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 15 iKÓPAVOGUR ARNARNES ÍVIFILST, S - K . k ARNARNESVOGUR SJAVARBRAUTHfc. IFYRIR fHUGUÐl i REYKJA 8R/UJT STALVIK FLATIR'' SKOLAR TILLAGA Wm SSH NEFNDAR TILLAGA SAMKV. AÐALSKIPU LAGI \hafn >UR * ' > " rc ^íkj^ Lauslegur samanburður á breikkun Hafnarfjarðarvegar og lagningu Sjávarbrautar Sjávarbrauti Breikkun Hafnarfjarðarvegari 1. Byggöarlagiö verður áfram klofið af einni mestu umferðaræð landsins, jafnvel enn verr en áður eftir að núverandi vegi verður breytt í fjögurra akreina braut. 2. Breikkun mun fyrst bjóða upp á aukinn umferðarhraða og síðan skyndilegar stöðvanir við umferðarljós. Umferðin myndi því ganga með rykkjum og skrykkjum sem hlýtur að þýða aukna slysa- hættu einkum í skammdeginu við slæm skilyrði. 3. Umferð skólabarna yrði hættuiegri en nú er, bæði vegna aukins umferðarhraða og breikk- unar brautarinnar. Börn allt ofan í 6 ára aldur þurfa að fara yfir Hafnarfjarðarveg til þess að sækja Flataskóla og nemendur Gagnfræðaskólans þurfa yfir veg- inn oft á dag. 4. Vegna aukins umferðarhraða og vegna stöðvunar við ljós og aksturs frá þeim aftur mun hávaða- og önnur mengun aukast við Hafnarfjarðarveg. Breikkun vegarins býður þar að auki upp á enn stærri flutningatæki en þar fara nú um. 5. Gert er ráð fyrir lagningu Sjávarbrautar fyrr eða síðar til þess að taka við umferð frá væntanlegri byggð á Álftanesi. Breikkun Hafnarfjarðarvegar nú mun tefja þá framkvæmd um áratugi og yrði því Hafnarfjarðar- vegur að taka einnig þá umferð í gegnum byggðina. Tenging Sjávar- brautar við Hafnarfjarðarveg yrði augljósum erfiðleikum háð og verður því að teljast líklegt að sú tenging yrði á planfríum gatna- mótum á Arnarneshálsi. Myndu þá bætast við tvær til fjórar akreinar vestan við fjögurra akreina Hafnarfjarðarveg upp eftir Arnar- neshálsi að sunnan. 6. Almannavarnir. Hafnar- fjarðarvegur er eina tengibrautin milli byggðanna norðan og sunnan Garðabæjar. Á Keflavíkurflugvelli gæti orðið meiri háttar flugslys og auk þess má alltaf búast við eldgosum á Reykjanesskaga. Eitt minni háttar umferðarslýs á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ gæti tafið björgunaraðgerðir og sjúkra- flutninga stórkostlega og kostað mörg mannslíf. 7. Innanbæjartenging. Breikkun Hafnarfjarðarvegar myndi gera hann ónothæfan sem innanbæjar- tengibraut. Állir skipulagsser- fræðingar eru þó sammála að nauðsyn sé á norður-suður teng- ingu innanbæjar í Garðabæ, eink- um vegna væntanlegrar byggðar sunnan Hraunsholtslækjar. Með breikkun Hafnarfjarðarvegar yrði sú byggð að tengjast, norður um Brúarflöt eða Stekkjarflöt. 8. Við núverandi ástand er þeim sem nota almenningsvagna lífs- hætta búin í hvert sinn er þeir koma úr vagni og þurfa yfir Hafnarfjarðarveg, t.d. við Silfur- tún. Gert er ráð fyrir að viðkomu- stöðum verði fækkað þegar Hafnarfjarðarvegur verður breikkaður. Verður það að teljast undarlega öfug þróun á sama tíma og hvarvetna í heiminum er lögð áhersla á að auka og efla almenn- ingsvagnaþjónustu sem lið í þeirri viðleitni að le.vsa umferðarvand- ann sem er einn versti kvilli nútíma' þéttbýlis. 9. Mjög miklar umferðartrufl- anir yrðu á meðan á breikkun stæði. Því myndi fylgja slysa- hætta. 