Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.07.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1978 31 Formaður UEFAí heimsókn UM verzlunarmannahelgina eru væntanlegir til landsins tveir helztu forystumenn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, þeir dr. Franchi, formaður sambandsins og Baugert- er, framkvæmdastjóri þess. Koma þeir hingaö í boði KSÍ og munu eiga viðræöur við forystumenn knatt- spyrnumála hér á landi. Báöir þessir menn eru meöal mestu áhrifamanna í knattspyrnumálum í heiminum í dag og talað hefur veriö um dr. Franchi sem næsta forseta Alþjóöa knatt- spyrnusambandsins. Dr. Franchi er ítalskur aö þjóöerni. 2 (slandsmet TVÖ íslandsmet voru sett á fyrsta degi Meistaramóts íslands í sundi, en þaó hófst á miðvikudagskvBldið með keppni f þremur greinum. Mótinu, sem fram fer f Laugar- dalsiauginni verður fram haldið um heig- ina, hefst það klukkan 16.00 á laugardag og kl. 15.00 á sunnudag. Sem fyrr segir, viku tvö gömul fslandsmet fyrir nýjum á miðvikudagskvöldið. Brynjóifur Bjarnason Ármanni setti nýtt íslandsmet f 1500 m skriösundi. synti á 17.24,5 mfnátum. Þórunn Alfreðsdóttir átti hitt nýja metið og var það sett f 800 metra skriðsundi. Synti Þórunn á 9.52,7 mfn. í sama sundi setti Þóranna Héðinsdóttir Ægi nýtt telpnamet, en hún synti á 10.23,3 mfnátum og varð f 4. sæti. Þriðja grein kvöldsins var 400 metra bringusund karia og þar sigraði Ingólfur Gissurarson, synti á 5.44,7 mínátum. W *>■': \ Valsdagurinn VALSDAGURINN árlegi veröur hald- inn á morgun. Þar verður margt til skemmtunar og keppt í mörgum íþróttagreinum, auk þess sem kaffi- sala fer fram. Hátíðahöldin hefjast meö ávarpi Bergs Guönasonar klukkan 13.50 og þeim lýkur undir kvöldiö, kynnir verður Jón H. Karls- son. • Sigurlás og félagar fagna marki. Almenn ánægja ríkti f Eyjum, er Sigurlás ákvað að leggja Belgfuáform sfn á hilluna um sinn. Sigurlási leizt ekki á félagið Karl fékk ekki leyfi ítækatíð SIGURLÁS Þorleifsson ÍBV er nú kominn frá Belgfu, þar sem hann kynnti sér aðstæður hjá félagi f 4. deild, sem hafði áhuga á því að fá hann í sfnar raðir og bauð honum samning. Sigurlási leizt hvorki á tilboðið né aðstöðuna og snéri þvf heim. Félagið, en með því leikur Ólafur Sigurvinsson fyrrum leikmaður ÍBV, var þó ekki af baki dottið og gerði Karli Svcinssyni sams konar tilboð og Sigurlási. Hafði Karl mikinn hug á því að fara utan en tfminn var naumur, þar sem belgíski markaðurinn lokast 1. ágúst. Fyrir þann tíma þurfti Karl samþykki ÍBV og KSf til félagaskiptanna en ljóst er að samþykki KSÍ getur ekki legið fyrir með svo skömmum fyrirvara og eru því nánast engar líkur á því að Karl fari til félagsins. SS. Ellert vill banna fé- lagaskipti til útlendra liða á miðju tímabilinu „ÉG ÆTLA að bera þá tiilögu upp í stjórn KSÍ að framvegis verði ekki samþykkt félagaskipti til erlendra liða á meðan keppnis- tímabilið stendur hér heima. Þetta þarf alveg að vera á hreinu svo komið verði í veg fyrir atburði eins og þá, sem hafa verið að gerast undanfarna daga,“ sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Morgunblaðið ræddi í gær við Ellert og spurðist fyrir um stöð- una í þeim málum, sem upp hafa komið að undanförnu varðandi íslenzka leikmenn og erlend at- vinnulið. Ellert sagði að engin félagaskipti hefðu verið samþykkt, hvorki af viðkomandi félögum né KSÍ og því væru þessir leikmenn sem um ræðir, Arnór Guðjohnsen og James Bett, ennþá skráðir