Morgunblaðið - 29.07.1978, Side 1

Morgunblaðið - 29.07.1978, Side 1
32 SÍÐUR 161. tbl. 65 árg. LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 Prontsmiðja MorgiinblaAsins. Korchnoi slökkvir & kertunum á tertunni sem hann fékk í gær á tveggja ára afmæli flótta hans frá Sovétríkjunum. — Sjá skákfréttir bls. 18. Christina Onassis staðfestir ráð sitt Stjóm Soaresar situr áfram til bráðabirgða friðarferð Kairó, 28. júlí — AP. ALFRED Atherton, sérlcgur íull- trúi Bandaríkjastjórnar í deilun- um í Miðausturlöndum. kom til Kairó í dag og mun aðaltilgangur hans vera að reyna að fá Egypta til að setjast að samningaborðinu aftur með ísraelsmönnum. Til að svo geti orðið, er talið liklegt að Egyptar geri þá kröfu að Banda- rikjamenn ríði á vaðið og leggi fram raunhæfar tillögur til lausnar deilunum. Atherton kom beint frá Jerúsalem, þar sem hann ræddi þessi mál við Begin forsætisráð- herra ísraels og fleiri þarlenda ráðamenn. Líklegt er talið að hann reyni að draga athygli Egypta að þeim yfirlýsta vilja ísraelsmanna að ræða um yfirráð Egypta yfir vesturbakka Jórdanár eftir fimm ár. Til þessa hafa Egyptar ekki sýnt neinar undirtektir undir þessar yfirlýsingar ísraelsmanna. 1 ræðu sem Sadat flutti í morgun lýsti hann því enn einu sinni yfir að Begin væri sá maður sem stæði í vegi fyrir friðarum- leitunum og lýsti því jafnframt yfir að Ezer Weizmann, varnar- málaráðherra Israels væri maður góður í viðræðu. Moskva, 28. júlí — AP CHRISTINA Onassis, dóttir olíukóngsins fræga, Aristotle Onassis, sagði í viðtali við franskan sjónvarpsmann í Moskvu í dag, að hún hygðist ganga að eiga rússneskan vin sinn, Sergei Kauzov að nafni, og mun athöfnin fara fram á þriðjudag n.k. — Hveitibrauðs- dögunum hyggjast hjónakorn- in verja í Síberíu. Yfirlýsing þessi kemur í kjölfar tveggja mánaða stöðugra sögusagna um ástalíf ungfrúarinnar sem hún hefur stöðugt neitað. Hinn rússneski vinur Christínar er 37 ára gamall fyrrverandi starfsmaður olíu- skipafélags og munu þau hafa kynnst fyrir um 3 árum. Christina sagði við frétta- menn í Moskvu að þau hjóna- kornin myndu gifta sig í al- mennri hjónamiðlunarskrif- stofu og kostnp.ðurinn væri sem svarár 500 íslenzkum krónum. Christina er án efa ein auðug- asta kona veraldar og því vakna fljótlega þær spurningar, hvað um öll auðæfin verði þegar hún er orðin „hálf-rússnesk". Hún svaraði fyrirspurnum frétta- manna um það á þann veg að auðæfi sín hefðu ekkert að segja í samskiptum hennar við Rúss- land. Ekki eru allir jafn ánægðir með ráðahaginn eins og Christ- ina. Vinir Onassisfjölskyldunn- ar staðhæfa að geysileg óánægja ríki í fjölskyldunni og ef faðir brúðarinnar tilvonandi væri á lífi, hefði „hneyksli" sem þetta ekki getað gerzt. Hjónakornin hittust fyrst fyrir um 3 árum þegar Christina átti sæti í samninganefnd um viðskipti fjölskyldufyrirtækis hennar og rússneska olíuflutn- ingaskipafyrirtækisins Sov- frakht. Kauzov var á þeim tíma yfirmaður skrifstofu Sovfrakht í París, en hefur nú sagt starfi sínu lausu. Bæði eru Christina og Kauzov fráskilin, Kauzov var giftur. rússneskri konu og átti eitt barn. Christina er hins vegar tvígift og á ekkert barn.______ Lissabon 28. júlí — AP MARIO Soares, leiðtogi portú- galskra jafnaðarmanna, til- kynnti í dag að hann hefði ákveðið að gegna störfum forsæt- isráðherra áfram til bráðabirgða eftir fall ríkisstjórnar hans fyrr í vikunni. Soares sagði við fréttamenn að hann hefði tekið ákvörðunina um að sitja áfram þar til'eftirmaður hans væri fundinn að beiðni Antonio Ramalho Eanes forseta. Eins og kunnugt er hafði Soares lýst því yfir fyrr að hann hygðist ekki sitja áfram. Þessi ákvörðun Soaresar er talin vera mikill léttir fyrir Eanes forseta, sem hefði að öðrum