Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 —Tillögurnar slá á vonir vidmælendanna Framhald af bls. 36 hefur fundizt stefnan í viðræðun- um til þessa frekar í þá áttina, að menn gerðu sér ljósan þann gífur- lega vanda sem við er að etja i efnahagsmálunum og þá ekki bara varðandi fiskiðnaðinn. Ég segi það alveg eins og er, að ég hefi ekki enn séð þá gífurlegu tekjustofna, sem þarf til að niður- færslu- og millifærsluleið ein leysi vandann, en auðvitað mun- um við reikna þetta dæmi sem önnur til þrautar. Lúðvik Jósepsson sagði að á viðræðufundinum í gær hefðu fuiltrúar Alþýðubandalagsins lagt fram „tvö vinnuplögg frá Alþýðubandalaginu, annað var skriflegt svar okkar við þeim tillögum, sem fram voru komnar frá Alþýðuflokknum varðandi efnahagsmálin og við tökum und- ir sumt í þeim en höfnum öðru. Hitt plaggið voru svo tillögur okk- ar i efnahagsmálum, sem við telj- um að taki til alls vandans, en ekki bara hluta hans eins og tillögur Alþýðuflokksins gera. Tillögur okkar eru tvíþættar, ann- ars vegar um fyrstu aðgerðir fram að áramótum, en hins vegar ný stefna i efnahagsmálum á breið- um grundvelli, sem gilti fyrir næsta ár.“ I heild sagði Lúðvik, að um skoðanamun væri að ræða milli Alþýðubandalags og hinna flokkanna, „en ég vil ekki taka svo sterklega til orða að ágrein- ingurinn sé ekki fullkomlega eðli- legur á þessu stigi máls,“ sagði Lúðvík Jósepsson. Morgunblaðið skýrði I gær frá meginefni i tillögum Benedikts Gröndals, en I svari Alþýðubanda- lagsins í gær við þeim er tekið undir sum atriðin með tilvísun til efnahagsmálastefnu Alþýðu- bandalagsins, en tveimur atriðum hafnaði það algjörlega, gengis- breytingu og frestun gildistöku kjarasamninga. 1 tillögum Alþýðubandalagsins varðandi aðgerðir til áramóta er eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá tillaga um að færa verðlag niður, sem nemur 10% í framfærsluvísi- tölu og einnig gera eir tillögu um þriðjungs vaxtalækkun á afurða- og rekstrarlánum atvinnuvega. A móti niðurfærslunni á að afla verulegs fjár með nýjum sköttum og sparnaði í rikisrekstri. Sú nýja stefna i efnahagsmál- um, sem Alþýðubandalagið legg- ur til að gildi fyrir næsta ár felur f sér „miklar tilfærslur á fjár- munum í hagkerfinu og umtals- verðar breytingar á yfirbyggingar og milliliðakostnaði," eins og Lúð- vik Jósepsson orðaði það f samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. Tillögur Alþýðubandalagsins voru til umræðu á fundi þing- — Opinskáar umræður Framhald af bls. 2 því heilshugar að rétta hlut flokksins á ný. Geir Hallgrimsson sagði, að á fylgistap Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum hefði staða flokksins i landsmál- unum haft úrslitaáhrif. Þar er fyrst og fremst um að ræða að okkur tókst ekki að ná þeim árangri að ná tökum á verðbólg- unni en verðbólgan hefur óvissu f för með sér, óeirð f hugum fólks- ins og skapar óánægju, jafnvel þó velsæld og kaupmáttur hafi aldrei verið meiri i landinu heldur en undanfarna mánuði og jafnvel ár, sagði Geir. En það er líka þver- sögn, sagði Geir, þegar ég segi að stefna ríkisstjórnarinnar f kjara- málunum og þá efnahagsaðgerð- irnar f febrúar að svo miklu leyti sem þær breyttu gerðum kjara- samningum, hafi kannski átt stærstan þátt i fylgistapi flokks- ins. Og enn rekumst við á mót- sagnir meir að segja meðal sjálf- stæðisfólks innbyrðis. Sumir sjálfstæðismenn