Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 Útgefandi ntlalkiÚý hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Þriðja aflið og „alþýðudómstóll frjálshyggjunnar,, Ein af ástæöunum fyrir Því, að Morgunblaðiö studdi efnahagsráöstafanir ríkisstjórnarinnar, var sú, eins og blaöið benti á Þegar Þær voru fyrst lagðar fram, að í Þeim fólst í fyrsta skipti um langan tíma viðurkenning á Því, að Þeir, sem hefðu breiðu bökin, ættu aö bera Þyngstu byrðarnar. Jafnlaunastefnan, sem Morgunblaðið hefur einatt minnzt á í skrifum sínum, sat, ef svo mætti aö orði komast, í fyrirrúmi í sambandi við efnahagstillögur stjórnarinnar. Auk Þess komu menn ekki auga á aðrar aðgerðir en Þær, sem Þarna voru geröar og Því aö margra dómi ekki um auðugan garð að gresja, Þegar leysa átti Þann mikla efnahagsvanda, sem að steðjar. Morgunblaðið taldi, að Þaö væri sanngjarnt, aö láglaunafóikiö yröi sem allra minnst fyrir barðinu á slíkum efnahagsráðstöfunum, en byrðunum yrði skipt betur niöur, ef hátekjumenn öxluðu pyngstu baggana. En pað kom í Ijós, að fæstir vildu axla byrðarnar og Verkamannasambandið skellti á útflutningsbanni undir vígoröinu: Samningana í gildí. En nú hefur Það komið fram hvað Það mundi Þýða og Þurfa Þeir nú ekki að bera kinnroða fyrir afstöðu sína í kaupgjaldsmálum, sem töldu nauðsynlegt aö styðja efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar; nú hefur komið í Ijós, að vígoröið: Samningana í gildi, hefur, að óbreyttum aðstæðum, í för með sér, að tekjur láglaunafólks, m.a. aðildarmanna Verkamannasambandsins, hefðu hækkaö um 4—10 Þús. kr. á sama tíma og laun ráöherra t.a.m. hefðu hækkað um nær Því 100 Þús. kr. Ástæðan er að sjálfsögöu sú, að Því hærri sem launin eru Því meir hækka Þau ( krónutölu, ef sama prósenta eða svipuð er látin gilda yfir allan launaskalann. Ekki er ástæða til Þess að rembast eins og rjúpa viö staurinn og halda í gamlar tillögur eða úrlausnir, sem menn vilja ekki sætta sig við. Morgunblaðið ber bá von í brjósti, að peir sem eiga að takast á við vandamál ( efnahagsmálum Þjóðarinnar um pessar mundir hafi Þrek til Þess að horfast ( augu við Þau og leysa Þau á Þann hátt, sem Þjóðarheill krefur. Vel má vera, að nú sé unnt að ná samkomulagi um aðrar leiðir en Þær, sem reyndar hafa verið, og yrði Það vel. Það voru ekki aðeins stjórnarandstöðuflokkarnir og fulltrúar Þeirra, sem réðust harkalega aö efnahagsráðstöfunum rfkisstjórnarinnar, heldur einnig — og ekki síöur — ýmsir blaðamenn og leiðarahöfundar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Þaö á undanförnum vikum, að blaðamenn séu orðnir „Þriðja stjórnmálaaflið í landinu." Að vísu hafa blöðin ávallt verið Þriðja stjórnmálaaflið, hvort sem pau hafa mótað stefnu stjórnmálaflokkanna eða túlkað stefnu peirra, en Þaö er mikið til í Því, sem Vísir bendir á í forystugrein laugardaginn 22. júlí s.l., að stefna stjórnmálaflokkanna hafi oft verið mótuð á ritstjórnarskrifstofum flokksblaðanna. Þó tekur Vísir of djúpt ( árinni, pegar hann segir: „Áöur fyrr var pólitik flokkanna nær alfarið mótuð á ritstjórnarskrifstofum flokksblaðanna". Stefnumótun flokksblaðanna var og hefur verið mjög mikil. Með Það í huga má varpa fram Þeirri spurningu, hverjir hafi verið „frjálsir*1 og hverjir ekki: