Morgunblaðið - 25.07.1978, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1978
31
OVÆNTUR SIGUR REYNIS
LEIK Austra og Reynis, sem íór
fram í ausandi rigningu síðastlið-
inn laugardag lauk með sigri
Reynis 2—0. Jafnvægi var með
liðunum lengst af, þó voru
Reynismenn öllu ákveðnari og
virtist rigningin hafa betri áhrif
á þá heldur en Austrastrákana.
Austri átti sinn lélegasta leik á
sumrinu og virtust leikmennirnir
sakna miðherja síns Bjarna
Kristjánss. sem var í leikbanni
þennan leik. Léku þeir því ekki
af sama krafti og undanfarna
leiki!
í byrjun sótti Austri meir, en
síðan jafnaðist leikurinn og í
hálfleik var staðan 0—0.
Sama sagan var í seinni hálfleik
og er 15 mínútur voru liðnar,
fengu Reynismenn hornspyrnu,
sem endaði með því að Ara
Arasyni tókst að skalla í markið
og var það bæði ódýrt og óheppnis-
mark fyrir Austra. Austri sótti
stíft næstu mínúturnar, en tókst
ekki að jafna metin og síðan 2
mínútum fyrir leikslok náðu Reyn-
ismenn að skora aftur og enn var
það mark af ódýrari gerðinni, var
það Hjörtur Jóhannesson sem
markið skoraði. Reynismenn börð-
ust vei og uppskáru eftir því, en
Austri átti sinn slæma dag og því
fór sem fór. Jafntefli hefði trúlega
verið réttlát úrslit, en það eru
mörkin sem gilda.
Hjá Austra stóð Björn Árnason
helst upp úr, en atkvæðamestur
Reynismanna fannst mér Júlíus
bakvörður. Dómarinn Arnþór Ósk-
arsson hefur eflaust oft dæmt
betur en að þessu sinni.
Ævar.
NULL - NULL Á NORÐFIRÐI
STAÐAN í 2. deild eftir leiki
helgarinnar er nú þessii
Fylkir — Þór 0,1
Þróttur - Ármann 0.0
ÍBÍ — Haukar 1,1
Austri — Reynir 0,2
KR 10 7 2 1 25,3 16
Þór 11 5 3 3 10,9 13
Haukar 11 4 4 3 14,10 12
ÍBÍ 11 4 4 3 15,13 11
Austri 11 4 3 4 8,9 11
Þróttur 11 3 4 4 12,17 10
Reynir 12 4 2 6 12,17 10
Ármann 11 4 2 5 13,18 10
Fylkir 11 4 1 6 10,14 9
Völsungar 10 2 2 6 9.20 6
Markhæstu leikmenm
Sverrir Herbertsson KR 6
Stefán Ö. Sigurðsson Klí G
Þráinn Ásmundsson Árm. 6
ÞRÓTTUR og Ármann skildu
jöfn á Neskaupstaðarvelli á laug-
ardaginn. Hvorugu liðinu tókst
að skora, og leikurinn, sem fór
fram í norðaustan strekkingi og
rigningu, var heldur tilþrifalítill.
Leiknum seinkaði til klukkan 7
vegna þess að flugvél Ármenn-
inga gat ekki lent og einnig
vegna þess að sama dómaratríó
dæmdi á Eskifirði og Norðfirði.
Þróttarar voru ágengari í fyrri
hálfleik, en þeir fengu þó engin
sannkölluð dauðafæri. Engu að
síður voru þeir klaufar að skora
ekki mark í hálfleiknum.
í síðari hálfleik var síðan um
einstefnu að ræða hjá Þrótti að
marki Ármenninga, sem vörðust
vel. Þó hefðu Þróttarar átt að
skora er einn af varnarmönnum
Ármenninga sló knöttinn með
hendi innan vítateigs, línuvörður-
inn flaggaði, en lagði flaggið strax
aftur.
Enginn var afgerandi í li
Þróttar, en hjá Ármanni v
markvörðurinn Finnbjörn Hí
mannsson þeirra besti maði
einnig átti miðvörðurinn Gunn
Andrésson góðan leik.