telja að of seint og of skammt hafi verið stigið með aðgerðunum en hin skoðunin er lfka til í Sjálfstæðisflokknum, að það hefði alls ekki átt að gripa til neinna aðgerða, sem skertu gerða kjarasamninga. „Ég er ekki með þessu að segja að rangt hafi verið að framkvæma efnahagsaðgerðirnar i febrúar. Það er alltaf rétt að fylgja sann- færingu sinni fram og gera það sem nauðsynlegt er að gera, jafnvel þó hætta sé á fylgistapi, vegna þess að það fylgi mun skila sér aftur, þegar fólkið sér að ekki var um annað að ræða. Og við munum sjá það, bæði sjálfstæðis- menn og kjósendur annarra flokka, að i viðræðunum núna um — Rekin frá Egyptalandi Framhald af bls. 1 friðartilraunum Begins. Eban átaldi á móti það, sem hann nefndi rógburð á stjórnarandstöð- una, en deilan á rót sína einkum að rekja til viðræðna Shimons Peres, leiðtoga Verkamanna- flokksins, við Sadat fyrir skömmu. Abba Éban sagði meðal annars i umræðunum i Knesset, að Sadat hefði að sönnu ekki teygt sig nógu langt í samkomu- lagsátt, en þrátt fyrir það væri friðarvilji hans greinilegur og bæri ekki að vanmeta hann. stjórnarmyndun verður ekki hjá þvi komist að grípa til samsvar- andi aðgerða og fólust i efnahags- aðgerðunum i febrúar," sagði Geir og bætti því við að ekki hefði tekist að gera fólki næga grein fyrir þeim vanda sem við væri að fást. Slíkt væri þó nauðsynlegt, ef unnt ætti að vera að ná tökum á efnahagsmálum þjóðarinnar. Albert Guðmundsson sagði að kosningarnar hefðu tapast vegna rangrar stjórnarstefnu frá upp- hafi núverandi ríkisstjórnar og málefnasamningur rikisstjórnar- innar eða fjöldi ráðherra hefði ekki speglað þann mun, sem var á fylgi flokkanna tveggja. Albert sagði að mikill munur heföi verið á þeirri stefnu, sem flokkurinn boðaði fyrir kosningarnar 1974 og þeirri, sem fylgt hefði verið af ríkisstjórninni. Sagðist Albert telja það ógæfu flokksins að formaður hans og fjármálaráðherra flokksins skyldu hafa verið neyddir til að halda áfram með þá efna- hagsstefnu, sem vinstri stjórnin hefði rekið. „Lögin um efnahags- aðgerðirnar voru striðsyfirlýsing á fólkið í landinu," sagði Albert og sagði að með þeim hefði einnig verið ráðist að fyrirtækjunum i landinu, sem ættu við mikinn rekstrarfjárvanda að etja. Albert sagði að flokkinn vant- aði málgagn. „Morgunblaðið minntist ekki á Sjálfstæðisflokk- inn á sjálfum kjördeginum," sagði Albert. Heldur vildi hann miklu frekar eiga blað sem kvefaðist þegar formaðurinn hnerraði heldur en öfugt og vitn- aði þá til orða Davíðs Oddssonar i framsöguræðu, sem birt verður i blaðinu á morgunn. Gunnar Thoroddsen sagði, að meginástæðan fyrir fylgistapi flokksins í báðum kosningunum væru efnahagsmálin og sú mikla verðbólga, sem geisaði i landinu. Þá hefði flokkurinn ekki náð nægjanlega til unga fólksins og það væri einnig að nokkru ástæða fylgistapsins, en það væri þó ekki vafi á þvi, að margt fólk miðaldra og roskið, sem áður hefur kosið flokkinn, kaus hann ekki nú. „Mér er það alveg ljóst að margt sjálfstæðisfólk hefur orðið fyrir djúpstæðum vonbrigðum vegna þess að flokknum hefur ekki tek- ist að ráða við efnahagsmálin," sagði Gunnar. Gunnar sagði að ómögulegt væri annað en minnast á blaða- kostinn þegar fjallað væri um flokks Alþýðuflokksins síðdegis í gær. „Við trúðum lengi vel ekki okkar eigin augum, þegar við sá- um þennan pólitiska hráskinns- leik Alþýðubandalagsins," sagði einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins I gær, „þessar tillögur eru hókus pókus, sem menn geta teygt sig á til áramóta, en það er borðleggjandi að áframhaldið verður að íslenzkt þjóðfélag verð- ur gjaldþrota um þetta leyti næsta árs, enda ná ekki tillögur Alþýðubandalagsins lengra. Alþýðuflokkurinn mun ekki taka þátt í þvi að stuðla að slíku gjald- þroti. Hið eina, sem getur bjargað þessu, er að innan Alþýðubanda- lagsins séu einhverjir þeir menn, sem geti tekið höfunda þessa efnahagsplaggs i pólitiska kennslustund, þannig að þeir komist niður á jörðina og horfist I augu við raunveruleikann. Ef það gerist ekki verður Alþýðubanda- lagið utanveltuflokkur í Islenzk- um stjórnmálum." Annar þingmaður Alþýðu- flokksins lýsti tillögum Alþýðu- bandalagsins svo: Vaxtastefnan þýðir í raun tvöfalt vaxtakerfi í landinu og kostnaðurinn við að lána fé og fá það aftur greitt í minni krónum segja þeir almenn- um orðum að eigi að skiptast milli sparifjáreigenda og bankanna. 1 niðurfærslunni tala þeir um lækkun söluskatts og á móti verði þetta mál. „Aðstaða Sjálfstæðis- flokksins er að þessu leytinu til mjög ólik þvi, sem verið hefur áður,“ sagði Gunnar og sagði að nú hefði orðið sú breyting frá fyrri borgarstjórnarkosningum, að Morgunblaðið hefði farið of seint af stað með áróður fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins, en þetta hefði breyst til bóta fyrir Alþingiskosningarnar. „En við skulum gæta þess að í undanförn- um kosningum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn alltaf stuðst við tvö blöð, Morgunblaðið og Visi. Núna er vart hægt að segja að Visir hafi stutt Sjálfstæðisflokkinn, sumar greinar voru að vísu okkur hlið- hollar en það er vitað að i fyrstu var það Visir, sem kynnti þjóð- hetjuna Vilmund Gylfason og allt fram til kosninganna mátti vart milli sjá hvort Visir styddi raunar Sjálfstæðisflokkinn eða Alþýðu- flokkinn," sagði Gunnar. „Ef við lítum raunsætt á okkar blaðakost, þá er það staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert blað en hann hefur samt sem áður um áratugi haft ómetanlegan stuðning og gagn af þessum tveimur blöðum. Annað þeirra brást nú að verulegu leyti, hitt hefur breytt um svip og svipurinn er orðinn það breyttur að það hefur verið opið andstæðingum okkar ekki siður en okkur,“ sagði Gunnar og spurði hvernig og hvort úr þessu þyrfti að bæta með því að Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur stofnaði og eignaðist blað. „Ég er ekki að mæla með því vegna þess, að það er ákaflega miklum örðugleikum bundið en ég held að þegar við höfum þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkur- inn á hvorki Morgunblaðið né Vís- i en að sjálfstæðismenn eru eig- endur þessara beggja blaða, þá verðum við að gera þá kröfu til þeirra að hér verði breytt um og þessi blöð styðji Sjálfstæðisflokk- inn af fullri einlægni og djörf- ung,“ sagði Gunnar. Umræður á fundinum stóðu allt fram um kl. 1 eftir miðnætti og að lokum voru þeir, sem þátt tóku I hringborðsumræðunum spurðir um ágreining innan forystu Sjálf- stæðisflokksins. Albert Guð- mundsson sagði m.a. að hvað sjálfan sig snerti væri tvimæla- laust ágreiningur innan flokksins en hann væri ekkert nýr. Nefndi hann nokkur dæmi um óánægju sina meðal annars við stjórnar- myndun og sagðist ekki hafa stutt stjórn Geirs Hallgrímssonar vegna