Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 5 „Háskaspil að salta lakari tegundir fisks” „EINS og málin standa í dag, er háskaspil að salta lakari tegundir fisks, en hins vegar vonar maður að ástandið batni á næstunni,“ sagði einn af forvígismönnum saltfiskframleiðslunnar þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Útlit með sölu á saltfiski af framleiðslu síðari hluta þessa árs er mjög slæmt og Sölusamband ísl. fiskframleiðenda hefur nú sent framleiðendum skeyti, þar sem þeim er bent á að söltun fisks fyrir Portúgalsmarkað sé mjög varhugaverð enda alls óvíst um sölur þangað. Hins vegar sé ekki talin ástæða til að draga úr framleiðslu fyrsta flokks saltfisks að svo stöddu. Aðeins tekizt að selja 19 þúsund lest- ir af saltfiski á árinu - 50 kr. greiddar með hverju kg úr Verðjöfnunarsjóði Saltfiskframleiðslan stendur nú mjög höllum fæti og ekki hefur tekizt að selja nema um 20 þús. tonn af þessa árs framleiðslu, en á s.l. ári voru framleidd 43 þús. tonn og megnið fyrri hluta ársins. Þá eru greiddar yfir 50 kr. á hvert kíló saltfisks úr Verðjöfnunarsjóði og ef framleiðslan verður jafn mikil og á s.l. ári verður saltfisk- deild sjóðsins uppurin um áramót, en um sl. áramót áttu saltfisk- framleiðendur 2500 millj. kr. innstæðu í sjóðnum. Hins vegar gera menn sér vonir um að hægt verði að draga úr saltfiskfram- leiðslunni á næstu vikum og mánuðum. Á blaðamannafundi, sem þeir Tómas Þorvaldsson, formaður Sölusambandsins, og fram- kvæmdastjórarnir Friðrik Pálsson og Valgarð J. Olafsson héldu í gær, kom það fram að fyrstu fimm mánuði ársins hefðu verið fram- leidd 25.500 tonn af saltfiski á landinu öllu eða svipað og á sama tíma í fyrra. Af þessu magni hefur aðeins tekizt að selja á milli 19—21 þús. tonn og eru 11.000 þús. tonn þegar farin úr landi, en það sem eftir er afgreiðist allt fram í nóvember. „Það eru því á milli 4 og 6 þús. tonn óseld af vertíðarframleiðsl- unni eða svipað og venjulega fer til þurrkunar af vertíðarframleiðslu. Söltun hefur verið haldið áfram og um síðustu mánaðamót var búið að salta 27—28 þús. tonn og einnig hefur verið saltað mikið í þessum mánuði, þó svo að mönnum ætti að vera ljóst hvert stefndi," sagði Tómas Þorvaldsson. „Þar sem við óttumst mikið það óvissuástand sem nú ríkir, höfum við sent framleiðendum tilkynningu og varað þá við að framleiða ákveðn- ar tegundir, saltfisks, en hins vegar höfum við ekki vald til að stöðva framleiðsluna." Á síðasta ári voru framleidd 43 þús. tonn af saltfiski hér á landi og seldist það magn allt. Alls konar stjórnunaraðgerðir og póli- tískar ákvarðanir gera nú sölu- Samtökunum sífellt erfiðara fyrir. 100% innborgunarskylda er enn við lýði í Brasilíu, 22.5% innflutn- ingstollar eru á Spáni, Portúgalir treysta sér ekki til að kaupa meira af okkur í bili, nema því aðeins að íslendingar stórauki viðskipti við landið, en þar er samt markaður fyrir 80—100 þús. tonn á ári og fyrir skömmu var og ætti að vera enn markaður fyrir 300—400 þús. lestir af þurrkuðum saltfiski í heiminum,“ sagði Tómas ennfrem- ur. Þeir Friðrik og Tómas viku að því á fundinum, að ýmsir hefðu veitzt að Þórhalli Ásgeirssyni ráðuneytisstjóra að undanförnu og sagt að hann væri að láta smíða skip í Portúgal, sem við ættum að smíða sjálfir. Sögðust þeir vilja taka fram, að ráðuneytisstjórinn hefði aðeins framfylgt því, sem um var samið í viðskiptaramma land- anna