Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 Afkastamestu loðnuverksmiðjurnar; Óvirkar vegna yfirvinnubanns :0$y¥í"::Y‘ MORGUNBLAÐINU heíur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Loðnunefndi Eins og fram hefur komið í fréttum varð að samkomulagi milli Félags Fiskimjölsframleið- enda og LIÚ að fela loðnunefnd að annast stjórnun á loðnuveiðun- um meðan sérstakir erfiðleikar á vinnslu loðnunnar takmörkuðu svo mjög móttökugetu verk- smiðja að ekki var grundvöllur fyrir þvf að allur flotinn stundaði þessar veiðar á sama tfma. Eins og kunnugt er varð af þessum sökum að stöðva allar loðnuveið- ar í 7 daga frá 24. júlí til 1. ágúst. Loðnunefnd hefur nú ákveðið á grundvelii þeirra upplýsinga sem fengist hafa um móttökurými næstu viku, að 13 bátar geti hafið veiðar á miðnætti aðfararnætur 1. ágúst. Þessir 13 bátar sem fá heimild til að fara f eina veiðiferð erui Albert, Guilberg, Helga II, nelga Guðmundsdóttir, Hrafn, Huginn, Húnaröst, Kap II, Magnús, Ljósfari, Skarðsvfk, Skfrnir og Helga. Allir aðrir bátar verða að vera í loðnuveiðibanni a.m.k. til 3. ágúst. Ástæður fyrir því að ekki er hægt að heimila fleiri en 13 bátum veiðar eða löndun eru mjög takmörkuð móttökugeta verk- smiðja í landi. Upphafleg ástæða fyrir tak- mörkun á loðnuveiðunum varð að í loðnunni var mikil áta sem olli erfiðleikum á vinnslu loðnunnar í verksmiðjunum. Nú hefur önnur ástæða alls óskyld hinni fyrri orðið til þess að takmarka þarf veiðarnar frekar en ætlað var. Með aðgerðum verka- lýðsfélaganna á Siglufirði og í Vestmannaeyjum, þar sem ýmist hafa verið boðuð eða eru í gildi yfirvinnubönn og vaktavinnubönn, hafa þrjár afkastamestu loðnu- verksmiðjur í landinu verið gerðar óvirkar. Þessar verksmiðjur af- kasta milli 3 og 4 þúsund lestum á sólarhring og vegna góðs tækja- búnaðar þeirra hefur átan í ioðnunni ekki hindrað eðlilega vinnslu þeirra. Fjölmörg skip geta því ekki stundað loðnuveiðar nú vegna aðgerða þessara tveggja verka- lýðsfélaga. Hafnarsvæðið við Sundahöfn. Svæðið, sem hafnarnefnd gerði tillögu um að úthlutað yrði Eimskipafélaginu, er við svonefnt Kleppsskaft og sést hér hluti þess. Ljósm. ól.K.Mag. Hafnarnefndarmenn: Forsvarsmenn Eimskips segja að félagið kunni að fara frá Reykjavík BORGARSTJÓRN Reykjavíkur feltdi i fundi sínum sl. fimmtudag aö úthluta Eimskipafélagi islands til- teknum lóðum vió Sundahöfn, sem hafnarstjórn Reykjavíkur hefói gert tillögu um aó Eímskipafélaginu yrói úthlutað. í umræöum í borgarstjórn um málið sagói Björgvin Guómunds- son, formaöur hafnarstjórnar, að svo kynni að fara aó Eimskipafélagið fseri fri Reykjavík fengi paó ekki næga aóstöóu og Albert Guómunds- son sagói aó ekki vssri ólíklegt, aó Eimskip pyrfti aö leita til annarra sveitarféiaga vegna peirrar óvissu, sem vari um Þaó hvort félagió fengi nægjanlegt athafnasvæói. Morgunblaöiö leitaöi í gær álits þeirra, sem sæti eiga í hafnarstjórn Reykjavíkur, á þessari samþykkt borgarstjórnar en þeir, sem sæti eiga í hafnarstjórn, eru Björgvin Guö- mundsson formaöur, Birgir ísleifur Gunnarsson, Albert Guömundsson, Guömundur J. Guömundsson og Jónas Guömundsson. Ekkl tókst aö ná tali af Birgi og Björgvin en einnig var rætt við Olaf B. Thors, fyrrverandi formann hafnarstjórnar. Þá tókst ekki aö ná tali af Óttari Möller forstjóra Eimskips. Albert Guömundsson sagöi aö afstaöa sín þess efnis aö rétt væri að Eimskip fengi þessa lóö byggöist á Framkvæmdastjóri Menningarsjóðs: Hrólfur Halldórsson hlaut 3 atkvæði — Magnús Torfi 2 Á FUNDI menntamálaráðs í gær var m.a. á dagskrá bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem óskað var umsagnar menntamála- ráðs um umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Menningar sjóðs. Féll atkvæðagreiðsla ráðsins