Morgunblaðið - 25.07.1978, Page 12
12
MORGUNBÉAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
Ludvig Storr, aðalrœð-
ismaður — Minning
Fæddur 21. okt. 1897.
Dáinn 19. júlí 1978.
Ludvig Storr hafði lifað langan,
starfsaman dag, kominn yfir
áttrætt, þegar hann andaðist 19.
þ.m. Hann’var danskur, en fluttist
til Reykjavíkur fyrir meira en
hálfri öld (1922) og hóf hér
atvinnurekstur. Hann rak bygg-
ingarvöruverslun og einkum gler-
verslun og slípun. Faðir hans var
„glermeistari" í Kaupmannahöfn,
og fjölskyldan stundar og hefur
lengi stundað þessa atvinnu, vel og
vandlega að sögn. Sjálfur var
Ludvig Storr áhugasamur og
vandvirkur í þessum efnum og
fyrirtæki hans efldust og urðu
vinsæl. Hann var verslunarmennt-
aður og vel að sér um þau fræði,
sem kaupsýslu varða.
Storr var ötull forgöngumaður í
ýmsum félagsmálum.
Hann gekkst t.d. fyrir stofnun
Rotaryklúbbs Reykjavíkur 1934,
en það var fyrsta félag Rotary-
manna hér á landi. Um árabil
síðar var hann heiðursfélagi
klúbbsins. Annars voru það ýmis
félagsmál Dana og samvinna Dana
og íslendinga, sem Storr lét mest
til sín taka.
Storr var lengi danskur ræðis-
maður, síðast í rúmlega 20 ár
aðalræðismaður, og gegndi starf-
inu af skörungsskap, hjálpsemi og
gestrisni. Sérstaka athygli vakti
fyrirgreiðsla hans og konu hans,
þegar Grænlendingar áttu í hlut,
enda áhugi þeirra á grænlenskum
málum og menningu mikill. Heim-
ili þeirra á Laugavegi 15 er stórt
og fallegt og rekið með glæsibrag,
sem fágætur er hin síðari ár.
Þarna sátu vinir hans oft í góðum
fagnaði og rausnarsamlegum.
Storr var gleðimaður meðai vina
sinna, en skyldurækinn og dug-
mikill í daglegri önn. Hann var
bókamaður og átti merkilegt safn
gamalla rita. Sérstaka rækt lagði
hann við að safna bókum Jóhanns
Sigurjónssonar og ýmsum
heimildum um hann, en fyrri kona
hans, Elín Sigurðardóttir, var af
Laxamýrarætt. Á heimilinu er
einnig ágætt málverkasafn og
margt annarra góðra og sjaldséðra
muna. Seinni kona Storr er Svava
Einarsdóttir, sem mjög hefur sett
mark sitt á fegurð og fjölbreytni
heimilisins, gestrisni þar og glað-
værð.
Ludvig Storr var dugnaðar- og
drengskaparmaður. Hann átti sér
margvísieg og skemmtileg áhuga-
mál og naut vinsælda og virðingar.
Vilhjálmur Þ. Gislason.
Minningu um látinn góðan vin,
Ludvig Storr aðalræðismann,
verður eigi gerð full skil án þess að
minnst sé með þakklátum hug þess
þáttar, sem hann átti með afskipt-
um sínum og einlægum áhuga á
endurreisn Skálholtsstaðar, og þá
einkum á listrænni mótun í gerð
þeirrar nýju dómkirkju, er þar reis
af fornum grunni. Tvær færustu
listakonur Isiands, þær Gerður
Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir
sköpuðu hvor um sig glugga og
kórvegg kirkjuhússins, og þegar
þeirri einstæðu og fögru listsköp-
un lauk gerðist Ludvig Storr
milliliður og beinlínis hvati þess,
að listskreyting kirkjunnar öll var
gefin af dönskum velunnurum
Islands úr vinahópi hans, og var
þar einnig framariega bróðir
Ludvigs, Edvard Storr, er frá unga
aldri hafði bundist traustum
vináttuböndum við land okkar og
þjóð. Meðal annarra gjafa þeirra
bræðra til Skáiholts var ein af
kirkjuklukkum þeim er bárust frá
Norðurlöndunum fjórum, og sam-
hringir á hátíðarstundum
klukknagjöfum frændþjóðanna.
