Morgunblaðið - 30.07.1978, Side 1

Morgunblaðið - 30.07.1978, Side 1
48 SÍÐUR 162. tbl. 65 árg. SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hnakkrifist um Kúbu í Belgrad Belgrad — 29. júlí — Keuter. BÚIST var við að fundur utanríkisráðherra hlutlausra ríkja í Belgrad endaði í dag og stóð þegar síðast spurðist styr um rétt Kúbumanna til áframhaldandi veru í samtökunum sökum hernaðaríhlutunar þeirra f Afríku. Það voru Sómalir, sem formlega báru fram uppástungu þess efnis að Kúbu yrði vísað úr samtökunum. Studdu þeir tilmæli sín þeim rökum að Kúbumcnn hefðu verið verkfæri Sovétmanna. Kambódíumenn. sem krafist hafa að Vfetnömum yrði vfsað úr samtökunum. liggja hins vegar undir ákúrum frá Hanoi fyrir að vera handbendi Kínverja og e.t.v. Bandaríkjastjórnar einnig. Til harðra orðaskipta kom á ráðstefnunni í gær, er Sómalir helltu úr skálum reiði sinnar vegna stuðn- ings Kúbu við Eþíópíuher í Ogaden- stríðinu. Hlaut málflutningur þeirra óskiptan stuðning Egypta og Marokkó og sendimenn Zaire sögðust engan veginn mundu sækja fyrir- hugaðan fund samtakanna í Havana á næsta ári því það jafngilti því að vera gestur Moskvuyfirvalda. Utan- ríkisráðherra Kúbu, Isidoro Malmi- erca, svaraði því hins vegar til að land sitt hefði komið Afríkuríkjum þeim til hjálpar, sem höllum fæti stæðu vegna tangarsóknar heims- valdasinna. Studdu sendimenn Mosambique Malmierca eindregið og kváðu andróður vissra afla gegn Havanafundinum sprottinn af hatri og til þess eins ætlaðan að rugla aðildarríkin í ríminu. Á fundinum í Belgrad, sem 84 þjóðir standa að, hefur mikið verið rætt hvort Kúbumenn aðhyllast „yfirráðastefnu" eða hvort andstæð- ingar þeirra séu málpípur „nýlendu- eða heimsvaldastefnu". Hin opinbera kínverska fréttastofa „Nýja Kína“ komst svo að orði í dag að Kúba væri „Trójuhestur" Sovétmanna í samtök- um hlutlausra ríkja. Benedikt Gröndal á leið til forseta íslands til þess að skila umboði sínu til stjórnarmyndunar klukkan rúmlega 11 í gær. Sjá frétt á baksíðu — Ljósm.i ól.K.M. Portúgalsleiðtogar vilja þingkosningar Lissabon — 29. júlí — Reuter. LEIÐTOGAR fjögurra stærstu stjórnmálaflokka f Portúgal hafa hreyft þeim möguleika að efna til almennra þingkosninga f þvf skyni að binda enda á núverandi stjórnar kreppu. Loftbelgsfararnir í Brest í kvöld? BRETARNU. tveir sem ætla sér að verða f/rstir manna til að fljúga yfii' Atlantshafið f loft- belg, vovu í dag sagðir vera staddir um 384 kílómetra norð- vestur af Frakklandi og vonuðust þeir tíl að lenda á Bretagneskaga seint f kvöld. Flugumferðarstjórar brezka flughersins í Plymouth hafa verið í stöðugu loftskteyasambandi við Bretana, Donald Cameron og Christopher Davey og að sögn flugumferðarstjóranna ætti loft- belgurinn að lenda skammt frá Brest. Þá var veður sagt vera gott, en flugumferðarstjórarnir vöruðu við of mikilli bjartsýni, þar sem veður eru válynd á þessum slóð- um. Talsmaður flugkappanna, John Mansell, sagði að þeir væru útkeyrðir af þreytu, hefðu aðeins sofið þrjár klukkustundir síðustu nótt og enn skemur næstu næturnar tvær á undan. Bretarnir lögðu af stað frá Nýfundnalandi á miðvikudag. Antonio Ramalho Eanes forseti hitti f gær leiðtogana fjóra að máli og ræddi við þá leiðir til myndunar ríkisstjórnar, sem leyst gæti sex mánaða gamla stjórn dr. Mario Soaresar af hólmi. Búist var við að forsetinn héldi könnunarviðræðum sfnum áfram f