leikmenn með Víkingi og Val. Eins og fram hefur komið lokast belgíski markaðurinn eftir 1. ágúst,. Nú hafa tveir fyrrnefndir leikmenn skrifað undir samning hjá Lokaren án þess leyfi um ' félagaskipti liggi fyrir. Aðspurður sagði Ellert Schram, að það myndi koma í ljós* hvort umræddir samningar væru löglegir sam- kvæmt belgískum lögum jafnvel þótt samþykki viðkomandi félags og KSÍ lægi ekki fyrir. Eins ætti eftir að koma í ljós hvort löglegt væri að Arnór léki áfram með Víkingi eftir að hann hefur skrifað undir samning við Lokaren, jafn- vel þótt hann væri áfram skráður leikmaður með Víkingi í bókum KSÍ. „Mikilvægt atriði í málinu er það“, sagði Ellert, „að þegar við fórum að kanna þessi mál hjá framkvæmdastjóra Lokaren kom í ljós að umræddir piltar höfðu sjálfir frumkvæði að því að leita til Lokaren og óska eftir því að komast á atvinnumannasamning. Við erum því í erfiðri aðstöðu til þess að kæra félagið til UEFA, þar sem það virðist ekki hafa leitað til piltanna af fyrra bragði heldur þeir til þess, að því er virðist. En ljóst er að setja þarf miklu ákveðnari reglur um þetta en nú gilda svo að menn séu ekki að standa í svona hlutum bak við viðkomandi félagslið hér á íslandi. Það þarf að vera alveg á hreinu, að í framtíðinni verða engin leyfi veitt fyrir leikmannaskiptum til erlendra félaga á keppnistímabil- inu,“ sagði Ellert. - SS. Þór færðist nær 1. deild og Völs- ungurnær3. deild ÞÓR sigraði Völsung 2.1 á Akureyrarvelli í gærkvöldi. Þar með færðust Þórsararnir skrefi nær 1. deiidarsæti næsta ár en Völsungarnir færðust skrefi nær 3. deild. Er staða þeirra að verða vonlítil á botni 2. deildar. Leikurinn á Akureyri fór fram í bezta veðri. Bæði lið léku þokkalega saman úti á vellinum en Þórsararnir fengu betri færi. Þeir skoruðu eitt mark í f.h. og kom þá 25. mínútu. Óskar Gunnarsson lék upp að endamörkum vinstra megin og gaf fyrir markið þar sem Sigurður Lárusson kom aðvífandi og skallaði boltann í markið. STAÐAN EFTIR leikina í gærkvöldi er staðan í 2. deildinni í knattspyrnu bessi: Reynir — Ármann 2:0 Þór — Völsungur 2:1 KR 10 7 2 1 25:3 16 Þór 13 6 4 3 13:11 16 ÍBÍ 12 4 5 3 16:12 13 Reynir 14 5 3 6 15:18 13 Haukar 11 4 4 3 13:9 12 Auatri 11 4 3 4 8:9 11 Ármann 12 4 2 6 14:15 10 Þróttur 11 3 4 4 12:17 10 Fylkir 11 4 16 10:15 9 Völsungur 11 2 2 7 10:23 6 í seinni hálfleik voru Völsungar meira með boltann en færin voru af skornum skammti. Á 70. mínútu komst Kristján Olgeirsson í gegn- um vörn Þórs. Hann lék á markvörðinn og skaut og sáu varnarmenn Þórs ekki annað ráð en verja með höndum. Hermann Jónasson jafnaði metin fyrir Völsung úr vítinu. Sigurmark Þórs kom á 84. mínútu. Eftir mikinn darraðar- dans í vítateig Völsungs fékk Jón Lárusson boltann og skoraði af öryggi. Völsungarnir mótmæltu, töldu Jón rangstæðan, en góður dómari leiksins, Þorvarður Björnsson, tók mótmælin ekki til greina. Sigur Þórs var sanngjarn. Beztu menn liðsins voru Sigurður Lárus- son og Óskar Gunnarsson. Hjá Völsungi var Kristján Olgeirsson langbeztur og var hann jafnframt bezti maður vallarins. - Sigb.G/SS. Southampton kaupir Júgóslava SOUTHAMPTON eru í Þann mund að kaupa til liós vió sig tvo leikmenn frá Júgóslavíu og er annar peirra landsliösmaöur, en hinn hefur leikiA meA B-landsliAi Júgóslavíu. Kapparnir hafa æft meö Southampton að undan- förnu og er reiknaA meö pví, aö Southampton greiöi fyrir pá samtals um 100.000 sterlings- pund. Þeir heita Marjan Golac og Laszlo Lorinc. Sá fyrrnefndi hefur leikiö meö Partizan frá Belgrad, en hinn hefur leikiö með Vojvodina Novísad. Þeir eru bóöir 28 ára gamlir, enda mega leikmenn ekki flytjast frá Júgóslavíu fyrr en peir hafa néö peim aldri. REYNIR er á hraðri ferð upp töflu 2. deildar eftir slæma byrjun í vor. í gærkvöldi vann Reynir sanngjarnan sigur yfir Ármanni, 2i0. Leikið var í Sand- gerði. