Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.07.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1978 33 SL) WP VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRA MANUDEGI hverju leitað er, hvort það er gott eða illt; menn finna það sem þeir leita að. Mörgum mun er hann lítur yfir líf sitt sem liðið er og sér hvað hann hefur fundið, finnast það vera raunverulegur sannleikur og eru orðin jafnsönn um þá sem eru gæfumenn eða ógæfumenn. Nýr dagur er upprunninn. Guð býður út náð sína, hönd hans er útrétt manninum til handa og öllum heimilt að þiggja. Hvert mannsbarn ætti að þekkja gjafir guðs náðar, sem hann réttir fram í hjálpræði sínu sem okkur er búið í Jesú Kristi. En hann bíður eftir því að gefa gjafir Guðsríkis öllum þeim, er snúa sér til hans, frelsarans, sem leysir frá synd og gefur eilíft líf í sigrinum með sér. An náðar Guðs er dagurinn strit, eintómt strit. Með táli og vonbrigðum. Þess vegna eru svo margir eins og raun ber vitni í neyð og böli, ráðvilltir af því að þeir eru án samfélags við Guð náðarinnar og kærleika hans. Lífsdagurinn verður þeim mæða, því þeir eru ekki í ljósi hans, heldur í myrkri, tjóni og tapi. Það sem Guð réttir fram mönnunum til handa er óvirkt og ekki hirt uni að sinna því. Ahugamálin eru önnur en Guðs vilji. Konungur lífsins gefur okkur sitt lífsins lögmál, sem er auglýst og staðfest í óumræðilegri elsku Guðs. Guð veitir allt í blessunarríku sigrandi lífi, þar sem allt fagnar í þakkar- gjörð, því sigurinn næst yfir alla auðn og tómleika þessa jarðneska lífs. Ljós Guðs kærleikans lýsir þeim er sannleikans leita. (Róm. 1,16 - 23; Títusarbr. 2,11-14; 1. Jóh.bréf 2,12-17.). 6893-6772“ Þessir hringdu . . . • Akstur á Hverfisgötu Velvakandi hefur fengið nokk- uð margar hringingar vegna akst- urs á ýmsum götum í Reykjavík þar sem fjallað er um hættur eða bent á að lagfæra þurfi ýmsa galla. í dag er smá umfjöllun um Hverfisgötuna: — Mér hefur fundizt mjög erfitt að aka inn Hverfisgötuna, sagði bílstjóri, sem hringdi, en þegar farið er um hana er engan veginn hægt að treysta því að hægt sé að aka hindrunarlaust inn eftir allri götunni. A henni eru merktar tvær akreinar, en það bregst varla að einhvers staðar sé bíll sem stöðvað hefur einhverra hluta vegna og tefur hann því umferð um þá akrein. Þetta finnst mér mjög svo hvimleitt og mjög ósvífið reyndar að geta leyft sér að stöðva nánast hvar sem er til að hlaupa út úr bílnum og í næstu búð, hleypa farþega út eða inn úr bílnum eða eitthvað í þá átt. Lögreglustöðin er ekki þarna langt frá og oft eru lögreglumenn á gangi þarna á Hverfisgötunni, en mér finnst þeir lítið amast við svona ótímabærum EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU stöðvunum og hindrunum sem gera ekkert annað en skapa hættu og tefja umferðina og mætti ég í fullri vinsemd fara fram á að lögreglan stuggi við þeim sem þannig tefja og trufla að óþörfu. • Tölvuútdráttur réttur? Maður sem segist spila mikið í happdrætti vildi fá að koma á framfæri þeirri fyrirspurn hvort tölvuútdráttur í happdrættum, sem tíðkast mjög nú til dags væri í rauninni nógu réttlátur: — Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þessi