Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 1978 15 Hafnir við Dyrhóley kosta 15 og 40 milljarða Höfn við Þykkvabæ kostar 50 milljarða Samgönguráðuneytið hefur lát- ið gera könnun um hafnargerð á suðurströndinni. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að hafn- ir við Dyrhólaey kosti 15 millj- arða. sú minni, en sú stærri 40 milljarða. Hins vegar kemur fram að höfn við Þykkvabæ mun kosta um 50 milljarða króna. Fréttatilkynning frá samgöngu- ráðuneytinu um þetta efni fer hér á eftir. Hinn 24. janúar 1975 skipaði samgönguráðherra nefnd sam- kvæmt ályktun um rannsókn á gerð nýrrar hafnar á suðurströnd- inni, sem samþykkt var á Alþingi 29. apríl 1974. í nefndina voru skipaðir Björn Fr. Björnsson, sýslumaður, sem jafnframt var skipaður formaður nefndarinnar, Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, síra Ingimar Ingimarsson, Jón I. Sig- urðsson, hafnsögumaður, og Vern- harður Sigurgrímsson, oddviti. Ritari nefndarinnar var ráðinn Ólafur S. Valdimarsson, skrif- stofustjóri. Nefndin hefur nú nýverið lokið störfum og skilað skýrslu til samgönguráðuneytisins. í skýrslu nefndarinnar kemur fram, að hún hafði náið samstarf við Hafnamálastofnun ríkisins og Framkvæmdastofnun ríkisins um verkefni sitt og fylgja skýrslu hennar álitsgerðir þessara stofn- ana. Hin tæknilega álitsgerð Hafna- málastofnunarinnar var unnin Eskifirði 24. júlí NÝLEGA afhenti Lionsklúbbur Eskifjarðar heilsugæzlustöðinni að gjöf ný röntgentæki. Síðastlið- inn vetur stóð klúbburinn fyrir með aðstoð tveggja erlendra hafnasérfræðinga, sem vel þekkja til aðstæðna hér, en það eru þeir próf. dr. techn. Per Bruun og Torben Sörensen, forstjóri Dansk Hydraulisk Institut (DHI) í Kaup- mannahöfn. Óskaði nefndin að athugunin næði annars vegar til Dyrhólaeyjarsvæðisins og hins- vegar til Þykkvabæjarsvæðisins. Jafnframt væri gerð athugum á möguleikum fyrir lítilli höfn, sem gæti tekið allt að 3000 lesta skip og hinsvegar gerð stórhafnar sem gæti tekið á móti allt að 60.000 lesta skipum. í aðalatriðum eru niðurstöður skýrslunnar þær, að við Dyrhólaey er hægt að byggja, hvort sem óskað er, minni eða stærri höfn- ina, þrátt fyrir sandburð og háar öldur, en í Þykkvabæ aðeins þá stærri. Heildarkostnaður við minni höfnina við Dyrhólaey er áætlaður 15 milljarðar króna en stærri höfnina 40 milljarðar króna. Hafnargarðarnir við höfnina í Þykkvabæ þurfa hins vegar að vera stærri en við stóru höfnina við Dyrhólaey, og því er áætlað að Þykkvabæjarhöfnin kostaði um 20% meira eða um 50 milljarða króna. Að sjálfsögðu eru þessar áætl- uðu fjárhæðir háðar töluverðri óvissu og gætu endanlegar kostn- aðartölur orðið hærri. Má þannig benda á, að svo miklar fram- kvæmdir, sem hér er um að ræða, taka nokkur ár og mjög er hætt við fjársöfnun til kaupa á tækjunum. Myndina tók Ævar Auðbjörnsson þegar stjórn klúbbsins afhenti tækin, en við þeim tók Jakob Úlvarsson .héraðslæknir. skemmdum á mannvirkjum meðan á framkvæmdum stæði. Aætlað er, að bygging minni hafnarinnar tæki að minnsta kosti 5 ár, og ' byggingartími stærri hafnarinnar yrði tveimur til þremur árum lengri eða 7—8 ár. í skýrslu Framkvæmdastofnun- ar ríkisins er fjallaö um hin ýmsu þjónustuhlutverk hugsanlegrar hafnar og komist að þeirri niður- ^stöðu að ekki sé þörf fyrir höfn á (Suðurlandi. Nánar segir svo um þetta í skýrslunni: „Þar sem þörfin er ekki fyrir hendi er augljós að hagræn arðgjöf framkvæmdarinnar verð- ur engin, þ.e. jafnvel þótt hugsan- leg höfn laðaði til sín mikið og öflugt athafnalíf, mundi það að sama skapi bitna á nærliggjandi byggðalögum og valda frekari vannýtingu og erfiðleikum í rekstri atvinnutækja þar. Einnig skal á það bent, að til þess að byggja upp það hugsanlega atvinnulíf, sem gæti þróast í tengslum við höfnina, þarf mikla fjárfestingu á öðrum sviðum. Ef sú uppbygging lenti í samkeppni við núverandi atvinnutæki, gæti slíkt haft óbætanlegar afleiðingar, þar sem þegar er yfirfjárfest á mörg- um sviðum í landsfjórðungnum sem og á landinu öllu. Það eina sem mælir með bygg- ingu nýrrar hafiiar á Suðurlandi er að stofnað verði til stóriðju, einhvers konar nýtingar auðlinda Suðurlands eða nýs atvinnurekstr- ar, sem ekki er til í dag og sem krefst nýrrar hafnar. Eins og bent hefur verið á áður, verður að skoða slíka hafnargerð í samhengi við þær framkvæmdir, sem fyrirhug- aðar væru og er þá ekkert sem bendir til að viðkomandi hafnar- mannvirki þyrftu að vera neitt svipuð þeim mannvirkjum, sem hér er um fjallað.