máiefnalegs ágreinings. Hann gagnrýndi hik hjá foryst- fjár aflað með ótilgreindum fram- kvæmdafrestunum og stórhækk- uðum sköttum. Síðan vilja þeir taka upp styrkjakerfi við útflutn- ingsatvinnuvegina, kerfi, sem var afnumið hérlendis fyrir 20 árum, og ætla að taka upp enn eina skattheimtuna I veltuskatti á fyr- irtæki, en það sjá allir að slíkur skattur fer auðvitað beina leið út I verðlagið með verðhækkunar- áhrif. A viðræðufundi I gær var fallizt á þá tillögu Benedikts Gröndals að óska eftir viðræðum við laun- þega- og bændasamtök og óskaði Benedikt Gröndal eftir þvi, að forystumenn ASÍ, BSRB og Stétt- arsambands bænda kæmu til funda á laugardaginn. I gær- kveldi höfðu allir þessir aðilar svarað játandi. Samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðið hefur, var greinar- gerð Alþýðubandalagsins í efna- hagsmálum 14 vélritaðar blaðsið- ur með tölulegum dæmum og sagði alþýðubandalagsmaður, að þessi eini málaflokkur þeirra hefði verið lengra rit en allt upp- kast Benedikts Gröndals að mál- efnasamningnum. „Þó erum við með þessu aðeins að fylla i það gat, sem Benedikt skildi eftir,“ sagði hann. Þá mun Alþýðu- bandalagið hafa á reiðum hönd- um svipaðar greinargerðir um aðra málaflokka, sem fjalla þarf um við stjórnarmyndunarviðræð- urnar, 7 til 8 málaflokka. „Það má því gera ráð fyrir þvi að viðmæl- endur okkar hafi nóg að gera við að stauta sig fram úr þessum verkum okkar fram i næstu viku,“ sagði alþýðubandalagsmað- urinn. unni og hvaðst tala þar fyrir munn margra. Ragnhildur Helgadóttir sagði, að það væri ekki vafi að togstreyta væri i æðstu stjórn flokksins, sem hefði komið niður á öllu starfi flokksins, en Ragnhildur lagði á það áherzlu, að menn ættu að standa saman um grundvöll sjálf- stæðisstefnunnar. Geir Hallgrímsson sagðist ekki muna eftir alvarlegum málefna- ágreiningi við Gunnar Thorodd- sen. Hann drap á sögulegar stað- reyndir eftir að Bjarni Benedikts- son féll frá og aðdragandann að þeirri forystu sem nú er í flokkn- um. Hann sagði að Albert hefði stutt stjórnarmyndunina og hvatt sig til hennar þar til ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki fara með viðskiptamál. Geir Hallgrímsson hvatti sjálf- stæðisfólk til að láta ekki draga sig i dilka og bæði hann og Gunn- ar Thoroddsen hvöttu sjálfstæðis- menn til að standa saman. Gunnar sagði, að það væri orðum aukið, sem sagt hefði verið um ágreining milli þeirra tveggja I fréttaskýr- ingum Morgunblaðsins og Vísis og gagnrýndi blöðin fyrir þessi skrif sín. „Ég hef ekki komið auga á að þetta þjóni neinum góðum tilgangi," sagði hann. Siðar lýsti hann þvi yfir að hann væri ekki með þessum orðum eða öðrum að hvetja til ritskoðunar Þá lagði hann á það áherzlu, að ágreiningur um menn og málefni fylgdi stjórn- málastörfum og væri ekkert óeðli- legt við það. Nefndi hann I því sambandi dæmi úr sögu Sjálf- stæðisflokksins. Birgir Isleifur Gunnarsson fékk mikið klapp þegar hann lagði á það áherzlu, að eftir að menn hefðu verið valdir til starfa I forystu flokksins, bæri þeim skylda til að standa saman og efla samvirka forystusveit flokksins. „Það er ekki nægileg samheldni í forystu Sjálfstæðis- flokksins" sagði hann. „Eg vil gera þá kröfu til forystumanna Sjálfstæðisflokksins hverjir sem þeir eru og á hvaða tima sem þeir eru, að þegar búið er að velja þá til forystu þá vinni þeir saman. þvi sá flokkur ber feigð í brjósti sem ekki hefur samhenta for- ystu.