Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLl 1978 Vídtækleil að konu EFTIR hádegi í gær hófst víðtæk leit að 26 ára gamalli konu frá Hafnarfirði, sem hvarf a,ð heiman skömmu eftir hádegi í fyrradag. Björgunarsveitir SVFÍ og Hjálp- arsveit skáta í Hafnarfirði fóru ti! leitar ásamt þyrlu Landhelgis- gæzlunnar. Um kl. 19 í gærkvöldi fannst síðan konan við Sléttuhlíð Valtýr Pctursson listmálari opnar málverkasýningu á morgun í veitingaskálanum í Þrastalundi. Á sýningunni vcrða 25—30 ný olíumálverk, flest fígúratív. Þetta er 5. sýning Valtýs í Þrastalundi á undanförnum árum. Tveir piltar handtekn- ir en var sleppt aftur LÖGREGLAN á ísafirði handtók í fyrradag og í fyrrinótt tvo pilta, 15 og 16 ára, sem eru grunaðir um að hafa brotizt inn á skrifstofur Kaupfélags ísfirðinga aðfaranótt sunnudagsins og stolið þar 2 milljónum króna. Er taiið að báðir þessir piltar hafi sézt í nágrenni kaupfélagshússins á sunnudags- morguninn. Hvorugur hefur viður- kennt að eiga aðild að þjófnaðin- um og var öðrum þeirra sleppt lausum í gær en hinum var sleppt seint í gærkvöldi. Tveir rannsóknarlögreglumenn úr Reykjavík vinna að rannsókn málsins ásamt lögreglumönnum á ísafirði. Stærri loðnubát- arnir á kolmunna Orkubú Vestfjarða; STÆRRI loðnubátarnir, sem bún- ir eru kolmunnatrolli, eru nú haldnir á kolmunnamiðin úti fyrir Austurlandi og verða við þær veiðar á meðan loðnuveiðar eru ekki leyfðar eða fram til júlíloka, og er Morgunblaðinu kunnugt um að Börkur og Sig- urður eru nú komnir á miðin fyrir austan land og Bjarni Olafsson mun fljótlega bætast i hópinn, strax og hann hefur lokið við löndun á loðnu sem hann fór með til hafnar í gær. Þrír af þeim bátum, sem leyfi hafa til loðnuveiðanna enn, þ.e. voru á miðunum þegar bannið var sett á, tilkynntu afla í gær, voru það Óskar Halldórsson, Hilmir og Bjarni Ólafsson. Héldu Hilmir og Óskar Halldórsson með aflann til Siglufjarðar, en Bjarni Ólafsson fór með aflann austur á firði. Löndun úr Sigurði lauk í Reykjavík í fyrrinótt. Upp úr skipinu komu 1432 lestir af loðnu og er það stærsti fiskfarmur sem íslenzkt skip hefur komið með að landi fyrr og síðar. Ekki tap á Listahátíð „Þó svo að fullnaðaruppgjör liggi enn ekki fyrir, er ljóst að það verður ekkert tap á listahátíð og virðist útkoman ætla að vera sæmileg," sagði Davíð Oddsson, borgarfulltrúi og formaður stjórn- ar síðustu listahátíðar, þegar Mbl. spurði hann um útkomuna á hátíðinni að þessu sinni. Davíð sagði ennfremur að stjórnarfund- ur yrði haldinn í byrjun ágúst og þá væri gert ráð fyrir að bráða- birgðauppgjör lægi fyrir. Innbrotið á Isafírði: Bjöm Þ. Guðmundsson settur prófessor við lagadeild Háskólans MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sett Björn Þ. Guðmundsson borgardómara prófessor í laga- deild Háskóla íslands um eins árs skeið frá 1. október 1978 að telja í stað dr. Gauks Jörundssonar, prófessors, sem veitt hefur verið leyfi frá kennsluskyldu sama tímabil. Guðmundsson harð- garð Morgunblaðsins Albert orður í ALBERT Guðmundsson al- þingismaður segir í samtali við Tímann í gær, að Morgunblað- ið og „flokkseigendafélagið“ sé að frysta sig úti í flokknum. Morgunblaðið og „flokks- eigendafélagið“ hafi „gert margar tilraunir til að hylma yfir niðurstöður bæði prófkjörs og kosninganna. Þetta er bara einn liðurinn f þeirri iðju þess að breyta almenningsálitinu sér í hag,“ segir þingmaðurinn. Þá segir Albert Guðmundsson í viðtali við Tímann: „En við vitum bæði, að Morgunblaðið hefur ekki lengur þau áhrif á almenningsálitið sem það hafði, Morgunblaðsmenn eru bara þeir einu sem skilja það ekki,“ segir Albert og bætir við: „Nei, ég tek ekkert mark á því frekar en aðrir. Morgunblaðið raskar hvorki mínu jafnaðargeði né