“ Niðurstaða nefndarinnar var fyrst og fremst byggð á ofan- greindum tveimur skýrslum, en frekari rannsóknir hefðu krafist lengri tíma og meira fjarmagns, en nefndin hafði yfir að ráða. Nefndin var sammála um, að einungis stóriðja og/eða stórút- flutningur gæti skapað nauðsyn- lega arðsemi af nýrri höfn á Suðurströndinni. Fellst hún og á þá skoðun sem fram kom í álitsgerð Hafnamálastofnunarinn- ar, að hafnargerð í Þykkvabæ væri óhagstæðari en í Dyrhólaey. Nefndin kynnti sér enn fremur hafnamál á vesturhluta Suður- lands og var sammála um, að brú á Ölfusárós leysti verulega úr erfiðleikum Eyrarbakka og Stokkseyrar í hafnar- og atvinnu- málum með þeirri tengingu, sem þá yrði við Þorlákshöfn. 25/7 '78. Samgönguráðuneytið. Gáfu heilsugæzlu- stöðinni röntgentæki Fyrsta sumar- loðnan til Eskifjarðar Fyrsta sumarloðnan kom fyrir nokkrum dögum til Eskifjarð- ar. en þá komu Eldborg, Gísli Árni og Árni Sigurður inn, allir með fullfermi. Þegar bátarnir komu inn var verið að Ijúka við að landa 900 lestum af kolmunna úr Jóni Kjartans- syni. Myndina tók Ævar Auð- björnsson þegar Árni Sigurðs- son er að leggjast utan á Jón Kjartansson. Grettir í félagsskap innfæddra. 17. júní í hitabeltinu IIJÁ fyrirtækinu Scanhouse í Okitipupa í Nígeríu ganga framkvæmdir nokkuð vel, sum- ar mjög vel, að sögn Grettis Gunnlaugssonar starfsmanns þar. en fyrirtækið stendur þar að byggingarframkvæmdum og hjá því starfa nú um 20 íslendingar. Nokkuð hefur regntíminn þó háð fram- kvæmdum og hefur fyrirtækið þess vegna átt við nokkra erfiðleika að etja m.a. hefur verið erfitt að fá menn út í vinnu í vatnsflauminn sem á stuttum tíma verður oft það mikill að farartæki teppast en nú stendur yfir erfiðasta tíð regntímans. í Okitipupa héldu starfsmenn Scanhouse 17. júní hátíðlegan og buðu þá fjölda manns til veizlu, bæði Evrópubúum og innfædd- um verkstjórum og höfðingjum úr næsta nágrenni. Á stöng blöktu íslenzki fáninn og fáni Nígeríu, og lét þjóðhátíðar- nefndin sem sérstaklega var skipuð til undirbúnings hátíð- inni, útbúa merki af þessu tilefni. Islendingarnir, sem starfa hjá Scanhouse, hafa það gott að sögn Grettis í stuttu fréttabréfi til Mbl. Myndirnar eru teknar Vífill Magnússon. arkitekt á rabbi við Nígeríumann. 17. júní og er Grettir í búningi sem innfæddir færðu honum að gjöf. Fundur um stöðu Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn, staða hans í nútíð og framtíð, er yfirskrift fundar, sem Heimdall- ur. samtök ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík efna til í kvöld, miðvikudag. Verður fundurinn í Sjálfstæðishúsinu, ValhöII, Háaleitisbraut 1 og hefst hann kl. 20.30. Framsögu um efni fundarins hafa þeir Davíð Odds- son, borgarfulltrúi og Friðrik Sophusson, alþingismaður. Að loknum framsöguerindum verða hringborðsumræður um fundarefnið og auk þess svara þátttakendur í þeim fyrirspurnum fundarmanna. Þeir, sem þátt taka í hringborðsumræðunum, eru: Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, Gunnar Thoroddsen, iðn- aðarráðherra, Albert Guðmunds- son, alþingismaður, Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður og Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfull- trúi. Stjórnandi umræðnanna verður Baldur Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri. Fundurinn er opinn öllu sjálf- stæðisfólki. „Surtsey” íNorræna húsinu í NORRÆNA húsinu í kvöld klukkan 22.00 verður sýnd kvikmyndin „Surts- ey“, sem Osvaldur Knudsen tók af eldgosinu í Surtsey árið 1963. A undan myndinni flytur Sigurður Þórarinsson, prófessor, fyrirlestur á sænsku og nefnist fyrirlesturinn „Att leva pá en vulkan“. Öllum er heimill aðgangur, meðan húsrúm leyfir, en dagskrá þessi er eigi að síður aðallega ætluð ferðamönnum frá hinum Norðurlöndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.