dag og kæmi þá m.a. að máli við foringja Almennu iýðræðissamtakanna, öfgasinnaðs vinstriflokks, en einnig leiðtoga verkalýðsfélaga, iðngreina og land- búnaðar. Formaður sósíaldemókrata, Francisco sa Carneiro, skýrði frá því í dag að hann hefði hvatt Eanes forseta til að kalla þing saman að bragði og undirbúa þingkostningar við fyrsta tækifæri. Portúgalska þingið, þar sem enginn einn flokkur hefur óskoraðan meirihluta, er í sumarleyfi fram í október. Sa Carneiro kvaðst vona að nýr for- stæisráðherra yrði útnefndur í næstu viku til að mynda níundu ríkisstjórnina frá stjórnarbylting- unni 1974. Leiðtogi miðdemókrata, Diogo Freitas do Amaral, kvað flokk sinn ekkert hafa við kosningar að athuga, þrátt fyrir óhagræði sem af þeim kynnu að stafa í tilraunum vald- hafa til að rétta við efnahag landsins. Kommúnistaleiðtoginn Alvaro Cunhal gat þess einnig að kosningar kynnu að vera lausnin tækist ekki að ná meirihluta fyrir starfhæfa ríkís- stjórn með öðrum hætti. Upplýs- ingaráðherra jafnaðarmanna, Jao Gomes, sagði fréttamönnum í vik- unni að hann eygði engan valkost annan en þingkostningar. Féll 17hæðir ogklessti bíl New York — 29. júlí — AP. HÁLFFERTUG kona féll a sautjándu hæð háhýsis Brooklyn í dag og klessti yfii byggingu jeppabifreiðar í lenc ingu. Konan, sem vegur meir en 100 kíló, lifði af og va málhress er lögregiuþjónar bií uðu við að ná henni úr flakini Enginn hefur gefið skýringu hvernig konunni, Victoriu Larc auðnaðist að sleppa með lítil háttar meiðsli. Ongþveiti í flugumferð París, 29. júlí — Reuter MIKIÐ flugumferðaröngþveiti ríkti á flugvöllum í Vest- ur-Evrópu í dag, vegna þess að flugumferðarstjórar í Frakk- landi „fóru sér hægt“. Flugum- ferðarstjórarnir hafa sagt að þeir muni halda áfram uppteknum hætti fram á mánudagsmorgun. Tugþúsundir farþega reikuðu um flugstöðvarbyggingar á öllum helztu flugvöllum Vestur-Evrópu og biðu þess að þeir kæmust „í Jafntefli Baguio. Filippseyjum, 29. júi(. Reuter. ANATOLY Karpov og Viktor Korchnoi sömdu í dag um jafntefli í sjöttu einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitilinn f skák. Þetta er fimmta skák þeirra, sem lýkur með jafntefli, en biðskák þeirra úr fimmtu umferð verður tefld á morgun. Báðir keppendurnir voru mjög varkárir og eftir 23 leiki var jafnteflið staðreynd. Heims- meistarinn, Karpov, hafði hvítt í skákinni. Sjá nánar bls 2. loftið“. Sumir þurftu að bíða allt upp í 15 klukkustundir eftir flugfari, öðrum var sagt að flugið hefði fallið niður. ,Sú ákvörðun frönsku flugum- ferðarstjóranna „að fara sér hægt" er tilkomin vegna þess að þeir telja að þeir hafi of mikið að gera og telja sig ekki geta annað öllum verkum sínum. Þá krefjast þeir einnig hærri launa og betri vinnuskilyrða. Morgunblaðið sneri til Arnar Ó. Johnsons, eins af forstjórum Flugleiða, og spurði hann hvort uppátæki frönsku flugumferðar- stjóranna hefði einhver áhrif á flug flugfélagsins. Örn kvaðst ekki telja svo vera, það væri einna helzt að sólarlandaflug félagsins færi eitthvað úr skorðum. Hjá flugumferðarstjórn fékk Mbl. þær upplýsingar að seina- gangur flugumferðarstjóranna bitnaði aðallega á flugi innan Evrópu, en ekki Atlantshafsflugi. Væri því ólíklegt að einhverjar breytingar yrðu á flugi Flugleiða til staða í Norður-Evrópu, en hins vegar gætu sólarlandaflugáætl- unin eitthvað breytzt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.