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af taugaóstyrk hjá báðum liðum. Hann var þófkenndur og jafnræði með liðunum. Ekkert mark var skorað í hálfleiknum. í seinni hálfleik mættu Reynis- menn mun ákveðnari til leiks og þeir tóku forystuna á 62. mínútu með góðu skallamarki Júlíusar Jónssonar eftir að langt innkast hafði verið tekið inn í teiginn. Á 72. minútu bætti Hjörtur Jóhanns- son öðru marki við einnig með skalla, en í þetta skipti eftir aukaspyrnu. Reynir sækir nú stöðugt í sig veðrið en Ármann er að dala eftir kröftuga byrjun í mótinu. JJ/SS. FORFÚLL MEÐAL KALOTT-FARANNA FJÓRIR af þeim frjálsíþrótta- mönnum, sem valdir voru til að keppa fyrir íslands hönd á Kalott keppninni í Umeaa í Svíþjóð nú um helgina, hafa orðið eftir heima. Það eru þeir Erlendur Valdimars- son, Sigurður P. Sigmundsson og Stefán Hallgrímsson, sem eru meiddir. Bergþóra Benónýsdóttir er fjórði keppandinn, en hún gaf ekki kost á sér til fararinnar. Stáhlberg og Hjeltnes á Reykjavíkurleikana Verður Arnór með? HVORT aö Arnór GuAjohnsen muni leika fleíri leiki fyrir Víking í aumar mun sennilega ekki ráöast fyrr en að liAiö gengur inn á leikvanginn um helgina til að etja kappi viö Breiðablik. Þetta kom fram, er Mbl. átti stutt spjall viö Þór S. Ragnarsson formann knattspyrnudeildar Víkings í gær. Þór sagöi ennfremur, að máliö væri á mjög viökvæmu stígi og raunar færi Þetta mjög eftir persónulegri afstööu Arnórs sjálfs, en Víkingar litu hins vegar á hann sem sinn leikmann, Því aö hvorki Þeirra samÞykki né samÞykki KSÍ lægi enn fyrir varðandi samninginn sem Arnór gerði viö Lokaren í fyrrakvöld. Þá er lítiö vitaö um afstööu Lokaren, veröi raunin sú að Amór leiki meö Víking fram á haust. Ef Lokaren tæki Þann kost að kæra Það, væri staöa Þeirra ekki sterk, einkum vegna fyrrnefndra samÞykkta Víkings og KSÍ, sem ekki lægju enn fyrir. Sagði Þór, aó slík málaferli gætu haft í för meó sér, að Arnór yröi dæmdur í eins árs leikbann og auðvitað hefði enginn áhuga á Þeim málalyktum. — GG. ALLTAF er að bætast í þann íríða flokk frjálsíþröttamanna, sem taka þátt í Reykjavíkur- leikunum 9. og 10. ágúst n.k. en leikarnir verða jafnframt vígslu- mót nýja frjálsíþróttavallarins í Laugardal. Samkvæmt upplýsingum Arnar Eiðssonar, formanns FRÍ, hafa tveir þekktir norrænir kastarar nú Vilmundur sigrar Wells’s á síðustu Reykjavíkurleikunum. gefið jákvætt svar, þeir Reio Stáhlberg frá Finnlandi, sem kastað hefur kúlunni 21,22 metra og Knut Hjeltnes frá Noregi, sem kastað hefur 65,66 metra. Þá hefur bandaríski sprett- hlauparinn Charlie Wells boðað komu sína og ætlar hann að hefna harma sinna frá í fyrra, þegar Vilmundur Vilhjálmsson vann hann óvænt. Þá er von á 6 bandarískum millivegalengda- og langhlaupur- um. Einn þeirra hefur hlaupið 1500 metrana á 3,37,1 mínútu og annar hefur hlaupið 800 metra á 1,47,7 mínútum. Áður hefur verið getið um kastarann Mac Wilkins. Þá hafa Rússar ákveðið að senda fjóra keppendur, allt mjög fram- bærilega íþróttamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.