Nöfn einstakra góðra styrktar-
manna kirkjunnar úr vinahópi
þeirra Storr bræðra verða ekki
tíunduð hér. Þau eru skráð og vel
geymd í byggingarsögu Skálholts-
kirkju. Meðal verðmætra gjafa,
sem þannig bárust, var meðal
annars sérhannað orgel kirkjunn-
ar, gert af fremstu orgelsmiðum
Danmerkur, kirkjubekkir og fleiri
munir. Án innri búnaðar og
listskreytinga kirkjuhúsa, — allt
eftir eðli og umfangi verkefnis, er
verkið naumast meir en hálfnað.
Svo var einnig um Skálholtskirkju.
Ludvig Storr átti þannig ríkan
þátt í því að á vígsludegi kirkjunn-
ar stóð húsið fullbúið hið innra
eigi síður en hið ytra, og dýrmæt
listskreyting og kirkjumunir höfðu
skapað hið rétta andrúmsloft, og
þá helgi sem því fylgir.
Verðmætasköpun er nam
milljónum króna, var þannig með
óeigingjörnum hætti látin af hendi
rakna fyrir milligöngu Ludvigs
Storr og af hálfu hans sjálfs, en
hugurinn, sem að baki var, verður
eigi metinn til fjár, og á þeim tíma
hefði verið erfitt sjálfum
byggjendum kirkjunnar að full-
ljúka kirkjusmíðinni með slíkri
rausn og myndarskap sem að var
staðið af hálfu norrænna vina.
Ludvig Storr var einn þeirra, er
þar var í fararbroddi.
I sambandi við endurreisn Skál-
holtsstaðar, og þá fyrst og fremst
kirkjunnar, á íslensk þjóð Ludvig
Storr mikla þakkarskuld að
gjalda, er halda mun nafni hans í
heiðri um ókomin ár. Blessuð sé
minning hans.
Frú Svövu Storr og nánustu
ættingjum eru sendar innilegar
samúðarkveðjur.
Hörður Bjarnason,
húsameistari ríkisins.
Við fráfall Ludvigs Storr, aðal-
ræðismanns Dana á Islandi, sem
andaðist skyndilega hinn 19. þ.m.,
er fallinn í valinn einn þekktasti
Dani, sem búsettur hefur verið hér
á landi á þessari öld.
Ludvig Storr fluttist til íslands
árið 1922, þá 25 ára að aldri, og
gerðist fljótlega umsvifamikill
kaupsýslumaður hér í borg. Allt
frá upphafi búsetu Ludvigs á
íslandi tók hann virkan þátt í
félagsstarfsemi Dana og dansk-
ættaðra hér og var Ludvig t.d.
þannig í stjórn Dansk—Islenzka
Félagsíns frá 1939—1976. Á aðal-
fundi félagsins vorið 1976 — en þá
var félagið jafnframt 60 ára — var
Ludvig gerður að heiðursfélaga
D.Í.F., enda hafði félagið, hinir
ýmsu samstjórnarmenn Ludvigs
og formenn félagsins um margra
áratuga skeið, notið starfskrafta
hans, hjálpsemi og fyrirgreiðslu
við hin margvíslegu verkefni, sem
félagið gekkst fyrir. Ludvig Storr
var ennfremur L stjórn Det Danske
Selskab hér í Reykjavík um árabil
og formaður þess í mörg ár. Hinn
21. okt. 1977, á 80 ára afmælisdegi
sínum, var Ludvig Storr gerður að
heiðursféiaga Det Danske Selskab.
Eins félagsskapar Dana, sem
Ludvig sýndi hinn mesta áhuga, er
þó enn ógetið en það er Dansk
Samvirke (félag Dana búsettra
erlendis), en í því var Ludvig
ævifélagi frá 1932. Hafði Ludvig
ávailt mikinn áhuga fyrir vei-
gengni þess félags hér á landi og
sem dæmi má nefna að síðast,
þegar fundum okkar Ludvigs bar
saman fyrir um háifum mánuði,
ræddi hann við mig hugmyndina
að bjóða aðalritara Dansk Sam-
virke — en sá sem þetta ritar,
hefur verið fulltrúi Dansk Sam-
virke á íslandi síðan 1974 — til
íslands í haust í því skyni að efla
enn meir tengsl hér búsettra Dana
við félagið og bauðst hann jafn-
framt til þess að standa straum af
Qllum kostnaði í því sambandi.
Félagið Dansk Samvirke, sem
fram til 1919 nefndist foreningen
De Danske Atlanterhavsöer en
síðan tók til Dana um víða veröld,
varð 75 ára í desember í fyrra og
í því tilefni voru afhentir heiðurs-
peningar til þriggja félagsmanna
fyrir framúrskarandi störf í þágu
félagsins. Fóru tveir peninganna
til St. Croix annarsvegar og
Brússels hinsvegar en sá þriðji til
Reykjavíkur, til Ludvigs Storr.