10. Umferð um Hafnarfjarðar- veg er svo mikil að sérfræðingar telja fásinnu að segja umferðar- ljós á slíkan veg. Því má búast við auknum þrýstingi í framtíðinni um að setja planfrí gatnamót á veginn. Mun að mestu liggja utan við núverandi byggð. Hafnarfjarðar- vegur yrði tengibraut innanbæjar með hugsanlegri tengingu viö Sjávarbraut á Arnarneshæð. Sjávarbraut myndi taka við nær allri umferð sem á upptök sunnan Garðabæjar. Umferð um Hafnar- fjarðarveg yrði því mjög lítil hjá því sem nú er og slysahætta minni að sama skapi. Augjóst er að Sjávarbraut myndi að mestu eyða þessari hættu. Ónæði og mengun við Hafnar- fjarðarveg mun stórminnka. Því miður m.vndi umferð færast nær fáeinum húsum á Grundum og þar í grennd, en þar eð um nýbyggingu vegarins er að ræða ætti að vera hægt að koma við vörnum gegn hávaða frá honum. Sjávarbraut með tengingu niður í Engidal myndi skemma nokkrar væntanlegar byggingarlóðir sunn- an í Hraunsholti. Áhersla sú sem bæjarstjóri og hans fylgismenn leggja á þetta atriði vekur þó furðu á. sama tíma og látið er af hendi Setbergsland sem í margra augum er mun girnilegra bygging- arland en Hraunsholt. Einnig er undarlegt að taka beri meira tillit til væntanlegra íbúa sunnan í Hraunsholti heldur en þeirra sem þegar búa við Hafnarfjarðarveg. Sjávarbraut myndi opna aðra leið gegnum Garðabæ sem hlýtur að vera mikilvægt frá sjónarhóli Almannavarna. , Hafnarfjarðarvegur yrði innan- bæjarbraut. Auðvelt yrði að tengja byggð sunnan Hraunslækjar inn á Hafnarfjarðarveg. Strætisvagnar gætu haldið áfram göngu sinni með mun meira öryggi fyrir farþega en nú. Auð- velt yrði að fjölga viðkomustöðum ef með þyrfti. Litlar sem engar umferðartrufl- anir. Mun auðveldara væri aö koma við nauðsynlegum umferðarmann- virkjum. Reykjanesbraut yrði að koma fyrst en einnig stendur þar orðrétt: „Ítrekuð er fyrri ályktun um að á þessu ári verði aðeins gerðar minni háttar lagfæringar á núver- andi Hafnarfjarðarvegi til þess að auka umferðaröryggi." Bæjar- stjórn taldi sig ekki geta staðfest legu vestari stofnbrautarinnar (Sjávarbrautar) um Garðabæ, því það væri „ein umfangsmesta og afdrifaríkasta skipulagslega ákvörðunin sem eftir er að taka í Garðabæ". Flestir Garðbæingar sem ég hef taiað við um þetta mál, telja þó að það liggi í augum uppi að fara Sjávarbrautarleiðina, enda kom vilji bæjarbúa í þá átt skýrt fram á borgarafundi sem haldinn var um vegarmálið inn 19. okt. 1976. Til glöggvunar fylgir hér með lauslegur samanburður á áhrifum þessara tveggja valkosta á núverandi byggð. Afstaða Ilafnfirðinga I séráliti Hafnfirðinga kemur skýrt fram að þeir vilji hraðbraut með planfríum gatnamótum og engar refjar. Þeir völdu því valkost 1, en höfnuðu vaikosti 2 á þeim forsendum að hann uppfyllti ekki þær gæðakröfur sem Hafn- firðingar gerðu til vegarins. Nú er fyrirhuguð breikkun einmitt eins og valkostur 2. Það er því ljóst frá byrjun að sá vegur mun alis ekki fullnægja þeim kröfum sem Hafn- firðingar gera til hans, og því má telja öruggt að þeir muni fljótlega knýja á um planfrí gatnamót. Það hljóta að teljast miklar líkur á að slíkt slaufuverk komi, því sérfræð- ingar um vegamál eru sammála um að það sé hin mesta firra að ætla að Ijósastýra vegi með svo mikla umferö. Að vísu höfnuðu Hafnfirðingar einnig Sjávarbraut, en á næsta undarlegum forsend- um. Hin fyrri var sú, að að Engidalur mundi spillast sem útivistarsvæði, en útivistarsvæði þar væri forsenda hinnar þéttu byggðar í Norðurbæ. Aldrei hef ég séð neitt kvikt í Engidal utan fáein hross. Hin síðari forsenda Hafn- firðinga var sú að Sjávarbraut væri lengri leið. Að vísu munar þar rösklega hundrað metrum, sem tekur innan við tíu sekúndur að fara í bíl á 60 km hraða. Ég trúi því ekki að Hafnfirðingar kjósi ekki heldur hindranalausa Sjávar- braut, þótt hún sé á annað hundrað metrum lengri, heldur en Hafnarfjarðarveg með ljósum á a.m.k. tveimur stöðum. Þar að auki verður Sjávarbrautin ein fallegasta ökuleið á öllu höfuð- borgarsvæðinu. „Nej, nu lyver du“ Eins og áður er getið er breikkun Hafnarfjarðarvegar eins og hún er fyrirhuguð nú í raun valkostur 2 sem öll SSH nefndin hafnaði á forsendum sem Garð- hæingar höfðu sjálfir sett fram. Bæjarstjórnin virðist síðan hafa étið þær forsendur ofan í sig aftur. Forseti núverandi bæjarstjórnar réttlætti breikkun vegarins nú m.a. með því að bæjarstjórnin í Garðabæ yrði að athlægi ef ekki yrði gert eitthvað í málinu strax. Ég legg það í dóm Garðbæinga hvort þeir telja það hlægilegt eða grátlegt að leggja veginn þvert ofan í eigin forsendur aðeins til þess að verða ekki að athlægi. Allir Islendingar, sem erlendis hafa ferðast, vita að aðrar þjóðir gera allt til þess að leiða umferð framhjá bæjum og.