Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 21 Nairobi, Kenya, 26. júlí — Reuter. EÞÍÓPÍUSTJÓRN tilkynnti í dag að her landsins væri að ná yfirhöndinni í baráttunni, við skæruliða Eritreumanna. í til- kynningu frá stjórninni, sem birt var í gær, scgir að herir Eþíópíu, sem sóttu inn í Erítreu úr suðri, hafi náð aftur borgunum Mende- fera og Tessenei, sem eru hern- aðarlcga mikilvægar. Þá á Eþíópíuher einnig að hafa tekið borgina Massawa, sem cr hafnar- borg við Rauða hafið. Þetta er í fyrsta sinn, sem stjórnvöld láta frá sér fara opinbera yfirlýsingu um framgang hernaðarins í Erítreu, frá því Eþíópíumenn sneru sér að barátt- iVeður ae i i heim Amsterdam 24 skýjaó Apena 30 láttskýjaö Berlín 26 léttskýjaó BrUsse) 18 •kýjaó Cicago 28 skýjað Frankfurt 27 heiöskírt Genf 21 léttskýjaö Helsinki 21 léttskýjaö Jóhannesarborg 21 lóttskýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjaó Lissabon 30léttskýjaó London 21 skýjaó Los Angeles 29 helóskírt Madrid 36 léttskýjaö Malaga 28 heiðskírt Miami 30 skýjað Mœkva 15 rigning New York 27 skýjað Ósló ,2jK léttskýjaó Palma 31 skýjað París 25 rigning Reykjavík 14 léttskýjaö Róm 28 léttskýjað Stokkhólmur 22 léttskýjað Tel Aviv 28 heiðskírt Tókýó 32 heiðskírt Vínarborg 25 heiðskírt. unni gegn skæruliðum þar fyrir alvöru. I marz lauk stríði þeirra við Sómalíumenn í Ogadeneyði- mörkinni og síðan hafa þeir einbeitt sér að Erítreumönnum. Fulltrúar skæruliðanna í Khartoum í Súdan hafa sagt að skæruliðar Erítreu hafi aðeins dregið sig til baka og að mestu átökin muni verða í fjallahéruðun- um í kringum höfuðborg Erítreu, Asmara. Samkvæmt tilkynningu stjórn- arinnar, sækir herinn nú fram á fjórum stöðum í Erítreu. Ein sóknin er í norður með landamær- um Súdans og Erítreu og er markmiðið með þeirri sókn að rjúfa birgðaleiðir skæruliða og ryðja braut að borginni Barentu, sem er á valdi stjórnarhersins, en hermenn skæruliða sitja um. Stjórnarherinn hefur hingað til að mestu leyti átt í höggi við skæruliða Frelsishreyfingar Erítreu (ELF), en ef og þegar herinn mun hefja umsátur sitt um Asmara mun hann berjast við skæruliða EPLF. Sú hreyfing er talin betur skipulög og agi er þar sagður vera mun meiri. FORSETAR RÆÐAST VIÐ. Forsetar nokkurra Afríkulanda sjdst hér rœðast við skömmu eftirfund hjá Einingarsamtökum Afríku. Meðal þeirra sem sjást á myndinni eru: Dwada Jawara (með gleraugu, annar frá vinstri), forseti Gambíu, Moussa Traore, forseti Mali (í þjóðarbúningi), Omar Bongo, forseti Gabon (fyrir miðju með gleraugu), Gnassingbe Eyademam, forseti Togo, (ber hönd fyrir höfuð sér), og Kenneth Kaunda, forseti Zambíu (í Ijósu fötunum til hœgri). Misjöfn viðbrögð við afnámi vopnasölubanns Ankara — Washington 26. júlí - AP ÞEIRRI ákvörðun öldungadeild- ar Bandaríkjaþings að aflétta vopnasölubanni á Tyrki hefur verið misjafnlega tekið, og Bul- ent Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í dag, að enda þótt hér væri um framför að ræða væru annmarkar á málamiðlun- artillögunni, sem Carter forseti fékk samþykkta í gærkvöldi. Gríska stjórnin hefur lýst yfir vonhrigðum sínum vegna máls- ins, og í yfirlýsingu f dag sagði að það kynni að hafa óæskileg áhrif á framvindu Kýpurdeilunn- ar og friðarhorfur milli Grikkja og Tyrkja. Stjórnin á Kýpur hefur látið í ljós „beizkju og hneykslan“ vegna atkvæða- greiðslu öldungadeildarinnar, og telur hana hljóta að hafa í för með sér vaxandi erfiðleika á lausn Kýpur-deilunnar. Vopna- sölubann Bandaríkjastjórnar kom í kjölfar innrásar Tyrkja á Kýpur fyrir þremur árum. Stjórnarandstaðan í Aþenu, með Andreas Papandreou í broddi fylkingar, hefur fordæmt at- kvæðagreiðsluna, og lýst því yfir að fráhvarf Grikkja frá Atlants- hafsbandalaginu hljóti að verða rökrétt svar þeirra við þessari þróun mála. Málamiðlunartillagan, sem sam- þykkt var í öldungadeildinni með 57 atkvæðum gegn 42, felur í sér heimild til hernaðaraðstoðar við Tyrki jafnt sem Grikki að andvirði 175 milljónir dala til hvorra á næsta ári, en frekari hernaðarað- Framhald á bls. 22. Þetta gerðist Við hlið Monroe fyrir 6,5 milljónir Holliwood 26. júlí. AP. Hver sá, sem á sex og hálfa milljón króna í beinhörðum pen- ingum, getur fengið að hvíla við hlið Marilyn Monroe til eilífðar- nóns. Nú er nefnilega til sölu grafreiturinn við hliðina á legstað leikkon'Unnar látnu, en Marilyn Monroe er jörðuð í West- wood-kirkjugarðinum í Holly- wood. Legstaður sá, sem nú er til sölu, er í eigu Lyn nokkurrar Carter og að sögn hennar hafa tveir þegar falast eftir honum. Annar er aðdáandi Monroe, sem búsettur er í Bretlandi, en hinn er einn af fyrrverandi eiginmönnum Monroe. Monroe var þrígift en Carter hefur hingað til ekki viljað gefa upp hver eiginmannanna vildi hvíla við hlið leikkonunnar. 