Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 Þorkell Sigurbjörnsson. Marteinn Hunger Friðriksson. Kirkjukór Háteigskirkju á Skálholtshátíð Einsöngvarar og kór með tónleika í Háteigskirkju Næstkomandi sunnudag flytur Kirkjukór Háteigskirkju verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Lofsöngur 1977, á Skálholtshátíð. Lofsöng 1977 samdi Þorkell fyrir kórinn, og hlaut verðskuldaða athygli við frumflutning sl. haust. Auk Kirkjukórs Háteigskirkju koma fram fjórir einsöngvarar, Guð- finna Dóra Ólafsdóttir, Rut Magnússon, Friðbjörn G. Jónsson, Halldór Vilhelmsson og félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Á laugardag 22.7 kl. 17 gefst Reykvíkingum kostur á að heyra þetta verk í Háteigskirkju. Einnig mun Halldór Vilhelmsson syngja kantötu eftir Bach, og Jósef Magnússon leika sónötu eftir Hándel. Aðgangseyrir að tónleik- unum í Háteigskirkju er kr. 500. Lögregla kærd fyrir manndráp JóhannosarborK. 21. júlí. AP. Reuter. SEX lögreglumenn og tveir óbreyttir borgarar hafa verið ákærðir um morð eftir að þel- dökkur öryggisvörður lét lífið í varðhaldi fyrir fjórum mánuðum. Þá hefur yfirmaður suður-afrísku öryggislögreglunnar, er mjög kom við sögu í Biko-málinu, öðru fangamorðsmáli, verið „færður til" í kerfinu. Samkvæmt blaðafrásögnum mun annar blökkumaður hafa látið lífið fyrir viku á sjúkrahúsi eftir að hafa sætt alvarlegum líkamsmeiðingum lögreglu, að því er talið er. Fyrr í þessum mánuði féll fangi einn til jarðar út um glugga á fimmtu hæð byggingar, þar sem öryggisverðir yfirheyrðu hann. Fregnir í dag herma að öryggisvörðurinn, Jankie Mahlo- mola, hafi látizt átta dögum eftir að hann var handtekinn ásamt fjórum öðrum sakaður um innbrot. Flutningur yfirmanns lögregl- unnar kemur í kjölfar opinberrar rannsóknar dómsmálaráðuneytis- ins í Suður-Afríku. Bensínlítrinn í 145 krónur RÍKISSTJÓRNIN hefur heimilað hækkun á bensini og oliu til húskyndinga og á bfla. Bensín- lftrinn, sem kostaði 119 krónur. fer í 145 krónur, hækkar um 21,85%, gasolía til húsahitunar hækkar úr 39,20 krónum lítrinn í 45,05 krónur, hækkun 14,92%, og gasolía til bfla hækkar úr 54 krónum lftrinn í 63 krónur, hækkun 16,67%. Hækkunin verður vegna er- lendra kostnaðarhækkana, gengis- breytinga, hækkunar vegagjalds, hækkaðs dreifingarkostnaðar og vegna hækkaðs framlags á inn- kaupajöfnunarreikning olíufélag- anna. Bensínverðið skiptist nú þannig að innkaupsverð hvers lítra, cif- verð er 29,48 krónur, opinber gjöld eru 89,39 krónur og dreifingar- kostnaður er 23,18 krónur. Sú upphæö, sem greidd er inn á innkaupajöfnunarreikning olíu- félaganna hækkar um 2,95 krónur eða um 2,03%. — Sjálfstæðis- menn spá í spilin Framhald af bls. 19 ur ekki gengið við val manna í forustusveit flokksins en ef hon- um mistekst þá er ferill hans á enda,“ sagði einn þessara ungu manna. Hins vegar er andstaðan gegn honum slík meðal dreifbýl- ismanna í flokknum, að það er nánast útilokað að hann komi þarna til álita. „Þaö er annaö að vera þjóöhetja eða þjóðarleið- togi, knattspyrnukappi eða póli- tíkus,“ sagði einn af dreifbýlis- mönnunum í samtali og einn af þingmönnum dreifþýlisins í Sjálf- stæöisflokknum þegar staða Alberts var borin undir hann: „Hitt er aftur á hreinu að við samþykkjum aldrei að ráð- herraembætti verði notað til að leysa sérstakan vanda flokksins í Reykjavík og við teljum eftir fall sjálfstæðismeirihlutans í Reykja- vík aö enn meiri þörf sé á jafnræði borgar og lands varð- andi ráðherraembætti flokksins." — m.f. — fj — bvs Guðsteinn seldi fyrir 41 millj. TOGARINN Guðsteinn lauk við að selja í Hull í gær, en skipið hóf þar löndun í fyrradag. Alls seldi Guðsteinn 227.7 lestir fyrir 41.2 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 181. Er þetta allþokkalegt meðalverð þegar tekið er tillit til þess, að stór hluti aflans var karfi og ufsi, fiskur sem ekki er beint hátt skrifaður á brezka markaðn- um. Mokveiði í Rósa- garðinum Fáskrúðsfirði, 21. júlí. NÚ ER unnið að löndun úr togaranum Ljósafelli, sem kom inn með 130 tonn eftir viku útivist. Þetta er