Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 17 Plútóníum Þetta gerðist framleittá vegum EBE 22. jtílí Briissel. 20. júlí. AP. KJARNORKUVER í VesturEvrópu vinna nú aö því aö framleiöa um 1400 kíló af plútínum, sem nota má til framleiðslu kjarnorkuvopna. Efnahagsbandalagið neitar hins yegar að gefa upp til hvers á að verja því. Það var brezkur fulltrúi á Evrópu- þinginu, Thomas Ellis, sem hreyfði máli þessu í dag eftir að hafa lesið ársskýrslu bandalagsins fyrir 1977. Þar las hann að átta samningar hefðu verið undirritaðir til framleiðslu 1400 kílóa af plútóníum í löndum banda- lagsins en tókst ekki að fá upplýsing- ar um hvar framleiðslan færi fram. Framleiða má kjarnorkusprengju með um 15 kílóum af plútóníum og mun sú tækniþekking, sem nauðsyn- leg er talin til að framleiðslan takist, vera útbreidd.” 1974 — Vopnahlé á Kýpur eftir innrás Tyrkja. 1973 — Rússar skjóta geim- flaug til Mars. 1969 — Franco skipar Juan Carlos arftaka sinn. 1965 — Sir Alec Douglas-Home iætur af starfi leiðtoga brezka íhaldsflokksins. 1961 — Vopnahlé fyrirskipað eftir átök Frakka og Túnis- manna í Túnis. 1950 — Leopold III snýr aftur til Belgíu úr sex ára útlegð. 1943 — Bandamenn taka Pal- ermo á Sikiley. 1934 — Starfsmenn FBI í Chicago skjóta glæpamanninn John Dillinger. 1933 — Bandaríski flugmaður- inn Wiley Post kemur úr fyrsta flugi eins manns umhverfis jörðina. 1812 — Wellington sigrar Frakka við Salamanca á Spáni. 1739 — Belgrad kemst í hættu eftir sigur Tyrkja á Austurríkis- mönnum við Crocyka. 1691 — Her Breta og Hollend- inga sigrar Frakka við Aughrim, Indlandi. 1515 — Ríkiserfðir í Austurríki, Ungverjalandi og Póllandi ákveðnar samkvæmt Vín- ar-samningnum. Afmæli dagsins. Anthony Coop- er, enskur stjórnmálamaður (1621-1683) - Frú Rose Kenn- edy, sendiherrafrú og móðir Johns Kennedys forseta (1890 —) — Alexander Calder, banda- rískur myndhöggvari (1898 —). Innlent. Hannes Hafstein skip- aður ráðherra 1912 — Vígð Landakotskirkja 1912 — D. Kolbeinn ungi Arnórsson 1245 — Síra Magnús Ólafsson í Laufási 1636 — Gísli Þorleifsson Hólabiskup 1684 — Jörundur kemur úr ferð sinni til Norður- lands 1809 — „Búðin" á Raufar- höfn brennur 1956 — Eldborgu stærsta stálskipi á íslandi hleypt af stokkunum 1967 — ^llafur Jóhannesson hafnar við- ræðum við Geir Hallgrímsson 1974 — F. Tryggvi Ofeigsson 1896 — Dr. Guðni Jónsson 1901. Orð dagsins. Ég vil ailtaf trúa því bezta um náungann. Það sparar svo mikil óþægindi. — Rudyard Kipling enskur rithöf- undur (1865-1936). Veður víða um heim Amsterdam 16 skýjað Apena 33 heiöskírt Beirút 32 léttsk. Berlín 17 skýjaó BrUssel 20 léttsk. Chicago 33 rigning Frankturt 17 rigning Genf 21 skýjaó Helsinki 19 léttak. Jerúsalem 32 léttsk. Jóh.borg 19 léttsk. Kaupm.höfn 15 rigning Lissabon 27 léttsk. London 17 skýjaö Los Angeles 29 skýjaö Madríd 32 léttsk. Malaga 25 heiöskírt Miamí 30 rigning Montreal 32 léttsk. Moskva 19 heiöskírt New York 29 skýjað - Ósló 18 skýjaö Palma 27 léttsk. París 18 skýjaö Reykjavík 13 skýjaö Róm 25 skýjaö Stokkh. 17 skýjaó Tel Aviv 30 léttsk. Tókýó 29 rigning Vancouver 24 heiðsk. Vín 23 skýjaó Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, myndaður fyrir utan Leeds-kastala í Kent ásamt egypzka utanríkisráðherranum, Mohammed Ihrahi Kamel, og utanríkisráðherra ísraels, Moshe Dayan. Viðræður þeirra í byrjun vikunnar báru ekki þann árangur er til var ætlazt. Carter hyggur ekki á hefndir CARTER Bandaríkjaforseti ítrek- aði í dag gagnrýni sína á sovézk stjórnvöld fyrir ofsóknir á hendur andófsmönnum en bætti við að hann hygðist ekki grípa til hefndar- aðgerða gagnvart Rússum þar sem honum væri mjög umhugað