Morgunblaðið - 26.07.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.07.1978, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 158. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Samþykkja að hætta vopnabanni á Tyrki Washington, 25. júlí, — AP, — Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld, að aflétta vopnasölubanni því á Tyrkland sem verið hefur í gildi undanfarin fjögur ár, eða frá því að Tyrkir réðust inn í Kýpur. Atkvæðagreiðslan fór fram í bandaríska þinginu eftir mjög miklar umræður og var tillaga Carters forseta samþykkt með 57 atkvæðum gegn 42. Þykir þetta umtalsverður sigur fyrir forsetann sem hefur gengið mjög hart fram í því að banninu yrði aflétt. Vopnasölubannið var ákveðið af Bandaríkjaþingi eftir innrás Tyrkja á Kýpur 1974, eins og áður sagði, en Bandaríkjaþing taldi stjórnina í Ankara vera að brjóta samninga þá er gerðir höfðu verið samhliða vopnasölunni um að vopnin yrðu ekki notuð til árása. Þrátt fyrir samþykkt Banda- ríkjaþings er ekki fullur sigur unninn enn fyrir Carter, því að málið á eftir að fara fyrir Enn f all á dollar London, 25. júlí, — AP Bandaríkjadollar féll enn í verði gagnvart yen- inu á gjaldeyrismarkaði í Tokyo í dag og var við lokun markaða 195,525 yen á móti 199,05 í gær sem var það lægsta sem hann hafði farið frá stríðslokum. Samfara þessari lækkun dollars, lækkaði verð á gulli á markaði í London einnig úr 195 dollurum únsan í 194,60 hver únsa. Dollar bætti stöðu sína á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu hins vegar lítið eitt frá því sem hún var í gær við lokun gjaldeyrismark- aða. Gagnvart sterlings- pundi hækkaði dollar úr 1,9245 í 1,9324 og gagnvart þýzka markinu hækkaði dollar úr 2,0396 í 2,0488. Margaret Gardiner frá Suður Afríku var kjörin Ungfrú Alheimur í Acapulco í Mexíkó í fyrrinóttt, Ungfrú Bandarík- in, Judi Andersen, frá Hono- lulu varð önnur og Ungfrú Spánn Guiller- mina Ruiz, þriðja. Aðrar, sem komust í úr- slit, voru Ungfrú Kólombía Og Ungfrú Svíþjóð. fulltrúadeildina og er jafnvel búizt við enn meiri mótspyrnu þar. Meðal ákvæða í samþykkt þingsins er að finna grein þar sem þess er krafizt að á tveggja mánaða fresti sendi Carter þinginu skýrslu frá viðræðum milli Tyrkja og Grikkja á Kýpur. í umræðunum í þinginu voru margir þingmenn á þeirri skoðun að bannið hefði í raun og veru engin áhrif haft, heldur væri það skýlaus krafa Bandaríkjamanna að vopn frá þeim væru ekki notuð í inn- rásartilgangi. Talið er að ef vopnasölu- banninu verði aflétt þýði það viðskipti milli landanna þegar í upphafi upp á 175 milljónir dollara, eða um 45.5 milljarða íslenzkra króna og Grikkir muni fá keypt vopn fyrir 35 milljónir dollara, eða 9 milljarða íslenzkra króna. Tito forseti Júgóslavíu klappar fyrir fulltrúum óháðra ríkja á ráð* stefnu þeirra í Belgrad. Til vinstri er Josip Vrhovec, utanríkisráð- herra Júgóslavíu. Tító fordæmir Kúbani og Sovétmenn harðlega Belgrad, 25. júlí. AP, Reuter. í SETNINGARRÆÐU sinni á fundi Samtaka óháðra ríkja í Belgrad í dag gagnrýndi Tító Júgóslavíuforseti hernaðaríhlutun Sovétmann og Kúbumanna í Afríku mjög harðlega og sagði hana vera beina ógnun við heims- friðinn. Einnig gagnrýndi Tító þessi ríki fyrir að ala á sundrungu meðal rfkja í Samtökum óháðra ríkja og hvatti hann öll aðildarrík- in til að vera vel á verði gegn slíkum aðilum. Tító lagði mikla áherzlu á