Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 plioirijpiTOlíIlaííllí Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvnmdaatjóri Haraldur Sveineeon. Ritetjórar Matthíae Johanneeeen, Styrmir Gunnareeon. Ritetjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundeeon. Fróttaetjóri Björn Jóhanneeon. Auglýeingaetjóri Baldvin Jónaeon Ritetjórn og afgreióela Aóalatraeti B, eími 10100. Auglýeingar Aóalatraeti 6, aími 22480. Áekriftargjald 2000.00 kr. á mánuöi innanlande. í lauaaaölu 100 ky. eintakið. Hverjum þóknanlegt? forystugrein í Þjóðviljanum nú fyrir skemmstu er fjallað mannborulega um mál andófsmanna í Sovétríkj- unum ojr m.a. sagt, að þeir fái ekki að kjósa sér verjendur né leiða fram þau vitni, sem þeir óska, dómararnir grípi fram í fyrir þeim „með dólgshætti, á áheyrendabekkjum situr valið lið, sem hefur það hlutverk að hæða og svívirða hina ákærðu, og ef einn eða tveir af nánum ættingjum hins ákærða fá að vera viðstaddir, þá mega þeir þakka fyrir, ef þeim er ekki misþyrmt af þessu leiguliði." Allt er þetta rétt, og fáir eru þeir hugsandi menn í heiminum, sem hafa ekki fylgzt með þessum réttarhöldum og ofs.óknunum á hendur andófsmönnum austan tjalds með hryllingi og viðbjóði; þó eru þeir til og því miður einnig að því er virðist hér á íslandi — jafnvel í forystuliði Alþýðubandalagsins, eiganda Þjóðviljans. Má þakka fyrir meðan formaður Alþýðubandalagsins, Lúðvík Jósepsson, gerir ekki athugasemd við fyrrnefnda forystugrein í eigin blaði. í forystugreininni segir ennfremur: „Það er kannski út í hött að fara í tilefni þeirra ótíðinda sem úr Sovétríkjunum koma nú með tilvísanir í mannréttinda- skrár, sem einnig Sovétríkin hafa undirritað. Réttarhöld sem þessi eru í pólitískum skilningi fyrst og fremst yfirlýsing um það, að Sovétríkin ætli að túlka slík skjöl eins og þeim Iíst best, skammta sjálfum sér hrikalegt lof og sáralitla gagnrýni svo langt sem vald þeirra nær. Að líkindum á þetta að sýna styrk hins sovéska ríkis. I reynd opinbera réttarhöldin á einstaklega nakinn hátt pólitíska veikleika Sovétríkjanna, hrikalega siðferðilega kreppu. Það er sjálfsögð skylda íslenskra sósíalista að taka af heilum huga undir þá öldu mótmæla og fordæmingar sem þessi réttarhöld hafa vakið um víðan heim.“ Svo mörg eru þau orð. En í Vísi 15. júlí sl. er Lúðvík Jósepsson spurður um álit hans á réttarhöldunum og þeim ofsóknum, sem andófsmenn í Sovétríkjunum hafa orðið fyrir af hendi stjórnvalda. Formenn annarra stjórnmála- flokka svara spurningunni útúrdúralaust, hið kommúníska kerfi þolir ekki frjálsa hugsun eða gagnrýni, segir Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins; réttarhöldin vekja menn til umhugsunar um sitt eigið frelsi, segir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og bætir við, að réttarhöld sem þessi leiði í ljós, hvernig stjórnarfarið er í raun og veru í Sovétríkjunum. „Það eru mikil vonbrigði, að það sýnist ekki hafa breytzt mikið til batnaðar, eftir að Sovétríkin undirrituðu Helsinki-sáttmálann . . . Mannréttindi og skoðanafrelsi eru fótum troðin og mannhelgi einskis virt. Hér er um fylgju sósíalísks skipulags að ræða, þar sem sósíalskir búskaparhættir ríkja kemur frelsisskerðing í kjölfarið". Og varaformaður Framsóknarflokksins, Einar Ágústsson, segir m.a.: „Eftir fréttum að dæma er hér um að ræða mannréttindabrot af versta tagi. Það sem mönnum er gefið að sök er þjóðfélagsgagnrýni. Ef slíkar reglur væru látnar gilda hér á landi væri a.m.k. annar hver íslendingur í þrælkunarvinnu." En Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins hefur ekki annað svar við spurningu Vísis en þetta: „Eg óska ekki eftir því að segja eitt einasta orð um þetta ... Ég hef ekkert fylgzt með því og veit ekkert um það.“ Ilver trúir því, að Lúðvík Jósepsson sé svo annars hugar við stjórnarmyndun, að hann hafi misst gjörsamlega sambandið við umheiminn og „mannúðarstefnu" þess sósíalisma, sem hann hafði forystu fyrir, þegar hann var formaður „Norðfjarðardeildar Kommúnistaflokks ís- lands“, ung og upprennandi stjarna á eilífðarhimni itímastjórnmála á Islandi? Jða býr e.t.v. eitthvað annað undir svari hans? Það sivyldu þó ekki vera einhverjir sem telja, „svar“ Lúðvíks sér og sínum þóknanlegt? Fréttaskýring Endatafl refski vinstri viðræð Þótt stjórnarmyndunarviöræöum Alþýöuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks væri ekki formlega slitlö í gær, varö Ijóst í gærkveldi, eftir aö frestur sá, er Benedikt