að bæta samskiptin við Sovétmenn. Forsetinn lét einnig þá von í ljós á blaðamannafundi að hann vonað- ist til að sovézku andófsmennirnir, sem nýlega voru dæmdir, yrðu látnir lausir. Stjórnvöld á Vesturlöndum halda áfram að fordæma dómana og hvatti meðal annars vestur-þýzkur em- bættismaður1 í dag til þess að stjórnvöld í Bonn tækju upp harð- skeyttari stefnu í mannréttindamál- um. Oft hefur verið til þess tekið að ríkisstjórn Helmuts Schmidts kanzl- ara hefur ekki gert sér ýkja mikið far úm að beita sér fyrir mannrétt- indum. Þá hafa hollenzk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni koma kuldalega fram við sovézk stjórnvöld vegna téttarhaldanna yfir andófsmönnun- um. Búizt er við að yfirlýsing þessi sé þó fremur táknræn en raunveru- leg. Fyrrverandi yfirmaður sovézku fréttastofunnar „Tass“ skellti í dag skuldinni á Zbigniew Brzezinski, varriarmálaráðgjafa Bandaríkjafor- seta, fyrir þá ákvörðun Bandaríkja- manna að banna frekari sölu á tölvum og þróuðum tækniútbúnaði til Sovétríkjanna. Sadatboðar nýbreytingu Kairó. 21. júlí. — Reuter. ANWAR Sadat, forseti Egypta- lands, mun á morgun tilkynna Erindislaus för á vit töfralækna HaguiohorK. 21. júlí, AP. VÍSINDAMÖNNUM í fylgdar- liði Karpovs heimsmeistara í skák á Filippseyjum lék for- vitni á að ganga sérfræðilega úr skugga um hvort þarlendir töfralæknar gætu raunveru- lega skorið upp með fingrum einum saman og framkvæmt önnur kraftaverk andalækn- inga. Útkoman varð sú að einkalæknir heimsmeistarans sneri aftur og lýsti því yfir að nákvæmlega ekkert hefði gerst. „Þeir læknuðu hvorki eitt eða neitt og voru gersam- lega sneyddir töframætti,“ sagði hann Baguioborg er víðkunn lækn- ingamiðstöð trúar- og anda- lækna. Þar eru að jafnaði fjórir læknar að störfum og bíða þeirra oftast heilir rútubíla- farmar ferðamanna, sem hrjáð- ir eru af margs kyns kvillum. Vísindi hins yfirnáttúrulega hafa löngum verið áhugamál þeirra Mikaels L. Gerahanov- ichs, einkalæknis Karpovs, og Vitalys I. Sevastianovs, geim- fara og forseta sovéska skák- sambandsins. Þeir ákváðu síð- astliðinn fimmtudag að svala forvitni sinni og leita sér lækninga hjá töfralækninum Severínó Apeng. En þetta átti ekki eftir að verða dagur Apengs. Meðan Gerahanovichs lá á fletinu í fjallakofa Iæknisins klæddur skyrtu einni saman og nærbrók hóf Apeng að kirja bænir og heita á andann að gefa sér kraft til að fjarlægja vörtu fyrir neðan vinstra auga læknis- ins og hnúð af hægri hæl. Andalæknirinn tók nú til við að hnoða og bukka og einbeitti sér af öllum lífs og sálar kröftum að því að nema burt hina óaðlaðandi hnúta. Að fimmtán mínútum liðnum gafst læknirinn upp. Hnúðurinn og vartan sátu eftir sem fyrr. Þessu næst fór geimfarinn félagi hans úr skóm og skyrtu og tók sér sæti fyrir framan lækninn, sem þá hófst handa við að afmá hnúð á hálsi hans aftanverðum. En eftir að sama viðhöfn var um garð gengin og vinur hans hafði sætt kom í ljós að litla óþægilega arðan, sem Sevastianov hafði gengið með í sex ár, var þar enn. „Mér þykir miður að aðgerðin hefur ekki heppnast í dag,“ varð aðstoðar- manni læknisins að orði, „en svona er það. Einn daginn heppnast það og annan ekki,“ bætti hann við. Gestirnir kvöddu og Sevast- ianov gaf Apeng frímerki gefið út í tilefni af sovéska geimferða- deginum 12. apríl 1978. En geimfarinn var samt sem áður varkár að gefa ekki of hvassar yfirlýsingar og sagðist ekki hafa neina trú, með eða móti, varð- andi tilraunir andalæknanna. gagngera breytingu á skipan stjórnmála í landinu, að því er áreiðanlegar heimildir í Kairó herma. — Talið er að ein af meginbreytingunum verði fólgin í því. að tekið verði upp