Dómari var Hjörvar Jensson
hefur hann oft dæmt betur.
hb.
STAÐAN
HARKA OG LÉLEG DÚMGÆSLA ER
ÍB( OG HAUKAR SKILDU JÖFN
ÍSFIRÐINGAR og Haukar deildu
með sér stigum á fsafirði á
laugardaginn. Eru þá ísfirðingar
með 12 stig í þriðja sæti, en þeir
hafa leikið einum leik meira
heldur en KR sem hefur hlotið 16
stig.
Leikurinn á ísafirði var afar
harður og í heildina séð ekki vel
leikinn. Lélegur dómari hafði
engin tök á leiknum og leyfði allt
of mikið. ísfirðingar sóttu þó mun
meira og þeir náðu forystunni á 30.
minútu með fallegu skoti Örnólfs
Oddssonar, sem skoraði með við-
stöðulausu skoti í stöngina og inn.
Aðeins fimm mínútum síðar tókst
Ólafi Jóhannessyni að jafna með
marki af stuttu færi eftir auka-
spyrnu. Staðan var því 1—1 í
leikhléi.
Isfirðingar sóttu sem fyrr mun
meira í síðari hálfieik, en þá sóttu
þeir undan nokkrum vindi. Þeir
áttu m.a. stangarskot, en að skora
tókst þeim ekki og þegar aðeins
fimm mínútur voru til leiksloka,
var Haraldi Stefánssyni ÍBÍ vísað
af leikvelli fyrir gróft brot. Léku
því ísfirðingar einum færri síð-
ustu mínúturnar, en það kom ekki
að sök, staðan breyttist ekkert og
liðin deildu stigum.
Sprenghlægilegt mark
færði Þór sigurinn
ILLA gengur nú hjá Fylki og
töpuðu þeir sínum þriðja leik í
röð, er Þór frá Akureyri flaug
suður og tók í þá. Leikurinn var
slakur og eina mark leiksins var
eins ódýrt og möguleiki er á. Það
skoraði Guðmundur Skarphéðins-
son um miðjan síðari hálfleik.
Leikurinn var frekar jafn í fyrri
hálfleik, Fylkismenn voru þó
heldur meira með knöttinn, en
Þórsarar voru hins vegar hættu-
legri uppi við markið. Dauðafæri
voru þó af skornum skammti, en
Ögmundur varði tvívegis vel frá
þeim Jóni Lárussyni og Óskari
Gunnarssyni snemma í hálfleikn-
um og síðan skot frá Nóa Björns-
syni skömmu fyrir leikhlé. Fylkis-
menn, sem sóttu gegn nokkrum
strekkingi, áttu aðeins tvívegis
sæmileg færi, fyrst Hilmar Sig-
hvatsson, sem komst í gott færi, en
skaut naumlega fram hjá. Síðara
færið fékk Baldur Rafnsson á
síðustu mínútum hálfleiksins, en
skot hans var máttlaust og um leið
hættulaust. 0-0 í leikhléi.
Fylkir hafði goluna með sér í
síðari hálfleik og byrjuðu þeir með
miklum hamagangi og léku þá oft
og tíðum skínandi fótbolta. Fyrstu
mínúturnar komst mark Þórs
tvívegis í mikla hættu, fyrst er
Grettir Gíslason átti þrumuskalla
eftir hornspyrnu Harðar Antons-
sonar, en Eiríkur Eiríksson í
marki Þórs varði þá eftirminni-
lega. Síðan átti Hörður gott skot
rétt yfir markið. Þórsarar ógnuðu
af og til og á 15. mínútu skoruðu
þeir eina mark leiksins. Og hvílíkt
mark, er hornspyrna barst fyrir
markið, datt knötturinn inn í
markteiginn af höfði Jóns Lárus-
sonar og þar var Guðmundur
Skarphéðinsson fyrir og potaði
boltanum í gegn um klofið á
Ögmundi markverði sem allt fram
að því hafði staðið sem límdur við
marklínuna. Eftir markið mæddi
töluvert á vörn Þórs, en hún stóð
sig með prýði með Eirík markvörð
sem langbestan mann auk Árna
miðvarðar. En sókn Fylkis var
mjög þung síðasta stundarfjórð-
unginn og tvívegis voru þeir nærri
því að skora, Hörður átti gott skot
rétt fram hjá og á 35. mínútu
skaut Hilmar beint úr auka-
spyrnu, þrumuskoti sem hæfði
þverslána svo að undir tók í
fjöllunum. Inn vildi knötturinn
ekki og flugu Þórsarar því aftur
heim með tvö dýrmæt stig.