“ Fundurinn var fjölsóttur og tóku margir fundarmenn til máls. Vörpuðu margir þeirra fram snörpum fyrirspurnum og skýrðu ákveðið frá gagnrýni sinni. Var mál manna að fundurinn væri óvenjulegur og mótaðist af opin- skáum umræðum. — Skrifstofu- stjórinn dró sér andvirði bíls Framhald af bls. 36 ávana- og fikniefnum við Ffkniefnadómstólinn til að annast lögregiurannsókn I máli skrifstofustjórans. Sem kunnugt er hefur skrif- stofustjórinn viðurkennt að hafa dregið sér nær 3 milljónir króna. Skrifstofustjórinn hóf störf hjá Rannsóknarlögregl- unni, þegar hún hóf sjálfstæð- an skrifstofurekstur og annað- ist hann umsýslu á rekstrarfé stofnunarinnar en launa- greiðslur til starfsmanna stofnunarinnar fóru þó að mestu i gegnum ríkisféhirði. Sem fyrr sagði er hluti af fjár- drætti skrifstofustjórans vegna sölu á bifreið Rann- sóknarlögreglunnar. Annaðist Innkaupastofnun ríkisins sölu á bifreiðinni og þegar salan hafði átt sér stað, hefði skrif- stofustjórinn átt að öllu venju- legu að láta kvittun fyrir and- virði bilsins ganga til ríkis- féhirðis en i stað þess lét hann Innkaupastofnunina greiða sér andvirðið i ávísun, sem hann lagði inn á bankareikn- ing. Var reikningur þessi stofnaður á nafni Rannsóknar- lögreglunnar og af honum dró hannsér fé. Skrifstofustjórinn starfaði áður en hann hóf störf hjá Rannsóknarlögreglunni hjá Innkaupastofnun ríkisins og þar áður starfaði hann i Lands- banka Islands en lét af störf- um þar 1971. 1 gær héldu starfsmenn Rikisendurskoðunar áfram athugun sinni á fjárreiðum Rannsóknarlögreglunnar og starfsmenn rannsóknarlög- reglunnar bjuggu gögn um sín- ar frumrannsóknir, er leiddu til handtöku skrifstofustjór- ans, í hendur Ásgeiri Friðjóns- syni, sem ætlar í dag að hefja rannsókn málsins. — María Slepak fékk þr jú ár Framhald af bls. 1 Sovétstjórnina fyrir hálfum mán- uði. Talið er að Vladimir Slepak sé nú niðurkominn einhvers staðar í Síberfu. Bent er á, að þrátt fyrir vægari dóm yfir Maríu Slepak en búizt var við, verði örlög hennar samt sem áður þau sömu og eigin- mannsins, þar sem hún muni fyr- irsjáanlega dveljast hjá honum þar til hann hefur afplánað út- legðardóm sinn. María Slepak sagði i dag, að hún hefði haft með sér persónulega nauðsynjamuni I réttarsalinn þar sem hún hefði fastlega búizt við því að verða flutt beint i fangelsi, þrælkunar- búðir eða útlegð. Við réttarhöldin i Moskvu f morgun gætti lögregluvörður þess tryggilega að fréttamenn og andófsfélagar sakborningsins kæmust ekki inn í réttarsalinn. Til átaka kom þegar ljósmyndari á vegum lögreglunnar tók myndir af andófsmönnum og fréttaritur- um, en fljótlega var tekið f taum- ana. Tveir ættingjar Marfu Slep- ak fengu að vera viðstaddir rétt- arhöldin. — 750manns missa at- vinnu sína Framhald af bls. 36 anna hefur verið sagt upp störf- um. í sumum húsanna lýkur vinnslu þegar í kvöld, en í ein- staka húsi lýkur vinnslu ekki fyrr en eftir helgi. Eins og fyrr segir vinna hátt í 500 manns hjá þess- um frystihúsum, og missir allt það fólk atvinnuna, nema vél- gæzlumenn og aðrir þeir sem eru á mánaðarkaupi. Á bátunum eru um 250 sjómenn og stöðvast báta- flotinn líklega allur, þar sem svo mikill fiskur berst að landi ann- ars staðar á landinu, að ekki er hægt að taka við meiri afla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.