svokallað „amerískt“ kerfi á skipan ríkis- stjórnar, þar sem forsetinn er æðsti maður landsins og embætti forsætisráðherra er lagt af. Talið er að Sadat muni tilkynna breytingarnar í ræðu sem hann heldur í tilefni 26 ára afmælis byltingarinnar í Egyptalandi 1952. Auk fyrrnefndrar breytingar mun verða boðuð stofnun þriggja nýrra stjórnmálaflokka, Sósíal-demó- krata, sem Sadat mun sjálfur leiða, Sósíalista og Flokks þjóðern- issinna. Flokkarnir, sem nú eru við lýði, Araba-sósíalistabandalagið, Hægri-miðflokkurinn, Vinstri-miðflokkurinn og Frjáls- lyndir sósíalistar munu verða lagðir niður. Talið er að Mamdouh Salem, núverandi forsætisráðherra, muni gegna embætti sínu fram í októ- ber, en þá er talið að allar breytingarnar verði um garð gengnar og Sadat muni þá yfir- taka störf hans. Þá er talið að Sadat muni í haust leysa upp núverandi þing, sem starfar í einni málstofu og er skipað 360 fulltrú- um, og boða síðan til nýrra kosninga. Vikuritið Al-ahali í Kairó spáði þessum breytingum á stjórnmál- um landsins fyrir tveimur vikum, og sagði ástæðuna m.a. þá, að hið nýja vald forsetans muni verða honum mikill styrkur í deilum Egj'pta við ísraelsmenn. Mitchell úr haldi Washington, 20. júlí, AP. John N. Mitchell, fyrrverandi dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna og síðasti Water- gate-glæpamaðurinn, er sendur var í fangelsi verður látinn laus )ann 19. janúar nk. til reynslu samkvæmt dómsúrskurði á fimmtudag. Hefur Mitchell þá setið inni í 19 mánuði, en hann var dæmdur til eins til fjögurra ára fangelsisvistar. Mitchell verður 65 ára í september. Andófskona fyrir rétt Moskvu. 21. júli. Routor. Eiginkona Gyðingsins, Vladimir Slcpak, María. hefur verið kölluð fyrir rétt í næstu viku sökuð um skrílslæti að sögn sovézkra andófsmanna í dag. Fékk eiginkonan fregnir af ákærunni. er hún sótti um leyfi til að fá að heimsækja mann sinn í fangelsi í Moskvu en án árangurs. Slepakhjónin voru bæði handtekin í síðasta mánuði fyrir að veifa skiltum á svölum íhúðar sinnar í Moskvu, sem á voru letraðar kröfur um að fá vegabréfsárit- un. Sjóður vegna olíumengunar London, 21. júlí, Reutor. LÖG, sem kveða á um stofnun alþjóðlegs sjóðs til aðstoðar þeim, er verða fyrir skakkaföll- um af völdum olíumengunar á hafi, mun taka gildi 16. október næstkomandi. Lög þessi verða bindandi fyrir þá 14 aðila, sem að gerð þeirra standa en það eru Líbería, Sýrland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Alsír, Bret- land, Túnis, Japan, Bahama, Vestur-Þýzkaland, Júgóslavía, Ghana og Frakkland. Hryðjuverka- kona tekin vestanhafs WashinKton. 21. júlí. AP. Reuter. Bandaríska rannsóknarlög- reglan, FBI. skýrði frá því í dag að tekizt hefði að hafa hendur í hári konu. scm vestur-þýzk stjórnvöld hafa lýst eftir sem meintri hryðju- verkakonu. Konan. Kristina Berger. var tekin höndum og sökUð um að revna að komast frá Kanada yfir til Banda- ríkjanna á fölsuðu vegabréfi. Vesturþýzk stjórnvöld telja mál hennar þó ekki svo mikil- vægt að ásta'ða sé til að fara fram á að hún verði framseld frá Bandaríkjunum. Hernaðar- ástand í Bólivíu La Paz, Bólivíu. 21. júli, AP. Herstjórn Hugo Banzers í Bólivíu lýsti yfir hernaðar- ástandi í landinu í dag eftir að orð barst út um væntanlega uppreisn í annarri stærstu borg landsins og vegna áframhald- andi mótmæla gegn ógildingu forsetakosninga, sem nýlokið er í landinu. Herma fregnir að foringi uppreisnarmanna sé Juan Pereda Asbun, hershöfð- ingi, en Pereda hlaut mest fylgi í forsetakosningunum. Stjórn Banzers ógilti hins vegar úrslit- in og bar því við að þau heföu byggzt á svikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.