Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 17 Birgir ísl. Gunnarsson: V ettlingatök Fjárhagsáaetlun Reykjavíkur- borgar var tekin til endur- skoðunar á fundi í borgarstjórn s.l. fimmtudag. Ekki var ágrein- ingur um það, að áætlunina þyrfti að taka upp, en tillögurn- ar um breytingar voru að sjálfsögðu á ábyrgð hins nýja meirihluta í borgarstjórn. Nokkur atriðí vöktu sérstaka athygli við afgreiðslu málsins. Við skulum gera þau að umtals- efni. 1. Áætlaðar tekjur borgar- sjóðs hækka um 762 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru 312,6 milljónir króna vegna þess, að nýframkvæmd álagning útsvara og aðstöðugjalda gaf meiri tekjur en áætlað er í fjárhagsáætlun þeirri, sem sam- þykkt var í upphafi árs. Hins- vegar eru rúmlega helmingur hækkunarinnar, þ.e. 408 milljónir króna, tekjur sem einungis bókfærast á þessu ári, en koma ekki inn í borgarsjóð nema að litlu leyti. Þar er um að ræða gatnagerðargjöld að fjárhæð 139 millj. króna og dráttarvexti að fjárhæð 269 millj. króna, sem bókfærast um áramót, ef innheimta reynist ekki betri en á s.l. ári. Áætlun um útgjöld borgarsjóðs gera hinsvegar ráð fyrir að þessum tekjum verði eytt á árinu, þannig að með þessari tekju- áætlun er ekki ráðist gegn þeim greiðsluvanda, sem nú er við að glíma hjá borginni. 2. í hinni nýju áætlun meiri- hlutans er ekki gerð tillaga um fjárveitingu til að mæta launa- hækkunum vegna væntanlegrar hækkunar kaupgjaldsvísitölu 1. sept. og 1. des. n.k. Nú er ekki vitað hver sú hækkun kann að verða, en samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar frá því í vetur var gert ráð fyrir 4—5% 1. sept. n.k. og öðru eins 1. des. Ekki er talið ólíklegt nú að þessar vísitöluhækkanir geti orðið 8—10% bæði 1. sept og 1. des. Hvert eitt prósentustig í vísi- töluhækkun hefur í för með sér 5 millj. króna útgjaldaauka á mánuði. Hér er því um að ræða viðbótarútgjöld að fjárhæð allt að 200 millj. króna. Fyrir þessum útgjöldum er ekki ætl- aður eyrir í fjárhagsáætlun meirihlutans. Ljóst er því, að meirihlutinn treystir á það að þurfa ekki að greiða þessar vísitöluhækkanir. Þeir treysta því, að ný ríkisstjórn, t.d. vinstri stjórn, muni með einhverjum hætti gera ráðstafanir til að ekki þurfi að greiða launþegum þessar vísitöluhækkanir. Ekki ber þetta vott um mikil heilindi gagnvart launþegum, þrátt fyrir stóru orðin í vor. 3. Athygli hlýtur að vekja, hvaða framkvæmdir eigi að skera. Fyrir viku birti ég hér í blaðinu nokkrar bollaleggingar um það. Nú liggur niðurstaðan fyrir. Af gatnagerðarfram- kvæmdum má nefna verulegan hluta af malbikun iðnaðarhverf- isins á Ártúnshöfða. Þá verður sett undirlag á Höfðabakka og Dvergshöfða. Felldar verða niður framkvæmdir við fyrsta hluta Elliðavogsræsis, en það er upphaf að framkvæmd við aðal- ræsi út á Laugarnestanga til að hreinsa sjóinn á kaflanum frá Elliðaárósum út á tangann. Frestað verður útboði við Seljaskóla og dregið úr hraða við framkvæmdir í Hlíðaskóla, Hvassaleitisskóla, Hólabrekku- skóla og við sundlaugina við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Dregið er úr hraða við áætlaðar barnaheimilisbyggingar, sem nemur verðhækkunum á árinu. Þá er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við barnaheimilin við Arnarbakka og Iðufell. Allmikið verður dregið úr hraða félagsmiðstöðvarinnar i Árbæjarhverfi og frestað er að hefja byggingarframkvæmdir við kjallara Borgarbókasafns, sem ætlað er að hýsa bókabíl- ana. Þá er gert ráð fyrir að bjóða út næsta áfanga við B-álmu Borgarspítalans. 