1976 — Kröftugur jarðskjálfti I Norður-KIna. 1974 — Dómsmálanefnd full- trúadeiidar Bandarfkjaþings samþykkir ákæru á Nixon. 1970 — Salazar deyr tveimur árun\ eftir heilablóðfall. 1965 — Fyrstu loftárásir á eld- flaugastöðvar i Norður- Vietnam. 1954 — 72 ára yfirráðum Breta yfir Súezskurði iýkur með samkomulagi þeirra og Egypta. 1953 — Vopnahlé í Kóreu undirritað I Panmunjom. 1941 —• Landganga Japana I Indóklna. 1848 — Rússar gera innrás í Modavíu og Valakiu. 1839 — Ópíumstrlð Kínverja og Breta hefst. 1839 — Uppreisn I París vegna kúgunarráðstafana Karls X. 1713 — Tyrkir og Rússar semja frið I Adrlanópel. 1875 — Turenne marskálkur fellur I orrustunni um Sass- bach og Frakkar flýja. 1655 — Kjörfurstinn I Branednborg og Hollendingar gera varnarsamning sem hrindir af stað fyrsta Norður- landastrlðinu. 1563 — Frakkar taka Le Havre af Englendingum og plágan berst til Englands. Afmæli dagsins: Edward Montagu enskur flotaforingi (1625—1672) — Ernest Dohananyi ungverskt tónskáld (1877—1960). Innlent: D. Gizur Hallsson lög- sögumaður 1206 — Jón Ólafs- son flýr land I annað sinn 1873 — Jón Þorláksson biðst lausn- ar 1927 — Askorun 50- menninga um útfærslu I 200 mllur 1973 — F. Haraldur Björnsson 1891. Orð dagsins: Jazzinn mun lifa svo lengi sem fólk heyrir hann með fótunum en ekki heilan- um — John Philip Sousa bandariskt tónskáld (1854—1932). Karpov vill hækka í sessi Baguio, Filippseyjum, 26. júlí — Reuter. ANATOLY Karpov, heimsmeistari í skák, ákvaö í dag aö til aö geta unniö sigur í einvígi sínu við Viktor Korchnoi yröi hann aö horfa á taflboröiö af öörum sjónarhóli, hærri stól. Karpov hefur fariö þess á leit við skipuleggendur einvígisins að stóll hans veröi hækkaður um 13 senti- metra og aö lokið veröi viö þessa endurbót á stólnum áöur en fimmta einvígisskák þeirra Korchnois hefst á morgun. Karpov sat á púða meðan hann tefldi fjóröu einvígisskákina, en komst aö þeirri niöurstööu aö henni Frá einvígi Karpovs og Korchnois. Áskorandinn situr í stólnum góóa, an Karpov stendur fyrir aftan sinn og maenir i Korchnoi. lokinni, aö hann sæti ekki nógu hátt í stólnum þrátt fyrir púðann. Körchnoi á hins vegar ekki í neinum vandræöum með sinn stól, þvt hann kom meö hann meö sér frá Sviss. Sá stóll er sérsmíðaöur fyrir Korchnoi og er búinn sérstakri gaslyftu sem gerir áskorandanun, kleift aö hækka stól sinn eöa lækka eftir því sem þörf krefur. Stóllinn var vandlega gegnumlýstur áöur en Korchnoi fékk leyfi til aö nota hann í áskorendaeinvíginu, en eigi aö síður hafa aöstoðarmenn Karpovs ekki almennilega sætt sig viö aö Korchnoi noti hann. í dag var hvíldardagur, en eigi að síöur notuðu báöir keppendurnir daginn til skákrannsókna. Á morgun veröur síðan fimmta einvígisskákin tefld, en hinum fjórum hefur öllum lyktað meö jafntefli. Erlendirfull- trúar viðstadd- irkosningarn- aríRhódesíu Salisbury 26. júlí. AP. TILKYNNT var í Rhódesíu í dag, aó fulltrúum frá Sameinuðu pjóöunum, Einingarsamtökum Afríku, Vestur- veldunum og „öllum öórum samtök- um“ yrði boöið aö vara viöstaddir fyrstu almennu kosningarnar í land- inu, sem fram eiga aö fara í desember. Á blaöamannafundi, sem boðað var til í tilefni kosninganna, tilkynntu tveir ráöherrar, annar blökkumaöur og hinn hvitur, að líklegt væri aö kosningarnar yröu haldnar dagana 4. til 6. desem- ber. En peir sögðu einnig, aó átökin milli skæruliöa og stjórnarhersins kynnu að hindra aö kosningarnar gætu fariö fram á tilskildum tíma. Skæruliöaforingjarnir Robert Mugabe og Joshua Nkomo hafa hótað að koma í veg fyrir kosningarnar, meöal annars meó pvi að ráðast á kjörstaói. hrósar sigri Eþíópíustjóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.