stjórnmálamennirnir eða blaðamennirnir? Það er engin algild yfirlýsing um ágæti blaða, pegar fjálglega er talað um að pau séu „sjálfstæð" eða „frjáls". Kannskí er meðalhófið bezt, Þó að Það sá vandratað í pessum efnum sem öðrum, Þ-e. að dagblöð hafi áhrif á stefnu Þess flokks, sem pau styðja, og flokkarnir hafi jafnframt viss áhrif á málgögn s(n. Sterkasta blað Bretlands og Þaö sem er nú í mestum vexti, m.a. vegna ábyrgra skrifa, er „flokksmálgagniö" Daily Telegraph, aðalmálgagn brezka íhaldsflokksins. En hitt er rétt, sem Vísir segir ennfremur í fyrrnefndri forystugrein — og Birgir ísl. Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, hefur einníg bent á — aö: „flokkarnir geta ekki lengur treyst á blöðin í pessu tilliti. Þau fjalla um Það sem flokkarnir eða foringjar peirra gera í pólitík en búa hana ekki til fyrir Þá“. Síðan segir blaðið, að breytingar í pessa átt hafi veriö að gerast á löngu tímabili og er pað jafnframt rétt, en pó verður að benda á, að enn hafa blöðin miklu hlutverki að gegna í stefnumótun og eiga alls ekki einungis að vera piggjendur í peim efnum, heldur pátttakendur og axla Þá ábyrgð, sem Því fylgir, pau eiga ekki að hlaupa eftir almenningsálitinu, heldur reyna að móta pað, vinna Þeirri stefnu fylgi, styrk og stuðning sem pau trúa á og hafa Þanníg jákvæð áhrif á Þjóðlífiö og framvinduna, en Það er að sjálfsögðu ekki hægt til lengdar með sýndarmennsku og ábyrgðarleysi, eins og sumir skríbentar blaðanna virðast halda. Þrátt fyrir Það, sem hér hefur verið sagt, er ástæða til aö vekja athygli á og taka að nokkru undir eftirfarandi ummæli í fyrrnefndri forystugrein Vísis: „Að sjálfsögðu hafa sjálfstæö blöð, sem priðja aflið í stjórnmálunum, verulegt áhrifavald. Þau ráða miklu um upplýsinguna í Þjóöfélaginu, en pau móta ekki almenningsálitið í eins ríkum mæli og oft er haldiö fram. Þaö gerist í umræðum manna á meðal á grundvelli peirra upplýsinga, sem fram koma ( fjölmiðlum. Samkeppni blaðanna tryggir Þar einnig að upplýsingamiðlunin er mjög víðtæk". Og ennfremur segir Vísir: „Hitt er svo annaö mál, aö sjálfstæð blöð verða að gæta pess, að pau eru fyrst og fremst upplýsingaaðili, en ekki dómstóll. Og blöðin verða að ákveðnu marki að standa vörð um friðhelgi einkalífs. Þau eiga Þannig að veita strangt aðhald, en mega ekki verða alÞýöudómstóll“. Þessi orö eru athyglísverð og beina huganum að Því, sem stóð hér í forystugrein í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu: að „gula pressan" væri „alpýðudómstóll frjálshyggjunnar". í Morgunblaðinu hefur einnig oft og tíðum verið bent á, aö blöð eiga ekki aö vera dómstólar heldur upplýsingaaðili, en é Þetta hefur Því miður mjög skort, ekki sízt í seinni tíð, pegar ýmsir hafa setzt í dómarasæti fjölmiðlanna og gerzt athafnasamir dómarar alpýðudóm- stólsins. Þegar talaö er um, að blöð séu Þriðja aflið í stjórnmálunum, verður að gera Þá kröfu til Þeirra, að Þau reki ekki upp ramakvein við minnsta tilefni, heldur reyni aö setja fram stefnu sina og skoðanir, einnig er nauðsynlegt að blaðamenn búi yfir lágmarksÞekkingu á Þeim málum, sem Þeir skrifa um og loks er nauösyniegt aö Þetta „Þriöja afl i stjórnmálunum" hafi Þrek og ábyrgðartilfinningu, sem gengur Þvert á almenningsálitið, ef Þjóðarheill krefur. Á petta