í apríl s.l. Og er ekki betra að láta Portúgali smíða skip fyrir okkur en t.d. Svía og Norðmenn sem ekkert kaupa af okkur, spurðu þeir. Á fundinum kom fram að Norðmenn keppa nú geysilega við íslendinga á markaðnum í Portú- gal og fyrir nokkrum dögum var t.d. Per Kleppe fjármálaráðherra Benedikt Guómundsson, bóndi Staðarbakka: Athugasemd vegna greina í Morgunblaðinu STERKASTA RYKSUGA í HEIMI HOOVER S-3001 Hringlaga lögunin gefur hinutn risastóra 12 litra rykpoka nœgjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. Hoover S-3001 er á margan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þín teppi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir því hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagreeðis er rofinn íhandfanginu, undirþumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog- stykki sér fyrir því. Stór hjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þtn. Ti! þceginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartceki, svo núgeturþú loksins haft fulltgagn af þeim. Og ekki sist, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér t marga mánuði án tcemingar. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA sem netaveiðimenn við Miðfjörð og á Vatnsnesi geti illa sætt sig við tiltekin ákvæði laga um lax- og silungsveiði, og því síður að löggæsla í landinu hafi eftirlit með því að þeim lögum sé framfylgt. Víst er, að Veiðifélag Miðfirð- inga átti engan þátt í setningu laxveiðilaganna frá 1970, en að sjálfsögðu hefur félagið áhuga á að þessi lög séu ekki stórlega brotin, sem sjá má af því að það kostar árlega eftirlitsmenn, ekki aðeins til að líta eftir sjávar- veiði heldur einnig eftir stanga- veiðimönnum og félagsmönnum sjálfum, að ákvæði laganna séu í heiðri höfð. Með tilliti til þessa er það auðvitað fjarri sanni að þessir aðilar, veiðiréttareigend- ur við Miðfjarðará og netaveiði- menn við Miðfjörð og á Vatns- nesi, hafi gert með sér eitthvert samkomulag eins og kemur fram í Morgunblaðinu, er það skýrir fyrst frá þessum málum. Bændur í Miðfirði hafa ekki krafist neins né óskað eftir neinu nema að umrædd lög væru-haldin. Af framansögðu er ljóst, að ef netaveiðimenn við Miðfjörð og á Vatnsnesi eiga í deilum við einhvern, þá er það við löggjafa og löggæslu landsins, en ekki við veiðiréttareigendur við Miðfjarðará. Noregs í Portúgal og ræddi hann m.a. við Soares um saltfiskvið- skipti landanna. „Norðmenn standa samt miklu betur að vígi en við. Þar 'er sjávarútvegurinn styrktur svo mikið að talið er nema öllum launagreiðslum fiskimanna, enn- fremur eru afurðavextir mjög lágir þar. Hér standa málin þannig að við greiðum háa afurða- vexti, 6% útflutningsgjöld — slík gjöld fyrirfinnast ekki í Noregi — og þar er saltfiskframleiðsla hliðarframleiðsla, en hér frum- framleiðsla," sagði Tómas. Á s.l. ári keyptu Portúgalir 21.7 Framhald á bls. 22. ÚT AF grein í Morgunblaðinu þann 19. þ.m. um að „deilur hafi risið milli bænda í Miðfirði og Vatnsnesi út af laxveiðum“ er ástæða til að benda á eftirfarandii 1. Blaðamaðurinn hefur litið svo á, að hér væri um deilur milli þessara aðila að ræða, en hefði hann viljað skýra málin sem best, bar honum skylda til að ræða við báða aðila, en í stað þess kemur aðeins fram álit annars aðilans. 2. En þessi niðurstaða blaða- mannsins er alröng. Svo virðist Benedikt Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.