Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1978 29 félk f fréttum + „Samvizka sósíaldemókrata“, fyrrum kanzlari í Þýzkalandi Willy Brandt (til hægri), — eins og segir í textanum með þessari mynd, — var fyrir skömmu í Kaupmannahöfn, til að ræða þar við danska flokksbræður. Er hann hér með forsætis- og utanríkisráðherranum Anker Jorgensen og Lise Östergaard ráðherra í stjórn Jorgensens. Ferðin tii Danmerkur var farin í þeim tilgangi að ræða mál hinna fátækari þjóðlanda. + Slúðurdálkahöfundar heimspressunnar eru önn- um kafnir viö aö fylgjast meö hverskonar athöfnum Þeirra Jackie Kennedy og auðjöfursins Adnan Khas- hoggi sjeiks. Nýjustu frétt- ir eru pær aö sá bjúgnefj- aöi sendi Jackie 300 rauðar rósir, sé hann svo önnum kafinn, aö hann geti ekki hitt hana pann daginn. + Sænska leikkonan Ingrid Bergman ætlar að gefa út endurminningar sínar í bók á næsta ári. Hún beitir tækninni við þetta, því hún mun tala inn á spólur og senda þær til höfundarins Alan Burgess. New York Post segir að Ingrid muni koma með ýmsar upp- ljóstranir í þessum æviminn- ingum sínum. + Hinn heimskunni skemmti- kraftur Daninn Victor Borge hefur opinberlega látið í ljós óánægju sína með iandkynn- ingarmynd um Danmörku, en hann og dóttir hans. sem heitir Friðrikka, eiga kafla í mynd- inni. Búið er að eyða miklu fé í þessa mynd. Óánægja lista- mannsins hefur orðið til þess að óvissa ríkir um framhald kvikmyndagerðarinnar. + Draumuur Meilstrups. sem er Kaupmannahafnarbúi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og kominn er á eftirlaun. rættist fyrir nokkru. Var hann staddur á götu í Kaupmannahöfn á þessum gunnfáki sínum. Hann kom þar að, sem bankaræningi var á harðahlaupum eftir götunni, með plastpoka í hendinni. Starfsmenn bankans sáu hann horfa á eftir manninum. — Gamla löggan hafði þá kallað til bankamannanna> Bankaræningi? — Þeir svöruðu um hæl að svo væri. Þá gaí sá gamli í gunnfákinn. náði þjófnum eins og skot, stökk af hjólinu og greip manninn handföstu lögreglutaki. — Þjófurinn sýndi enga mótspyrnu og þýfið í plastpokanum var tekið af honum. 36.000 kr. (danskar að sjálfsögðu). Á eftir sagði hinn harðsnúni lögreglumaður að sig hefði lengi dreymt um að geta handtekið bankaræningja. Nú hefði það sem sé rætzt. Svæðameðferð á Akureyri NÆSTKOMANDI föstudagskvöld og laugardag. 28.-29. júlí efnir Rannsóknastofnun vitundarinn- ar til fyrsta námskeiðs í svæða- meðferð utan Reykjavíkur. Svæðameðferð er heilsuræktar- aðferð skyld nálarstunguaðferð- inni og er námskeiðið bæði verk- legt og fræðilegt. I september n.k. verður nám- skeiðum í svæðameðferð haldið áfram í Reykjavík og gefst þá einnig Akureyringum kostur á því að sækja framhaldsnámskeið í meðhöndlunaraðferð þessari. Námskeiðið hefst kl. 21 á föstudagskvöld á Hótel KEA og stendur yfir frá kl. 9—17 næsta dag. Þeir sem áhuga hafa geta haft samband við Hótel KEA eða við Rannsóknastofnun vitundarinnar í Reykjavík. (FrcttatilkynninK frá Kannsóknastoínun Vitundarinnar). Rannsókn á for- sendum heilbrigðis UM þessar mundir vinnur Rann- sóknastofnun vitundarinnar að rannsókn á sállíkamlegu (psychosomatísku) heilbrigði. í rannsókninni hefur m.a. verið f jallað um sálrænar, félagsiegar og andlegar orsakir streitu, sálrænna og líkamlegra sjúkdóma. Tilgátur um samskipti lfkama og sálarlifs hafa verið athugaðar með bætta meðhöndlun sjúkdóma og heilsu- vernd í huga og grundvöllur hópvinnu meðal íslenzkra heil- brigðisstétta hefur verið athugað- ur. í rannsókn þessari er gengið út frá því að heilbrigði þurfi að skilgreina á fjölþættan hátt og talið að athuga þurfi upplýsingar af eftirtöldum sviðum: líkamlegar, tilfinningalegar, hugarlegar, félagslegar og andlegar hliðar heilbrigðis. Reynt verður að prófa gildi þeirrar tilgátu að góð samræming á starfsemi ofan- greindra fimm sviða mannlífsins sé forsenda góðs heilbrigðis. Til þess að safna raunvísindaleg- um upplýsingum af breiðu sviði vill stofnunin koma þeirri beiðni á framfæri við fólk að það sendi stofnuninni upplýsingar, helzt skrif- lega, um heilbrigði og heilsuvernd. Með allar upplýsingar verður farið af fyllsta trúnaði. Meðal atriða sem verið er að safna upplýsingum um eru: 1. Reynsla fólks af heilbrigðisþjón- ustu á íslandi. 2. Reynsla af því hvaða lifnaðar- hættir, þar á meðal mataræði útivist, hreyfing, félagslíf o.fl. hafi gefið því bezta raun til varðveizlu heilsu. 3. Hvaða leiðir, hefðbundnar eða óvenjulegar hafi reynzt fólki vel í leit að leið til endurhæfingar eða lækningar. Kaldársel Vegna forfalla eru nokkur pláss laus í stúlkna- flokkana. 2.—16. ágúst og 16.—30. ágúst. Upplýsingar í síma: 51382 Sumarstarf KFUK Hafnarfiröi. TÍsku- sýning ★ Alla föstudaga kl. 12.30—13.30. Sýningin er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðnaöar og Hótels Loftleiða. Módelsamtökin sýna skartgripi og ýmsar gerðir fatnaðar sem unninn er úr íslenskum ullar- og skinnavörum. Hinir vinsælu réttir kalda borösins á boöstólum. ★ Veriö velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.