mest stór og góður þorskur. Hingað kom Hoffellið og hafði þá verið úti í 5 daga og var búið að fá 130 tonn. Það tók hér ís og ætlaði að halda áfram veiðum en ætlunin er að það landi í Færeyjum á mánudag. Það er mokafli hjá öllum togurunum en þeir eru einkum að veiðum rétt við miðlínuna milli Færeyja og Is- lands, eða í svokölluðum Rósa- garði. Menn eru í vandræðum að losna við fiskinn og þegar er búið að koma því svo fyrir að togarar landi í Færeyjum og Skotlandi. Aflinn er stór góður þorskur blandaður ufsa. Hér vantar frekazt fólk til að vinna en sem kunnugt er hefur útflutningsbanni verið aflétt hér á Fáskrúðsfirði. — Albert. Austfirð- ingar sigur- sælir í GÆRKVÖLDI lágu fyrir úrslit í tveimur greinum frjálsra íþrótta á Landsmóti UMFÍ á Selfossi. Úrslit urðu sem hér segir: 800 metra hlaup kvenna> mín Guðrún Sveinsd., UÍA 2,20,6 Anna Hannesd.,UÍA 2,21,9 Sigurbjörg Karlsd., UMSE 2,25,4 800 metra hlaup karla: mín Steindór Tryggvas., UÍA 1,59,4 Björn Skúlason, UÍA 2,00,9 Ágúst Þorsteinss., UMSB 2,01,3 Austfirðingar senda fjölmennt lið til mótsins og hafa ekki aðrir sýnt meiri framfarir en þeir á þessu móti. Hefst útburð- ur skattseðla áþriðjudag? LIKUR benda til að byrjað verði á að bera út skattseðla í Reykjavík á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. Halldór Sigfússon skattstjóri sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann, að ef allt gengi að óskum hjá Skýrsluvélum ríkisins, þá ætti að vera hægt að hefja útburð á þriðjudag eða í síðasta lagi á miðvikudag. — Nauðsynlegt að panta... Framhald af bls. 2 að það sé reiknað með að við séum um tvo tíma á hverju svæði. Eg læt alveg vera að þetta sé dýrt, veiðileyfi fyrir hálfan dag kostar 8,800 krónur, en hins vegar er nauðsynlegt að panta veiðileyfi með góðum fyrirvara, bezt er að fara að huga að því fyrir jól,“ sagði Þorlákur að lokum, en laxinn stökk einu sinni enn, rétt svona til að undirstrika orð Þorláks. EF ÞAÐER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (ÍLYSIM.A SÍMINN ER: 22480 Janusz Korczak: Mannvinurinn sem dó í gasklefunum „Æðsta viðurkenningin er bros barns” Janusz Korczak var pólskur Gyðingur, hug- sjónamaður, rithöfundur, læknir, uppalandi og mannvinur, sem menn viða um heim minnast í dag. Ástæðan er sú, að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. UNESCO, menningar- og vísinda- málastofnun Sameinuðu Þjóðanna, hefur hvatt öll aðildarríki sín til að minnast fæðingarafmæl- isins, sem nú er viður- kennt af UNESCO sem „afmæli mikilmennis“. Ástæðan fyrir því að minning Korczaks er svo í heiðri höfð er ekki aðeins merkur lífsferill hans, ritstörf og afskipti af félagsmálum heldur og merkur dauðdagi þessa fórnfúsa manns, sem unni börnum svo mjög að minning hans er orðin goðsögn. Hans rétta nafn var Henryk Goldszmit en hann tók upp rithöfundarnafnið Januza Korczak. Hann var um margra ára skeið forstöðumaður mun- aðarleysingjahælis í Varsjá fyrir börn Gyðinga. Þegar nazistar hertóku Var- sjá barðist Korczak hetjulega fyrir munaðarleysingjana og gerði allt sem í hans valdi stóð til að forða þeim frá hungur- dauða og þeirri hættu sem stöðugt vofði yfir. Sumarið 1942 var hræðilegt fyrir Gyðingana sem héldu til í Gettóinu í Varsjá. Þá voru þeir sem og börnin á munaðarleys- ingjahælinu flutt í útrýmingar- búðirnar í Treblinka og þegar hefur verið skráð blóðugum stöfum á spjöld sögunnar hvern- ig vesalings fólkið endaði líf sitt i gasklefunum þar. Janusz Kor- czak einnig. Það hefðu ekki þurft að verða endalok hans en hann kaus engu að síður að deyja með börnunum sem hann svo lengi hafði veitt forsjá. Síðast sást til hans þar sem hann leiddi þau í halarófu til brottfararstaðar í Varsjá og taldi þeim trú um að þau væru aðeins að leggja upp í ferðalag út í sveit. Sérstök nefnd hefur verið skipuð í Pólalndi til að minnast fæðingarafmælis hans og veitir forsætisráðherra landsins henni forstöðu. Þá hefur verið sett á Janusz Korczak ásamt nokkrum munaðarlausum börnum og starfsfólki á hælinu í Varsjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.