Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JULl 1978 31 Enn jaf n- tef li á ísafirði HÖRKU skemmtilegum og vel leikn- um leik ÍBÍ og Þórs í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu lauk meö jafntefli, 1—1 og voru baeði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Þórsarar léku undan nokkurri golu í fyrri hálfleik og höföu þeir þá betri tök á vallarmiðjunni, án þess þó að skapa sér góð færi. Þeir létu sig samt ekki muna um það að ná forystunni á 39. mínútu, en þá skoraði Siguröur Lárusson eftir voðaleg mistök í vörn heimamanna. Þórsarar voru í sigur- vímu í alls tvær mínútur en þá tókst Haraldi Leifssyni að skora eftir að markvörður Þórs hafði varið hörku- skot Jóns Oddssonar en misst boltann síðan frá sér. í síöari hálfleik var einstefna aö marki Þórs og var þá oft handagang- ur í öskjunni, er Þórsarar björguöu aftur og aftur á marklínu. Gæfan var ekki með ísfirðingum og þeir geröu þriöja jafnteflið í röð, öll 1—1. Ekki er sanngjarnt að segja einn leikmann hafa staöið öðrum framar, þeir voru jafnir og leikurinn góöur. Arnar Einarsson var dómari og gaf hann bestu le'ikmönnunum lítið eftir. 1. deild STAÐAN í 1. deild eftir leikina í gærkvöldi: IBK — Valur 0:2 Fram — UBK Valur ÍA Fram ÍBV Víkingur Þróttur FH KA ÍBK Breiðablik 12 12 0 12 10 1 12 7 1 0 34:5 1 38:10 4 16:13 4 16:15 6 19:22 5 15:18 6 17:25 6 9:30 5 11:16 10 9:31 MARKHÆSTU LEIKMENN: Pétur Pétursson ÍA Matthías Hallgrímsson ÍA Ingi Björn Albertsson Val Arnór Guðjohnsen Víkingi Gunnar Öm Kristjinss. Vík. Atli Eðvaldsson Val Guðmundur Þorbjörnss. Val 2. deild STAÐAN I 2. deild er Þessi eftir leikinn í gærkvöldi: IBI — Þór 1:1 KR 10 7 2 1 25:3 16 Þór 12 5 3 3 11:10 14 Haukar 11 4 4 3 14:10 12 ÍBÍ 12 4 5 3 16:14 12 Austri 11 4 3 4 8:9 11 Þróttur 11 3 4 4 12:17 10 Reynir 12 4 2 6 12:17 10 Ármann 11 4 2 5 13:18 10 Fylkir 11 4 1 6 10:14 9 Völsungur 10 2 2 6 9:20 6 Markhæstu laikmenn: Sverrir Herbertsson KR 6 Stefán Ö. Sigurósson KR 6 bráinn Ásmundsson Arm. 6 • Atli Eðvaldsson tcnæfir yfir Þorstein Bjarnarson markvörð ÍBK og skallar örugglega í netið. Þetta var annað mark Valsara og markið sem tryggði sigurinn endanlega. Ekkert virðist geta stöðvað Val Leik Völsungs og KR, sem fara átti fram á Húsavík í gærkvöldi var frestað. VALSMENN halda áfram sigur- göngu sinni í 1. deild. í gærkvöldi lögðu þeir Kcflvíkinga að velli í Keflavík 2>0. Valsmenn hafa nú unnið 12 fyrstu leiki sína í deildinni, sem er einsdæmi og fá Iið eru líkleg til þess að vinna Valsmenn jafn öruggir og þeir eru um þessar mundir. Byrjun leiksins var ákaflega þófkennd. Segja má að fyrstu 15 mínúturnar hafi ekkert markvert gerzt, hvorugu liðinu tókst að finna glufur í vörnunum og Valsmenn skoruðu úr fyrsta tæki- færi sínu í leiknum á 16. mínútu. Valsmenn léku þá nett saman inn að vítateig Keflvíkinga. Þar upp- hófst barátta um boltann, sem endaði með því að Atli Eðvaldsson náði honum og renndi