hefur Því miður mjög viljað skorta, eins og allir vita. Einatt hafa Þeir verið Þreklausastir og kjarkminnstir, sem fjálglegast hafa talað um „frjálsa" eða „sjálfstæða" blaðamennsku. í framhaldi af Þessu er svo ástæöa til að setja fram pá kröfu, að peir fjölmiölar, sem gagnrýndu efnahagsráöstafanir ríkisstjórnarinnar hvað mest, setji skoöanir sínar á efnahagsmálum fram sem sjálfstætt „afl“, varði veginn og skýri mönnum skorinort frá Því, hvaða leiöir Þetta „afl“ telur að fara eigi til lausnar hinum mikla efnahagsvanda okkar íslendinga Þessar kröfur eru geröar til stjórnmálamannanna og fyrst blööin eru „Þriðja aflið í tjórnmálunum" gætu bau látið svo lítið að opinbera Þann mikla leyndardóm, vaða ráöstafanir pau telji að eigi að gera til lausnar efnahagsvandanum. „Afl“ er til Þess að beita Því — helzt til góðs. Fjölmiðlar eiga ekki að vera ivartur galdur, Þeir eiga að vera hvítur galdur, Þ.e. nota hið mikla vald sitt til góðra verka og gagnlegra. Fréttaskýring Tillögur á tillögur ofan Háværar kröfur alþýðubandalags- manna um að Benedikt Gröndal legði fram tillögur að lausn efnahagsvanda næstu missera, urðu til þess að á viðræðufundi í gær lagði Benedikt Gröndal fram tillögu „um ýmis grundvallaratriði í samþandi við lausn efnahags- vanda næstu mánaða“. Tillögur þessar eru í sjö liðum og er getið sérstaklega í þaksíðufrétt Morgunþlaösins í dag. Ljóst er að þessar tillögur hafa brætt ísinn og skapaö grundvöll fyrir efnislegum umræðum um efnahagsmál, þótt ágreiningur sé mikill, einkum milli Alþýöubandalags annars vegar og Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks hins vegar. Þegar Benedikt lagði fram frum- drög sín að stjórnarsáttmála síðastliðinn mánudag, gagnrýndu alþýöubandalagsmenn hann harölega fyrir aö hafa í sáttmálan- um engar tillögur um lausn efnahagsvandans. Var þeim tíö- rætt um gat í uppkastinu og þaö væri enn eitt dæmiö um lina verkstjórn hans í þessum stjórn- armyndunarviðræðum. „Þetta stafar kannski af því aö hann hefur ekki komið nálægt slíku starfi áður, er kannski þara reynsluleysi," sagði einn alþýöu- bandalagsmaður, en alþýðu- flokksmaður sagöi: „Það er rétt að í frumdrög Benedikts vantar tillögu um lausn efnahagsvanda næstu mánaða. En þaö var rétt hjá honum aö festa aðeins á blað þá punkta, sem hann taldi aö væru komnir nokkuð á hreint, en varðandi efnahagsvandann er ástandið hins vegar þannig, að allir halda aö sér spilunum og vilja ekki láta út. Viö vitum t.d. að Alþýðubandalagið hefur tilbúna efnahagsstefnu í guð má vita hvað mörgum þunktum, en við vitum líka aö þeir eru allir einhvers staðar uppi í skýjunum. Hefði Benedikt komið fram með einhverjar tillögur í efnahagsmál- unum inni í frumdrögunum, þá var alltaf sú hætta fyrir hendi, aö Alþýðubandalagiö henti þær á lofti og notaði þær jafnvel gegn okkur. Viö erum bara svo tor- tryggnir á Alþýöubandalagiö, aö það er ekki þorandi að gefa þeim tækifæri til slíks.“ • AlÞýöubanda- laginu ekkert aö vanbúnaöi „Alþýðubandalaginu er ekkert aö vanbúnaði, aö leggja fram si'nar tillögur í efnahagsmálunum og það munum viö gera á morgun," sagði einn af forystumönnum Alþýðubandalagsins í samtali í gærkveldi. „Þessar tillögur höf- um við haft tilbúnar núna í fjóra daga og aðeins beðið eftir því, að Alþýðuflokkurinn legöi fram sínar tillögur. Við munum þæöi leggja fram tillögur okkar í efnahagsmálum og fleiri mála- flokkum. Síðan finnst mér ekk- ert óeölilegt, að rætt veröi við verkalýðshreyfinguna um þær tillögur, sem fram eru komnar til að heyra viðbrögð þeirra við þeim og fá fram hvernig hún lítur á þær.