4. I júnímánuði urðu allmikl- ar deilur í borgarstjórn um það, þegar meirihluti borgarstjórnar samþykkti að greiða starfs- mönnum borgarinnar þriðjung vísitöluskerðingar þeirrar, sem febrúarlögin um viðnám gegn verðbólgu kváðu á um. Sú ákvörðun fól í sér 152 millj. króna útgjaldaauka fyrir borg- arsjóð. Þá var meirihlutinn spurður að því, hvar ætti að taka það fé, en í starfssamningi fiokkanna þriggja segir, að engin útgjöld skuli samþykkt nema ákveðnar séu jafnframt tekjur á móti. Þá var það svar gefið, að útgjaldaaukningunni yrði mætt með niðurskurði framkvæmda. Nú er komið í ljós að það er ekki rétt. Peninganna á að afla með því að taka erlent lán. Þá vita menn það. Eins og fyrr greinir var ekki ágreiningur um það, að rétt væri að taka fjárhagsáætlunina upp til endurskoðunar. Hins vegar óttast ég að þessi nýja áætlun meirihlutans muni ekki standast í raun. Vandinn er tekinn vettlingatökum, eins og sjást mun, þegar líður á árið. Birgir Isl. Gunnarsson Umrædur um lóðar- úthlutun í Sundahöfn ákar >na við viljum láta leggja á. Ég minni á þaö, aö Gylfi Þ. Gíslason var einn helzti talsmaöur þessa veltugjalds á síöasta þingi. Núna er þaö allt í einu óalandi og óferjandi í Alþýöuflokknum. Þessu kem ég bara ekki heim og saman og skil ekki hvers vegna Alþýöuflokkurinn heldur svona á þessu.“ • „Króniskur“ stjórnar- andstöðuflokkur Eftir aö efnahagsmálaviöræöur flokkanna þriggja sigldu í strand í gærmorgun, harönaöi enn tónninn í stjórnmálamönnunum. „Þaö hefur nú komiö í Ijós aö Alþýðubandalagið hefur aldrei ætlað sér í ríkisstjórn,“ sagöi einn þingmanna Alþýðuflokksins. Al- þýöubandalagiö er einhver sos- umflokkur, sem ekki vill taka á sig stjórnarfarslega ábyrgö, nema þegar allir sjóöir eru fullir, en þegar launafólkiö þarf á honm aö halda, þá bregst hann því helzt. Þessi flokkur er pólitískur nirfill, sem vill bara safna at- kvæöum, en tímir ekki aö nota þau. Þeir eru dæmdir til þess aö vera utanveltuflokkur í íslenzkum stjórnmálum.“ „í þessum viöræðum er ekkert sem þarf aö vera,“ sagöi annar úr þingflokki Alþýöuflokksins. „Þaö er ekki gagnkvæmt traust, þaö eru ekki heilindi og þaö er ekki jákvæöur vilji til þess aö takast á viö þaö, sem viö er aö glíma. Ég held, aö nú þegar Alþýöubanda- lagiö bakkar út úr viöræöunum, þá færir þaö okkur endanlega heim sanninn um þaö, aö Alþýðu- bandalagiö er bara krónískur stjórnarandstööuflokkur, sem lifir á erfiöleikum annarra. Þegar þeir standa frammi fyrir tómum sjóö- um, þá leggja þeir ekki í málið, þaö er eins og þeir hafi aldrei sétt sig inn í neitt, sem heitir efna- hagsmál, þau skipta þá ekki nokkru máli. Ég held aö nú sé tækifæri til þess, aö almenningur fái aö skilja, aö þetta eru bara gallharöir helv. .. kommar og ekkert annaö.