Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JULÍ 1978 Skyndibúnaður um brot á útlimum Vegna frásagna blaöa um vandkvæði manna til að koma öklabrotnum sjúklingi til læknis, er rétt að rifja upp hvaða búnaður fyrirfinnst til slíkrar hjálpar í viðlögum. Það eru 10 til 15 ár síðan hér kom á markaðinn loftspelkur úr plasti, með rennilás, eins og mynd nr. 1. sýnir. Þær hafa margsinnis verið notaðar, með góðum árangri, af sjúkraflutnings- og hjálparsveitarmönnum um land allt, en auk þess verið hafðar til taks í langferða- og fjallabifreiðum, á fjölmennum útisamkomum, íþróttasvæðum, skálum, gististöðum fjarri læknaþjónustu og einnig um borð í skipum. LOFTSPELKUR Það er nýjung að nota tvöföld hylki úr glæru plasti, sém stuðning við beinbrot. Smeygið hylkinu varlega upp á hinn brotna lim og blásið síðan í munntúðuna þar til hylkið leggst þægilega þétt að limnum. Þessi frásögn birtist fyrir tíu árum síðan í bókinni „Hjálp í viðlögum". I sjúkrabúnaði eru sífelldar framfarir, einnig hvað loftspelkur varðar. A mynd nr. 2 sést loftspelka, sem unnt er að nota um öklabrot, brot á hnéskel og ennfremur leggjabrot. Þessi gerð spelkna er ekki gerð úr plasti, heldur nælonvefnaði. Þær þykja þola hnjask og geymslu betur en eldri gerðin og eru auk þess voðfelldari. Á myndinni hér til hliðar nr. 3, sést einnig nýrri gerðin af loft- spelkum. Hún er sér- staklega hönnuð fyrir flutning á þeim, sem verða fyrir því að brotna um, eða rétt við, olnboga, en einnig notuð um beinbrot á framhandlggg. Þetta er báruspe^ka, eins og hin efri, sem er gerð þannig til þess að loft leiki frekar um liminn. Jón Oddgeir Jónsson. — Begin Framhald af bls. 1 væri tilbúinn að koma í heimsókn til Jerúsalem í nóvember s.l. og nú ætlast ég til hins sama af honum," sagði Begin. Begin sagði í lok viðtalsins að hann væri trúaður á að friður kæmist á innan skamms ef rétt væri á málum haldið. Egyptar höfnuðu tillögum þeim sem Begin sendi þeim á sunnudag á þeim forsendum að þær hefðu upp á ekkert nýtt að bjóða í friðartilraunum þjóðanna. Sadát hefur hins vegar kallað saman öryggisráð landsins til að ræða viðhorfin í deilum þeirra við ísraelsmenn, sérstaklega með til- liti til væntanlegrar heimsóknar Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Verkamannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Isra- el, aðallega undir forystu Yigal Allon, fyrrverandi utanríkisráð- herra Israels, hefur gengið mjög hart fram í gagnrýni sinni á stjórn Begins og mun á morgun bera fram vantrauststillögu á stjórnina í þinginu. — Ihaldsmenn snúa baki við Soares Framhald af bls. 1 sósíalista sem hafa starfað saman í sex mánuði. Soares sat einnig fundinn en viðræðum hans og Eanesar var ekki lokið þegar Freitas do Amiral fór frá forsetahöllinni. Þar sem íhaldsmenn hafa ákveð- ið að draga til baka stuðning sinn við ríkisstjórnina hefur Soares ekki lengur meirihluta á þingi. Framhald af bls. 31. þrátt fyrir sigurinn og þeirra bestu menn voru í vörninni, Kristinn Atlason og Sigurbergur. Gunnar var sívinnandi á miðjunni og Pétur átti góða spretti. Þá var Kristinn Jör- undsson með frískara móti. Nú brá svo við að vörn Blikanna var nokkuð góð, þrátt fyrir að hún opnaðist nokkrum sinnum. Vörnin Framhald af bls. 2 kostur á nægri hitaorku fyrir alla Isfirðinga. Orkuverð til neytenda er það sama og raforkuverð til húshitun- ar. Er gert ráð fyrir 20% sparnaði í kyndingarkostnaði húsa. Þá telst til nýjunga, að orkan verður seld frá nýjum orkumæli þar sem greitt er nákvæmlega fyrir notaða