honum inn í eyðu til Guðmundar Þorbjörns- 1 sonar. Guðmundur reif sig lausan og skoraði með þrumuskoti af vítapunkti, alveg óverjandi fyrir Þorstein markvörð. Fátt markvert gerðist síðan það sem eftir lifði þessa hálfleiks. Keflvíkingarnir börðust eins og ljón og Valsmenn fengu ekkert tækifæri til þess að leika sinn netta og skemmtilega fótbolta. Hins vegar var framlína Keflvík- inga mjög bitlaus og segja má að vörn Vals hafi aldrei lent í neinum vandræðum. Dýri Guðmundsson, miðvörður Vals hefur í sumar gert margar tilraunir til þess að skora mörk og hefur það einu sinni borið árangur, gegn Víkingi. Dýri hélt uppteknum hætti í leiknum í gærkvöldi og tvívegis var hann mjög nærri því að skora. Fyrst skallaði hann naumlega framhjá og síðan skallaði hann boltann í þverslána. Litlu munaði að Valsmenn bættu við marki í upphafi seinni hálfleiks. Dæmd var aukaspyrna á Keflvíkinga rétt fyrir utan víta- teig. Atli Eðvaldsson tók spyrnuna og skaut þrumuskoti að markinu, sem Þorsteinn varði en hann hélt ekki boltanum, sem skoppaði í stöngina. Þorsteinn var fljótur að átta sig og hann náði boltanum áður en Valsmenn höfðu tök á því að koma honum í markið. Fyrstu mínútur seinni hálfleiks sóttu Keflvíkingar meira en Vals- menn en eins og fyrr voru sóknarlotur þeirra bitlausar. En á 20. mínútu seinni hálfleiks skor- uðu Valsmenn aftur og gerðu þar með út um leikinn. Góð sending var gefin til Guðmundar Þor- björnssonar, sem skallaði boltann áfram út í vinstri kantinn til Jóns Einarssonar. Jón gaf góða send- ingu inn á markteigslínuna þar IBK - Valur 0-2 Texti og mynd: SigtryggurSigt ryggsson sem Atli Eðvaldsson kom á fullri ferð og skallaði boltann laglega í netið. Eftir þetta mark náðu Valsmenn aftur tökum á leiknum og voru þeir mun nær því að bæta við marki en Keflvíkingár að skora mark. Valsmenn höfðu allan tímann tök á þessum leik, jafnvel þótt þetta hafi verið einn af litlausari leikjum liðsins í sumar. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleikinn að liðið fór að leika þá knattspyrnu, sem hefur verið aðall þess í sumar. Keflvíkingarnir voru baráttu- glaðir í þessum leik og þeir gáfu Valsmönnum aldrei stundlegan frið. Vörnin var þétt fyrir en framlínan var algerlega bitlaus og eini skapandi maðurinn í liðinu var Ólafur Júlíusson. í STIITTU MÁLIi Krflavíkurvöllur 25. júll. fslandsmótið 1. deild, ÍBK-Valur 0.2. Mörk vals. GuÖmundur Þorbjörnsson á 16. mínútu ok Atli Eðvaldsson á 65. mfnútu. Áhorfendur. 946. ÁminninKi Engin. Aðeins kraftaverk bjargar Blikunum BLIKARNIR voru óheppnir að ná ekki stigi gegn Fram á Laugardals- vellinum í gærkvöldi. Hefóu Þeir sigrað, hefói pað hins vegar verið ósanngjarnt, Því aó jafntefli fannst manni pað eina sem úr Þessum leik gæti orðið. Tvö mörk, bæöi nokkuð vafasöm, á síöustu fimm mínútum leiksins, færöu Frömurum sigur. Þaö var Pétur Ormslev sem skoraöi bsaöi mörkin og var pað síðara úr vítaspyrnu. Nú má