Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 Sjávarútvegur: Göður árangur tilraunastarfsíns NÝJUNGAR í sjávarútvegi er mál, sem oft er rætt um manna á meðal eða öllu heldur skortur á þeim. Við athugun kemur hins vegat í Ijós að í stjórnartíð Matthíasar Bjarnasonar sem sjávarútvegsmálaráð- herra hefur töluvert verið gert af því að efla rann- sóknarþáttinn í sjávar- útveginum. Einar Ingvar- sson aðstoðarmaður sjávar- útvegsmálaráðherra sagði í viðtali við Viðskiptasíð- una að þessum málum hefði verið komið f fastar skorður 1976 þegar tókst að tryggja fjármagn til rannsóknarstarfsins. Á ár inu 1976 voru veittar 250 milljónir til starfsins en síðan 150 milljónir ár hvert. Rannsóknarstarfið hefur verið þríþætt þ.e. fiskileit, vinnslutilraunir til að skapa markaðshæfa vöru úr fiski sem áður var óþekktur, og markaðssókn. Sem dæmi um þau störf sem unnið hefur verið að nefndi Einar eftirfarandi dæmii 1) Stuðla að leit að sumarloðnu. Fyrstu skipin sem fóru fengu baktrygg- Einar Ingvarsson ingu frá ráðuneytinu og framhaldið af þeirri sögu er ekki nauðsynlegt að rekja nánar, hana þekkja allir. 2) Leit að úthafsrækju en í sumar hafa 30 skip leyfi til að veiða úthafsrækju og í vor fundust t.d. ný rækju- mið á Dornbanka. Dalborg- in frá Dalvík, eina sérhann- aða rækjuveiðiskipið, hafði t.d. þegar viðtalið fór fram, fengið 85 tonn af úthafs- rækju á sex vikum og voru Smásöluverzlunin: Markaðshlutdeild kaupf élaga 30% I Sambandsfréttum mátti ný- lega finna eftirfarandi rétt um starfsemi Norræna samvinnu- sambandsins á árinu 1977, „Ársskýrsla Norræna sam- vinnusambandsins (NAF-Nordisk Andelsforbund) fyrir 1977 er nýkomin út. Viö höfum þegar grein frá veltu og afkomu NAF á síðasta ári, en hér fara á eftir nokkrar upplýsingar um sam- vinnuhreyfinguna á Norðurlönd- um, sem birtar eru í skýrslunni. Heildaríbúafjöldi Norðurlana er talinn 22,3 milljónir manna, og þar af eru 4,7 milljónir félagsmanna í kaupfélögum innan aðildarsam- banda NAF. Kaupfélög eru sam- tals 2.594, og fækkaði þeim um 61 á árinu. Kaupfélagaverzlanir eru 11.748. Heildarvelta kaupfélag- anna í smásölu varð 62.743 millj. danskra króna, og jókst hún um 13% frá 1976. Markaðshlutfall norrænu kaupfélaganna í smásölu er talið 18%. Það er hæst í Finnlandi og á íslandi, 30%, en 18% í Svíþjóð, 14% í Danmörku og 11% í Noregi. Heildarvelta sam- vinnusambandanna innan NAF varð 44.433 millj. d.kr. og jókst um 14% frá árinu á undan. Eigin framleiðsla samvinnumanna varð 16.560 millj. d.kr. Samvinnustarfsmenn á Norður- löndum eru samtals taldir 188.750, þar af 66.473 hjá samvinnusam- böndunum. Þeir eru flestir í Finnlandi, 76.823, síðan kemur Svíþjóð með 73.735, þá Danmörk með 17.794, síðan Noregur, þar sem þeir eru 14.000, og loks ísland, þar sem samvinnustarfsmenn eru 4.758.“ 70 tonn unnin beint til útflutnings um borð í skip- inu. Þetta gefur óneitanlega góðar vonir, sagði Einar. 3) Spærlingsveiði hefur verið styrkt og útflutnings- gjöld verið felld niður til að hægt væri að greiða hærra verð fyrir hann og virka þannig hvetjandi. 4) Karfaveiðar hafa verið efldar. 