Alþýðublaðið - 26.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidsla blftðsins er í Alþýðuhúsinu við Isgólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað sða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Bolsiyíkar hnarreistir, Daily Express segir, að Kame- neff og Krassin hafi svarað Luz- ernyfilýsingunni með því að biðja Lloyd George um vegabréf úr landi, [Má á því sjá, að bolsivík- ar þykjast engum afarkostum þurfa að taka]. Danska krónan Miiir! Khöfn, 25. ágúst. Sterlingspund er nú 25,50 (var i gær 24,90). Dollarinn 7,22 (var í gær 6,99). Sænsk króna 1,44 (var í gær 140,85). fðsnsðisleysi o§ brunamál bæjarins. Eftir Magnús V. Jóhannesson. ----- (Frh.) IV. Bifdælnrnar og hrnninn. Undanfarnar vikur hefir mæling á vatnstapi vatnsveitunnar farið fram að nóttu til, þegar menn ekki þurfa að nota vatn; því reynslan hefir sýnt, að þegar vatnið hefir sitt eðlilega rensli að deginum til, þá hafa þau hús er hæst standa ©ft verið vatnslaus síðari hluta dags. Þetta er staðreynd. Mæling- in hefir leitt í Ijós mikinn leka. Enginn ætti að fylgjast eins vel með þeim mælingum og brunastj. því hann þarf stundum að nota í þágu síns embættis alt það sem vatnsveitan getur íramleitt. Þar eð árangurinn af mælingunum hefir orðið þessi, væri ekki úr vegi þó brunastjóri reyndi að finna ráð er vegi upp á móti vatnstapinu, og ráðið er til, og mun eg halda því fram þar til reynzlan sýnir hið gagnstæða, og það er að nota sjói Brunaliðið hefir til umráða tvær véldælur, sem nú reyndust vel, þó þær hafi skapraunað liðinu oft þegar sýningin var fyrir þá dönsku í fyrra vor. Mér er tjáð að minni dælan muni fiytja 700 lítra á mínútu og sú stærri eitthvað meira, frá hverri þeirra ganga tvær slöngur, svo önnur þeirra gerir sama gagn og tveir brandkranar, en sá er gallinn á, að það þarf tvo krana til að fylla karið, og þegar lítið er vatns- magnið, þá þyrfti fleirij enda var sú raunin við síðasta bruna, að fyrst framan af kom vatnið í skvettum fram úr slöngunum. Öllum hlýtur að vera það ljóst, að dælur þessar eru ekki eingöngu ætlaðar vatnsveitu. Ef vatn er f körunum, þá tekur vélin vatnið og frámflytur það með þeim krafti sem vatnsveita vor hefir aldrei verið megnug til. Þessvegna var ráð að setja dælurnar niður á Kvöldúlfsbryggju og dæla þaðan sjó. Var það ekki hægtf Önnur dælan stóð á Hverfisgötu og sjá menn þá að ekki er langt til sjáv- ar. Og nú var háflóð. Ef þetta hefði verið gert og reynst vel, hefði vinningurinn orðið gífurlegur. Við það hefði lokast fyrir fjóra krana, sem hefði valdið því, að aðrir sem opnir stóðu fengu meiri þrýsting á vatnið, og eg vil trúa því, að véldælurnar hefðu, með nægu vatni, verið einfærar um að verja íbúðarhúsið; í fyrsta Iagi sökum þess að þær eru svo kraft- góðar; í öðrulagi flytja þær svo mikið vatn og í þriðja lagi að afl þeirra fer ekki forgörðum, því slöngur þær er þeim fylgja eru þéttar. Mér er tjáð að minni dæian hafi við æfingu verið reynd á vegalengdinni frá sjó og upp að Kárastöðum, og þá hafi bilað hluti í vélinni. Ef þetta er satt, sem eg ekki efa, þá er ekki slönguleysi um að kenna, að þær voru ekki notaðar þannig síðast, því slöngur þær, sem náðu við umrædda æf- ingu, gátu hæglega nægt báðum nú. Þá kemur ef til vill afsökun á því, að vélinni hafi verið ofboðið á æfingunni. En það réttlætir ekkert í þessu sambandi, þvf bil- unin gat hafa stafað af mistökum við vélina, eins og þegar sýningin var fyrir þá dönsku, og hefi eg heyrt þvf kaldið fram af viðstödd- um, að svo hafi verið í þetta skifti, og þó svo að engum mis- tökum væri um að kenna, þá sannar það ekki að sjór hefði ekki nægt við brunann, því þess ber að gæta, að það mun vera þrisvar sinnum lengra á æfingarsvæðið en á brunasvæðið og hallinn sama hlutfall. Það mun engina hygginn her- foringi gugna, þótt eitthvað mis- takist, heldur iáta einskis ófreistað til að vinna bug á óvininum og nota friðartfmann til að útbúa sig sem best undir næsta ófrið. Ef það ætti í þessu sambandi að vera afsökun, að umrædd æficg mis- tókst, þá væri jafn réttmætt ao' forkasta véldælum fyrir það að þær reyndust ónothæfar í fyrravor. Þar sem brunastjóri lýsir yfir f opinberu blaði að „ekki hafi verið hægt að gera meira með ekki fullkomnari áhöldum," þá fellur sá dóoiur dauður,' ef reynzlan sýnir að sjór kæmi að notum. Ef aðferð sú, er eg hefi bent á„ reynist vel, má það vega mikið á móti vatnsleysinu. Bærinn er þétt- bygður meðfram ströndinni, svo víða ætti að vera hægt að koma þvf við. það sem mælir ena- fremur með þvf, að það sé reynt7 er að bilun á vatnsveitunni. getur komið fyrir begar minst varir og einmitt þann tíma komið upp eldur og þarf þá iiðið ekki að standa ráðþrota. En til að notfæra sér þetta þarf ælingar. Hvað áhöldunum viðvíkur, álít eg brunaliðið ekki að svo stöddvt fært um að fara með fullkomnari áhöld. Liðið ætti að taka til æf- inga og læra að notfæra sér áhold- in svo sem frekast má, og eg veit að liðsmenn eru reiðubúnir þegar herlúður foringjans gjellur. Mig rekur minni t.il að bæjar- stjórn hafi fyrir skömmu samþykt að kaupa sjáifheidustiga á bifvék. fyrir eitthvað um 20 þús. kr., en það er glópska ein. Ráðlegra væri að svo stöddu að veita þá upp- hæð til æfinga, því það má hátt- virtri bæjarstjórn vera ljóst, ef hún á sök á æfingaleysi liðsins, að það er engin ráðstöfun gegn eldi að fastlauna tvo menn og þ& annar þeirrr fengi ókeypis íbúðr ef ekkert annað er gert.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.