þannig að Hrólfur Halldórsson hlaut 3 atkvæði og Magnús Torfi ólafsson 2 atkvæði, en fimm menn skipa menntamálaráð. Mennta- málaráðherra skipar í embættið. — Ég mælti með þeim umsækj- anda sem ég taldi hæfastan til að gegna þessu mikilvæga starfi fyrir menntamálaráð og menningarsjóð sagði Baldin Tryggvason, en það er Magnús Torfi Ólafsson. Ég vil taka það fram, sagði Baldvin ennfremur, að ég lýsti yfir þegar Hrólfur Halldórsson var ráðinn að þá væri ekki verið að ráða framkvæmda- stjóra menningarsjóðs til frambúð- ar. En valið nú var einfalt, eingöngu var um það að ræða að velja þann sem hæfastur var. Matthías Johannessen sagði í samtali við Vísi í gær að hann teldi umsókn Magnúsar Torfa Ólafssonar Eldur í feiti í Sigtúni SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var laust efti r kl. 21 í gærkvöldi kvatt í veitingahúsið Sigtún þar sem eldur var laus í feiti í eldhúsi á annarri hæð. Skv. upplýsingum slökkviliðsins hafði starfsfólki tekist að koma í veg fyrir út- breiðslu eldsins og tók það slökkvi- liðið skamma stund að ráða niðurlögum hans. Ekki urðu telj- andi skemmdir. vera virðingu við ráðið og teldi hann uppfylla mjög vel þær kröfur er gera þyrfti til þess manns er starfinu gegndi. Björn Th. Björnsson sagði að Gils Guðmundsson hefði haldið þessari Hrólfur Magnús Torfi stöðu í tvö kjörtímabil og hefði hann átt afturkvæmt í hana þegar hann óskaði þess. Jón Sigurðsson hefði verið ráðinn í millitíðinni, en horfið frá því starfi. — Við vorum þá í mannahraki, sagði Björn, og fengum þá Hrólf Halldórsson til starfsins, en hann átti þá yfir sér óvissa stöðu. Hrólfur hefur gegnt þessu starfi með prýði og ég sé engan siðrænan grundvöll fyrir því að fleygja góðum starfsmanni út úr starfi sínu fyrir það eitt að pólitíkus vantar embætti. Hinu má bæta við að Magnús Torfi Ólafsson er sá maður sem ég hefði viljað að gegndi þessu starfi hefðu málin ekki legið svona við. Ég tel að opinber fyrirtæki megi ekki og eigi ekki að vera pólitískar embættisskúffur, það er ósiðlegt að slíkt eigi sér stað. Magnús Torfi er hæfur maður og er ég alls ekki á móti honum en menntamálaráð á ekki að leika neitt manntafl. — Það sem réð minni afstöðu var fyrst og fremst það að Hrólfur Halldórsson hefur gegnt þessu starfi á annað ár og gert það vel, sagði Kristján Benediktsson. Hann hefur gegnt starfinu án allra skuldbindinga þennan tíma, en eins og kunnugt er þá höfum við orðið að fá í það menn meðan Gils Guðmundsson hefur verið í leyfi frá störfum. Mér finnst við hafa nokkrar skyldur við Hrólf þar sem hann hefur sýnt að hann er fær um að gegna starfinu og því studdi ég hann. Meðal umsækjenda voru vissulega aðrir sem komu sterklega til greina og mér hefði verið kært að styðja undir öðrum kringum- stæðum. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af fimmta fulltrúanum, Jóni Sigurðssyni í gærkvöldi. þeirri reynslu sem hann heföi bæöi sem rekstraraöili og stjórnarformaöur Tollvörugeymslunnar. „Þaö var á sínum tíma ætlunin aö Tollvöru- geymslan fengi þaö svæöi, sem nú er útisvæöi hjá Eimskipafélaginu í Sundahöfn. Og hefði Tollvörugeymsl- an verið sett niður þar og Eimskip ekki fengiö þetta útisvæöi, sem þegar er fullnýtt hjá þeim án þess aö gámatæknin væri komin á þetta stig, þá væri hrein ringulreiö ríkjandi þarna innfrá. Þaö er slíkt ástand sem ég er aö reyna aö koma í veg fyrir og að svo veröi þrengt aö Eimskipaféiaginu aö eölileg þróun í flutningatækni og aukningu á vegum félagsins veröi stöövuö eöa þeir píndir til aö fara annað,“ sagði Albert. Aöspuröur um þau orö sín á síöasta borgarstjórnarfundi, aö ekki væri ólíklegt, aö Eimskip þyrfti aö leita til annarra sveitarfélaga, og þau orö formanns hafnarstjórnar, Björgvins Guðmundssonar, aö