Áf framanskráðu má glögglega
sjá að störf Ludvigs Storr í þágu
hinna ýmsu félaga landa sinna
hérlendis voru metin að verðleik-
um og er óhætt að fullyrða að við
fráfall Ludvigs hafa félög þessi
misst þann félagsmann sem hvað
mestan svip hefur sett á starfsemi
þeirra undanfarin mörg ár og
áratugi og verða fundir þeirra
framvegis ekki hinir sömu, án
hans.
Ég hef hér að framan reynt að
nokkru að gera stuttlega grein
fyrir aðild Ludvigs Storr að
starfsemi hinna ýmsu félaga Dana
á íslandi. Ég vii þó ekki ljúka
þessum fáu orðum án þess að
minnast annars þáttar í kynnum
okkar Ludvigs, en það eru þau
persónulegu kynni og síðan vin-
átta, sem skapaðist með Svövu og
Ludvig Storr og okkur hjónunum
hin síðari ár.
Kynni okkar hófust ekki fyrr en
veturinn 1965—66 er ég, þá
nýkominn aftur til íslands eftir
nokkurra ára dvöl erlendis, gerðist
félagi og jafnframt meðstjórnandi
í stjórn Dansk—íslenzka Féiags-
ins og síðan formaður þess árin
1972—1976. Kynntumst við þá af
eigin raun hinni frábæru gestrisni
þeirra hjóna og höfum við átt því
láni að fagna að eignast fagrar og
óútmáanlegar endurminningar um
ótal margar gleðistundir í hópi
góðra vina þeirra Svövu og Lud-
vigs á hinu glæsilega heimili
þeirra að Laugavegi 15. Við slík
tækifæri og reyndar alltaf var
Ludvig hrókur alls fagnaðar og svo
hress og glaður að enginn leiddi
hugann að þeim aldursmun, sem
reyndar var á okkur.
Maður getur varia óskað sjálf-
um sér né öðrum betra en að fá að
lifa fram yfir áttrætt, jafn líkam-
lega og andlega hress og Ludvig
var og síðan — að fá að deyja eins
og hann, snögglega og án þjáninga.
Því segja má að Ludvig hafi dáið
eins og hann lifði.
Ég vil að lokum fyrir sjálfan
mig og hönd hinna dönsku félaga
á íslandi þakka Ludvig fyrir
samfylgdina og fyrir hans mikla
framlag til starfsemi þeirra,
framlag, sem skráð hefur nafn
hans í sögu þeirra um ókomna tíð.
Við hjónin vottum Svövu Storr
og einkadóttur Ludvigs og barna-
börnum hans okkar dýpstu samúð
við fráfall hans.
Torben Friðriksson.
_Eitt bros getur dimmu í dagsljAs breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal hbfð f nærveru sálar.”
Á áttugasta og fyrsta aldursári
er vinur minn, onkel Ludvig
látinn.
Að morgni sólríks dags 19. júli
s.l. hné hann niður örendur við
skrifborð sitt, að hefja enn einn
starfsdag, en honum féll aldrei
verk úr hendi.
Það er á einskis manns færi að
tíunda í stuttri minningargrein,
hvert gagn Ludvig vann íslenzkri
þjóð, Dönum, Grænlendingum og
fjölda vina sinna, enda setti hann
sig aldrei úr færi að gera öðrum
greiða. Það er virðingarverður
maður, sem lifir slíka ævi, mörg
hlý ósk hlýtur að fylgja honum,
þegar hann hverfur úr þessari
veröld.
Ludvig Storr var fæddur 21.
október, 1897 í Kaupmannahöfn.
Hann fluttist til íslands árið 1922.
Sama ár, hinn 16. júlí, kvæntist
hann fyrri konu sinni, Elínu
Sigurðardóttur Storr og áttu þau
eina dóttur, Önnu Dúfu. Árið 1944
missti Ludvig fyrri konu sína, en
kvæntist eftirlifandi konu sinni,
Svövu Einarsdóttur Storr, árið
1948.
Hjá mínu fólki var onkel Ludvig
„the grand old man“ og börnin,
sem uxu úr grasi a.m.k. þrjár
kynslóðir, fundu einnig í honum
góðan vin og ráðgjafa. Menn, sem
eru fordæmi og standa föstum
fótum í hefð síns tíma, eru tákn
beztu mannlegra eiginleika og
víkja aldrei fyrir einskisverðu
dægurþrasi, þannig var Ludvig
„primus inter pares", fremstur
meðal jafningja.
