Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 Norræni sumarháskólinn heimsóttur: „Hér eru mál rædd á víðari grundvelli en í háskólanum” ÞESSA síðustu daga júlímánaðar hefur staðið yfir sumarmót Norræna sumarháskólans (NSH) að Laugar- vatni. Blm. og ljósm. Morgunblaðsins heimsóttu mótið í vikunni og hittu fyrst að máli Hrafn Hallgrímsson, en hann er fulltrúi íslands í stjórn NSH. Hrafn sagði okkur frá starfseminni. — Starfsemi NSH er þannig háttaö að námshópar eru starf- andi yfir veturinn á öllum Norður- löndum, þar sem tekin eru fyrir ýmis mál. í hverju landi er hópstjóri, en allsherjar-hópstjóri samræmir aðgerðir hópa sem fjalla um sama efni í hinum ýmsu löndum. Á sumrin eru síðan haldin sumarmót til skiptis í löndunum fimm, þar sem hóparnir á hverju sviði starfa allir saman og ræða málin á enn víðari grundvelli eða skila einhverri skýrslu eða úttekt um viðkomandi málefni. Aðgangur að skólanum er öllum frjáls og engin próf eru tekin. í ársbyrjun er tilkynnt hvaða hópar verði starfræktir það árið og getur fólk þá skráð sig í einhvern þeirra. Þetta er m.a. auglýst í Háskóla íslands og hér hafa að meðaltali starfað 4—6 hópar ár hvert að undanförnu, en venjulega auglýsir NSH u.þ.b. 10 hópa. Hver hópur getur starfað allt að þrjú ár ef meðlimir hans óska eftir því og stjórn samtakanna sam- þykkir, en stjórnin er valin af fulltrúaráði. NSH hefur starfað frá árinu 1951 og íslendingar hófu þátttöku að því er mig minnir árið 1954 og Ólafur Björnsson prófess- or var formaður íslandsdeildar- innar í mörg ár. í NSH eru nú eitthvað um 1200 manns í 150 hópum, en þátttakendafjöldinn er allbreytilegur frá ári til árs. Hér á mótinu eru um 200 manns, flestir frá Danmörku en Danir hafa iöngum verið mjög athafna- samir i NSH. Sumarháskólinn er fjármagnað- ur af Norræna menningarmála- sjóðnum og hefur úr að spila einni millj. d. kr. á ári, en sú fjárhæð hefur ekkert hækkað í nokkur ár. NSH notar þetta fé til að halda úti aðalritara og skrifstofuhjálp og ennfremur eru greiddar ferðir stjórnarmanna á fundi og greiddar niður ferðir þátttakenda á sumar- mót eftir því sem unnt er. Nú í ár tókst að greiða þær niður að fullu. Öll vinna er ólaunuð, en reynt er að greiða kostnað, þannig að hér er fyrst og fremst um að ræða áhuga á að hitta fólk með sömu áhugamál og ná sambandi milli landa og faga, en þar er starf NSH hvað mikilvægast. Hér eru mál rædd á mun víðari grundvelli en t.d. í háskólum, þar sem hver deild fyrir sig er einangruð. Nú er til umfjöllunar hjá Norræna menningarmálasjóðnum að lækka upphæðina, sem NSH er veitt, um helming, vegna orðróms um að þetta sé einhver vinstri- klíku-starfsemi og einhliða um- fjöllun vandamála, en það mál er í rannsókn, eins og sagt er. Ef af þeim niðurskurði verður, á fjár- magni til okkar, er ekki unnt að halda áfram starfseminni, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem hún er í nú. Varðandi þetta mót hér, þá hefur það tekist mjög vel í alla staði og við höfum notið frábærrar fygreiðslu starfsfólksins á Eddu-hótelinu og skólastjóra Menntaskólans hér. Ég