heita, að síðasta hálmstrá Blikanna sá slitið og bað (' *s má vera meira en kraftaverk, ef Þeir veróa ekki meóal íbúa annarrar deildar næsta keppnistímabil. Framarar voru hins vegar sjálfum sér líkir, ekkert sérstaklega sann- færandi, en seigtan við stigaöflun- ina er ótrúleg hjé Fram. Fyrri hálfleikur var í heild frekar illa leikinn, en barátta var mikil. Virtist allt of oft tilviljun ein ráöa, hvar næsta sending lenti og oftast nær var þaö hjá mótherja. Af og til sáustu stuttir laglegir samleikskaflar og áttu Blikarnir ekki síst þar hlut aö máli, nokkrir í liöi þeirra áttu góöan dag og þeir smituöu út frá sér meðal félaga sinna, þó aö þaö hati ekki dugaö er upp var staöiö. Þaö voru aðeins fjögur umtalsverö marktækifæri í Texti Guömundur Guöjónsson Mynd: Kristinn Ólafsson. • Fimm mínútur eftir og boltinn rúllar í éttina aó tómu marki Blikanna, Sveinn er á fjórum fótum í vítateignum og utar liggur Einar Þórhallsson, en hann og Pétur Ormslev hlupu saman meö peim afleiðingum sem á myndinni má sjá, Þ-e. Pétur komst í dauóafæri og skoraði. fyrri hálfleik, fyrst komst Hákon inn fyrir vörn Fram eftir mistök Trausta, en Guðmundur markvöröur gómaði boltann af tám hans. Því næst varöi Sveinn Skúlason mjög vel frá Kristni Jörundssyni á 21. mínútu og Knúti Kristinssyni á 30. mínútu. Besta tækifæriö fengu hins vegar Blikarnir á 32. mínútu, er stungusending barst inn í vítateig Fram, varnarmaöur hljóp þá á Guðmund markvörð, sem viö það missti frá sér knöttinn fyrir lappirnar á Hákoni sem lék á einn varnarmann áöur en hann skaut hörkuskoti að marki. En óheppnin var mikil og skotið hatnaöi í stöng- inni. Blikarnir voru meira meö knöttinn í byrjun síöari hálfleiks, en Framarar voru engu aö síður hættulegri þær mínútur og varði þá Sveinn skot frá Rafni eftir fallegan undirbúning Kristins Jörundssonar og Péturs Ormslev. Nokkrum mínútum síöar átti Gunnar Orrason þrumuskot rétt yfir þverslána. Um miöjan hálfleikinn kom Sveinn nokkur Ottósson inn á sem varamaður í liöi UBK og hefðu Blikarnir betur teflt þeim manni fram fyrr í sumar. Sveinn er stór og stæöilegur sóknarmaður og vörn Fram átti í hinu mesta basli aö hemja kappann. Sveinn lagöi upp ágætt færi fyrir Þór Hreiðarsson en Guö- mundur markvörður varöi vel og síðan átti Sveinn hjólhestaspyrnu rétt fram hjá markinu. En síðustu mínút- urnar breyttist leikurinn ótrúlega, fyrst komst Pétur Ormslev skyndi- lega einn inn fyrir vörn UBK, þótt að ýmsir teldu hann hafa brotið á Einari Þórhallssyni. Pétur skoraöi örugg- lega og Óli Ólsen geröi enga athugasemd. Tveimur mínútum síöar slæmdi Gunnar Gunnarsson fætinum til Péturs innan vítateigs og var þá boltinn víðs fjarri þó aö hann hafi verið viö fætur Péturs augnabliki áöur. Óli dæmdi samstundis víta- spyrnu sem Pétur skoraöi úr af öryggi og innsiglaði frekar ósann- gjarnan sigur. Framarar voru ekki sannfærandi Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.