Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1978 15 Berlín"— skruppðum tvisvar til Þýskalands til að æfa okkur í meðferð tækjanna. Kafbáturinn beið okkar — Þjóðverjarnir gáfu okkur kenninöfn og kölluðu mig „Rufu“, sem dregið var af „Rundfunk", en Sverrir hlaut nafnið „Tormatt", sem var sett saman úr föður og afanafni hans. Það var um mánaðamótin mars- apríl ‘44 að við vorum sendir af stað. Við fórum fyrst með þýsku herflutningaskipi til Kristiansand og þaðan til Bergen, þar sem kafbáturinn beið okkar. Við vorum látnir klæðast sjó- liðabúningum þegar við gengum um borð í kafbátinn til þess að villa um fyrir mögulegum njósnur- um bandamanna, en skiptum síðan yfir í „sívíl“ þegar við vorum komnir um borð. „Þetta var býsnastór kafbátur á þeirra tíma mælikvarða, um 500 tonn og búinn tundurskeytum og loftvarnabyssum. Um borð vissi enginn hverjir við vorum eða hvert við vorum að fara, nema skipherr- ann og sennilega stýrimaðurinn. Okkur hafði verið sagt að ef við yrðum spurðir einhvers, ættum við að segjast vera Þjóðverjar á leið til Kanada. Siglingin til Islands tók óeðlilega langan tíma og sennilega var það gert til þess að rugla menn í ríminu um það hvert förinnni væri heitið. Við vorum yfirleitt 20 tíma í einu neðansjávar og komum að- eins upp á yfirborðið yfir blánótt- ina til að taka loft. Við lögðum af stað frá Bergen 15. apríl og komum að Langanesi þann 25. Foringinn átti afmæli þann 20. og það var haldið hátíðlegt og áhöfn- in hafði á orði að þetta þyrfti að gerast daglega. Það var mjög hættulegt fyrir kafbátana að sigla á þessum tíma sakir hlustunartækni banda- manna. Við sigldúm einu sinni undir skipalest bandamanna á leiðinni og þá mátti helst ekki anda, til þess að báturinn yrði ekki uppgötvaður. Til þess kom sem betur fer ekki. Þessi kafbátur tók ekki þátt í neinum hernaðaraðgerðum, enda var eina hlutverk hans að koma okkur til Islands. Meö 4000 dollara hvor — Morguninn 25. apríl sigldi kafbáturinn ofansjávar í björtu, þrátt fyrir þá miklu hættu sem slíkt gat haft í för með sér. Enda voru loftvarnarbyssurnar mannaðar. Við komum upp við Langanes og þar fórum við Sverrir með senditækin í tuttugu manna gúmbát ti lands, hvor um sig með fjögur þúsund dollara til lífsviður- væris. Við tókum land við Eiði. Mikið brim var og bátnum hvolfdi í lendingu, en tækin voru í vatns- þéttum umbúðum svo þau sakaði ekki. Við Sverrir skildum tækin eftir í fjörunni og gengum yfir lónið á ís, heim að bænum, kaldir og blautir. Bóndinn ætlaði ekki að trúa því að við hefðum farið yfir lónið, því hann taldi ísinn ótraust- an. Við sögðum, eins og fyrir okkur hafði verið lagt, að við værum flóttamenn frá Noregi og við höfðum verið látnir kaupa sjópoka og norskar eldspýtur úti til að gera þá sögu sennilegri. Við Sverrir ætluðum að gefa okkur fram við íslensk yfirvöld strax við fyrsta tækifæri og hugsuðum okkur aldrei að gera þetta sem fyrir okkur var lagt, enda i’issum við, að enda þótt við hefðum viljað gera þetta, þá var það vita vonlaust, þar sem margir þekktu okkur sem þjóðernissinna og þekktu rödd mína úr Berlínarútvarpinu. Okkur vannst þó ekki tími til þess að gefa okkur fram við yfirvöldin, því að strax daginn eftir komu breskur og bandarískur hermaður vel vopnum búnir og fluttu okkur til Þórshafnar. Þeir höfðu haft einhverjar spurnir af ferðum okkar. Já, það er rétt að segja það strax, að við vorum ætíð óvopnaðir. Nú hermennirnir voru almenni- legir við okkur, en spurðu okkur náttúrulega margs og við reyndum að útskýra mál okkar. Daginn eftir kom breskur tundurspillir til að sækja okkur og fór með okkur til Reykjavíkur. Þá komu til okkar borgaralega klæddir menn og yfirheyrðu okkur, en síðan fór skipið upp í Hvalfjörð og var þar í tvo sólarhringa. í fangabúðir í London — Eftir það vorum við fluttir yfir í breskt herskip, feykistórt, og fluttir til Liverpool, þar sem menn frá Scotland Yard tóku við okkur og fóru með okkur í lest til London, þar sem við vorum loks afhentir bresku leyniþjónustunni, sem setti okkur í fangabúðir fyrir meinta njósnara. Þar voru þáum 90 fangar og fjögur hundruð hermenn til gæslu. Þarna vorum við sem sagt frá því í maíbyrjun árið 1944 og þangað til stríðinu lauk við Japani í byrjun ágúst 1945. Aðbúnaðurinn var þolanleg- ur miðað við stríðstíma og við fengum dagblöð og höfðum bóka- safn til afnota, en við fengum ekki að skrifa nein bréf. Þarna vorum við yfirheyrðir á hverjum degi í þrjár vikur en þetta var ekkert kvalræði, nema hvað við fengum náttúrulega aö kynn- ast loftárásum Þjóðverja, en áður höfðum við kynnst breskum loft- árásum náið. Við vorum síðan fluttir heim og afhentir íslenskum stjórnvöldum í ágúst ‘45 og urðum við frelsinu fegnir. Var einn leiö- angranna „ekta“ en hinir plat Að lokinni ofanskráðri frásögn Magnúsar spurði undirritaður hann hvort einhverjar efasemdir um þjóðernisstefnuna hefðu ekki látið á sér kræla í huga hans á stríðsárunum. — Nei, maður hugsaði ekkert út í þetta þá, enda heyrði maður nákvæmlega ekkert um allar þessar hörmungar sem eiga að hafa átt sér stað af völdum Þjóðverja, fyrr en eftir stríðið. Núna er þettá náttúrulega bara saga og nasisminn löngu dauður, en ég tel enga skömm að þessu. Við gátum ekkert annað gert en að ganga að þessum skilmálum og okkur finnst við ekki hafa gert neitt af okkur. Þetta er bara eins og hver annar hluti af fortíðinni. Núna getur maður séð hlutina í víðara samhengi og þá vakna óneitanlega ýmsar spurningar. Til dæmis um það hvers vegna við Sverrir vorum sendir hingað, þar eð Þjóðverjar hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að þetta var vonlaust fyrir okkur, sem svo margir þekktu hér. Manni dettur það óneitanlega í hug að þetta hafi einungis verið gert til að villa um fyrir banda- mönnum og draga athyglina frá einhverju öðru. Um þetta verður sjálfsagt seint hægt að segja nokkuð með vissu, en þetta er óneitanlega svolítið sérkennilegt. - SIB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.