Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 13 Ný flugvél Boeing verksmiðjurnar hafa nýlega kynnt síðustu nýjung sína á sviði far- þegaflugs og er það í fyrsta sinn síðan 1966 þegar þeir sýndu frétta- mönnum drög sín að Jumbo eða 747 vélinni. Nýja Boeing flugvélin ber einkennisstafina 767 og minnir óneitanlega nokkuð á evrópsku Airbus flugvél- ina enda „aðeins“ tveggja hreyfla en engu að síður gerð fyrir um 200 farþega og hefur 3700 km flugþol. Orkunýting þessara véla á að vera um 35% betri en áður hefur þekkst meðal sambærilegra flugvélategunda. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur þegar pantað 30 stk. af 767 og mun sú fyrsta verða afhent um mitt ár 1982. Pöntun UA var hins vegar engin smápönt- un því þeir pöntuðu einnig 30 stk af 727—200 og var andvirði heildarpöntunarinnar 1.6 billjónir dollara. Mun þetta vera stærsta pöntun sem gerð hefur verið í flugvélaiðnaðinum. Að lokum er ekki úr vegi að vitna til ummaela eins af forstjór- um Boeing verksmiðjanna þegar hann var spurður um stjórnunar- hætti í stórfyrirtæki eins og Boeing. Nauðsynlegt er að styðjast við kerfi pappíra, sem segja til um hvað menn eigi að gera. En hann bætti við, að framkvæmdastjórar yrðu einnig að hafa frelsi til að fara í kring um reglurnar. Góður framkvæmdastjóri er sá sem fær hlutunum framgengt fyrir utan kerfið. Mikilvæg atvinnugrein Boeing 767 Á síðasta ári komu tæp- lega 82 þús. erlendir ferða- menn til landsins, þar af um 70.000 með íslenskum flugvélum. Beinar og óbeinar tekjur af ferða- mönnum urðu um 6.2 milljarðar kr. eða sem svarar ca. 6% af heildar- verðmæti vöruútflutnings landsmanna á sfðasta ári. Um 6% af heildarvinnu- aflinu starfaði beint að ferðamannaþjónustu á ár- inu 1977. Ef litið er á þjóðerni hinna erlendu ferðamanna, þ.e.a.s. stærstu hópanna, voru um 25% þeirra frá Norðurlönd- unum, 20% frá Bandaríkj- unum og um 15% voru V estur-Þ jóðver jar. Áberandi er að Frökkum og Svisslendingum fjölgar í hópi erlendra ferðamanna til íslands. En hvaða þýðingu hefur ferða- mannaiðnaðurinn fyrir okkur fyr- ir utan gjaldeyristekjur og at- vinnutækifæri? Eitt mikilvægasta Viðskiptasíðunni þykir rétt að vekja athygli á þeim varhuga- verða málflutningi sem felst í fréttatilkynningu þeirri sem Iðja félag verksmiðjufólks á Akureyri sendi frá sér nýlega. í fréttatilkynningunni segir m.a.: Jitjóm Iðju lítur svo á, að brýna nauðsyn beri til, með tilliti til atvinnuöryggis iðnverkafólks, að takmarka svo sem frekast má vera innflutning iðnaðarvamings, sem fluttur er inn í landið í samkeppni við íslenskan iðnað, sérstaklega Vaxta- þróunin í Evrópu Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun vaxta m.v. hina ýmsu gjaldmiðla síðan 1975. Athyglisvert er að vextir í Englandi fara lækkandi eftir því sem dregið hefur úr verðbólgunni þar. ber að hafa í huga að banna eða draga verulega úr inrflutningi skófatnaðar, vinnufatnaðar og hlífðarfatnaðar, sem íslenskur iðnaður getur framleitt og stenst samanburð um verð og gæði.