svo kynni aö fara aö Eimskip færi frá Reykjavík, sagöi Albert: „Ég byggi þessi ummæli mín á því að ég hef heyrt forsvarsmenn Eim- skipafélagsins segja, aö ef þaö væri of aö þeim þrengt hér í Reykjavík, þá væri ekki um önnur úrræöi fyrir þá en aö flytja annaö og þá hef ég heyrt Hafnarfjörö nefndan. Þaö hefur hins vegar ekki veriö talaö um þetta sem einhvern hlut sem lægi fyrir eða ákvöröun, heldur aö þelr yröu píndir til þess, ef athafnasvæöi þeirra yröi skert í fyrirsjáanlegri framtíö." Jónas Guömundsson sagöist hafa taliö eölilegt aö Eimskipafélagiö fengi þessar tilteknu lóöir og þetta væri í annaö skiptiö, sem hafnarstjórn samþykkti aö eimskip fengi þær. „Þetta er auövitaö afgreitt frá okkar hálfu í stærra samhengi og ég persónulega hef lagt á þaö áherzlu aö mannvirkin séu fullkomin og úr því að vilji var fyrir því aö úthluta einu félagi þessu, því viö þurfum aö fá stærri einingar í þetta, þá taldi ég Eimskipa- félagiö alveg standa undir því. Eimskipafélagiö er meö 25 skip og viö skulum minnast þess aö þaö er stutt síöan hingaö kom nýtt skip, sem ekki var hægt aö útvega aöstööu í Reykjavík. Þetta skip, Bifröst, fór í Hafnarfjörö og ég vil ekki fá Eimskipa- félagiö í Hafnarfjörð. Ég tel aö þetta hafi fyrst og fremst veriö fellt í borgarstjórn vegna innanfélagsóeiröa í Alþýöubandalag- inu. Þeir eru algjörlega á móti formanni Verkamannasambandsins, sem stjórnar hafnarverkamönnunum," sagöi Jónas. Guömundur J. Guömundsson sagöi aö menn yröu aö hafa í huga aö þessi afgreiðsla borgarstjórnar væri ekki endanleg afgreiösla eöa úthlutun á þessum lóöum heldur væri málinu slegiö á frest og þaö þyrfti aö leysa í rólegheitunum. „En stærsta skipa- félag landsmanna veröur ekki afgreitt Framhald á bls. 18 Hestaútflutning- urfyrir rúmar94 milljónir króna NÝLEGA voru seldir til Noregs 33 hestar, en í nýlegu tölublaði Sambandsfrétta segir, að mark- aður fyrir hesta sé nú einna beztur í Noregi. Meðalverð til bænda fyrir tam- inn hest í þessari sendingu var um 344 þúsund krónur. Frá áramótum til júníloka hafa verið fluttir út á vegum Búvörudeildar SÍS 274 hestar að verðmæti rúmlega 94 m.kr. Frystihúsin gefi næstu ríkisstjórn svigrúm segir í ályktun Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur „ÞAÐ ER haria lítið sem við getum gert að sinni, við héldum fund og menn eru afskaplega óhressir yfir þessu,“ sagði Karl Steinar Guðnason í Keflavík í samtali við Morgunblaðið í gær um áform um að loka frystihús- unum á Suðurnesjum á næstunni. Sagði Karl Steinar að stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis hefði haldið fund um málið og samþykkt eftirfarandi ályktuni Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis mótmælir harðlega fjölda uppsagna frysti- húsaeigenda er nú eftir örfáa daga bitna á verkafólki og sjómönnum. Minnir fundurinn á að nú hafa stjórnvöld ábyrgst greiðslur úr verðjöfnunarsjóði og Seðlabank- inn jafnframt hækkað afurðalán. Þessar ráðstafanir hljóta því að fresta stærsta vandanum þótt þær dugi skammt. Verkalýðsfélög- unum á Suðurnesjum hefur lengi verið ljóst að fyrirtæki í sjávarút- vegi á Suðurnesjum hafa á undan- förnum árum verið afskipt hvers konar fyrirgreiðslu opinberra að- ila og því dregist aftur úr hvað snertir tæknibúnað og hagræð- ingu. Það er því greinilegt að gera þarf stórfellt átak til uppbygging- ar atvinnulífi á Suðurnesjum. Fundurinn væntir þess að frysti- húsaeigen.dur geri sér ljóst að nú er landið án ábyrgðar ríkisstjórn- ar er bíður þess eins að hverfa frá störfum. Beinir fundurinn því þeim tilmælum til frystihúsaeig- enda að þeir dragi uppsagnir verkafólks til baka og gefi þannig næstu ríkisstjórn svigrúm til aðgerða er leysi vandann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.