hygg að þátttakendur séu ánægðir með framkvænd mótsins. Stefanía Traustadóttir, Hrafn Hallgrímsson og Frede Hansen, en á þeim mæðir mikið á sumarmótinu auk Gyðu Jóhannesdóttur, sem ekki var viðíátin þegar myndin var tekin. (Ljósm. Mbl. Emilía). Að loknu spjallinu við Hrafn Ilallgri'msson tóku starfskraft- ar Morgunblaðsins nokkra þátttakcndur á sumarmótinu tali og spurði þá m.a. álits á starfseminni og þeirri gagn- rýni sem hún hefði sætt fyrir pólitíska einstefnu. Fyrstur varð á vegi okkar Norðmaðurinn Sverre Varvin, en hann sagðist reyndar vera hálfíslenskur og vinna í Dan- mörku. sem geðlæknir. — Ég er í hópi 2, þar sem fjallað er um heilsuvernd, fram- leiðsluhætti og félagslega sögu sjúkdóma. Ég hef verið með í NSH frá árinu 1972 og þetta er fimmta sumarmótið sem ég sæki. — Ég er geðlæknir og lít á þessa námshópastarfsemi sem kjörinn vettvang fyrir umræður um mál tengd mínu fagi, svo sem um þróunarmöguleika sál- lækninga og heilsugæslu í víð- ara samhengi. — Við sem erum í starfi, en ekki við nám í háskólum, fáum hér tækifæri til gagnrýninnar umræðu um fagið og gildi þess og ég tel þessa starfsemi sérlega mikilvæga og ennfremur mjög gagnlega. — Varðandi þessa pólitík, þá vil ég taka fram að ég kem hingað vegna áhuga míns á faginu sjálfu, en það tengist óneitanlega stjórnmálaumræð- um, t.d. hafa þessi mál mjög verið rædd á pólitískum vett- vangi í Danmörku og Svíþjóð og víðar. Ég hef aldrei kynnst einhliða málflutningi hér í NSH, en NSH tekur vissulega gagn- rýna afstöðu til viðtekinna gilda, enda sjálfstæð stofnun og ekki háð ríkismiðstýringu, eins og vejulegir háskólar á Norður- löndum. Mér finnst Sumar- háskólinn vera dæmi um borgaralegan háskóla af gömlu gerðinni, þar sem menn rökræða mál á mjög breiðum grundvelli. Næsti þátttakandi sem við náðum taii af var sænskur, Sten Anderson að nafni. — Ég hef verið í NSH frá því 1973 og er nú í hópi sem fjallar um framleiðsluaðferðir og með- vitund. Við höfum rætt um verkföll og borið saman verkföll á hinum ýmsu Norðurlöndum. Svo höfum við einnig rætt sérstaklega um allsherjarverk- fall. Þetta hafa að mínu viti verið mjög skemmtilegar um- ræður og við njótum góðs af því að í hópnum eru nokkrir vísindamenn sem fást við vandamál tengd verkalýðsmál- um. — Á þessu sumarmóti veitist Kristjana Sigurbergs• dóttir ogÞorbergur Skúlason — Minning Kristjana Sigurbergsdðttir. F. 29. júlí 1898. D. 28. febrúar 1976 Þorbergur Skúlason, skósmfðameistari F. 12. júif 1892. D. 6. október 1974. „Blessuð von í brjósti mfnu bú þú meðan hér ég dvel. Lát mig sjá f Ijósi þfnu Ijómann dýróar bak við hel.“ Þetta fagra sálmavers gæti svo vel endurspeglað trúartraust og fullvissu Kristjönu og Þorbergs um lífið og tilveru þess eftir dauð- ann, sem þau svo oft ræddu um. Þau fylgdu orðum Jesús er hann sagðk JÉg lifi og þér munuð lifa — Trúið á Guð og trúið á mig. — Sá, sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Og nú á áttræðis- minningarafmæli frú Kristjönu Sigurbergsdóttur, sem hefði orðið í dag, 29. júlí, hefði hún lifað, vilja börn hennar og barnabörn rifja