orku en ekki fyrir lítrafjöld af e.t.v. misheitu vatni. Nú í sumar er unnið að rann- sóknum fyrir aðra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum á hagkvæmni fjar- varmaveitu. Er þar m.a. athugað hvort unnt er að nýta hitaorku frá fiskimjöls- verksmiðjum. í viðtali við Kristján Haraldsson verkfræðing og orkubússtjóra kom fram, að Orkubú Vestfjarða mun leggja mikla áherzlu á það á næstu árum að leysa orkuvandamál kjördæmisins. Varðandi frekari framkvæmdir við byggingu fjarvarmaveitna á FYRSTA barnið sem varð til í tilraunaglasi fæddist í nótt. Barnið, sem er hið fyrsta sem verður til með Miðdemókratar hafa 41 þingmann en sósíalistar 102 þingmenn af 263. Þrír ráðherrar íhaldsmanna báðust lausnar í gær til að leggja áherzlu á kröfur um brottvikningu Luis Saias landbúnaðarráðherra sem hægrimenn hafa sakað um linkind við kommúnista í hveiti- héruðunum í suðurhluta landsins. Þegar í viðræðum forsetans við Soares kom fram að jafnaðarmenn hygðust ekki leggja fram lausnar- beiðni hvað svo sem miðdemókrat- ar segðu og myndi stjórnin sitja áfram a.m.k. fram í október, þegar þing kemur saman að nýju eftir sumarleyfi. Fréttaskýrendur telja að frest- var líka fjölmenn hjá þeim. Benedikt Guðmundsson var þeirra bestur, en framar á vellinum áttu Þór og Hákon mjög góöan leik svo ekki sé minnst á varamanninn Svein Ottósson. Þá var nafni hans í markinu góður. í STUTTU MÁLI, Laugardalsvöllur 1. dcild. Fram—UBK 2,0 (0.0) Mörk Fram, Pétur Ormslev (85. og 88. mínútu, citt víti) Áminningar, cngin. Áhorfcndur, 501 Dómari, Óli Ólscn. Vestfjörðum sagði hann að hag- kvæmnissjónarmið yrðu að ráða. Því væri alls kostar óvíst hvort næsti áfangi yrði 2. áfangi fjar- hitunar á Isafirði eða tekin yrðu fyrir önnur byggðarlög. Vinnuaflsskortur er nú eitt erfiðasta vandamálið að sögn orkubússtjóra. Framkvæmdir við 1. áfanga fjarvarmastöðvarinnar á Isafirði voru boðnar út meðal fyrirtækja á Vestfjörðum. Eitt tilboð barst í jarðvinnu, frá Kofra h.f., en í brunnasmíði og suðu- vinnu bárust engin tilboð. Tilboði Kofra í jarðvinnuna var tekið og samningar hafa verið gerðir við timburverzlunina Björk á ísafirði um smíði brunna, en enn vantar vinnuflokk til að sjá um suðuvinnuna. Tækniþjónusta Vestfjarða sá um hönnun en Fjarhitun h.f. í Reykjavík var ráðgefandi aðili. Fjarvarmaveita þessi er fyrsta sinnar tegundar á Vestfjörðum. Úlfar. þessum hætti (írjóvgun éggs átti sér stað í til- raunaglasi) var tekið með keisaraskurði. ur, sem Soares fær fram í október, þegar þing kemur saman sé honum mjög mikilsverður, því að í raun sé ágreiningur flokkanna langt frá því að vera óyfirstíganlegur og vitnuðu fréttaskýrendur í ummæli Amiral, þar sem hann lýsti því yfir að miðdemókratar hefðu alls ekki snúið baki við jafnaðarmönn- um, heldur ætti hann von á því að með tímanum myndu flokkarnir samræma betur sjónarmið sín. — Freðfisk- framleiðslan Framhald af bls. 32 Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fram til 15. júlí hefði framleiðsluaukning frystihúsa innan SH aukizt að meðaltali um 15.4%. Framleiðslan væri orðin 48 þús. lestir það sem af væri þessu ári, en fram til 15. júlí á s.l. ári hefði framleiðslan verið 41.600 lestir. Kvað hann flakaframleiðsluna hafa aukizt meira en framleiðsluna á blokk það sem af væri árinu og því væri ljóst að verðmætisaukningin væri tiltölulega meiri en framleiðslu- aukningin. Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins sagði að hjá þeim hefði aukningin orðið 24% frá áramótum til 15. júlí s.l. Þá var framleiðsla Sambandsfrystihús- anna orðin 15.750 lestir, en var á sama tíma í fyrra 12.700 lestir. Það kom fram hjá Sigurði, að það sem af væri árinu hefði framleiðsla þorskflaka aukizt um 49% og ef litið væri á allar þorskpakkningar væri aukningin 20%. Framleiðslan á ýsuafurðum hefði aukizt um 59%, á steinbít væri aukningin um 33%, á karfa 4% og á ufsa 36%. Að sögn Sigurðar Markússonar eru birgðir ekki neitt ofooðslegar og ca. 13% meiri en á sama tíma í fyrra en ef miðað væri við framleiðsluaukninguna væru þær heldur minni. — Alþýðubanda- lagið svarar... Framhald af bls. 32 mála“, sagði Benedikt og hló við. „Það er nú varla hægt að kalla þetta tillögur. Þetta er miklu fremur rammi utan um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna þess efnahagsvanda sem nú er við að glíma“, sagði Steingrímur Hermannsson ritari Framsóknar- flokksins í samtali við Mbl. í gær. „Þetta eru svona ábendingar um flest það sem til greina kemur, en engir tölulegir útreikningar. Það er ekki annað en að taka þessu vel og menn hljóta nú að fara að reikna sig áfram innan þessa ramma. Við Framsóknarmenn erum reyndar byrjaðir á því fyrir okkar leyti.“ „Þessar tillögur Benedikts eru vissulega skref í áttina, en þær ná þó ekki nema til parts af vandan- um og satt að segja er meginhlut- inn undanskilinn ennþá," sagði Lúðvík Jósepsson formaður Al- þýðubandalagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „En þarna komu þó fram hugmyndir um part af málinu en við erum ekki samþykk- ir öllum þessum ábendingum.“ Benedikt Gröndal sagði að hann teldi að flokkarnir hefðu nú haft þann tíma til að átta sig á stöðunni að rétt væri að leggja ríka áherzlu á það að menn gerðu sér nú grein fyrir því, hvort þessar stjórnarmyndunarviðræður væru „lífvænlegar eða ekki“, og að menn færu að „nálgast viðfangsefnin og glíma við reikningsdæmin." Fyrir hádegi í dag eru fyrirhug- aðar viðræður um efnahagsmálin annars vegar og varnarmálin hins vegar og munu Kjartan Jóhanns- son, Steingrímur Hermannsson og Lúðvík Jósepsson verða aðalmenn í efnahagsmálaumræðunum og Benedikt Gröndal, Tómas Árnason og Ragnar Arnalds í varnarmála- viðræðunum. Klukkan 14 munu svo viðræðunefndirnar koma saman til sameiginlegs fundar. — íþróttir Einkunnagjöfin ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 2 Guðmundur Baldursson 3 Kári Gunnlaugsson 2 Gústaf Björnsson 2 Óskar Færseth 3 Trausti Haraldsson 2 Gísli Grétarsson 2 Gunnar Guðmundsson 3 Gísli Torfason 3 Kristinn Atlason 3 Skúli Rósantsson 2 Sigurbergur Sigsteinsson 3 Einar Á. Ólafsson 1 Knútur Kristinsson 2 Ólafur Júlíusson 3 Kristinn Jörundsson 2 Friðrik Ragnarsson 1 Þétur Ormslev 3 Sigurður Björgvinsson 2 Gunnar Orrason 2 Ómar Ingvarsson 1 Bafn Raínsson 2 Rúnar Georgsson (vm) 1 Guðmundur Hafberg (vm) 2 Rúnar Gíslason (vm) 1 Valur: Sigurður Haraldsson 3 UBK: Guðmundur Kjartansson 2 Sveinn Skúlason 3 Grímur Sæmundssen 2 Gunnlaugur Helgason 2 Hörður Hilmarsson 2 Helgi Helgason 2 Dýri Guðmundsson 3 Ólafur Friðriksson 2 Sœvar Jónsson 3 Einar Þórhallsson 2 Hálfdán Örlygsson 1 Benedikt Guömundsson 3 Atli Eðvaldsson 3 Hákon Gunnarsson 3 Albert Guömundsson 1 Þór Hreiðarsson 3 Guðmundur Þorbjörnsson 3 Jún Orri Guðmundsson 2 Jón Einarsson 2 Sigurjón Rannversson 2 Magnús Bergs (vm) 2 Vignir Baldursson 2 Magni Pétursson (vm) 1 Sveinn Ottósson (vm) 3 Dómari Dómari: Rafn Hjaltalín 3 Oli Olsen 2 — Orkubú Vestfjarða Síðustu fréttir: Fyrsta tæknifr jóvgaða barnið f æddist í nótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.