“ • Vinstri stjórn meö vinstri stefnu „Það er náttúrlega alveg ljóst,“ sagöi einn af forystumönnum Alþýöubandalagsins, „aö viö höf- um alltaf viljað vinstri stjórn meö vinstri stefnu, en ekki vinstri stjórn meö stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ég er nú dálítiö hissa á því, hvaö menn viröast undrandi á þessu, en þaö kannski kemur þeim svona á óvart. Það er eins og Alþýðu- flokkurinn hafi haldiö, aö þessi stefna þeirra, að viöurkenna enn meira kauprán en fólst í bráöa- birgöalögum ríkisstjórnarinnar í maí, ætti hljómgrunn í verkalýös- hreyfingunni. Einnig hafa þeir ekki skiliö um hvaö baráttan alveg síöan í marz hefur snúizt. Þaö er nú kannski skiijanlegt, þar sem sumir hverjir þessara manna í þingflokknum stóöu ekki meö verkalýöshreyfingunni í verkföll- unum 1. og 2. marz, heldur hlupust þar undan merkjum. Þá er kannski ekki undarlegt, aö þeir átti sig ekki á því hvaöa alvara var á bak viö þaö stríð og um hvaö útflutningsbanniö snerist, og þaö sé tilefni til þess aö menn bugti sig og beygi, bara af því aö þaö er Alþýöuflokkurinn, en ekki ríkisstjórn Sjálfstæöisflokksins og Framsóknarflokks, sem biöur um áframhaldandi kauprán og þaö í meira mæli. Eina skynsam- lega skýringin á þessu er, aö þeir haldi, aö verkalýösforingjar okkar vilji breyta afstööu okkar — og haldi þaö virkilega aö eftir einhver höröustu stétaátök, sem hér hafa átt sér staö og eftir aö ríkisstjórn tveggja stærstu flokka landsins er kolfelld á kaupráns- lögunum og efnahagsaögeröum sínum, þá geti Alþýöuflokkurinn komiö mánuöi eftir kosningar og beöiö um nákvæmlega sömu aögeröirnar. Nú á þaö að vera allt í einu í lagi, bara af því aö þaö er Aiþýöuflokkurinn, sem biöur um það. Hengingarólin á aö veröa eitthvaö mýkri af því aö þaö er annar, sem hnýtir hnútinn. ofan á allt saman halda þeir svo aö Alþýöubandalagiö, sem staöiö hefur viö hliö verkalýöshreyfing- arinnar í gegnum þetta allt, verkfallsaögeröir 1. og 2. marz og aörar aðgeröir, rjúki upp til handa og fóta og hendi öllum sínum stefnumálum út um glugg- ann, bara fyrir einhver almenn loforö Alþýöuflokksins um aö þetta veröi góö ríkisstjórn. Maður gæti haldiö aö þessir nýju menn Alþýðuflokksins litu á verkalýös- baráttu sem einhverja popphá- tíö.“ • Sverfur til stáls? Of snemmt er aö spá um fram- vindu mála milli Alþýöubandalags og Alþýöuflokks, en af oröum, sem féllu í samtölum í gær virðist mega draga þá ályktun, aö fyrstu viöbrögö veröi aö láta nú sverfa til stáls meö þessum flokkum, bæöi á stjórnmálasviöinu og í verkalýöshreyfingunni. Alþýöu- flokksmaöur sagöi: „Þaö er spurning, ef vei er haldið á spilunum, hvort unnt er í næstu framtíö aö sameina sjálfstæöis- menn, framsóknarmenn og Al- þýöuflokksmenn í verkalýös- hreyfingunni til þess aö leggja þessa kommafíra aö velli.“ Einn úr forystusveit Alþýöubandalags- ins sagði: „Nú getur Benedikt kannski boöið Sjálfstæöisflokkn- um aö eiga aöild aö þessu kaupráni og leggja upp í stríö viö verkalýöshreyfinguna í samvinnu viö Sjálfstæðisflokkinn.