“ Með öðrum orðum þegar kostn- aðarhækkanir innanlands hafa gert út af við samkeppnishæfni íslenskrar iðnaðarvöru, skal grípa til hafta. Þáð þjónar hvorki hagsmunum neytenda, launþega né atvinnurekenda að grípa til hafta að nýju, til að rétta við tímabundinn rekstrarvanda iðn- aðárins, enda hafa forustumenn Félags isl. iðnrekenda lýst sig andvíga þeirri hugmynd. Draga þarf úr innlendum kostnaðar- hækkunum til að tryggja sam- keppnishæfni innlendrar fram- leiðslu og ættu möguleikarnir á sölu hennar jafnt innanlands sem utan að aukast við það. atriði í því sambandi er, að þeir l erlendu ferðamenn, sem koma til landsins með íslenskum flugvél- um, gera flugfélögum okkar kleift að bjóða Islendingum betri sam- göngur við umheiminn en heima- markaðurinn einn gæti staðið undir. Annað atriði sem nefna mætti er, að þeir ferðamenn, sem ferðast um landið, gera einnig hótelunum mögulegt að veita íslendingum betri þjónustu en ella. Forsvarsmenn ferðamála taka fram, að þeir gera hvorki ráð fyrir né óska eftir miklum fjölda ferðamanna til Islands í framtíð- inni, umfram það sem nú er. Æskilegasta þróunin er 8—10% árleg aukning. En hvaðan er aukningarinnar að vænta? Lúðvík Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs, sagði í viðtali við Viðskiptasíðuna, að það væri ekki fullljóst. En til að nálgast svar við þeirri spurningu væri Hagvangur nú að framkvæma markaðskönnun fyrir Ferðamálaráð og á grund- velli hennar m.a. mundi starfssemi ráðsins byggjast í framtíðinni. Lúðvik sagði þó að augljóst væri, að all miklir möguleikar ættu að vera á auknum ferðamanna- straumi frá Norðurlöndunum í framtíðinni, ekki síst ef ferjustarf- semin milli íslands og Noregs eða Danmerkur yrði stórefld eins og gert er ráð fyrir í þeim tillögum sem samgöngumálanefnd Norður- landaráðs á að taka til umræðu og samþykktar innan skamms. Varhugaverður málflutningur Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi Yfirgengi miðað viö innlausnarverð pr. kr. 100.- Seðlabankans 1968 2 flokkur 2756 68 49 2% 1968 1. flokkur 2400 82 32 0% 1968 2 flokkur 2257 95 313% 1969 1 flokkur 1682 32 313% 1970 1 flokkur 1545 13 71 8% 1970 2 flokkur 1 126 06 31.1% 1971 1. flokkur 1059 15 70 0% 1972 1. flokkur 923 38 310% 1972 2 flokkur 790 08 70.0% 1973 1. flokkur A 604 36 1973 2. flokkur 558 71 1974 1 flokkur 388 06 1975 1 flokkur 317 27 1975 2. flokkur 242 13 1976 1. flokkur 229 30 1976 2. flokkur 186 20 1977 1 fiokkur 172 93 1977 2. flokkur 144 86 1978 1. flokkur 1 18 05 VEÐSKULDABREF*: Nafnvextir. 26% Nafnvextir: 26% Nafnvextir: 26% Kaupgengi pr. kr. 100.- 79.- 70- 64- x) Miðað er viö auðseljanlega fasteign. Höfum seljendur að eftirtöldum veröbréfum: HAPPDRÆTTiSSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Sölugengí 1972— A 1973— B 1974— D 1974—F pr. kr. 100.- 598.47 (10% afföll) 513 44 (10% afföll) 388 22 (10% afföll) 274.73 (10% afföll) Kauptilboö óskast. HLUTABREF: Málning h.f. CJÁRPeiTinCflRPtiAC ÍfUMtM HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR LækjaVgötu 12 —- R (iSnaöarbankahúsinu) Simi 2 05 80. OpiS fró kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. VIÐSKIPTI VÍÐSKIFTI — EFNAHAGSMÁL,— ATHAFNALIF KmmBmmwaaKanmxLiLULSUÁM,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.