tilveru samtakanna sem slíkra, kvað þau vera helzta útvörð hlutleysis í heiminum, og sagði að þótt mjög hart væri að samtökun- um sótt mættu þátttökuríkin engan bilbug láta á sér finna. — „Við höfum fyrir augunum, til- raunir stórveldanna til að sölsa undir áhrif sín svæði, þar sem fyrir eru ríki í Samtökum óháðra ríkja — sérstaklega í Afríku — en þetta verðum við að stöðva“. Ekki gagnrýndi Tító bara Sovét- menn og Kúbani, heldur sneiddi hann einnig verulega að Banda- ríkjamönnum fyrir „heimsvalda- stefnu" þeirra um allan heim. Þá sagði Tító það vera stefnu samtak- anna almennt að berjast gegn hvers konar ofríki, hvort sem það væri pólitískt, efnahagslegt eða hernaðarlegt, og það væri einmitt þessi stefna sem gerði samtökin svo mikilvæg. Þessi fundur í Belgrad er sá fjölmennasti sem samtökin hafa haldið til þessa, en næsti fundur verður „væntanlega haldinn í Havana á Kúbu“. Allur undirbún- ingur vegna fundarhaldanna hefur farið mjög leynt og ekki hefur þingið verið opnað fyrir áheyrend- um enn. Talið er þó að almenningi verði heimilaður aðgangur á seinni dögum ráðstefnunnar. Eftir að Tító hafði lokið setn- ingarræðu sinni tók til máls Joseph Cassar varaforseti Möltu og óskaði hann Tító til hamingju með „frá- bæra ræðu“ og sagði hann vera gott tákn fyrir hugsjónir hinna óháðu ríkja. A eftir honum tók svo til máls af hálfu Asíuþjóða Ho Dam utan- rikisráðherra Norður-Víetnam og tók hann í sama streng og Cassar og sagði einnig að ríkin yrðu að vera vel á verði gegn hvers konar yfirgangi í garð þátttökuríkja. Sérstaklega beindi hann spjótum sínum að Bandaríkjunum, sem hann sagði reyna að auka yfirráð sín í heiminum undir fölsku yfir- skini. Þá sagði fyrrverandi utanríkis- ráðherra Júgóslavíu, Milos Minic, við fréttamenn að útþenslustefna Sovétmanna væri á mun hærra stigi en Bandaríkjamanna. Ihaldsmenn snúa baki vid Soares Lissabon. 25. júlf — Reuter. LEIÐTOGI íhaldsflokks mið- demókrata í Portúgal, Diogo Freitas do Amiral, sagði í kvöld að samkomulagi flokksins við sósíalista væri lokið og að sam- steypustjórn Mario Soaresar for- sætisráðherra og leiðtoga sósíal- ista mundi falla. Ilann ■ skýrði frá þessu að loknum nokkurra klukkustunda fundi með Antonio Ramalho Eanes forseta sem hcíur reynt að jafna ágreining íhaldsmanna og Framhald á bls. 18 Begin reiðubúinn að fara til Kairó New York, 25. júlí - AP MENACHEM Begin forsætirráð- herra ísraels, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC, að hann væri reiðubúinn að fara í heimsókn til Kairó til að ræða við Sadat forseta Egypta- lands undir fjögur augu. Til þess að af þvf gæti orðið yrði Sadat að bjóða honum það formlega. Begin mótmælti því J viðtalinu að friðarviðræður Israelsmanna og Egypta væru farnar út um þúfur og sagði, að menn þyrftu aðeins að vera þolinmóðir. Begin sagði, að þegar væri búið að setja niður allar innbyrðis deilur í ísrael og hefði í því sambandi viðskiptaráðherra landsins dregið lausnarbeiðni sína til baka. Begin sagði, að ef af ferð hans til Kairó yrði, myndi hann ekki taka neitt mið af þeim ásökunum sem Egyptar hafa sett fram á hendur honum og öllum þeim rógskrifum sem egypzk dagblöð hafa verið með að undanförnu, en „ég þarf aðeins fomlegt boð frá Sadat sjálfum. Ég skrifaði Sadat þegar formlegt boðsbréf þegar hann lét þau orð falla, að hann Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.