“ —mf. —fj. LÓÐAÚTHLUTUN til Eimskipa- félags íslands hefur veriö borgar- fuiltrúum nokkurt deiluefni og hefur verið skýrt frá þeim niðurstöðum áður. Umræður verða raktar hér nú. Guðrún Helgadóttir kvaddi sér hljóðs á fundi borgarstjórnar 27. júlí en viku áður hafði hún óskað eftir frestun á afgreiðslu málsins í borgarstjórn. I máli Guðrúnar kom fram að borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins myndu greiða atkvæði gegn úthlutuninni. Hún sagði að Eimskipafélag íslands skorti ekki viðlegurými, en um- rætt svæði við Sundahöfn væri bezt fallið til byggingar viðlegu- kants. Með úthlutun til Eimskips væri borgarstjórn að ganga á hlut minni félaga. Þess vegna væri ekki tímabært að úthluta svæðinu fyrr en séð yrði fyrir endanlegri lausn á vanda skipafélaganna. Þessi afstaða Alþýðubandalagsins væri til komin eftir ítarlegar umræður við „vitra og reynda“ menn í þessum efnum. Albert Guðmundsson (S) sagðist harma ákvörðun Alþýðu- bandalagsins og það einnig, að svo snemma á kjörtímabili skuli myndast sundurþykki í röðum hins nýja meirihluta. Þá væri það köld kveðja til eins helzta verka- lýðsleiðtoga Alþýðubandalagsins, Guðmundar J. Guðmundssonar, sem kæmi frá borgarfulltrúum flokksins. Guðrún hefði sagzt hafa talað við vitra og reynda menn og komizt að þessari niðurstöðu. Albert kvaðst telja að reyndasti maðurinn hjá Alþýðubandalaginu á þessu sviði væri Guðmundur J. Guðmundsson fulltrúi flokksins í hafnarstjórn. Albert kvaðst furða sig á málflutningi Guðrúnar Helgadóttur því enginn annar en Guðmundur J. Guðmundsson hefði verið einn af dyggustu stuðnings- mönnum þess, að Eimskip fengi lóðina. Albert Guðmundsson sagði, að miklar breytingar væru á flutningatækni nú og sífellt væru notaðir stærri gámar. Þetta krefð- ist aukins rýmis og væri það vandi Eimskips. Þrátt fyrir samþykkt hafnar- stjórnar um úthlutun til Eimskips þá væri bæði meiri- og minnihluti klofinn í málinu. Það væri því ekki ólíklegt, að Eimskip þyrfti að leita til annarra sveitarfélaga. Albert lagði síðan til, að lóðinni yrði úthlutað til Eimskips. Guðrún Helgadóttir sagði einn af þessum vitru og reyndu félögum sínum vera Guðmund J. Guðmundsson og vissulega vildi hann að Eimskip fengi lóðina. Með því að styðja ekki tillögu hafnarstjórnar væri ekki verið að koma algerlega í veg fyrir úthlutun lóðarinnar heldur fresta henni enn um sinn. „Ég trúi því ekki, að Guðmundur J. Guð- mundsson hafi stutt frestun á úthlutun lóðarinnar," sagði Albert Guðmundsson. „Það sagði ég ekki,“ kallaði þá Guðrún Helgadóttir úr sæti sínu. Ólafur B. Thors (S) sagðist leggja megin áherzlu á, að höfnin afsalaði sér ekki umráðarétti yfir svæðinu og þess vegna gæti henn ekki stutt úthlutunina núna. Nauðsynlegt væri að finna endanlega lausn á þessum vanda áður en gengið yrði frá úthlutun- inni. Kristján Benediktsson (F) tók undir rök Ólafs B. Thors og kvaðst ekki geta stutt þessa úthlutun nú. Síðan fór fram nafnakall um úthlutunina: Já sögðu: Albert Guðmundsson, Birgir ísleifur Gunnarsson, Sigurður E. Guðmundsson, Markús Örn Antonsson, Páll Gíslason og Sjöfn Sigurbjörns- dóttir. Nei sögðu: Þorbjörn Broddason, Adda Bára Sigfúsdótt- ir, Davíð Oddsson, Guðrún Ágústs- dóttir, Guðrún Helgadóttir, Kristján Benediktsson, Magnús L. Sveinsson, Ólafur B. Thors og Sigurjóns Pétursson. Tillaga um lóðaúthlutun var því felld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.