Frá Laugavegi 15, heimili
móðursystur minnar og Ludvigs, á
ég margar beztu bernskuminning-
ar mínar; á uppvaxtarárum mín-
um þraut aldrei vináttuna á
heimili Ludvigs og Svövu, einkum
ef eitthvað blés á móti.
Mælgi í tali og langhundar í
skrifum voru Ludvig ekki að skapi,
þess vegna læt ég þessi fáein
fátækleg orð vera kveðju mína til
hans.
Ég hygg ég mæli fyrir munn alls
míns fólks og votta vinkonu minni,
Svövu, og frænku minni, Önnu
Dúfu, samúð okkar allra.
' Ég óska kærum vini, onkel
Ludvig, góðrar ferðar til annars
heims, til allra ástvina sinna þar.
Við hinir, sem dveljumst hér enn
um stund, hugsum til hans með
trega minnugir allra gleðistund-
anna með honum.
Knútur Bruun.
Vinur minn Ludvig Storr, aðal-
ræðismaður Dana, lézt að morgni
19. júlí. Hann dó með þeirri sömu
reisn og hann hafði lifað alla ævi.
Hann dó í skrifborðsstólnum
sínum, þar sem hann var að bíða
eftir gestum frá Grænlandi,
Siriuspatruljen, en á móti þeim
hafði hann tekið árum saman, eins
og hann hefir greitt fyrir öllum
málum Grænlands og Grænlend-
inga, ég þori að segja meir en
nokkur annar, og ég veit af
persónulegri reynslu, að það hefir
verið og er mjög mikils metið í því
landi.
Ludvig var einn af 8 systkinum.
Hann var aðeins fárra ára, er
hann missti föður sinn, en hann
átti mjög dugmikla móður, sem
kom öllum börnum sínum vel til
manns. Hennar minntist Ludvig
alltaf með mikilli ást og virðingu.
Ludvig flutti til íslands 1922 og
hóf þá að reka fyrirtæki sitt í
byggingarvöru, glerslípun og
speglagerð, en í gleriðnaði hefir
fjölskyldan Storr starfað í um
400—500 ár. Það getur ekki hafað
verið auðvelt fyrir erlendan mann
að koma sér áfram hér á þeim
árum. Ludvig hefir sagt mér, að
þegar hann frétti af einhverjum,
sem voru að reisa hús, fór hann á
tal við þá og spurði, hvort hann
mætti ekki gefa þeim tilboð í
glugga.
Þessi fáu kveðjuorð um vin minn
eru ekki til að skrifa ævisögu hans.
Til þess dygði ekki minna en heil
bók, og hún löng.
Ludvig vann mikið að dansk-ís-
lenzkum samskiptum og miklu
meira en flestir vita. Hann vann
t.d. mikið bak við tjöldin að því að
Danir afhentu okkur handritin.
Ludvig hafði til síðustu stundar
ákaflega mikið starfsþrek. Það er
ógleymanleg minning þegar maður
sat á Laugavegi 15 og beið eftir að
hann kæmi heim frá skrifstofu
sinni kl. kannski 18—19 og hann
kom blístrandi inn, fullur af fjöri.
Aldrei man ég eftir honum þreytt-
um, aldrei í slæmu skapi. Hann
var alltaf gleðigjafi hvar sem hann
fór.
Það var gaman að vera með
Ludvig á rjúpnaveiðum, gæsaveið-
um og laxveiðum. Minnisstæður
var hlátur hans og gleðisvipur
þegar Svava dró af honum blaut
stígvélin og færði hann í þurra
sokka eftir velheppnaðan laxveiði-
dag, enda mat hann að verðleikum
mikla umhyggju hennar fyrir sér.
Andlát Ludvigs bar að á þann
hátt, sem ég veit að var honum
mest að skapi: í fullu fjöri og í
fullu starfi. En okkur vinum hans
finnst mikið skarð fyrir skildi og
söknum hans mikið.
Ingeborg og ég sendum Svövu,
hans trygga lífsförunaut, innilegar
samúðarkveðjur.
Friðrik Einarsson.
Afmœlis-
og minn-
ingar-
greinar
AF GEFNU tilcfni skal það
enn ítrekað, að minningar-
greinar, sem birtast skulu í
Mbl., og greinarhöfundar óska
að birtist í blaðinu útfarardag,
verða að berast með nægum
fyrirvara og eigi síðar en
árdegis tveim dögum fyrir
birtingar dag.