Gröndal setti Alþýöu- bandalaginu til aö endurskoða afstööu sína, rann út, að viöræö- urnar voru í raun farnar út um þúfur. Viöræöuaöilar munu þó hafa veriö búnir aö gera sér grein fyrir viöræöuslitum þegar eftir árdegisfund viðræöuaðila í gær, því aö Benedikt Gröndal afboð- aöi fundi meö fulltrúum verka- lýöshreyfingarinnar og bænda skömmu eftir hádegi, en þessir fundir höföu veriö ráögeröir síödegis í dag. Strax á miövikudag, er Alþýöu- bandalagiö lagöi fram efnahags- málatillögur sínar á 14 vélrituöum blööum, mátti merkja aö hverju stefndi, bæöi vegna neikvæöra viöbragöa Alþýðuflokks og fram- sóknarmanna og þeirrar ákveöni, sem Alþýöubandalagsmenn létu í Ijós varöandi afstööu sína til tillagnanna. Þessi viöhorf endur- spegluöust í trúnaöarsamtölum viöræöuaöila viö okkur, þar sem þá fór að brydda á stóryröum þeirra, hvers í annars garö. Þó er þaö einkennandi aö minnst deildu Alþýöuflokkur og Fram- sóknarflokkur hvor á annan. Eins og segir, lögöu Alþýöubanda- lagsmennirnir fram efnahags- málatillögur sínar síöastliöinn miðvikudag, eftír aö Alþýöu- flokksmenn höföu lagt fram hugmyndir Benedikts Gröndals í þessum málaflokki. Hiö næsta, sem geröist, var aö bæði Fram- sóknarflokkur og Alþýöuflokkur fengu sérfræöinga til þess aö reikna út tiilögur Alþýðubanda- lagsins, Alþýöuflokkur fékk til liös viö sig starfsmenn Seölabanka og Þjóöhagsstofnunar, en Fram- sóknarflokkur starfsmenn frá Sambandi íslenzkra samvinnufé- laga og Verölagsskrifstofunnar. Niöurstööur beggja voru sam- hljóöa: aö á heildartillögurnar vantaöi hartnær 10 milljarða króna. • Lúövík ypptir öxlum Á fundi á fimmtudag komu Alþýöu- flokksmenn og framsóknarmenn meö útreikningana og lögöu þá fram, en Alþýöubandalagsmenn neituðu aö trúa. „Þaö er engu líkara,“ sagði Alþýöuflokksmaöur eftir viöræöufundinn á fimmtu- dag, „aö þrátt fyrir alla gagna- söfnunina í könnunarviöræöun- um og þau gögn, sem nú hafa bætzt viö í stjórnarmyndunarvið- ræöunum, hafi efnahagsmála- mynd Alþýðubandalagsmanna ekkert breytzt frá því sem hún var í vetur. Þegar viö komum meö útreikninga Þjóöhagsstofnunar, Seölabanka, Sambandsins og embættis verölagsstjóra og bendum þeim á aö þaö vanti milljaröa og tugi milljarða í efnahagsdæmiö þeirra, þá ypptir Lúövík Jósepsson bara öxlum og segir aö þaö hljóti aö vera hægt aö afla tekna í þessi ginnunga- göp, bara ef viljinn sé fyrir hendi. Og þegar þeim er bent á þaö, aö tillögur þeirra séu grundvallaöar á ástandinu í vetur, sem þýddi aö hvert niöurgreiöslustig kostaöi 1.300 milljónir, en aö nú sé staöan sú, aö hvert niöur- greiöslustig kosti 2 milljarða, þá ypptír hann bara öxlum aftur og telur ekki þrot á þeim peningum, sem megi ná inn, ef viljinn er fyrir hendi. Og þegar þaö gerist, aö Lúövík veröur aö viöurkenna, aö strax í upphafi veröi aö gefa undanþágur frá veltuskattinum, ekki bara útflutningsatvinnuveg- unum, heldur líka samkeppnis- iönaöinum og aö þessar undan- þágur lækki tekjuáætlun Alþýöu- bandalagsmanna strax um 600 milljónir króna, þá ypptir hann enn öxlum og telur hreint ekki tæmdar þær tekjur, sem pína megi upp meö viljanum einum saman. Þaö eina, sem ég fæ út úr þessum axlaypptingum Lúö- víks, er þaö, að stjórnarmyndun- arviöræöurnar séu í raun og veru búnar.“ • Þaö er bara rugl „Þaö er bara rugl,“ sagöi alþýðu- bandalagsmaöur, þegar viö spuröum hann, hvort rétt væri aö 10 milljaröa vantaöi í efnahags- dæmi þeirra, „og alveg sama hvernig þaö dæmi er skoðaö. Kjarni málsins er hins vegar sá, aö þeir hafi ekki viljaö fara í skattlagningu á þá aöila, sem viö viljum láta bera þessar byröar. Spurningin er einfaldlega sú, hver á aö borga brúsann af aö stööva veröbólguna. Er þaö launafólkiö, eöa eru þaö þeir, sem hafa hlaöiö upp margvíslegum gróöa og safnaö eignum og margvísleg fyrirtæki, sem standa sig vel. Þaö má t.d. benda á þaö, aö þótt frystiiönaöurinn standi sig illa, þá stendur útgeröin sig ágætlega og ef viö tökum einstaklinga, þá eru hér tekjuháir hópar, sem hafa haft aöstööu til þess aö koma sér upp margvíslegu stóru húsnæöi, löndum og lóðum og mörgu ööru. Viö höfum lagt til hækkun á eigna- og tekjuskatti til aö standa aö hluta til straum af þessu. Þar aö auki eru hér ákveðnar greinar í viöskiptastarfsemi og atvinnulífi, sem hafa haft allþokkalega af- komu, sem viö teljum aö geti alveg boriö þaö veltugjald, sem Brosmildir hófu peir viöræóur sínar undir táknrænu milverki — þjóöarskútan í stórsjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.