þetta upp og minnast um leið Kristjönu sjálfrar og geta um leið manns hennar Þorbergs Skúla- sonar, sem einnig er látinn. Kristjana Sigurbergsdóttir var dóttir hjónanna Sigurbergs Sig- urðssonar, bónda og Kristínar Þórðardóttur, sem bjuggu að Moldbrekku í Kolbeinsstaða- hreppi í Hnappadalssýslu. Átti hún ættir að rekja til Borgarfjarð- ar- og Mýrarsýslu. Þorbergur Skúlason var sonur Skúla kennara Gíslasonar frá Bæ í Króksfirði, í Austur- Barðastrandasýslu, og konu hans Rósamundu Jóhönnu Jónsdóttur, frá Krossi á Skarðsströnd í Dala- sýslu. Verða þær ættir raktar um Breiðafjörð og Skagafjarðar- byggðir. Kristjana og Þorbergur voru myndar- og d.ugnaðarfólk, eins og þau áttu kyn til. Þau reistu fyrst bú við Laugaveginn hér í Reykja- vík, en síðar í Skerjafirði, og þótt efnin hafi stundum verið af skornum skammti var dugnaður- inn og þrautseigjan óþrjótandi. Þorbergi var lýst sem góðum og vandvirkum skósmíðameistara, og hann útskrifaði lærlinga í handiðn sinni. Hann var að eðlis- fari ljúfur og blíður i lund. Hann var fljótur að tileinka sér allar nýjungar, bæði viðkomandi iðn sinni og umhverfinu almennt. Hann var t.d. meðal þeirra fyrstu er lærðu að aka bifreið hér á landi, og einn af þeim fyrstu er flaug með flugvél er það farar- tæki var að ryðja sér til rúms hér á íslandi. Hann hafði yndi af íþróttum og stundaði þær meðan heilsa og þrek leyfðu. Trúaður var hann á annað líf og las mikið um dulræn efni og hafði yndi af tónlist. Þau Kristjana og Þorbergur áttu tvö börn, en þau hjónin skildu, er börn þeirra voru ung að árum, og eftir það hvíldi uppeldi barnanna á Kristjönu, og átti hún oft langan og strangan vinnudag. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg Þorbergs, dagskrárfulltrúi við Rikisútvarpið, mikil listakona, sem lokið hefur tónmenntakenn- araprófi, auk annarra prófa f ýms- um greinum tónlistar, og hefur samið á annað hundrað lög, sem mörg hver hafa notið mikilla vin- sælda, og er hún sfstarfandi á því sviði. Ingibjörg er gift Guðmundi Jónssyni, pfanóleikara, sem getið hefur sér mikinn hróður sem tón- listarmaður, og m.a. starfað sem tónlistarfulltrúi við Ríkisútvarpið og tónlistarkennari og verið eftir- sóttur á þvf sviði.; 2) Skúli Ólafur Þorbergsson er einnig góðum list- hæfileikum gæddur, þ.á m. á sviði tónlistar. Skúli er stúdent frá Verzlunarskólanum í Reykjavík, og hefur fengst af starfað sem fulltrúi hér í borg. Kona Skúla er Guðrún Björnsdóttir, mikil mynd- arkona ættuð frá Eskifirði, og eru þau búsett f Keflavfk. Þau hjónin Skúli og Guðrún eiga tvo syni, hafa alið upp fósturdóttur og eiga eitt barnabarn. Bæði Ingibjörg og Skúli hafa sungið frá barnæsku og fram á þennan dag, m.a. í Tón- listarfélagskórnum og voru stofn- félagar Þjóðleikhússkórsins, og hafa verið nýtir söngkraftar þar sfðan. Ekki verður á neinn hallað þótt sagt sé, að móðirin hafi átt drýgst- an þátt f mótun og lífsviðhorfi barna sinna, enda var frú Kristj- ana kjörin til þess. Hún taldi menntun mátt, og trúmennsku og samvizkusemi dyggð, og má

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.