— gg-
• Einar Guðnason afhendir Óskari Sæmundssyni verðlaunin fyrir
sigurinn í Opna íslenska golfmótinu.
Úskar Sæmundsson
vann Opna íslenska g#|
mótið annað árið í röð
OPNA íslenzka golfmótið fór
fram á Akureyri á fimmtudag og
föstudag og þvi lauk síðan á
sunnudaginn. Keppendur voru
27, þar af 7 frá Luxemburg, en
ekki einn eins og áður var skýrt
frá. Tveir þeirra komust í átta
manna úrslit og þeir höfnuðu
síðan í G. og 8. sæti.
í undanúrslitum léku fyrst
Óskar Sæmundsson og Óttar
Yngvason, báðir GR, og hafði
Óskar betur. Síðan léku Gunnar
Þórðarson og Sigurður A. Ring-
sted og varð Gunnar sigurvegar-
inn í þeirri rimmu. Á sunnudaginn
vann Óskar síðan Gunnar 2—1 í
vel spiluðum úrslitaleik. Er þetta
þá annað skiptið sem Óskar vinnur
í keppni þessari. Keppnin gaf stig
til landsliðs og fékk Óskar 57 V-i
stig og Gunnar 46 stig. Það má
segja um flesta leikina, að þeir
hafi verið jafnir og skemmtilegir,
Óskar hafði þó nokkra yfirburði í
leikjum sínum, ef frá er talinn
sjálfur úrslitaleikurinn gegn
Gunnari. — gg-
Fyrsta landskeppni
í golfi hériendis lauk
með sigri íslands
ÍSLENDINGAR unnu sætan sigur í landskeppni
í golfi gegn Luxemburg, fyrstu keppni sinnar
tegundar hérlendis, sem fram fór á Akureyri á
sunnudaginn.
Fyrir hádegi var leikin nokkurs
konar tvenndarkeppni, þar sem
léku saman tveir og tveir og var
skiptst á höggum. Fyrst léku
Björgvin og Gunnar gegn Schu-
man og Schoch, leikurinn var jafn,
með Islendinganna í forystu fram-
an af, en Lúxemburgurunum tókst
að jafna á 18. holu og þar við sat.
Síðan léku Óskar og Þorbjörn gegn
Goergen og A. Graas. og var
endurtekinn gangur fyrri leiksins,
þ.e.a.s. jafntefli á 18. holu. Þá
gengu fram Eirikur og Hálfdán og
léku þeir gegn N. Graas og
Delvaux. íslendingunum gekk illa
og Luxemburgararnir unnu örugg-
lega. Luxemburg hafði því forystu,
2—1 eftir fyrri hluta mótsins.
Holukeppni fór fram eftir há-
degið og voru þá gerðar tvær
breytingar á íslenska liðinu,
Magnús Halldórsson og Sigurður
Hafsteinsson komu inn fyrir
Hálfdán og Eirík. Fyrst léku
Magnús og Schuman og vann
Magnús góðan sigur, 2—0. Síðan
lék Sigurður gegn Alex Graas og
vann Sigurður þar yfirburðasigur
5—4. Þá tapaði Björgvin fyrir
Schouck, 2—4 og Goergen vann
Gunnar 2—1 í jafnri viðureign.
Þorbjörn vann því næst öruggan
sigúr yfir Delveux, 3—1 og Öskar
vann Norbert Graas 6—5. íslend-
ingar unnu því síðari V' a keppn-
innar 4—2 og því sar: ,.gt 5—4.
• -gg.