svefnró." Viðtalinu í Tímanum lýkur með þessum orðum: „Þess má geta hér til gamans, að nokkru eftir viðtalið við Albert Guðmundsson hringdi hann og bað um að heyra hvernig blaða- maður hefði gengið frá því. Hann sagðist nefnilega hafa svo slæma reynslu af Morgunblað- inu, með hvað það væri gjarnt á að rangtúlka það sem hann segði." I Dagblaðinu í gær er einnig viðtal við Albert Guðmundsson, þar sem hann segir: „Það virðist svo, sem enginn megi ná vinsældum í Sjálfstæðisflokkn- um án þess að flokkseigenda- félagið veitist að honum í Morgunblaðinu, beint eða óbeint. Nú hefur það gefizt upp við Gunnar Thoroddsen og beinir nú ófrægingunni gegn mér.“ Þá segir Albert, að ráðizt sé gegn þeim mönnum sem „mest kjörfylgi hafa í flokknum," og hann segir: „Það er eins og menn megi hvergi hafa getið sér orð fyrir neina verðleika, að ekki sé nú talað um heimsfrægð, ef þeir eiga að teljast gjaldgeng- ir sjálfstæðismenn. Það er þó ennþá fyrirgefið, ef menn stjórna súkkulaðiverksmiðju. „Úndir lok viðtalsins segir Álbert: „Loks vil ég minna á nauðsyn þess, að málgagn flokksins verði- áfram morgunblað en ekki næturgagn, sem lesendur grípa til undir svefninn." Tilefni þessara orða Alberts Guðmundssonar er fréttaskýr- ing, sem þrír blaðamenn Morgunblaðsins rituðu í laugar- dagsblað Morgunblaðsins, þar sem fjallað er um innviðu Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein var ekki skoðun blaðsins sjálfs, heldur afrakstur vinnu þriggja blaðamanna, sem öfluðu upplýs- inga um Sjálfstæðisflokkinn. Þess ber að geta að hvergi í þessari grein var sagt, að verið væri að „frysta" Albert Guðmundsson úti. Þar er fjallað um Albert sem aðra forystu- menn flokksins og sagðar skoð- anir sjálfstæðismanna í dreif- býli og þéttbýli. Morgunblaðið reyndi árangurslaust í allan gærdag að ná tali af Alberti Guðmundssyni til þess að spyrja hann um það, hvað hann ætti við með skír- skotuninni til súkkulaðiverk- smiðju og ennfremur að biðja hann um að nefna dæmi um það að Morgunblaðið hafi rangfært ummæli hans á einhvern hátt. Albert Guðmundsson fór til Keflavíkur í gærkveldi að horfa á knattspyrnu. Þar náði Morgunblaðið loks tali af hon- um og kvaðst hann myndu svara blaðinu í dag. „Ég er þingmaður míns kjördæmis og ég verzla ekki með skyldur mínar við það” - MfirAfetrlGiiAmyidstM, TeíTékkert mark á Morgvmblaðmu _ frekar w* -g Framkvæmdir við fjarvarma- veitu á ísafirði að hefjast ísafirði 24. júlí ORKUBÚ Vestfjarða hyggur nú á miklar framkvæmdir á orku veitusvæði sínu, sem er Vest- fjarðakjördæmi. Ilelztu fram- kvæmdir eru við lagningu nýrrar raflínu frá Mjólká í Arnarfirði til Bolungarvíkur og framkvæmdir við fjarvarmaveitu á ísafirði. Rafveita ísafjarðar hafði látið kanna hagkvæmni fjarvarma- veitu fyrir skömmu. Orkubúið lét síðan fullvinna teikningar af fjarvarmaveitu fyrir eyrarsvæðið og hliðina ofan við á ísafirði. Eru framkvæmdir að hefjast þessa dagana. í fyrsta áfanga, sem á að vera lokið fyrir áramót, verður komið fyrir lögnum í öllum götum frá varaaflsstöðinni við Sundahöfn að Mjallargötu. V endurhitunar. I fyrstu verður notast við áður ónýtta hitaorku frá varaaflsstöð O.V. við Sunda- höfn. En vegna ónógrar vatnsorku er stöðin rekin til grunnorkufram- leiðslu frá október fram á vor. Þar fást 2Mw til upphitunar. Jafn- framt er í undirbúningi uppsetn- ing jarðolíuketils sem framleiða á um 3Mw. Þegar vesturlína kemst í gagnið, sem væntanlega verður á næsta ári, er gert ráð fyrir að rafskautsketill taki við og gefst þá Framhald á bls. 18 Kristján Haraldsson, orkubússtjóri. Notað verður tvöfalt lokað kerfi. þannig að notaða vatnið rennur aftur til kyndistöðvarinhar til Varaaflstöð Orkubús Vestfjarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.