5) Síðast en ekki sízt hefur sjávarútvegsmála- ráðuneytið lagt mikla fjár- muni í tilraunaveiðar og vinnslu á kolmunna. Reynd hafa verið ný og mismun- andi veiðarfæri. Grindvík- ingur hefur í sumar verið leigður til tilraunaveiða með sérstakan poka sem síðan er gert ráð fyrir að önnur skip tæmi og flytji aflann til lands. Ráðuneytið hefur í samvinnu við eig- endur bátanna Alberts frá Grindavík og Arnar frá Keflavík gert tilraunir með tveggja báta troll en megin- tilgangurinn með þeim til- raunum er að kanna hvort hægt sé að nota saman báta sem ekki hafa nægilega vélarorku einir fyrir þá veiðarfærastærð sem nauð- synleg er til veiðanna. Fyrsti vísirinn að árangri af kolmunnatilraununum má segja að sé sá, að Aðal- steinn Jónsson útgerðar- maður á Eskifirði hefur ákveðið að gera nótaveiði- skipið Jón Kjartansson ein- göngu út á kolmunnaveiðar í sumar. Tilraunir hafa verið gerðar til að þurrka kolmunna og gáfu þær góða raun. Kolmunnaskreið á að vera hægt að selja á hinum hefðbundnu skreiðarmörk- uðum okkar og þá sérstak- lega í Afríku (þegar stjórn- málaástand leyfir). Einar Ingvarsson sagði að megintilgangurinn með tilraununum værí sá að finna leiðir til að hægt væri að beina flotanum frá þorskveiðum og jafnframt að stefna að betri nýtingu hans. Aukin fjölbreytni veiða og betri nýting fiski- skipaflotans er eitt af grundvallaratriðum til tryggingar atvinnuöryggis landsmanna í nútíð' og framtíð. Viðskiptasíðunni þykir rétt að vekja athygli á því, svona mitt í öllum viðræð- unum um ríkisbáknið, að starfsmannafjöldi sjávarút- vegsmálaráðuneytisins er aðeins 13 starfsmenn. / Alnotkun ÁRIÐ 1976 notuðum við Islend- ingar 1785.7 tonn af áli eða um 8.15 kg á hvern fbúa, en seæmi má nefna að Bandaríkjamenn notuðu 25.9 kg, Norðmenn 24.0 kg, Svíar og Vestur-Þjóðverjar 19.3 kg á hvern íbúa. Hérlendis eru það aöallega tvö fyrirtæki sem fást við fullvinnslu áls en það eru Málmsmiðjan Hella og Málmsteypa Ámunda Sigurðs- sonar. Af vörum sem þessir aðilar framleiða og selja má nefna einingar í mótora, handfæravind- ur og kraftblakkir en einnig vatnslása fyrir niðurföll og pönnu- kökupönnur. Ýmsir aðrir aðilar smíða að sjálfsögðu úr áli og má þar nefna stýrishús á skip, vöru- bílapalla og færibönd í frystihús. Fleiri ferða- menn SAMKVÆMT upplýsingum Út- lendingaeftirlitsins og Ferða- málaráðs komu um 31 þús. erlendir ferðamenn til landsins á fyrri hclmingi þessa árs en þeir voru um 28 þús. á sama tímabili 1977. Aukningin er því um 10.7%. í ár... í júnímánuði s.l. komu um 12 þús. erlendir ferðamenn til landsins en þeir voru um 10 þús. 1977 og fjölgaði þvf ferðamönnum til landsins um 20% í þessum eina mánuði. Arðsemi stjórnmálamanna „Ræða við fulltrúa launþega og ekki allir sammála um það fyrir bænda." kosningar að það væru rekstrar- Hvað margir kannast skilyrðin og arðsemin sem ættu að ekki orðið við þennan frasa? Voru ráða? Tilvitnun vikunnar „Hækkað kaup leiðir til aukins vanda útflutningsatvinnuveganna," sagði Lúðvík Jósepsson m.a. í kvöldfréttatíma útvarps á miðvikudagskvöldið. Orð í tíma töluð eða hvað? '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.