“ Heimildarmenn í röðum alþýðu- bandalagsmanna segja, að það sé alveg Ijóst, aö þaö veröi mismunandi leiðir, sem flokkarnir leggi til að farnar verði og að þær muni því stangast á. Tillögur Benedikts, sem alþýöubanda- lagsmenn tala alltaf um sem tillögur Alþýöuflokks, gera ráö fyrir gengisbreytingu og aö frest- að veröi gildistöku kjarasamninga að einhverju leyti. „Við munum ganga út frá því sem grundvallar- atriði aö kjarasamningarnir fari í gildi og aö þessi vandi veröi leystur eftir öðrum leiðum," sagöi einn alþýðubandalagsmaðurinn. • Efnahags- ráöstafanir Alþýðubandalagsins Samkvæmt heimildum undirritaöra telja alþýöubandalagsmenn í megindráttum nauösyn á tvíþætt- um efnahagsráðstöfunum. Ann- ars vegar 10% niöurfærslu og hins vegar stöövun allra hækkana og mjög sterkt aöhald í ríkis- rekstri og ákveönar skattaálögur til þess að fjármagna þessar leiðir. Niðurfærsluleiö er beint að vanda útflutningsatvinnuveganna og segja alþýðubandalagsmenn að það sé dæmi, sem nemi 3 þúsund milljónum króna til ára- móta. Hafa þeir mótað ákveðnar tillögur um þaö, hvernig skuli fjármagna þaö og telja þeir jafnframt aö í landing séu ákveðnir aðilar, sem geti borið þær byrðar. „Ef fariö veröur í gengisfellingu núna og veröi ekki einhverjar hliðarráðstafanir gerð- ar, verður þetta eins og í febrúar, samfara henni er gífurleg kjara- rýrnun óhjákvæmileg. Því teljum viö að margumtalaður kjarasátt- máli þýöi aðeins áframhaldandi kauprán og síðan aðra gengisfell- ingu í nóvember og síðan koll af kolli,“ segja þeir. Því verði menn á einhverjum þunkti að stíga á hemlana — dæmið um vanda útflutningsatvinnuveganna „er ekki nema 3 þúsund milljónir fram til áramóta". Alþýðubandalagsmenn segja aö í þessu dæmi sínu sé ekki gert ráð fyrir öðrum atvinnurekstri en þeim, sem sé þokkalega rekinn. „Hins vegar er þessi atvinnu- rekstur fullur af slúbbertum, sem ekki er hægt aö gefa sér sem forsendu í dæminu.” • Verkalýös- hreyfingunni gert að velja Um leiö og Benedikt Gröndal formaöur Alþýöuflokksins lagði fram tillögur sínar um lausn efnahagsmálanna í gær, lagði hann jafnframt fram tillögu um þaö að viðræöunefndir flokkanna þriggja óskuðu eftir sérstökum viöræðum við forystumenn laun- þegasamtaka og bænda. Miklar umræður urðu um þessa tillögu og tóku alþýöubandalagsmenn svo dræmt í hana, að tillagan varö ekki útrædd. Báru þeir helzt við að viðræðunefndirnar heföu ekki nægilega mikið i höndunum til þess aö óska eftir slíkum viðræðum. Hins vegar telja al- þýöubandalagsmenn, að meö tillögum sínum, sem lagðar verða fram í dag, hafi viðræðunefndirn- ar fengið það, sem til þarf í viðræöur við forystumenn verka- lýöshreyfingarinnar og bænda. „Ég er aleg klár á því, að þær tillögur, sem Alþýöuflokkurinn er meö eiga ekki hljómgrunn í Lúövík Jósepsson œtlar aö leggja fram tillögur Alpýöubandalagsins síödegis í dag. Steingrímur Hermannsson stýrir útreikningum Framsóknarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.