Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JULl 1978 Hinn glaðværi hópur hestafólks. Á myndinni frá vinstri er Guðbjörg Kristín, Marianne, Jófríður, Sigurborg og Páll. „Aldrei svo vont veður Páll Pálsson fer á bak á hverjum degi. að ekki séhægt að fara á hestbak Sigurborg Daðadóttir, umsjón- armaður hestaleigunnar. í REYKJALUNDI í Mosfells- sveit er starfrækt. hestaleiga fyrir sjúklinga sem þar dvelj- a t. Einn góðviðrisdag um duginn brugðu biaðamenn Morgunblaðsins sér þangað uppeftir og ræddu við umsjón- armann hestaleigunnar, Sigur borgu Daðadóttur. og nokkra sjúklinga frá Reykjalundi. sem voru í útreiðartúr. Sigurborg sagði okkur, að í sumar hefði hestaleigan byrjað í júní, en hún hefði verið starfrækt þarna í nokkur ár. „Ég vinn hérna frá 8—4 og hef hestana tilbúna á þeim tíma, en sjúklingarnir geta þá komið og riðið út þegar þeir vilja. Lækn- arnir hvetja fólk yfirleitt til þess að fara á bak, því það liðkar það og svo er útiveran líka æskileg." Að sögn Sigurborgar leigir Reykjalundur hestana, og geta sjúklingarnir fengið þá lánaða sér alveg að kostnaðarlausu. „Við höfum hér sex hesta, fimm fyrir sjúklingana og einn fyrir mig,“ hélt Sigurborg áfram. „Ég fer því yfirleitt með fimm sjúklinga með mér í einu í útreiðartúra, en nú eru bara fjórir þar sem einn hesturinn er eitthvað lasinn." — Er þetta vinsælt meðal fólksins? „Já, þetta er vinsælt hjá þeim sem á annað borð hafa gaman af hestum og að ríða út. Þó er hér margt eldra fólk sem ekki hefur áhuga. Annars kemur fólk á öllum aldri með mér í útreiðar- túra og held ég að sá elsti sem ég hef fengið með mér hafi verið um áttrætt. Fólk lætur yfirleitt veðrið ekkert á sig fá ef það á annað borð langar í útreiðartúr, heldur gallar það sig bara upp þegar veðrið býður upp á slíkt." — Við höfum heyrt þess getið að Bandaríkjamenn sæktust mikið eftir íslenskum hestum til svipaðrar notkunar í Bandaríkj- unum og spyrjum við Sigur- borgu hvað sé til í því. „Islenski hesturinn er yfirleitt mjög þýður og töltir vel, en lamað fólk getur aðeins setið þýða hesta. Islenski hesturinn er því mjög hentugur til slíkrar notkunar. Einnig held ég að það geti haft einhver áhrif hvað hann er lítill miðað við flestar erlendar hestategundir. Fólk verður því ekki ems hrætt við það að fara á hestbak og ræður betur við hestinn." Með Sigurborgu í útreiðar- túrnum að þessu sinni eru fjórir vistmenn af Reykjalundi og væri gaman að heyra hvað þeir hafa til málanna að leggja. Páll Pálsson er lamaöur og er í hjólastól. Hann sagði okkur að sér fyndist mjög gaman að koma á bak og þegar við spurðum hann hvort hann væri hræddur hristi hann höfuðið og sagði: „Nei, alls ekki, stúlkan hún Sigurborg er líka svo ágæt og ég hef mikið traust á henni. Ég fer á bak á hverjum degi og það er aldrei svo vont veður að það sé ekki hægt.“ „Þetta er í annað sinn í dag sem ég fer á bak, ég er sko alveg; með dellu," sagði Jófríður Skarphéðinsdóttir og brosti út undir eyru. „Þetta er alveg ofsalega gaman og líka gott fyrir mig af því að ég er með stífan ökla. Eg er alls ekkert hrædd og fer eins oft og ég get,“ bætti hún við. — Rætt vid vistmenn á Reykjaiundi í útreidartúr Næst ræddum við við Mari- anne Lund, en hún er í vinnu- þjálfun á Reykjalundi. Hún sagðist fara á hverjum degi í útreiðartúr, „því það skemmti- legasta sem ég geri er að fara á bak. Við þurfum ekkert að hugsa um að beisla hestana eða leggja á þá hnakkinn, því Sigurborg sér um að hafa þá tilbúna fyrir okkur þegar við kornum," sagði Marianne. Nú er Jófríöur farin að kalla og reka á eftir okkur því hún vill halda áfram útreiðartúrnum. Að síðustu ræðum við því við Guðbjörgu Kristínu Eiríksdótt- ur, en hún er með liðagigt. „Ég fer helst á hverjum degi, þvi þetta mýkir svo á mér mjaðmirnar. Nei, ég er alls ekkert hrædd, því ef ég væri hrædd þá færi ég bara alls ekki.“ Er við spurðum Guðbjörgu að því hvort hún hefði einhvern vissan uppáhaldshest, sagði hún að svo væri nú ekki, en hins vegar reyndi hún bara að fá einhvern þægilegan, þar sem hún væri svo stíf í fótunum að hún gæti ekki stigið mikið í ístaðið, og ef hesturinn færi á stökk færi hún upp úr þeim. En nú er Jófríður farin að kalla enn hærra og vill alls ekkert vera að þessu slóri lengur. Við sjáum okkur þvi þann kost vænstan að tefja þau ekki lengur og kveðjum því bara og horfum á eftir þeim er þau halda áfram ferð sinni. Þetta er vissulega glaður og ánægjulegur hópur sem þarna lallar áfram á hestunum sínum í góða veðrinu. A.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.