kosti setið uppi með stjórnarkreppu. Eanes hófst þegar handa og hélt í dag fundi með öllum forystu- mönnum stjórnmálaflokka lands- Tilræði í London London, 28. júlí — AP BIFREIÐ sendiherra íraks í London var sprengd f loft upp í dag og urðu aðeins lítilsháttar meiðsl á einum vegfaranda. Sendiherrann, Taha Ahmed al- Dawood, var rétt ókominn í bíl sinn, sem flytja átti hann til Londonflugvallar. Sprenging þessi kemur beint f kjölfar þess að í gær vfsaði íraksstjórn 10 Bretum úr landi í frak, en þar á undan hafði brezka stjórnin rekið 11 íraksbúa frá Bretlandi. Ef merkja má af skemmdum bifreiðarinnar, er talið nær víst að sendiherrann hefði týnt lífi ef hann hefði verið í henni. Soares ins til að ræða þá stöðu sem komin er upp. Diogo Freitas do Amaral leið- togi íhaldsflokks miðdemókrata, sagði eftir fundinn með Eanes, að þar hefðu verið stigin fyrstu skrefin í átt til stjórnarmyndunar. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi ekki ráðlegt í stöðunni að efna til kosninga í landinu, heldur væri heppilegast að mynda nýja ríkisstjórn án þess. Talið er líklegt eftir ummælum forystumanna stjórnmálaflokk- anna í dag, að Eanes sé þegar með ákveðnar hugmyndir í mótun og muni tilnefna nýjan eftirmann Soaresar í næstu viku. Engin nöfn eru nefnd. Glundroði París 28. júlí. Reuter. FRANSKIR flugumferðarstjórar hafa neitað að vinna yfirvinnu og því munu tugir þúsunda ferða- manna verða fyrir töfum og óþægindum um mestalla Vest- ur-Evrópu og víðar um heigina sem er mesta ferðamannahelgi ársins. Hæsta verð á gulli: únsan á202 dollara London, 28. júlí, AP — Reuter GULLVERÐ á heimsmarkaði var það hæsta í sögunni í dag, þegar verð á einni únsu gulls náði 202 dollurum. Aldrei fyrr hefur verð- ið farið yfir 200 dollara. — Á sama tíma féll dollar áfram f verði gagnvart japanska jeninu og við lok gjaldeyrismark- aða f dag var dollar kominn niður í 189 jen, sem er það lægsta frá strfðslokum. Dollar lækkaði einn- ig verulega gagnvart svissneska frankanum, sem stendur gjald- miðla bezt þessa stundina. Nokkurs konar gullæði greip um sig svo að ekki hafðist undan á gullmörkuðum og urðu margir frá að hverfa. Verð á gulli hefur farið stöðugt hækkandi allar götur frá miðjum apríl og hefur hækkað að meðaltali um 2 dollara á dag undanfarnar 2 vikur. Hæst var gullverð 30. desember 1974 þegar únsan var seld á 197.50 dollara. Bæði dollar og vestur-þýzka markið lækkuðu nokkuð gagnvart svissneska frankanum á gjald- eyrismörkuðum heimsins, og hefur dollar aldrei verið lægri gagnvart frankanum fyrr eða hver dollar á 1.7525 franka. Á 24 klukkutímum lækkaði dollarinn um 3%, sem er met. — Ástæðuna fyrir slæmri stöðu dollars og vestur-þýzka marksins gagnvart svissneska frankanum telja sérfræðingar fyrst og fremst vera þá, að ekki hefur tekist að halda verðbólgu eins í skefjum í Bandaríkjum og Vestur-Þýzka- landi eins og í Sviss. Lenda í dag Dover, Englandi, 28. júlí - AP TVEIR brézkir ofurhugar sem lögðu upp frá Nýfundnalandi í loftbelg s.l. miðvikudag og hugðust fyrstir manna fljúga loftbelg yfir Atlantshafið, sá- ust í kvöld um 750 mílur vestur af írlandi. Smágat var þá komið á belginn og lak helium út. Að sögn sérfróðra manna í þessum efnum ættu þeir fé- lagarnir þó að getað svifið rólega til Bretlands og lent þar „mjúkri" lendingu á laugar- dagskvöld. Seint í gærkvöld náðist sam- band við félagana í loftbelgnum í gegnum talstöð og sögðu þeir þá, að þeim miðaði frekar hægt áfram, en töldu þó góða von um að ná Englandsströnd seinni hluta dags á morgun. — Til þessa hafa verið gerð- ar alls 20 tilraunir til þess að fljúga loftbelg yfir hafið, og hafa margar þeirra verið mannskæðar. Atherton í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.