þorpum. Þetta ætti meira að segja bæjarstjórn Garðabæjar að vita, því þegar bæjarfulltrúar voru á ferð í Þórshöfn í Færeyjum nýlega, sýndi bæjarstjórinn þar þeim umferðarmannvirki sem sérstak- lega voru gerð til þess að beina umferð út fyrir íbúðahverfi. Þegar honum var tjáð að í Garðabæ færu menn alveg öfugt að, varð hann steinhissa og sagöi: „Nej, nu lyver du“. Það er ansi hætt við því að það verði fleiri en bæjarstjórinn í Þórshöfn í Færeyjum sem hlæja að Garðbæingum þegar búið verð- ur að leggja tvíbreiðan Hafnar- fjarðarveg í gegnum byggðina. Áhrif Reykjanes- brautar á umferð um Hafnarfjarðarveg Ljóst er að fyrirhuguð Reykja- nesbraut milli Keflavíkurvegar og Breiðholtsbrautar mun taka við nokkru af þeirri umíerð sem nú fer um Hafnarfjarðarveg. Skiptar skoðanir eru hins vegar um það hve mikil umferð kemur til með að beinast inn á Reykjanesbraut. I umferðarspá sem Þróunarstofnun Reykjavíkur lét gera í febrúar 1977, er gert ráð fyrir að meðal- dagsumferð um Reykjanesbraut sunnan Vífilsstaðavegar árið 1990 verði 6 þús. bílar, en um 30 þús. bílar um Hafnarfjarðarveg sunn- an Vífilsstaðavegar. Samtals eru þetta um 36 þús. bílar. Þessi spá hefur af ýmsum mjög verið dregin í efa og telja margir að mun meiri umferð muni beinast inn á Reykja- nesbraut. Við skulum því setja upp sem dæmi, að umferð um Reykja- nesbraut verði þrefalt meiri én spáin segir til um, eða 18. þús. bílar á sólarhring, og að samsvar- andi fækkun verði á Hafnar- fjarðarvegi. Það mundi samt þýða svipaða umferð um Hafnar- fjarðarveg og fer þar í dag, eða um 18 þús. bílar. Hið sama gildir um spátölur norðan við Vífilsstaðaveg, en þær eru 9 þús. fyrir Reykjanes- braut og 37 þús. fyrir Hafnar- fjarðarveg. Ef viö þreföldum umferðina á Reykjanesbraut eins og í dæminu hér að ofan, þá fáum við aftur svipaða tölu og umferðin er nú, eða um 19 þús. bila. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að spáin sé svo röng sem hér er gert ráð fyrir, og greinilegt er því að umferðarþungi um Ilafnarfjarðarveg mun mjög lítið breytast frá því sem nú er með tilkomu Reykjanesbrautar. Ógn- vænlegt er hins vegar til þess að hugsa, að þar til Reykjanesbraut verður byggð, mun umferð um Hafnarfjarðarveg aukast jafnt og þétt. Það er óafsakanlegt að ætla að hleypa þeirri umferð í gegnum byggðina og nánast glæpsamlegt þegar annar valkostur, Sjávar- brautin, er fyrir hendi. Lokaorð Aö lokum þetta: Tillöguupp- drættir að breikkun Hafnar- fjarðarvegar í gegnum byggðina liggja nú frammi á hæjarskrifstof- unni. Ég vil hvetja fólk til þess að kynna sér þá og einnig til þess að hafa samband við fulltrúa meiri- hlutans í bæjarstjórn og spyrja þá út í þetta mál. Ef menn telja sig ekki fá fullnægjandi skýringar og réttlætingu á breikkun Hafnar- fjarðarvegar í gegnum byggðina og höfnun bæjarstjórnar á sjávar- brautarleið, þá hvet ég til þess að þeir skrifi sig á undirskriftalista sem verða i gangi í Garðabæ næstu daga. Því breikkun Hafnar- fjarðarvegar í gegnum byggðina verður aðeins stöðvuð með miklum fjölda undirskrifta. F.h. nokkurra Garðbæinga, Jón Baldur Sigurðsson, Aratúni 25, Garðabæ. I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.