Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 —„Hér er Beriín, hér er Þýskaland var eiginlega fyrirheitna landðið — Magnús brást mjög vel við málaleitan Morgunblaðsins, og sagði enda engu að leyna í þessu sambandi. Hann leit því inn • á ritstjójn blaðsins kvöld eitt í vikunni og sagði undirrituðum frá lífi sínu og starfi á stríðsárunum. — Þegar ég var fjórtán eða fimmtán ára kynntist ég stefnu þjóðernissinna og varð hrifinn af, enda menn hrifnæmir á þessum aldri. Ég gekk síðan í Þjóðernis- flokkinn á menntaskólaárunum og fylgdist af áhuga með uppbygging- unni í Þýskalandi á þessum tíma. Þýskaland var eiginlega fyrir- heitna landið um þessar mundir og ég hélt héðan í febrúar 1940 með einu síðasta skipi sem var í förum milli íslands og Danmerkur og „Þýskaland útvarpar á íslensku" — Það var svo í árslok 1941, að mér bauðst starf við íslandsdeild Grossdeutsche Rundfunk í Berlín, en sú deild hafði verið stofnuð 17. júní árið áður. Þessi deild sá um að útvarpa í fimmtán mínútur á dag fréttum á íslensku og var hluti af Norðurlandadeild Berlínar- útvarpsins. Það var fjögurra manna starfslið í deildinni, tvær íslenskar vélritunarstúlkur og tveir íslenskir þýðendur og þulir. Áður en ég hóf störf þarna voru það þeir Þórarinn heitinn Jónsson tónskáld og Óskar heitinn Vil- hjálmsson, sem sáu um þá hlið starfsins, en þegar Óskar hætti, bauðst mér starfið. Ég var prófaður I þýðingum og upplestri og þarna starfaði ég síðan allt til hausts. Við vorum á daglegum fundi hjá Norðurlanda- Magnús Guðbjörnsson. (Ljósm. Mbl. Kristinn). Magnús Guðbjörnsson segir frá starfi sínu vid Bertínarútvarpid á stríðsárunum og fráþvíþegar hmn varsendur hingað tillands tiiaðnjósna fyrir Þjóóverja deildinni og sendum svo út fréttir kl. 17.45 dag hvern að íslenskum tíma. Við byrjuðum alltaf útsending- úna á því að segja: „Hér er Berlín, hér er Berlín. Þýskaland útvarpar á íslensku kl. 17.45 til 18 að íslenskum tíma. Frá aðalstöðvum foringjans. Yfirherstjórn tilkynnir...“, svo komu stríðsfrétt- ir og afrit af þeim var síðan sent bæði í áróðursmálaráðuneyti Göbbels og utanríkisráðuneyti Von Ribbentropps. Þetta var aðallega fréttalestur úr stríðinu, en svo voru náttúrulega einhverjar skammir um bandamenn inn á milli. Við sendum líka út jóla- kveðjur frá íslendingum sem voru lokaðir inni í Þýskalandi á þessum tíma. Bað okkur að njósna fyrir Þjóðverja — Um haustið ‘42 kom útsend- ari þýsku leyniþjónustunnar, Abwehr, að máli við okkur Sverri Matthíasson, en við höfðum unnið saman í Howaldwerke. Þessi mað- ur setti dæmið þannig upp að hann spurði okkur hvort við vildum ekki fá tækifæri til að komast heim til íslands og það var tvennt sem réð iþví að við gengumst inn á þetta. Annað var það að við vildum gjarnan komast heim og hitt var það að okkur þótti einsýnt að ef við neituðum, gæti það haft alvarlegar afleiðingar." Nú, þessi Abwehr-maður bað okkur sem «agt að njósna fyrir Þjóðverja um bandamenn á ís- landi. Það var einkum tvennt sem þeir höfðu áhuga á að frétta, annað var hvort og þá hvenær stæði til að gera innrás í Noreg, eftir að Þjóðverjar höfðu náð honum á sitt vald, og einnig vildu þeir fá upplýsingar um skipalestir til Murmansk. Eftir að við höfðum samþykkt þetta vorum við settir á skólabekk til að læra meðferð senditækja, lesa dulmál og nota leyniblek. Við gátum lært þetta í Þýskalandi, en kusum frekar að gera það í Kaupmannahöfn, þar sem voru betri lífskjör og skömmtunin ekki eins naum. Þetta nám okkar fór fram á heilli hæð á Hotel Cosmopolitan, sem Þjóðverjar höfðu til afnota. Þarna voru allir í borgaralegum fötum og einn þýskur loftskeytamaður kenndi okkur á tækin. Við vorum í þessum skóla fram til ársins ’44 og vorum allan tímann í Höfn nema hvað við Hotel Cosmopolitan á stríðs- árunum. Þar ráku Þjóðverj- ar njósnaskóla. (Ljósm. Ó.K.M.) Þýskur kafbátur leggur af stað frá Bergen. í afmælisgrein í Mbl. í tilefni af sextugsafmæli Magnúsar Guðbjörns- son á morgun, segir m.a. frá bví að hann hafi á stríðsárunum starfað við Berlínarútvarpið sem þýöandi og þulur við fréttasendingar á íslensku en ekki þarf að útlista að húsbænd- urnir þar voru síðar dæmdir fyrir stríðsglæpi. Mbl. þótti forvitnilegt að fregna meira um þetta starf Magnúsar í Berlín og hafði því samband við hann f því skyni að eiga við hann viðtal. Það kom þá í Ijós aö margt fleira sérkennilegt dreif á daga Magnúsar á stríðsárunum og í eftirfarandi viðtali segir hann m.a. frá því að Þjóðverjar báðu hann og annan íslenskan mann að stunda njósnir hér á landi á sínum vegum, þjálfuöu þá síðan í meðferð senditækja og fluttu þá hingað til lands í kafbát í þessu skyni. hugðist leita mér að vinnu í Þýskalandi, enda kreppuástand ríkjandi hér og lítið um atvinnu, öfugt við það sem var í Þýskalandi. Miðja vegu milli Færeyja og Islands var skipið stöðvað af Bretum og stefnt til Kirkwall á Orkneyjum. Þar vorum við í tíu daga og allir voru yfirheyrðir. Síðan var okkur leyft að halda ferðinni áfram, en hún gekk þó ekki klakklaust, því mikill ís tafði okkur í Kattegat og kalla varð til ísbrjót að aðstoða okkur. Þetta var alls nítján daga ferð. Ég dvaldi í Kaupmannahöfn í dálítinn tíma, en Danmörk var hernumin stuttu eftir að ég kom, eða 9. apríl. í byrjun júní fékk ég tækifæri til að ráða mig í vinnu hjá Howaldwerke-skipasmíðastöð- inni í Hamborg og vann ég þar um skeið og síðar í Holstenbrau-öl- gerðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.