tölvuútdrátt- ur sem alls staðar er notaður í dag, a.m.k. í stóru happdrættunum sé nógu réttlátur. Getur það verið að hægt sé að mata tölvuna þannig að hún sé fyllilega hlutlaus eða öllu heldur framkvæmi þennan útdrátt algjörlega eftir tilviljun? Hún hlýtur að 'vera mötuð eða „prógrammeruð" á einhvern ákveðinn hátt og manni verður bara spurn hvort svona vélræn vinnubrögð hljóti ekki að geta verið of mikið eftir einhverju kerfi. Ég man að eitthvað var fjallað um þetta þegar tölvuút- drátturinn hófst, og einhver orð látin falla um að tölvan gæti á engan hátt verið hlutdræg og bent var á hversu miklu fljótari hún væri að þessu en mannshöndin. Gaman væri að fá þetta rifjað aðeins upp og ná skýringar einhverra happdrættismanna á þessum málum, því án efa veitir ekki af að rifja þessi mál upp mönnum til fróðleiks. HÖGNI HREKKVÍSI „Heyrðu. ... þú! Það eru engin gæludýr leyfð á ströndinni!“ BLÚM UMSJÓN: ÁB. moskusrós I Moskusrós Malva moschata MOSKURÓS er meðal okkar fegurstu síðsum- arblóma og getur því komið í stað sumar- blóma ef menn verða leiðir á þeim. Hún líkist þó nokkuð sumum þeirra t.d. Meyjablóma. Hún er verulegt augnayndi þeg- ar hún er alþakin sínum stóru bleiku eða hvítu blómum og brúskurinn, sem verður 40—60 sm. hár, er oft annað eins að ummáli þegar plantan eldist. En moskusrós þarf sólríkan og hlýjan stað, kann vel við sig nálægt húsveggjum enda þarf hún stuðning. Best er að setja við hana stokka áður en hún hækkar um of og binda upp um leið og hún fer að teygja úr sér, þá hylur hún bind- inguna fljótlega með sín- um fögru þéttu blöðum. Eftir minni reynslu er moskusrósin ekki meðal harðgerðustu blóma og þarf vetrarskýli. Nokkr- um sinnum hefur hún alveg dáið út hjá mér í hörðum vetrum, en hún er svo falleg að það borgar sig að dekra ögn við hana. Moskusrós er auðfjölg- að með fræi en það er líka hægt með skiptingu og græðlingum. Ekki er samt ráðlegt að skipta henni fyrr en hún er orðin nokkuð stór um sig. Fyrr á árum var mosk- usrós nokkuð algeng sem stofublóm og gat verið mjög falleg sérstaklega á öðru ári. Sem slíkri var henni oftast fjölgað með græðlingum. Náskyld moskusrós er STOKKRÓS (Althaea) og STOKKRÓSAR- BRÓÐIR (Sidalcea) sem báðar eru mjög fallegar. Hér á landi er stokkrós ræktuð sem tvíær en stokkrósarbróðir er fjöl- ær. Ekki get ég um hann dæmt af eigin raun, hef aldrei getað náð í fræ eða plöntu. í Lystigarð- inum á Akureyri hefur hann lifað svo árum skiptir. H.P.Fornhaga Leiðrétting í viðtali við Ólaf Þórhallsson bónda 'á Ánastöðum er birtist í Mbl. miðvikudag 19. júlí urðu tvær skekkjur. Fyrra ranghermið var þar sem segir, að ekki hafi verið hægt að taka upp net vegna veðurs er helgarfriðun stóð yfir, en Ólafur sagði, að menn hefðu ekki viljað taka upp netin vegna þess, að þeir væru óánægðir með þessa helgar- friðun. Þá var rætt um ferðir varðskipa og þ.vrlu yfir varpstöðv- ar og selalagnir og sagt, að undarlegt þætti bændum þakklæti landhelgisgæzlunnar að taka af bændurn hlunnindin, en Ólafur átti þar við að hlunnindum væri e.t.v. spillt, þ.e. varp hefði minnk- að, en ekki verið tekið burtu af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.